Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 7
WOODSTOCK — Bíbí, sem er besti vinur Snata og hefur stundum starf einkaritara hans meö höndum, birtist í Smáfólki 1970. Hann var í hópi lítilla fugla, sem höföu áöur birzt í Smáfólki. Hann er lítill og brothættur, en getur veriö æði úrræöagóður, pegar nauösyn krefur. Hann saknar móöur sinnar ákaf- lega, einkum á Mæöradag- inn, pegar Snati leikur mömmudreng. Bíbí talar með strikum, sem eru skrifuð fyrir ofan hann. PEPPERMINT PATTY — Kata Kúlutyggjó, finnst hún vera frekar blátt áfram. Hún er alltaf frekar Ijúf viö vin sinn kalla Bjarna, sem hún kallar „Chuck“ — vininn sinn. Þau tvö tala oft um lífiö, ástina og býðingu pess aö vera til; sitja upp við tré og snúa saman bökum. Þau misskilja oft hvort annaö. Hún er ofsafenginn leikmaöur og framkvæmdastjóri hornaboltaliösins sem spilar á móti liði hans. í kennslustofunni er hún sífellt aö svara spurningum af mikilli ákefö, en litlum árangri. CHARLIE BROWN — Kalli Bjarna, kemur mest viö sögu í smáfólki. Hann er á báöum áttum og áhyggjufullur og finnst, að engum líki við sig. Gunna hefur líkt honum viö „gallað- an bolta, sem á aö fara aö skjóta út á völlinn“. Hann gerir örvæntingarfullar tilraunir til aö tala viö litlu rauöhæröu stelpuna, sem er aldrei sýnd á neinni mynd. Hann dáir hana mjög en kjarkinn vantar. Hann er framkvæmdastjóri og „kastari“ í hornaboltaliöi sem vinnur aidrei, Þegar hann leikur meö. SALLY— Sólveig, er litla systir Kaila Bjarna og vinkona Lalla. Hún er djörf og vongóö. Hún hefur sjálfstæöa afstööu gagnvart menntun og er gáttuö og hneyksluð á skólanum. LINUS — Lalli, er litli bróöir Gunnu. Hann er heimspekingurinn í Smáfólki. Hann er sakleysiö upp- málað og fullur kvíöa. Hann er oft sýndur með teppiö sitt, sem táknar „vellíöan, öryggi og ólýsanlega hamingju“. Hann fær alltaf eina af Þessum hræðilegu, móöurlegu hvatninarorösendingum og amer- ísku hegðunarráöleggingum í mat- arboxið sitt, en hann fer á hverjum degi meö í skólann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.