Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 2
Smásaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur Teikning: Richard Vakingojer Jóhannsson Hann var þungstígur, þar sem hann gekk eftir götunni, á leiö heim úr vinnunni. Þessi dagur haföi veriö alveg eins og flestir aörir í vinnunni. Leiöindavinna þetta, sem hann hafði haft undanfarin 22 ár. Auövitaö haföi hann oft ætlaö aö hætta, en aldrei haft kjark til þess. Hann las alltaf atvinnuauglýsingar dagblaöanna, og sá sjálfan sig, þar sem hann væri framkvæmdastjóri hér og þar, en lengra náöi ekki raunveruleikinn. Hann var sem sagt ennþá á sama staö og hann hafði byrjað fyrir 22 árum síðan, sem skrifstofu- stjóri hjá stórri stofnun. Allan liðlangan daginn mátti hann hafa þetta símalandi kvenfólk í kringum sig, hvert öðru vitlausara. Hann horföi niöur í götuna og var þungt hugsi. „Jóel, Jóel gamli vinur.“ Var verið aö kalla á hann? Hann leit við og sá þá hvar maður kom hlaugandi yfir götuna, í áttina til hans. Hver var þetta eiginlega? Hann stansaði og beið. Maöurinn var nú kominn til hans, hár og grannur, sólbrúnn og stæltur, klæddur eftir ströngustu kröfum tískunnar. „Nei, hvaö sé ég, er þetta ekki sjálfur Pétur glanni." Jóel varö bæöi hissa og glaöur. Mennirnir heilsuöust innilega og Pétur stakk uþþ á því, að þeir færu inn á kaffihús og röbbuöu saman yfir kaffibolla. Jóel var fús til þess, en vildi þó fyrst hringja heim og segja konunni frá því, aö honum myndi seinka svolítið. Hann var nefnilega vanur aö koma beint heim úr vinnunni, og hún færi e.t.v. aö undrast um hann, ef hann breytti út af því. Pétur glotti og sagöist þá fara á undan og þanta kaffið. En Jóel heföi getaö sþaraö sér ómakiö, því aö enginn svaraöi heima hjá honum. Mollý var óneitanlega önnum kafin kona. Hún var bókstaflega meölimur í öllum klúbbum sem starfandi voru í Reykjavík. Sjálfur var Jóel ekki í neinum og taldi sjálfum sér trú um, aö hann þarfnaðist ekki annars félagsskapar, en fjölskyldunn- ar, þótt fámenn væri. Reyndar samanstóð fjölskyldan ekki af öörum en þeim hjónum og burtfluttum syni, auk aldraðra foreldra og fjarlægra systkina þeirra hjóna. Þaö fólk, sem Jóel umgekkst, var því varla annað en Mollý kona hans, og hún var ekki oft heimaviö. Hann vann ekki meö neinum karlmanni, og kvenfólkið á skrifstofunni var ekki þannig, að hann sæktist eftir félagsskap þess. Pétur og Jóel höfðu um margt aö tala. Þeir rifjuöu upp gamla tímann, þegar þeir gengu saman í barna og gagnfræðaskóla. Þá var nú líf í tuskunum. Reyndar var ennþá líf í tuskunum hjá Pétri, enda hafði hann ennþá viðurnefnið „glanni". „Hvernig stendur á því, aö svona myndarlegur maður eins og þú, gengur enn laus og liðugur. Þú, sem varst alltaf fremstur í flokki, þegar kvenfólkið var annars vegar?