Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 4
munir sem margar kynslóðir hafa handfjallað Marta Pétursdóttir og Gyöa Gísladóttir Kayser í verzluninni. Borðið á milli Þeirra er úr mahony í austurlenzkum Chippendale-stíl — rúmlega 100 ára gamalt. Dragkista í svokölluðum „military“-stíl sem algengur var í Bretlandi á 17. og 18. öld. Slík húsgögn voru míkið notuð í skipum. Þetta er nýsmíði en vönduð eftirlíking úr eik með látúni á hornum og látúnshöidum. Bólstraði stóllinn er frá 1860—70 í Viktoríu-stíl. Stóllinn til hægri er austurrískur. Mynstrið í stólbakinu er brennt í viöinn. Litið inn í Listaskemmuna, þarsemMarta Pétursdóttir og Gyða G. Keyserrekaverzlun Eftii ■ Huldu Valtýsdóttui ■ Stóll frá Viktoríu-tímabilinu úr eik, handskorinn. Sá siður tíðkaðist lengi vel meðal íslendinga að þeir fleygðu á haugana öllu „gömlu drasli" til að kaupa sér eitthvaö nýtt á heimilið. Á síðustu áratugum hefur þetta viöhorf þó breytzt. Fólk er almennt fariö að kunna að meta og varðveitir ýmsa gamla muni, sem berast þeim í hendur. Þó hlýtur að þurfa töluveröa glöggskyggni og góðan smekk og sömuleiðis kunnáttu til að meta réttilega hvaða hlutir eru þess virði að þeim sé haldið til haga (og eru þá auðvitað ekki 'meðtaldir þeir munir sem hverjum og einum eru mikils virði af persónulegum ástæðum). í stórborgum erlendis verða oft á vegi manns verzlanir þar sem höndlað er meö © gamla muni — og þessar verzlanir skipa sérstakan sess í viðskiptaheiminum. Þeim má auðvitað skipta í gæöaflokka eins og öörum, en þegar vel er, gegna þær vissulega menningarlegu hlutverki sem fjöldi manna mundi sakna ef af legðist. Við Hverfisgötu 64 er til húsa verzlun sem heitir Listaskemman. Hún lætur lítið yfir sér hið ytra en er all sérstæð þegar inn er komið. Þarna er sem sé verzlun sem hefur á boðstólum ýmsa listilega gerða hluti til skrauts og gagns í húsum inni, allt frá mikilfenglegum húsgögnum, sem kalla á stórar stofur og niður í skrítilega hattprjóna. Eitt eiga þessir hlutir þó allir sameiginlegt, eða aö minnsta kosti langflestir, og það er að þeir hafa áður verið í brúki og sumir lifað mörg kynslóöaskipti. Húsakynnin er'u lítil en búa yfir þeim þokka sem lýsir vel smekkvísi þeirra sem þarna ráða ríkjum. Viö hittum að máli þær Mörtu Péturs- dóttur og Gyðu Gísladóttur Keyser, sem reka þessa verzlun og spurðum þær hvernig þeim hefði dottiö í hug að setja upp slíkt fyrirtæki hér. „Um upphafið er það að segja," sagði Marta, „að við Gyða erum æskuvinkonur. Gyöa var lengi búsett erlendis — síöustu þrjú árin í Bretlandi. — Þangað heimsótti ég hana stundum og þar sem við gengum um göturnar í London vöktu sérstaka athygli okkar antikbúðirnar svokölluðu. Við fórum að ræða um það að slíka verzlun væri gaman að setja á stofn hér heima. Þannig vaknaði áhuginn og þegar Gyða flutti heim, varð þetta úr. En satt að segja gerðum við okkur enga grein fyrir því þá, hve mikil vinna liggur í slíkum rekstri." Verzlunin var opnuð á annarri hæð í Málaranum viö Bankastræti, sem þá var þar, segja þær stöllur, og þar var hún til húsa þar til fyrir tæpu ári að viö fluttum hingað á Hverfisgötuna. í fyrstu sáum við sjálfar um innkaupin í Bretlandi. En það reyndist of dýrt og óhagkvæmt svo nú er innkaupunum þannig hagað að við höfum samband við fyrirtæki í Englandi sem sér um innkaup, útflutning og pakkningu á varningnum og sendir okkur mánaöar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.