Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Side 5
Hvað er iðjuþjálfun? Emelita 0. Nocon, starfandi iðjuþjálfi á Islandi, lýsir námi og störjum í samtali við Þuriði J. Amadóttur Fullyrða má að iðju- þjálfun sé með yngri starfsgreinum hér á landi. Það vakti því forvitni mína, þegar ég hitti Emelítu O. Nocon af tilviljun á vinnustað hennar að Hátúni 10B. Reyndar lék mér einnig hugur á að vita nokkuð um hana sjálfa og ástæður til þess að hún starfar nú svo fjarri heima- landi sínu, Filippseyj- um. En þegar ég bað hana um nokkrar upp- lýsingar varðandi starfið, kom í ljós að hún hafði meira um það að segja en svo að fallið gæti inn í ágripskennda samtals- grein. Það varð því að- greint frá öðru efni og fer hér á eftir það, sem hún hefur um starf sitt við iðjuþjálf- un að segja. Emelíta starfar nú við öldrunarlækninga- deildina í Hátúni 10B og einnig á Sólvangi í Hafnarfirði. — Þegar ég kom til Islands í desember 1973, haföi ég í huga að fá hér starf viö iðjuþjálfun. Þaö var mjög auðvelt, því enginn íslenskur iðjuþjálfi virtist vera hér starfandi. En siðar kom í ljós að ein íslensk stúlka hafði þessa fagmenntun og var lengi búin að starfa á Kleþþssþítalanum. Ég fékk strax starf við Landspital- ann, en auk min var þá ein útlend stúlka í þessu starfi hér. — Nú eru fjórar íslenskar stúlkur komnar til starfa og á síðastliðnum vetri var stofnað félag iðjuþjálfa. Félagsmenn eru níu að tölu: fjórar íslenskar stúlk- ur, hinar eru frá Noregi, Dan- mörku, Þýskalandi, Bandaríkjun- um og svo frá Filippseyjum, segir Emelíta. Eru eingöngu stúlkur í þessari starfsgrein? — Hér á landi veit ég ekki um að karlmenn hafi lagt þetta fyrir sig, en heima á Filippseyjum eru bæði konur og karlar í þessu starfi, þótt konur séu þar í meiri hluta. Hvernig er náminu háttað? — Ég lærði iðjuþjálfun við Háskóla Filippseyja (University of the Philippines) og lauk þar námi fyrir um fimm árum. Þar tekur námið fjögur ár en sumstað- ar er það þriggja ára nám eins og mun vera á Norðurlöndunum og ef til vill víðar. Á mínu fyrsta námsári voru kenndar almennar undirstöðugreinar, en kennsla á öðru og þriðja ári laut eingöngu að faggreinum. Á fjórða námsári var svo unnið úti á sjúkrahúsum og stofnunum við beina starfs- þjálfun. Er mikil þörf fyrir þessa starfs- grein á Filippseyjum? — Já, mjög mikil, eins og reyndar hvar sem er i heiminum. t hverju feist iðjuþjálfun? Emelíta segir: — Iðjuþjálfun (Occupatonal therapy) virðist oft vera mistekin fyrir hverskonar iðju, sem van- heilt eða bagað fólk er látið fást við. En svo er ekki. Vissulega geta flest viðfangsefni gert hinum van- heila gagn, en með iðjuþjálfun er hinsvegar átt við sérhæfða með- ferð eða þjálfun í þeim tilgangi að ráða bót á líkamlegri og/eða and- legri vanheilsu eða bögun þess einstaklings, sem á slíkri meðferð þarf að halda. — Tii þess að raunverulegur árangur náist, þarf iðjuþjálfinn sérhæfða menntun. Nám hans nær til þekkingar á sviði læknis- fræði og sálarfræði, hann lærir hvernig meta skal ástand hins vanheila og skynja hvar þörfin er brýnust fyrir endurhæfingu. Enn- fremur lærir hann þá tækni, sem best hentar að beita í hverju til- felli. — Iðjuþjálfun má því skil- greina sem starfsgrein á sviði endurhæfingar. Markvissri þjálf- un er beitt i því skyni að endur- hæfa sjúklinga í þeim athöfnum, er þeir hafa misst hæfileika til að framkvæma. Má þar nefna dag- lega eigin umhirðu, að komast leiðar sinnar af eigin rammleik, sjálfstjáningu o.s.frv. Tilgangur- inn með þjálfuninni er að koma hinum vanheila aftur á réttan kjöl í lífi og starfi, gera honum kleift að lifa sem eðlilegustu lífi, þrátt fyrir þá örorku, er hann kann að hafa hlotið og ekki verð- ur að fullu bætt. Segja má að iðjuþjálfun stuðli að likamlegri, andlegri, félags- legri og fjárhagslegri endur- hæfingu; þannig að sjúklingur endurheimti sitt fyrra starf eða búi sig undir nýtt, sem betur hentar; taki þátt í félagslífi og skemmtunum og öðru því er al- mennt felst í daglegu lifi. — Starfið er mjög fjölbreytt. Verkefni iðjuþjálfa getur til dæmis verið: að kenna sjúklingi, sem lamast hefur öðru megin, hvernig hann á að bera sig til við Framhald á bls. 15 Efst: Emclfta Ieiðbcinir konu, scm adcins gctur notað hægri hönd- ina til að búa til trefil. Áhaldið hcfur vcrið smfðað sérstaklega mcð hliðsjón af gctu konunnar. Til vinstri: Emclfta kcnnir konu mcð liðagigt að nota hjálpartæki til að komast í sokka án aðstoðar. Að ofan: Scrsmfðuð grind og baðscta, scm Emclfta hcfur látið útbúa. Að neðan: Einu sinni f viku safnast saman hópur fólks á Sólvangi og spilar bingó og Emclfta stjórnar því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.