Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 13
„Nei, Þetta er ekki bíll. Þetta er Þroskakubbur. Þú átt að lemja hann í gatið Þarna.“ OG ANNAÐ DÓT — Hinn viti borni maður á leikfangasýningu Þaö veröur aö huga miklu betur aö þroska barnanna. Þaö liggur í augum uppi. Eftir kvöldmat fer ég beint út í Haga- skóla aö skoöa sýningu á þroskaleikföng- um. Þótt maöur eigi engin börn sjálfur, veröur maöur aö fylgjast meö jafnmikil- vægu samfélagsmáli. Þaö er líka barnaár. Ég þoli ekki þá, sem hafa ekki áhuga á málefnum barna bara vegna þess aö þeir eiga engin börn sjálfir. Þaö ætti aö skjóta slíka fábjána, sem vita ekki, hvaö sam- félag er. Þeir ættu bara að skríöa aftur inn í móöurskaut,“ hugsa ég og viröi fyrir mér köttinn í næsta húsi, sem asnast fram og aftur meðfram giröingunni, horfir á fuglana hinum megin og veit ekki aö hann á aö fara inn um hliöiö. „Til hvers heldur hann aö hlið séu eiginlega? Mikiö geta dýr veriö treggáfuö. kunna ekki á einföldustu tæki.“ Eg tek dagblaöið upp úr vasanum og huga aö öðrum brýnum samfélagsmálum á göngunni. Ég fylgist meö. Og ekki bara þaö; ég hef skoöun á öllum málum. Maöur á aö hafa skoðun á öllum málum. Þá er maöur dugandi fyrir samfélagiö. Æ, afsakiö, ég gleymdi að kynna mig. Ég er eitt eintak af hinum viti borna manni. Þessum, sem gefur jaröardvölinni síaukiö gildi meö nýjum tæknlafrekum, en veitir jafnframt allri uppbyggingu samfélags síns stööugt aöhald og gætir þannig aö góöri líðan allra þar; þessum, sem teygir grandskoöandi fingur sína jafnt um innviöi eigin líkama í leit aö rótum meina sem alla leiö til Venusar, og er auk þess í þann mund aö ná taki á orku sólar til aö knýja allt gangvirki jaröar til farsældar fyrir iðandi mannlíf. Þetta er sem sagt ég, og ég geri mér fulla grein fyrir ábyrgðinni sem því fylgir, aö vera eintak hins viti borna manns. Tjunk, tjunk, tjunk, — ég ímynda mér aö ég sé meö sex strokka vél í kviönum og eftir gangstéttinni meö samfélagsdag- blaöiö undir handleggnum. Tjunk, tjunk; nú gef ég stefnuijós og beygi upp aö dyrum skólans. Augnablik er sem ég efist um aö ég hafi í raun áhuga á þessari sýningu, en svo er ég kominn inn. Drep á vélinni. „Jú, þetta er greiniiega þrosk- andi,“ segi ég og iít yfir salinn. Rétt hjá mér stendur lítill strákur meö stóran haus aö fikta í búgaröi úr plasti. „Ekki snerta, vinur minn,“ segi ég. Hann lítur forviöa upp, en ég kiappa brosandi á koll hans og geng áfram um salinn. Hér hefur veriö raöaö upp býsnum af Ijómandi þroskandi leikföngum fyrir börn nútímans. Áöur en þau kannast viö eigin útlimi, horfast þau í augu viö þessa hluti meö áfast nafn og skilgreiningu. Þá þarf aö byrja aö kenna þeim, þaö held ég nú. Maöur sér stundum þessar elskur reyna aö smíöa hús og bíla úr kubbunum sínum, draga upp fólk og dýr meö litunum og skapa lítil samfólög umhverfis brúöurnar, en útkoman getur oröiö skelfing vitlaus. Þá er þaö okkar, hinna fullorönu, aö kenna þeim. Og þarna eru þroskandi kubbar aö lemja í göt. Þegar barniö hefur uppgötvaö, aö kubbarnir voru frá upphafi framleiddir til aö fara í ákveöin göt, hefur þaö þroskazt. Þar stendur iítil telpa og ýtir einum kubbnum eftir boröinu. Ég fylgist brosandi meö henni. „Halló“. Hún lítur upp. „Hvaö ertu aö gera?“ „Keyra". „Keyra?“ Þú átt ekki aö gera þaö. Veiztu ekki, til hvers þetta er?“ „Bíll.“ „Nei, þetta er ekki bíll.“ Ég brosi. „Þetta er þroskakubbur. Þú átt aö lemja hann í gatið þarna> „Bíll.“ Hún heldur áfram aö ýta þroska- kubbnum eftir boröinu. Leiöindabsrn. Eg margreyni aö koma henni í skilning um eöli málsins, en hún þrástagast á því aö kubbfjandinn sé bifreiö. Loks missi ég þolinmæöina og ákveö aö sýna krakkanum vægöarlaust fram á vanþroska sinn meö því að troöa kubbnum sjálfur í gatiö, en ég renn undan þegar hún býr sig undir aö öskra. Þaö á aö gera eitthvað viö foreldra, sem skortir alla samfélagslega ábyrgö í barnauppeldi. Ég held þá áfram léttstígri göngunni um salinn, horfi í kringum mig og brosi. Þá mæti ég fóstru sem ég þekki, og viö stöndum litla stund í salnum miðjum og ræðum þetta þarfa mál, þroska barnsins. Hún segir aö þær hafi hvatt börnin aö vera ófeimin aö skoöa og reyna leikföng- in, og ég tek undir þaö og segi aö þetta sé nú einu sinni leikfangasýning og auk þess barnaár. „Þaö er