“ Pétur hlær, svo aö skín í hvítar fallegar tennurnar. „Eigum við ekki aö oröa þaö eins og í skrýtlunni, þ.e. hvers vegna aö gerast áskrifandi, þegar maður getur fengiö þaö í laúsasölu?" Þeir hlæja rosalega að gamla útþynnta brandaranum. „Mikiö helvíti helduröu þér vel maður, sólbrúnn og fínn. Hvernig ferðu aö þessu? Þarftu ekki að vinna?" „Það liggur nú heilmikil vinna í því, að halda sér í formi, þótt ekki væri annað. © En þér aö segja, komst ég í fínan bisness, þar sem ég get hagaö vinnunni eftir mínu höföi, en þarf ekki aö binda mig viö þetta 9—5 fyrirkomulag." Þeir ræddu um atvinnu sína'fram og til baka. Jóel sá nú betur en nokkru sinni fyrr, hve ömurlega atvinnu hann haföi. Honum fannst hann líka 20 árum eldri en þessi jafnaldri hans, bæöi í útliti og hugsun. Hann strauk yfir þunnt háriö og hugsaöi til ýstrunnar, sem var aö byrja aö myndast, í hvert sinn er hann tók sér mola með kaffinu. „Þú virðist lifa rólegu og hamingjusömu lífi." Pétur horfir athugull á Jóel. Jóel man nú, hvaö Pétur haföi alltaf veriö forvitinn og laginn viö aö koma fólki til að segja sér allt um sjálft sig. Þó langaöi hann allt í einu til aö segja honum frá öllum ömurleikanum í lífi sínu. Hann byrjaði á því, aö segja honum frá Mollý, þessari konu, sem hann haföi helgaö allt líf sitt. Hún var svo falleg, gáfuö og ótrúlega ungleg. Enginn bjó til betri mat en hún og varla gat verið til betri eiginkona og móöir. En hvaö var þá aö? Jú, hún var alltaf svo önnum kafin, aö hann sá hana varla öðruvísi en í dyrunum á leiöinni út. Nú var hún farin aö vinna úti hálfan daginn, og vinnufélagar hennar héldu mikiö hópinn utan vinnutíma. Þaö voru eilífar leikhúsferöir, heimapartý og Guö veit hvaö. Hann mátti rolast einn heima yfir sjónvarpinu eöa bók og fara svo í þessa grautfúlu vinnu sína aö morgni. Aö hverju stefndi hann svo sem? Engu. Hér var hann 45 ára gamall, eins og sjá mátti á útliti hans, og átti þá ósk heitasta, aö konan hans heittelskaöa veitti honum einhverja athygii. Hún hugsaði vel um hann, bókstaflega dekraöi viö hann, burstaöi skóna, pressaöi buxurnar, keypti nýjan tannbursta handa honum fjórum sinnum á ári og þar fram eftir götunum. Hvers viröi var allt þetta, ef hann sá hana aldrei? Húsiö þeirra var indælt, mátulega stórt, meö fallegum garöi í kringum, sem Mollý hafði skipulagt og séð um frá fyrstu tíö. Sonur þeirra var vel heppnaður, var viö nám erlendis og hvorki reykti né drakk. Hvaö var eiginlega aö? „Þetta virðist bókstaflega hræðilegt" stundi Pétur. „Gamli vinur, þú mátt ekki láta lífiö renna fram hjá þér, án þess aö taka þátt í því. Heyrðu, viö byrjum strax á breytingunni. Ég ætla aö hafa smá samkvæmi heima hjá mér í kvöld og þú kemur, er þaö ekki?“ Sem snöggvast birti yfir Jóel, en þá mundi hann allt í einu eftir því, aö þaö var miðvikudagur, og þaö var eina kvöldiö, sem Mollý var oftast heima. „Ég kemst ekki í kvöld, en mér þætti gaman að koma seinna." „Nú, þú sem varst að enda viö að segja, að þú sætir einn heima öll kvöld. Hvað hefur nú hlaupið í þig? Þoriröu ekki að fá þér svolitla saklausa tilbreytingu? „Jú, jú, en ekki í kvöld.