Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 3
aö þú kæmir. Komdu inn og heilsaöu upp á mannskapinn.“ Jóel sá ekki fólkiö, nema eins og í móöu. Augu hans leituöu æöislega um íbúöina aö Mollý. Hún var ekki sjáanleg og hann ákvað aö biöja Pétur um aö fá aö skoða þessa glæsilegu íbúö. Það var sjálfsagt. Pétur sýndi honum hvern krók og kima og var stoltur af hinum glæsilegu húsakynnum. Þegar Jóel haföi fullvissað sig um, aö Mollý væri ekki þarna, varö hann rólegri, en þó var eins og hann hálfskammaðist sín. Hvernig gat honum dottiö önnur eins vitleysa í hug? Hann vildi helst fara heim strax, en vissi,. aö þaö var ekki viðeigandi. E.t.v. væri konan ókunn- uga, sem haföi hringt til hans í kvöld, þarna viðstödd. Hann þóttist ennþá viss um, aö hún væri send í símann af Pétri. Hann ákvaö því, aö tala viö sem allra flesta þarna inni, því aö hann þóttist næmur á raddir og treysti sér vel til aö þekkja aftur röddina í símanum, jafrivel, þótt konan heföi reynt aö breyta henni. Þetta varö til þess, aö Jóel varð hinn ræðnasti. Hann blandaöi geöi viö alla þarna inni, merkilegt nokk, en hann skemmti sér dável. Þetta var indælis fólk, hvert á sinn máta. Aö minnsta kosti var hægt aö ræöa viö þaö allt um landsins gagn og nauösynjar en ekki fann hann símaröddina. Pétur var eins og kóngur í ríki sínu. Hann naut þess, aö sjá hve gamli niöurbrotni vinur hans virtist njóta samverunnar viö annaö fólk. Þaö var liðið undir mogunn, þegar Jóel kom aftur heim til sín. Hann haföi gjörsamlega gleymt tímanum og kannski drukkið heldur mikiö líka. En hvaö var þetta, þaö var ekki eins og hann legöi svona lagað í vana sinn. Hvaö gerði þetta til, svona einu sinni? Hann reyndi aö friöa samviskuna, á meöan hann baslaöist viö aö opna læsta útihuröina. Þegar inn kom, sá hann hvar Mollý sat í stól í forstofunni og steinsvaf. Hann vissi ekkert, hvaö hann átti af sér aö gera. Átti hann aö læöast inn í rúm og láta sem ekkert væri á morgun, þykjast hafa verið þar alla nóttina? Eöa átti hann aö vekja hana og hvaða skýringu hafði hann á hátterni sínu? Jú, hann haföi verið svo óendanlega einmana. Hún væri aldrei heima. En eins og ætíö, þegar Mollý var annars vegar, leysti hún málið. Hún glaövaknaöi og stökk upp úr stólnum. Jóel dauöbrá og varö skömmustulegur eins og sá, sem veit upp á sig sökina. „Jóel, hvar í dauöanum hefur þú veriö. Ég var orðin svo hrædd, aö þaö lá viö aö ég hringdi í lögregluna.“ Þaö var eins og einhver mótþrói kæmi í Jóel. Ekki lét hann svona, þegar hún var lengi úti á kvöldin. Hann for bara venjulega aö sofa, og baö hana aldrei um neinar skýringar á því, hvar hún heföi verið. „Ég var úti aö leita að þér." „Þetta er ekkert svar. Þú veist vel, aö ég var á kóræfingu. Veistu hvaö klukkan er orðin? Hvernig ætlar þú aö komast í vinnu í fyrramáliö? Þú ert útúr drukkinn. Hvar varstu eiginlega?“ „Ætli ég hafi ekki líka veriö á kóræfingu, ég man þaö ekki greinilega, ég er svolítið rykaöur í kollinum." Auövitaö ætlaði hann aö skýra málið fyrir elsku Mollý sinni, en hann var í einhverju galsa-stuöi núna, langaöi til aö stríða henni ofurlítiö svona einu sinni. „Jóel þó, aö þú skulir tala svona viö mig“ Mollý fór aö vola. „Og ég, sem hef setið hérna, meö dynjandi hjartslátt af áhyggjum af þér. Þú heföir þó getað skiliö eftir miöa og sagt mér aö þú ætlaðir út og kæmir seint." En Jóel var oröinn svo slappur, enda óvanur því aö vaka og drekka. Hann svaraöi því ekki Mollý, heldur dröslaöist inn í rúm, kastaöi sér upp í í öllum fötunum og fór þegar aö hrjóta. Mollý vissi ekki sitt rjúkandi ráö. Hún hágrét, náöi í sængina sína og lagði sig í sófann inni í stofu. Þetta var hræðilegt. Þaö var víst ekkert óalgengt, að menn á þessum aldri, færu allt í einu aö halda sig yngri en þeir væru og jafnvel aö eltast viö smástelpur. En hann Jóel, þaö var ótrúlegt. Hann fór ekkert í vinnuna næsta dag. Mollý fór aftur á móti, eins og venjulega. Hún haföi svo mikiö þrek, hún var svo sterk. Hann svaf fram aö hádegi, og var hálf timbraður. Hann fór aö hugsa um þessa tilbreytingu, sem allt ífceinu haföi skotist inn í líf hans. Er á meðan er, hugsaöi hann. Svo fer líklega allt aftur í sama formiö. Hann heyrði Mollý koma inn. Hún kom rakleitt inn til hans. Hann þóttist sofa, vildi ekki eiga þaö á hættu, aö þurfa aö fara aö útskýra fyrir henni núna, enda mátti hún hafa svolitlar áhyggjur af honum. Hún settist á rúmstokkinn og strauk hár hans. Þaö var eins og mamma hans sæti hjá honum og hann væri svolítiö lasinn. Hún ætlaði aö fara aö segja eitthvaö, en þá hringdi síminn. Hún svaraöi. „Nei, hann er lasinn og getur ekki komiö í símann.“ Hún lagöi á, en þegar hún var á leiðinni inn í herbergið aftur, var enn hringt. Hún stundi og svaraði. „Ég sagöi, aö hann væri .... nú, er þaö mjög áríðandi? Augnablik, ég skal athuga máliö." „Geturðu fariö í símann elskan, stúlkan segir það mjög áríöandi." Hann kinkaði kolli, og staulaöist í símann. Honum leiö verr, en hann haföi Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.