Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Page 14
VOLKÍVIÐLEGUM Framhald af bls 11 hafður heyskapur á nema einu sinni í manna minnum. Seinustu vikuna, sem verið var á fjalli þetta sumar, var leið- inleg tíð, oftast norðan storm- ur og stundum úrfelli. Þá hafði verið lokið við að heyja á þeim fjallaengjum, sem þótti tiltækilegt að afla heyja á síðla sumars. Var því fengið að láni reytingssamt slægju- svæði á nágrannajörð, þar sem fjallengjar lágu saman, en á skildi lönd. Þarna var dvalið í fimm daga, tjaldið haft í sama stað en siægja sótt á smábletti sem lágu í þrjár áttir frá „heimil- inu“ og voru ýmist hálfblautir eða mjög snöggir á milli hrísrunna. Fyrri part vikunnar var kaldur noröanstormur, en vind lægði, er á vikuna leið. Á föstudaginn voru tveir af piltunum teknir heim til að sinna þurrheyi. Þann dag var heyflutningur af fjallinu lagður niður. Hina dagana voru farnar þrjár ferðir. Aðfararnótt laugar- dagsins gerði nokkurt frost, og á laugardagsmorguninn var héla á jörð en hægviðri og sólskin. Þenn- an dag var erfitt að finna blett sem mætti heita að væri sláandi. Það hafði oft þurft að slá á fleir- um en einum stað til að fá á tíu hesta þessa viku, og nú sýndist öll slægja á þrotum. Lítill renningur meðfram lækjarfarvegi virtist vera það eina, sem hægt var að slá, þegar leið á laugardaginn. Vegna þess hvað heyjað var þá langt frá tjaidinu, var matazt úti um miðjan daginn. Var þá haft á orði hversu fjallagolan væri köld, þó hún lítil væri. Klukkan hálf 6 um kvöldið kom húsbóndinn að sækja þriðju ferðina. Var þá eftir að binda á þrjá hesta, og nálega tveir hestar voru í Ijá. Bóndinn sagði að bezt væri að hætta að slá og láta gott heita. Minnist ég ekki að hafa verið í vinnu með fólki, þar sem það hefur orðið fegnara að hætta störfum en f þétta sinn. Var nú hugsað um það eitt að búast sem fyrst til ferðar. Tveir karlmenn og einn kvenmaður tóku til að koma heyinu, sem eftir var, í reipi, en við hin fórum aö taka niður tjaldið og búa dótið til flutnings. Þegar við höfðum fellt tjaldið, syrti snögglega í lofti, og mæst því sem hendi væri veifað var kominn þéttur stormur af norðaustri með mikilli fannkomu. Var ekki annað að sjá en að stór- hrið væri skollin á. Við vorum að binda fyrsta baggann af dótinu, þegar kafaldið kom, en stúlkan var að taka saman föt og sængur- fatnað. Opin á pokunum, sem sængurfötunum var troðið í, fyllt- ust fljótlega af snjó, og þó við reyndum öll að vera sem hrað- hentust að grípa lauslega hluti, sem við komum augum á, varð eitthvað eftir af smádóti þarna i fönninni. Þess hefur aldrei verið vitjað, og mun það .iggja þar til minningar um lokavikun„ i þessu grasieysisheyskaparsumi Nokkru síðar kom hitt fólkið til hjálpar og um sama leyti fór að rofa til, gaf það von um, að þetta mundi aðeins verða ,,áganga“, sem mundi birta upp þá um kvöldið. Þetta reyndist líka svo, því að um það bil, sem fólk og lest hélt af stað heim á leið, birti til muna í lofti og veðrið fór að lægja, en það var kominn grasfyll- ir af snjó og það alla leið niður í byggð. Þannig kvöddu fjallabúar sinar fimm daga vinnustöðvar með eng- um söknuði en þó með þökk fyrir nokkur litfögur brot, sem þarna hafði verið safnað — þrátt fyrir allt. Sumarið 1919 var, að sumu leyti, ólfkt sumrinu næsta á und- an. Grasspretta var þá einnig lítil, því að jörðin hafði þá ekki náð sér eftir áföllin árið áður. En eins og sumarið 1918 var mikið þurrka- sumar, var sumarið eftir að sama skapi votviðrasamt. Eftirfarandi frásögn er af at- burðum, sem gerðust á sama bæ og frásögnin hér næst á undan, en