Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 10
Skrif- stofu- lands- lagið aö hver skrifstofumaður hafi sinn afmarkaöa bás í lokuöu herbergi, þar sem minni hávaöi veröur og betra næöi, — ellegar veggir eru brotnir niöur og skrifstofufólkiö látiö sitja í einskonar almenningi, þar sem allir geta fylgst meö öllum. Ein er sú málamiðl- unarlausn aö stúka stóran sal niöur í bása meö færan- legum veggjum, sem ekki eru hærri en svo, aö þeir ná manni liölega í axlarhæð. Það fyrirkomulag hefur tals- vert rutt sér til rúms í nýjum skrifstofuhúsum erlendis og er þá oft talað um „open landscape" eöa opiö lands- lag. Skrifstofuinnréttingar af því tagi eru til dæmis hjá Flugleiöum á Reykjavíkur- flugvelli og birtast myndir þaöan í síöari hluta. Uppá síðkastiö hefur mikil breyting oröiö í þá átt aö gera skrifstofur aö viö- unandi mannlegu umhverfi. Nokkur vel þekkt og blóm- leg fyrirtæki í Reykjavík eiga heiöur skiliö fyrir fram- tak í þessa veru og má gera því skóna, aö velgengni þeirra sé aö hluta til komin vegna þess aö vel er gert viö starfsfólkiö aö þessu leyti. Bankar og nokkur vel rekin einkafyrirtæki hafa tekið þá stefnu aö kaupa verk af íslenzkum lista- mönnum og prýöa meö þeim skrifstofuveggina. í þessi fyrirtæki er ánægju- legt aö koma og sannarlega menningarbragur á. Þegar bezt lætur er skrifstofu- landslagiö fjölbreytt og fal- legt meö listrænu ívafi, sem vitnar um góöan smekk stjórnendanna og áhuga þeirra á aö búa starfsfólki sínu hlýlegt og mannlegt umhverfi viö dagleg störf. En til eru þeir og ófáir raunar, sem eru gamlir í hettunni aö þessu leyti þó reksturinn gangi máski bærilega og verja ekki eyrisvirði til aö fegra þann heim, sem þeir eyöa þó ævidögunum í GS. Fordumboðiö í Skeifunni veröur framar öllum öðrum aö telja til fyrirmyndar í peirri viðleitni að búa starfsfólki umhverfi, sem er í senn hlýlegt og listrænt. Segja má, að par sé nú listasafn, höggmyndir, málverk og veggmyndir eftir nokkra af Þekktum listamönnum, Þar á meöal Kristján Davíðsson, Guðmund Benedikts- son og Sverri Haraldsson. Enda Þótt Þarna séu skrifstofur sem hægt er aö loka Þegar með Þarf, sýnist allt opið, bjart og hlýlegt, Þegar inn er komið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.