Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 13
ekki að bjóöa það, fyrr en rætt hefur verið um önnur erindi hans. A konungur aö gefa Danakonungi sannarlegt skuldarskjal, svo að hans hátign nái aftur tálmalaust landi sínu meö öllum réttindum og kvöðum óskertum og heilum, þegar féö er endurborgaö honum eða erfingjum hans, Englandskonung- um, á áreiðanlegum staö í Amster- dam eða Entwerpen, og bréf þaö, er hann hefur „upp á landiö", skal leggja fram þar og skila Danakon- ungi aftur. Ef Englandskonungur vill eignast landið, skal hann borga drottni (konungi) mínum féð á áreiðanlegum stað í Antwerþen eða Amsterdam, og þar mun konungur hafa til taks slík skírteini, er nægja.“ Undir bréfinu stendur nafn Hans Holms. Það er á lágþýzku og hefur Holm haft það meö sér til minnis, er hann lagöi af stað í för sína vorið 1518. Eins og bréfið gerir ráö fyrir hélt hann fyrst til Niðurlanda, en þrátt fyrir nokkurn áhuga þarlendra manna á erindi hans, varð honum lítt ágengt. Hann hélt því för sinni áfram til Englands, en danski sendiherrann á Niöurlöndum hlaut það verkefni að sinna þessu máli í Hollandi og öörum fylkjum Niður- landa; er svo að sjá, að því hafi veriö haldiö opnu samtímis á Niöurlöndum og í Englandi. Hinn 27. júlí 1519 skrifar sendi- herra Dana á Niðurlöndum eftirfar- andi til stjórnarinnar í Kaupmanna- höfn: „Um ísland hef ég engu framgengt fengiö, því hér er ekkert samlyndi milli borgaranna. Amster- damborgarar vilja fegnir, en skortir efni til þess.“ Og hinn 13. desember sama ár skrifar sendiherrann eftirfarandi frá Antwerpen til Kristjáns 2. (þýö. dr. Jóns): „Viövíkjandi boöum yöar hátignar um ísland hef ég lagt mig í líma og framkróka aö megni bæöi í Amsterdam og hér. Johan Benn- inck hefur hjálpað mér og verið viö. Hef ég þó engu á leið komiö. Amsterdamborgarar berja við fá- tækt sinni og vilja þó fegnir með öörum borgum, en geta ekki komiö sér saman um það, eins og áöur er ritað. Hér vilja borgarar heldur ekki ganga að því. Mundi ég nú fara til Hollands aftur að semja við þá, en má ekki fara úr Brabant, og veit Jens hvaö því veldur. Hef ég ritaö Jóhanni Bennfnck ítarlega um málið, hvernig bezt fer á að semja við þá enn á ný. Hann mun efalaust gera það, sem unnt er að gera í því máli.“ Johan Benninck sá sem hér er nefndur var áhrifamikill kaupmaður í Haag, og þótti gott til hans aö leita, er ríkið var í fjárþröng. Dr. Jón Stefánsson telur, að Amsterdam- borgarar hafi haft áhuga á þessum viöskiptum, vegna þess aö þeir hafi þá þegar verið farnir að taka þátt í Islandsverzluninni. Aörar borgir hafi hins vegar ýmist ekki haft áhuga eöa óttast, aö þær myndu ekki fá aö njóta íslandsverzlunar- innar vegna drottnunar Amster- damborgar. Hvað sem því líður, er það fullvíst, að tilraunir Kristjáns 2. til aö afla fjár meö þessum hætti á Niðurlöndum mistókust. Nú víkur sögunni til Englands. Svo er að sjá, að sendimaður Kristján il Danakonungur. Kristjáns 2. hafi fengið góðar viðtökur hjá Hinriki 8. og fengið þokað máíi sínu í rétta átt. Hinrik átti um þessar mundir annríkt í utanríkismálum, en hafði þó tíma til að skrifa starfsbróöur sínum í Kaupmannahöfn um haustiö. Bréfið er dagsett 6. nóvember 1518 og er hið alúölegasta; þaö hljóðar um þau erindi, sem hinn danski sendimaöur haföi rekið viö hirð Englandskon- ungs, þar á meðal fyrirhugaða veðsetningu á íslandi. Hinrik segir í þessu bréfi, að Holm hafi fengið svör við málaleitun sinni, sumpart skrifleg og sumpart munnleg, og kveöst hafa beðið hann að segja húsbónda sínum í trúnaði frá sumu. Meöal skjala Holms í Ríkisskjala- safni Dana er aö finna uppkast að yfirlýsingu Englandskonungs um það, að hann muni skila íslandi aftur, þegar veöið hafi verið greitt og er hér bersýnilega um aö ræða eitt þeirra gagna, sem hann hefur haft meö sér frá Lundúnum. Þetta uppkast hljóöar sem hér segir (í þýðingu dr. Jóns): „Vér