þær eru báðar frá æskuheimili mínu, Glerárskógum í Dalasýslu. Fjallheyskapur hafði nokkuð ver- ið stundaður á bænum þetta sum- ar en þö miklu styttri tíma en áriö áður. Síðustu vikuna fyrir fyrstu haustleitir var fjallheyskap hætt en í staðinn heyjað í svo nefndum Stóru-Hvömmum meðfram ánni Fáskrúð. Þar var votlendi nokk urt. Þetta engjasvæði er í fjög- urra kílómetra fjarlægð fr^ heimabýli og nokkuð af leiðinni fremur óslétt og víða yfir blautar keldur að fara. Viku fyrir leitir var mikið af blautu heyi heima á túni, sem flutt hafði verið af fjalli daglega vikuna áður. Fyrstu 2 dagar „færsluvikunnar“, en svo var vikan fyrir réttirnar jafnan nefnd í þá daga, voru rigningar- dagar, en á miðvikudegi gerði heiðríkju og sólskin um hádegi. Þá var nokkuð af engjafólkinu tekið heim til að sinna heyinu i. túninu, en flutt var heim vota- band úr „Hvömmunum" og farn- ar 7 ferðir yfir daginn. A engjun- um var m.a. kona 43 ára að aldri. Hún hafði kennt nokkurs lasleika undanfarnar vikur en látið litið á því bera og stundað starf sitt jafn- vel meira en heilsan þoldi. Um- ræddan dag var hún við rakstur á blautu engi, og seinni daginn var aðeins með henni einn karlmað- ur, sem bar ofan af og saxaði múga. Þegar leið að kvöldi, fór konan að kenna lasleika síns f vaxandi mæli. Hún fékk uppköst með stuttu millibili, en henni létti á milli, og tók hún þá til við verk sitt. Allt í einu heyrði samverkamaður konunnar að hún var fárin að kasta upp á ný. Hann leit við og sá þá að upp úr henni gekk blóð, hún var náföl og riðaði í spori. Með snarræði tókst honum að grípa utanum konuna áður en hún hnigi niður í blauta kelduna og bera hana yfir á hrísrunna, sem var þar skammt frá. Bind- ingarhjúin komu strax til hjálpar, og báru þau þrjú konuna heim í tjald. Ég og annar unglingspiltur vorum að slætti nokkuð lengra frá og ekki í kallfæri. en við hlupum strax á eftir fólkinu til að vita hvað um væri að vera. í þessu kom húsbóndinn með hestana til að sækja seinustu heysátur dags- ins. I fyrstu hugkvæmdist honum að vitja læknis strax. Honum fannst ábyrgðarhluti að draga það og hætta á að flytja sjúklinginn til heimferðar, og allir voru í vafa um hvort konan mundi þola hreyfingu. ÍJti var vaxandi kvöld- kul, og náttmyrkrið var að skella á. Það var heldur ekki glæsilegt að geyma konuna lengi á þessum óvistlega stað, og þar sem hún lét sjálf í ljós þá ósk að komast sem allra fyrst af stað, ef þess væri nokkur kostur, var það ráð tekið að senda annan unglinginn heim með lestina, en hinir reyndu svo að bera sjúklinginn. Nú var gripið til þess eina efnis, sem tiltækt var. Tjaldsúlurnar voru bundnar sanian og búnar til einskonar bör- ur. Á þær var sjúklingurinn lagð- ur vafinn innaní sængurföt. Svo var lagt af stað heimleiðis. Myrkr- ið var dottið á, og vegurinn var mjög ósléttur fyrst f stað. Sjúkra- börurnar reyndust ótryggar og voru alltaf að bila. Ferðin sóttist því mjög seint. Loftið var þung- búið og jarðdimmt. Við vorum 5, sem bárum. Leiðin lá fyrst um stórt móasvæði með blautum keldum á milli. Fólkið var alltaf að rekast hvert á annað, og mun það ekki hafa dregið úr óþægind- um sjúklingsins allt það hnjask, sem af þessu hlautzt. Þegar far- inn hafði verið þriðjungur leiðar- innar, fór vegur nokkuð að slétt- ast. Um sama leyti kom sjötti maðurinn til aðstoðar. Það var eiginmaður sjúklingsins. Hann hafði verið heima við heyþurrk- inn. Eftir þetta sóttist ferðin bet- ur, en þó varð gangan erfiðari, og byrðin virtist þyngri vegna þess hversu ósamstæð fylkingin var. Þá var það, að einn ferðafélag- anna kom með