selt alveg ótrúlega mikiö af lélegum leikföngum hér í búöum,“ segir hún og nefnir dæmi um hluti, sem séu svo fullkomnir og fastskorðaöir, að barniö komi þar hvergi aö ímyndunarafli sínu og athafnaþrá. Leikföng veröi nú fyrst og fremst aö örva hugann. „mikið er ég sammála," segi ég. „Þaö er hverju samfélagi nauðsyn aö örva börnin tíl þroskandi hluta. Það er nú einu sinni mín skoöun," segi ég og horfi í kringum mig. Fóstran hrósar mér fyrir áhugann á málefnum barna, þótt ég sé barnlaus sjálfur. „Maöur á aö fylgjast með málum samfélagsins og taka afstööu til þeirra," segi ég. Hún fer. Og áfram sigli ég um þennan þroskasal meö dagblaöiö í hendinni. Svo nem ég staöar viö lítinn plastkarl. Ja, hérna. Þaö má teygja hann og beygja á alla vegu, meira en sjálfan mig. Svona eiga plast- karlar aö vera. Ég skoöa hann af hrifn- ingu í krók og kima. „Ég hef verið aö velta dálitlu fyrir mér,“ segir hann þá. Eg horfi bara á hann. Viö erum orðnir tveir einir, eins og menn geta oröiö einir meö bílnum sínum. Og einhvern veginn kemur það mér ekki á óvart aö hann skuli hafa velt einhverju fyrir sér. Og hann getur þá kannski tekiö þátt í umræöum um samfélagsmál. Engu aö síöur lít ég fyrst vel í kringum mig í salnum áöur en ég segi meö kurteislegu brosi: „Ha?“ og svo: „Er maöurinn ekki plastkarl." „Ég hef hlotiö listræna viöurkenningu." „A“ Ég legg viö eyrun. „Ég hef veriö aö velta svolitlu fyrir mér,“ segir hann. „Hvaö á svona viöur- kennt, listrænt leikfang eins og ég aö gera?“ „Börn þurfa góö leikföng" „Til hvers?“ „Nú, til aö þroskast." „Þroskast hvernig?“ „Nú, svo þau læri aö þekkja form og iiti í kringum sig og fyrirbæri hverskyns.“ „Er þá sá maður þroskaöastur sem þekkir flest form og liti og fyrirbæri? Er þá hægt aö þjálfa gæludýr til aö veröa þroskaöri en blindan mann?" „Nei, auövitaö ekki.“ Ég byrsti mig eilítiö fyrir hönd hins viti borna manns. „Svo kemur annars konar þroski." „En eru þá börnin eins og dýr á meöan þau eru á þessu mynd- og litþroska- skeiði?“ „Nei, þau þroskast auövitaö ööruvísi um leiö,“ bræöi ég saman. „Eins og maðurinn einn getur þroskazt." „Já, er þáö ekki?“ Þaö lifnar yfir honum eins og lífiö hafi öðlazt aukiö gildi. „Er þaö ekki rétt athugaö hjá mér aö mannabörnin eigi bara aö nota svoa dót og fyrirbæri sem nokkurs konar hjálpar- dekk undir þaö sem þau hugsa sjálf?“ „Ha? — Jú, einmitt, þaö er existentia- lisminn," skýt ég ákafur fram. Þetta ætlar kannski að verða almennilegt samtal. Ég set upp fyrra bros og býst til aö fræöa hann svolítiö um þá stefnu, sem ég veit fjölmargt um, en menningaráhugi hans reynist langt að baki vonum. Ég skrúfa fyrir þau fræöi og hlusta nú aöeins meö öðru eyranu á plastkarlinn á boröinu. „Finnst þér þá ekki skrýtiö . . . " „Jú,“ segi ég, en biöst svo afsökunar og hann heldur áfram: „Finnst þér ekki skrýtiö, að einn maöur skuli geta notaö sitt höfuö í að gera einhvern hlut sem hann stillir svo fyrir framan mannsbarn af sömu gerö, og þá lamist bara öll hugsun barnsins og þaö líti á þennan hlut sem einhvern herra hugsunar sinnar, sem hún geti ekki nálgast?" „Já,“ segi ég hugsi. Hvar hef ég lesið eitthvaö þessu líkt? „Þetta er svoldiö svipaö þessu hjá Sartre ..." byrja ég. „Eöa — kannski öllu heldur frönsku modernistunum. — Og þó . . . “ „Heyrðu, hvern fjandann er ég annars aö tala við plastkarl á leikfangasýningu?" Ég lít snöggvast í kringum mig, kinka kurteislega kolli til plastkarlsins á boröinu og flýti mér út. Mér léttir við aö koma út. „Jæja, þá er ég búinn aö þessu," segi ég svo og tek aftur upp dagblaöiö. Eg lít um öxl á göngunni: „Já, þaö veröur aö huga miklu betur aö þroska barnanna." HHH ValdemarHölm Hallstað HELGI PÁLSSON lögregluþjönn KVEÐJA Þaö gleymist víst engum, sem gengur sinn veg hve gott er að mæta þar vini. Og finna samúö á langri leið í lífsins hverfula skini. Þú deildir á milli í dagsins önn þínum drengskaþ, sem heilu réói. Að rétta fórnandi heita hönd var hamingja þín og gleði. En nú hefur hverfleikinn kvatt á dyr og kul er í dagsins svörum. En minningin lifir svo Ijúf og hlý með Ijóð sinna drauma á vörum. Svo fögur og heit er sú feröabæn, sem flutt er í drottins nafni, meðan siglir þú vinur yfir sumarblátt haf meö sólroðió land fyrir stafni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.