Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 4
GOTTULEIÐANGURINN TIL GRÆNLANDS Sauðnaut á Vígljóti í Dúsensfiröi. A sauðnauta- veiðum í Grænlandi Kalli úr bók Ársæls Árnasonar I Miödal, sjaum viö hop, þar sem eru 2 káifar, og ieggjum þar aö. í dainum er djúpt malargil og ætluöum viö aö umkringja dýrin, svo aö þau sæju okkur ekki fyr en viö værum rétt komnir aö þeim. En svo tókst til, aö þau sáu 2 af mönnunum áöur en okkur hina; þar er fremstur stór boli er þeim viröist sem vilji ráöast á sig, og skjóta þeir hann. Hin dýrin taka þá á flótta, komust framhjá okkur, þutu langa leiö inn meö fjallshlíöinni, og sáum við, aö ógerlegt var aö eiga viö þau meira aö sinni. Þetta var aö morgni. Viö förum þá út til skips, snæöum miödegisverö, en leggjum af staö upp úr hádeginu, er viö höldum aö þau hafi jafnaö sig. Rétt fyrir ofan, þar sem dýrin eru, gengur gil inn í fjallshlíðina, snarbratt inni í botninum, en brattar grjóturöir beggja megin við. Inn í þetta gil viljum viö reyna aö koma þeim, því aö þar mundum viö eiga hægast meö aö handsama þau. Þau renna undan okkur, en í staö þess aö fara inn í giliö, fara þau upp snarbratta uröina viö gilbarminn. Þaö er skotið ígrjótiö rétt fyrir framan þau, til þess aö reyna aö fæla þau á þann hátt niöur í giliö, en þau þramma áfram fyrir því. Skot hittir eina kúna, og veltur hún dauö niöur eftir uröinni, og kálfur hennar með henni. Hann rekur upp átakanlegt gaul, yfirgefur móöurina dauöa og rennur eftir hópnum. Dýrin komast svo upp á fjallið og úr augsýn okkar, og töldum viö, sem neöar stóöum og utar, aö þar meö væri þessi veiöi úr sögunni. En þegar minnst var sjáum viö aö einn leiöang- ursmanna er kominn upp skriöuna, og reyndist þaö vera Finnþogi hinn þrautseigi. Aörir tveir fara á eftir honum, þeir Markús og Gunnar. Dýrin munu hafa veriö oröin móö mjög þegar upp var komiö, mennirnir auövitaö líka, en þeir komast þó fyrir þau og geta króaö þau á gilbrúninni. Þar skjóta þeir þau og hrapa þau jafnskjótt dauö niöur í giliö, unz eftir eru kálfarnir báöir og einn vetrungur. Mennirnir voru aöeins 3 og höföu ekki meö sér netiö né neitt af böndum. Þeir handsama þó þarna annan kálfinn, en hinn kálfurinn og vetrungurinn sleppa út eftir fjallinu. Gunnar hélt kálfinum meöan aörir komu aö neöan meö þönd til aö binda hann. Þeir sáu strax, aö kálfurinn var mjög aöfram kominn og fór Gunnar eins varlega meö hann og unnt var; gætti þess t.d. aö láta hann ekki koma viö grjótið, er hann brauzt um, lét heldur alt lenda á sér og var allur blár og marinn eftir. Þeir Markús og Finnbogi fóru á eftir hinum kálfin- um, fyrst út eftir fjallinu, síöar kom hann aftur og leitaöi upp aö gilinu og var þá reynt aö króa hann, en hann gat skotist í burtu og nú inn með fjallinu. Finnbogi hinn ódrepandi þaut á eftir honum, og aörir meö honum, en eftir allmikil hlaup og leit misstu þeir aiveg af honum. Alveg gat maöur dáöst aö því hvaö þessi veslings kálfur þoldi. Þaö er af handsamaöa kálfinum aö segja, aö meö afskaplegri fyrirhöfn er hann borinn niöur af fjallinu. Þorvald- ur bar hann lengst af á heröunum og Framhald á bls. 15 Stundum klemmdu jakarnir svo aö Gottu að hún lyftist upp, en aldrei gaf báturinn sig og stóð sig í alla staði vel. norður með Grænlandi, a.m.k. fjór- föld lengd ísiands frá austri tii vesturs. Ég spurði Kristján, hvort ekki hefði verið hægt að komast beint yfir sundið út frá Horni; það er bara smáspölur á móti þessum ósköpum. En skipstjórinn brosti að landkrabbanum og sagöi það af og frá. „Eina leiðin var aö komast norður með ísbreiðunni og sigta uppá eyður til að komast inní vökina, sem verður meðfram strönd Grænlands". Þeim haföi miðað vel af staö, en fljótlega kom í Ijós, að