þá tillögu, að einn teldi fyrir, líkt og þegar æfður er leikfimiflokkur. Þetta var gert og hafði þau áhrif, að hópurinn var betur samstígur eftir þetta. Ferð- in gekk slysalaust með öllu og varð sjúklingnum ekki að meini, en öllum fannst að mikið lán hefði það verið, að þetta hefði ekki komið fyrir frammi á fjalli vikuna áður. Seinni hluta nætur var héraðs- læknirinn sóttur. Hann kvað "bað vera blæðandi magasár, sem að konunni gengi. Konan lá í nokkr- ar vikur en hresstist vel og náði að lokum fullum bata. Eins og fénaðurinn og fuglarnir kveðja íslenzku heiðalöndin, þeg- ar haustið gengur i garð, þannig kveður hver kynslóð hásumar sitt og starfsvenjur, þegar sól lækkar á lofti og þrótturinn smá-dofnar. Hjól tímans snýst með miklum hraða. Þeirri kynslóð, sem nú ber mest á, finnst það sennilega varla ómaksins vert að gefa gaum að vinnuflokki, sem tekur saman dót sitt hálffennt í hinn fyrsta sept- embersnjó, bindur það í reipi og Iætur á klakk. Hún hefur heldur varla tíma til að festa auga á fimm i hópi, sem ber sjúkling á hand- börum búnum til úr tjaldsúlum og reipum og hrasar i öðru hvoru spori með byrði sina í svartnætti á ósléttum vegi ... En það var eitt sinn skáldkona af breiðfirzkum ættum, sem sagði: „Hugur minn bindur brotin saman. — bezt er að niissa og njóta í þeim.“ l'CHfíandi: ll.f. Arvakur. Rvykjavfk Framk\.<*!j.: llaraldur S\»*insson Rilstjórar: MalUitas Johanncssen Sl\ rmir (iunnarsson Rilslj.fllr.: íilsli Si«urðsson AuKÍysinj;ar: Arni (iarðar Krislinsson Rilsljörn: Aðalslræli 6. Slmi 10100 HEIMASÆTA Á Framhald af bls. 4 vissi ég ekki hvernig ég ætti að ávarpa hana, segir Emelíta. Mér fannst ég varla geta fengið mig til að nota skírnarnafn hennar, eins og Ölafur sagði að væri venja hér. En þetta vandist, alveg eins og að ávarpa iæknana á sjúkrahúsun- um með fornafni. Á tslandi höfum við fram að þessu haft þéringar í mæltu máli, þó það sé nú að mestu horfið. Er ekkert sambærilegt á þínu þjóð- máli? — Við höfum enn þann sið að nota mismunandi ávarpsorð eftir því við hvern er talað. Þetta er þó dálitið flókið að útskýra, segir Emelita. Fyrsta stigið af þessum ávarpsorðum, sem er það óform- legasta, nota til dæmis jafnaldrar eða systkini sin á milli. Næsta stig er það ávarpsorð, sem börn hafa við foreldra sína eða kennara. Þriðja ávarpið er virðulegast og haft þegar rætt er við ömmu og afa eða aðra sem njóta mestu virð- ingar vegna aldurs eða af öðrum ástæðum. Nei, þetta ruglast ekki, því það er föst venja i daglegri umgengni. Er matreiðsla hér frábrugðin því, sem þú átt að venjast? — Ég hef verið á mörgum stöð- um, svo sem í Skotlandi og í Bandarikjunum, svo ég er orðin ýmsu vön, en matreiðslan er þó allfrábrugðin því sem hún er á Filippseyjum. Ég er svo heppin að Ölafur er mjög hrifinn af fil- ippínskri matseld, segir Emelita, og er orðinn laginn við að búa til ýmsa þarienda rétti. Er ekki erfitt að fá efni, sem til þess þarf? — Ég finn ekki mikið til þess. Grænmetið er bara svo firnadýrt hér miðað við það sem er heima, segir Emelíta. En fiskurinn er mjög góður. Við borðum líka mik- inn fisk á Filippseyjum; þar eru stundaðar fiskveiðar, þótt land- búnaðarframleiðsla sé meiri. Staða kvenna á Filippseyjum Hvað um jafnréttisbaráttu kvenna á Filippseyjum? — Ég hef ekki verið heima síð- ustu fimm árin og veit því ekki mikið hvað hefur gerst i þeim málum þar, segir Emelíta. En þeg- Sveitir eyddust I svorta dauða Framhald af bls. 7 var fyrir kjötið. Til hverra bragða áttu slíkir menn að gripa? Þeir fylgdu gamalli venju og „settu á guð og gaddinn". Þetta hefndi sín grimmilega. Veturinn 