Hinrik etc. lýsum yfir meö bréfi þessu, aö vér höfum meö samþykki ráögjafa vorra lofað bandamanni vorum Kristjáni (Dana- konungi) og lofum og skuldbindum oss með skjali þessu gagnvart honum og eftirmönnum hans, Nor- Svíþjóð var aö ganga undan ríkinu um þessar mundir og danski aðallinn sagöi Kristjáni 2. uþp trú og hollustu í ársbyrjun 1523. Þetta sama ár hélt Kristján til Niðurlanda að leita liöveizlu gegnn aölinum og átti ekki afturkvæmt nem^ sem fangi. Dr. Jón telur, að Kristján konungur hafi gert einn af stuön- ingsmönnum sínum aö höfuös- manni á íslandi rétt fyrir brottför sína frá Danmörku sumarið 1523 til að tryggja völd sín þar, en hann var veginn skömmu síðar, og eftir það hafi Englandskonungur ekki haft neinn áhuga á því aö þiggja ísland sem veð úr hendi Kristjáns 2. II Kristjáni Danakonungi tókst ekki aö komast á ný í hásæti sitt og varö fööurbróðir hans næsti konungur Danaveldis. Hann er þekktur í sögunni undir nafninu Friörik 1. og ríkti 1523—33. Hann náði frænda sínum, Kristjáni 2., á vald sitt og lét geyma hann í kastalafangelsi í Sonderborg. Friörik 1. andaöist 1533 og var Kristján þá enn á lífi í fangelsinu. Fylgismenn hans, sem nutu stuðnings erlendis, þar á meöal hjá Lýbíkuríki, gerðu þá tilraun til aö koma honum á ný til valda, en aðrir vildu gera Kristján hertoga, son Friöriks 1., aö kon- „Nú var svo komið, að Danir vildu láta ísland af hendi rakna fyrir svo sem ekkert, en Hinrik hafði þá svo mikið að vinna innanlands, að hann sipnti því ekki. Þannig fórst fyrir, að Hinrik áttundi eignaðist Island..” Kristján III Danakonungur. egskonungum, að þegar hann eöa eftirmenn hans vilja kaupa aftur eyna ísland, sem er seld oss í hendur að veöi fyrir ákveðinni upphæö í gulli, silfri og fé, þá skulum vér og erfingjar vorir, jafnskjótt og þessi upphæö er útborguð oss og goldin að fullu, sleppa viljugir og skila aftur áöur- nefndri ey, Islandi, konungi eöa eftirmönnum hans án nokkurrar tafar, tálma eða hindrunar með öllum réttindum og eignum. Lofum vér með vorri tign, að vér og erfingjar vorir munum eigi rjúfa þetta né brigða, og skulu öll svik og undirferli vera fjarri málinu." Máliö hefur sem sé komizt talsvert á reksþöl, en ekki varð þó neitt úr því, aö Englandskonungur tæki ísland sem veð að sinni, Dr. Jón Stefánsson er sannfærður um það, aö landiö heföi ílenzt í Bretaveldi, ef samningar hefðu tekizt. „Þá heföi farið um ísland eins og um Hjaltland og Orkneyjar. Þeim hefur ekki verið skilað aftur enn í dag“, segir hann í grein sinni. Ástæöan til þess, aö samningar tókust ekki, hefur þó ekki veriö sú, ef marka má frásögn dr. Jóns, að Englandskonung skorti áhuga. Dr. Jón álítur, að Hinrik hafi „víst haldið, að hann mundi eignast ísland ókeypis." Hinrik hafi álitið, að Danmörk væri aö liðast sundur. ungi. Tók hann konungsnafn og nefndist Kristján 3. Þetta kostaði borgarastyrjöld í Danmörku og varö Kristjáni hertoga féskylft. Greip hann þá til þess ráðs að bjóöa Englandskonungi ísland aö veöi gegn peningaláni. I dagbók, sem danski sendiherr- ann í Lundúnum skrifaði á árinu 1535, segir frá þessum fjáröflunar- tilraunum Kristjáns 3. Sendiherr- ann, Peder Suavenius aö nafni, átti viðræður viö Cromwell, ráðgjafa Hinriks 8., um máiiö. Hinn 15. marz spyr Cromwell sendiherrann, hvað Danir geti látiö Englandskonungi í té, ef hann veiti Kristjáni 3. liö. Cromwell kveðst nafa heyrt, að hinu dansk-norska ríki tilheyrðu margar eyjar, og hann leggur þá spurningu fyrir Suavenius, hvort Hinrik 8 geti fengiö eina þeirra. Svo sem kunnugt er hafði Kistján 1. konunur dansk-norska ríkisins afhentJakobi 3.Skotakonungi Hjaltland og Orkneyjar árið 1469 sem veö fyrir þeirr upphæö, er nam heimanmundi dóttur hans, Margrét- ar Kristjánsdóttur Danaprinsessu, en hún gekk þá að eiga Jakob konung og faöir hennar hafði þá Sjá nœstu l síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.