“ „Þú um það, en hérna er heimilisfangiö mitt, ef þú skiptir um skoðun. Mér er alveg sama þótt þaö sé oröið framoröiö, þegar gestir mínir koma, svo hugsaðu þig vel um “ Þeir sátu svolítiö lengur, en kvöddust þá og ákváöu að hittast aftur sem allra fyrst. Jóel kom heim í tómt hús. Hvar var Mollý. Á símanum var miöi, þar sem á var skrifað, að hún kæmi heim um kl. 7. Hann las blööin, en var eins og annars hugar. Auövitaö heföi hann átt aö þiggja þetta boö. Nei, hann var orðinn of gamall fyrir svoleiöis galgopaskap, eins og þaö, aö fara í piparsveins-partý. Hann gæti nú kíkt viö, svona rétt til aö sjá, hvaö þar færi fram. Nei, hann gat ekki verið þekktur fyrir aö láta sjá sig innan um ævintýrafólk það, sem Pétur-glanni hlaut aö umgang- ast. Þaö væri aldrei aö vita, hvernig afleiöingar þaö gæti haft, og hvaö myndi Mollý halda? Síminn hringdi, hann leit á klukkuna og sá, aö hún var oröin hálf átta. Þetta hlaut að vera Mollý. Hann tók upp tóliö. „Ert þetta þú Jóel?“ Þaö var silkimjúk kvenmannsrödd í símanum, sem hann kannaöist ekkert viö. „Já, þetta er Jóel Steinsson.“ „Fyrirgefðu aö ég skuli hringja til þín, en viö þekkjumst ekki neitt, eöa réttara sagt þekkir þú mig ekki, þótt ég þekki þig og viti allt um þig.“ „Nú, þaö var einkennilegt. Ertu ekki aö hringja í skakkt númer? Þetta er... „Nei, ég þekki þig, þaö ert þú, sem ég ætla aö tala viö.“ „Og hver ert þú, ef ég mætti vera svo frekur að spyrja?" „Látum það liggja milli hluta, hvaö ég heiti, eöa hver ég er. Kannski segi ég þér þaö seinna, en ekki strax.“ „Hvaö er þaö, sem þú villt mér?“ „Aöeins tala viö þig, heyra góölegu traustvekjandi rödd þína.“ „Hvurs lags kjaftæði er þetta, hvað er þetta manneskja, ertu aö gera grín aö mér?“ „Ekki vera tortrygginn, ég er bara einmana sál eins og þú. Ég hef ekki komist hjá því aö veita þér eftirtekt, því aö þú ert einhvernveginn þannig, aö konur hljóta aö laöast aö þér.“ „Þú hlýtur aö vera drukkin, eöa hreinlega gengin af vitinu." „Ég er ekki drukkin og meira aö segja meö fullu viti ennþá, hvað sem verður, ef þú ætlar aö halda áfram aö vera svona durtslegur viö mig, aöeins af því, aö ég fer fram á, að þú styttir mér þessa ömurlegu líðandi stund.“ „Ertu eitthvað í félagsskap meö Pétri- glanna?" Konan hlær. „Pétri-glanna? Hver í ósköpunum er nú það?“ „Heyröu mig nú kona góð. Þú getur hringt í „Orö dagsins" og látiö mig í friði. Ég er engin góögeröastofnun." Hann skellir tólinu á og um leiö opnast huröin og Mollý birtist, móö og másandi. Hún kyssir hann flausturslega á kinnina, klæðir sig úr kápunni og rýkur inn í eldhúsið, á meðan hún lætur móðan mása. „Elskan mín, fyrirgeföu hvað ég er sein. Þú hlýtur aö vera orðinn glorsoltinn. Ég ætla bara að hafa eitthvað fljótlegt í matinn, því aö ég þarf aö þjóta strax aftur. Þaö er auka-kóræfing í kvöld, vegna hljómleikanna, sem við ætlum aö taka þátt í, en ég vona, aö æfingin standi ekki lengi yfir. Það er fín mynd í sjónvarpinu í kvöld, svo að þér þarf ekki að leiðast. Heyrðu annars, hver var þaö, sem hringdi, var þaö einhver, sem vildi tala viö mig?