1405 var kallaður „Snjóavetur hinn mikli“. Varð þá svo mikill fellir hrossa og sauðfjár fyrir sunnan land, að trautt minntust menn annars eins, eftir þvf sem segir I Nýa annál. Um haustið hafði Skál- holtsstaður átt 300 roskin hross og eldri, en ótal þrevetur hross og yngri, en um vorið lifðu eigi fleiri klyfbær hross á staðnum og staðarbúum öllum en 35. Er þetta sagt til dæmis um fellirinn, sem hefir orðið ofboðslegur um land allt. Sú varð önnur afleiðing Svarta- dauða, að menning þjóðarinnar króknaði að mestu, likt og búféð. Féllu þá niður flestar nytsemdir með mannfólkinu, segir Espólin. FILIPPSEYJUM ar fyrir þann tima voru konur mikils virtar þar, meira en víðast annnars staðar í austurlöndum. Konur hafa verið í ýmsum stöðum og atvinnugreinum í þjóðfélag- inu. — Það tíðkast að vísu, að heim- ilisfaðirinn farí út að vinna fyrir heimilinu, en þegar hann kemur heim með laun sín, fær hann þau konu sinni og hún afhendir hon- um þann eyðslueyri, sem hann þarf og heimilið hefur efni á. En ef hún vinnur líka utan heimilis? — Það breytir engu um það, að konan heldur áfram að vera gjald- keri og fjármálafulltrúi heimilis- ins. Ef þau fara út að skemmta sér, tekur hún þá upp budduna og borgar (sem ekkert væri að at- huga við f sjálfu sér)? — Nei, þá er gengið frá út- gjaldaáætlun áður en farið er að heiman, og maðurinn annast út- gjöldin. Filippinskir karlmenn eru mjög miklir herramenn í um- gengni við konur og þetta breytir því ekki. Emelíta segir að húsmæður á Fiiippseyjum vinni ekki öll hús- verkin sjálfar, mjög margar þeirra hafi húshjálp en laun við þau störf séu lág miðað við flest önnur störf. Þær stúlkur sem ekki fari i skóla eða afli sér menntunar til annarra starfa verði að sætta sig við að vinna heimilisstörf eða aðra hliðstæða vinnu. Hinar sem smæmilega menntun hafa, geta haldið áfram í sínu starfi eftir að þær eru giftar. Þær hafa vel efni á að greiða fyrir húshjálp, þar sem iaunamismunur er svo miklu meiri en hér gerist, segir hún. Hvað um börnin? Eru nægileg dagvistunarheimili fyrir börn úti- vinnandi kvenna? Dagvistunarheimili eru engin á Filippseyjum, að minnsta kosti þar sem ég veit til. Þeirra er ekki þörf; ömmurnar eru á heimilun- um og auk þess stúlka til hús- starfa. Þær annast börnin á með- an móðirin er að vinna, segir Emelíta. Hvaða afstöðu tekur hún sjálf til jafnréttisbaráttu kvenna? — Ég er alveg sammála þeirri stefnu, sgir hún. En ég sé enga ástæðu til að áfellast karlmenn fyrir það misrétti, sem konur eiga við að búa. Hefð og venjur eiga sterkan þátt í, að konum er talið Þá lauk um hrlð sagnaritun og annálaritun og þess vegna grúfir hálfgert myrkur yfir 15. öld. Um fimm aldir bar þjóðin ekki sitt barr vegna Svartadauða. Hún var kjarkminni en áður og fólks- fjölgun var mjög hægfara. Hér fór lfka sem mælt er, að sjaldan er ein báran stök. Það var engu líkar en þjóðin hefði orðið fyrir illum álögum. í hvert skifti, sem henni tók að fjölga aftur, dundu á nýjar drepsóttir: plágan seinni, stóra- bóla, móðuharðindi, auk annarra smærri áfalla. Og um seinustu aldamót hafði landslýður ekki náð jafn hárri tölu og var 1402. Um Einar Herjólfsson, sem flutti pláguna miklu til Islands, er svo sagt, að hann hafi gengið til Rómaborgar 1405 til þess að fá aflausn hjá páfanum fyrir það að hafa flutt pestina til Islands. Vera má að landsmenn hafi verið hon- um reiðir fyrir þetta. Og svo lauk sögu hans, að árið 1412 var hann stunginn í hel með hnffi á upp- stigningardag I kirkjugarðinum á Skúmsstöðum I Vestur- Landeyjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.