loftskeyta- stööin var gallagripur og nánast ónýt. Viðgerð á ísafirði bar ekki árangur, samt var lagt í íshafið, þótt menn vissu aö aungvum boöum yrði hægt að koma heim. Aftur á rfióti heyrðu þeir skeytasendingar. „Hinn 10. júlí varð fyrir okkur ókleifur ísveggur", segir í kveri Ársæls Árnasonar. Öðru hverju voru þeir að stefna Gottu inn í sund, sem urðu inní jakaborgina og eitt sinn sigu jakarnir saman og lyftu skipinu hreinlega upp. Þeim fór að hætta að lítast á blikuna; allt í einu voru þeir þarna í hvítri auðninni, líkt og á þurru landi væri og til öryggis var farið með byssur og kúlnabirgðir út á ísinn. Aö fítilli stundu liðinni giiönuöu jakarnir í sundur á nýjan leik og án þess aö nokkuö að ráöi sæi á Gottu. Litlu síðar rákust þeir á norskan selfangara meö sendistöö og gátu látiö vita af sér. Hver dagurinn öðrum líkur Kristján skipstjóri dregur fram leiðarbókina, sem hann geymir enn- þá heima hjá sér. Þar kemur í Ijós, að hver dagurinn hefur veriö nokkuð öðrum líkur á leiðinni. Eftir viku færir Kristján í bókina: „Svamlað milli vaka án árangurs. Sáum bjarndýr og skutum þaö. Reynt aö komast áleiðis en alls árangurslaust." Hitinn er þá 1,5 stig. Eftir tvær vikur frá brottför, 18., júlí, stendur í leiöarbókinni: „Skipinu þrengt í gegnum ísinn eftir mætti í austurátt". Enn látum við líða viku og þann 25. ágúst hefur ekki mikið gerzt; þeir berjast enn við ísinn. í leiöarbók þann dag stendur: „Legiö á sama staö alla vökuna og skotnir nokkrir selir og eitt bjarndýr. Kl. 8 fm er ísinn orðinn nokkuð greiðari, var þá lagt af stað og stýrt í A. Þeirri stefnu haldið til kf. 12 á hádegi, þá ekki hægt að komast neitt, skipinu lagt milli tveggja sléttra jaka. Kl. 5 er ísinn dálítiö sundurlaus, þá lagt af staö og oftast stýrt í NA. Logn allan daginn og hillingar." Og enn líöur vika. Þann 4. ágúst, mánuöi eftir brottför frá Reykjavík ná þeir Gottu inn úr ísnum og í „landrennuna", sem þeir nefndu svo. þar heitir Mývík, sem þeir náöu landí og var þá talið aö íslenzkt skip heföi ekki komið að Grænlandsströndum í 6—7 aldir. Þeir hittu þar fyrir leiö- angursskip, sem flutti vistir til veiði- manna á Grænlandi og var íslend- ingunum bent á, að sauðnaut mundi hægt að finna í Dúsensfiröi á Ýmis- eyju. Bæði í kveri Ársæls Árnasonar og bók Sveins Sæmundssonar er greint frá ferðinni í talsveröum smáatriö- um, sem ekki er hægt að fara útí hér. „Hvað sem öllum hættum leið þá dofnaöi glaðværöin aldrei allan tím- ann,“ segir Ársæll á einum stað. Þaö er líka nefnt, að aðstaöa til hrein- lætis hafi verið af skornum skammti; menn bjuggu og sváfu þröngt. Sumir höfðu eitthvaö bókakyns að lesa, Baldvin gullsmiður úr Eyjum teiknaði myndir og stundum var hlustað á grammófón, sem Hljóöfærahúsiö gaf til ferðarinnar af hugulsemi. Ársæll segir líka, að menn verði furðanlega lausir við „pjatt“ á svona skipi. „Hve mjög sem menn vildu halda sér hreinum", segir hann, „þá er þaö ekki hægt. Þrengslin eru mikil og alstaðar óhreinindi, sót frá eldavél- inni og mótornum, olía frá tunnum á þilfarinu, fita af dýrum, sem veitt eru o.fl.“ Sauðnautin reynd- ust erfið viðfangs Greinilegt er, að menn hafa verið nokkuö veiöiglaöir og hafa kannski skotiö ívið meira af bjarndýrum en þeir fengu torgaö. Þegar á land kom á Grænlandi, skutu þeir héra og greifingja, sáu refi, heyröu í úlfum og fundu hreindýrahorn. Lifandi hrein- dýr uröu aftur á móti ekki á þeirra vegi. Næsta furöulegt er, hvað nátt- úran þarna er rík að dýralífi, og dýrin viröast alls ekki lifa neinu sultarlífi. Fyrsta tilraun þeirra félaga til aö ná lifandi sauönautum var næsta grátbrosleg. Þeir geröu sér Ijóst, að ekki þýddi að reyna við fuiloröin dýr,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.