“ „Nei, það var einhver kvenmannsræfill, full og vitlaus. Hún hefur eflaust hringt í skakkt númer." Mollý var einstaklega handfljót. Nokkr- um mínútum seinna stóö gómsætur matur á borðinu. Hún var líka snögg aö borða, og áöur en. Jóel haföi bragöað á sínum mat, var hún staöin upp og þotin inn til aö skipta um föt. Aðdáunarvert, hvaö hún var rösk hún Mollý, þótt hún væri farin aö nálgast fimmtugt. Og þarna stóö hún í eldhúsdyrunum, nýgreidd og máluð, í nýmóðins fötum og hló framan í hann eins og kát skólastelpa. „Ertu ekki ennþá byrjaður aö boröa? Ég, sem hafði svo miklar áhyggjur af því, aö þú værir oröinn banhungraöur. En nú verö ég aö hlaupa elskan. Ég tek bílinn, er það ekki í lagi?“ Hún beiö ekki svars, en snaraðist út. Jóel sat bara og horfði á diskinn, sem hann haföi hlaðið af hamborgurum, tómötum, gúrkum, salatblöðum og spæl- eggjum. Hvers vegna var hann svona seinn? Hún var eins og eldibrandur hjá því sem hann var. í dag haföi hann líka veitt því eftirtekt, hvaö Pétur var snöggur í hreyfingum. Var þaö bara hann sjálfur, sem eltist? Hann gæti ekki framkvæmt hlutina meö þessum hraöa, án þess aö velta öllu um koll. Hann byrjaöi að boröa, en var þó hálfringlaður. En hvaö þetta var einkennilegt kvöld. Hann var nýbúinn að kveikja á sjón- varpinu og koma sér vel fyrir, þegar síminn hringdi. Hann stóö upp, bölvandi. „Sko, nú ert þú oröinn jafn einn og ég er.“ Þaö var aftur þessi kona, sem haföi hringt áöan. „Hvaö er þetta manneskja, á ég ekki að fá nokkurn friö fyrir þér?“ „Hvers vegna viltu endilega fá friö? Veistu ekki hvaö þaö er andstyggilegt aö vera alltaf látinn í friöi? Eöa ætlaröu að halda áfram aö blekkja sjálfan þig meö því aö segja, aö ekkert sé betra en þaö, aö fá aö vera í friði?“ „Nú, hvaö viltu?" „Hvers vegna fór konan þín aftur út?“ „Þaö kemur þér ekki viö. Hvernig veist þú, aö hún fór aftur út?“ „Ég hef mín sambönd.“ „Ég ansa ekki þessari bölvaðri vitleysu.“ „Viö skulum hætta að þrasa. Tölum um eitthvaö skemmtilegt." „Nei, ég hef ekkert viö þig aö tala, bláókunnuga manneskjuna." „Viö getum byrjaö á því, aö tala um mig, svo aö ég verði ekki svona bláókunnug þér.“ „Talaö um þig? Mig langar alls ekkert til að vita neitt um þig, þótt þú sért með nefið ofaní mínum málum, sem þér koma ekki við.“ Hann skellti tólinu harkalega á. Bannsett kerling þetta. Hann heföi aldrei átt að rekja raunir sínar fyrir Pétri. Þaö var hann, sem lét þessa kerlingu vera aö angra hann. Hann settist aftur fyrir framan sjónvarpiö og reyndi að finna frið í sálinni. Hvaö vildi þessi kona honum? Hún hlaut aö vera eitthvaö rugluö, konugreyiö. Kvöldið leiö, án frekari tíðinda. Hann fór í bað og síðan meö bók upp í rúm. Þaö var naumast, aö þessi kóræfing ætlaði að dragast á langinn. Það var ekki laust viö, aö einhverjar grunsemdir læddust aö honum. Mollý var ískyggilega oft úti og kom seint heim. Hún gat veriö aö gera hvað sem væri, án þess aö hann vissi. Hún gæti jafnvel veriö í glanna-partýinu hjá Pétri. Jóel fékk ákafan hjarslátt. Hann snaraöist fram úr rúminu og klæddi sig. Pétur bjó í blokk. Jóel var svo taugaóstyrkur, aö hann ætlaöi aldrei aö finna nafnið hans á dyrabjöllunni. Loks tókst það, og rödd Péturs svaraði, glaðleg aö venju. Jóel var tekið tveim höndum. „Auövitaö komstu gamli vinur. Ég vissi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.