Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Page 10
ÖRYGGIÐ ER AUKAATRIÐI ið. Honum var lfka ljóst, að lfk- Iegast fengi hann ekki annað tækifæri. Þegar hann spurðist fyrir kom á daginn, að grunsemd- ir hans vorii’ réttar. Honum var sagt f fullri vinsemd, að bæði hefði hann litla reynslu og svo hefði reynsluflugið gengið afleit- lega. Yrði flugfélagið að vfsa hon- um frá af þessum sökum. Ed missti móðinn gersamlega. Honum var þorrið allt sjálfs- traust og hann eygði enga von lengur. Ilann kom reyndar ekki auga á annað ráð en fara á krá og drekka sig ofurölvi. Það liðu margir mánuðir þar til hann gat viðurkennt það einlæglega fyrir sjálfum sér, að hann væri ekki nógu fær til þess að verða flug- maður hjá stóru flugfélagi. En eitthvað varð hann þá til bragðs að taka. Hann fékk peninga lánaða, festi kaup á gamalli tvíþekju og fór að fljúga um með auglýsingaborða í eftir- dragi. Hann var við þetta í tæpt ár og var nærri búinn að borga vélina að fullu, þegar hann fékk spurnir af lausu starfi hjá flug- félagi nokkru. Hinir gömlu draumar hans vöktust upp magnaðir. Þetta vildi þannig til, að Ed var nýlentur; hann hafði vcrið allan daginn á lofti að heita mátti og drcgið auglýsingaborða yfir þvert og endilagnt Long Island og út yfir Manhasset Bay. Hann var í þann veginn að loka dyrunum á flugskýlinu sínu, þcg- ar síminn hringdi. Ed fór inn og svaraði. I símanum var æstur og óðamála maður. „Er þetta þú, Ed?“ spurði hann og bar ótt á. „Þetta er John Barker, herbergis- félagi þinn úr skólanum; þú manst lfklega eftir mér?“ „Hvað heldurðu, maður! Hvar í fjandan- um hefðurðu alið manninn, og hvað ertu að brasa?“ „Ed, ég er timanaumur, en ég vildi endilega hringja I þig. Langar þig enn að komast að hjá flugfélagi?" „Hvað heldurðu, maður!“ Hrópaði Ed. „Jæja. Ég skal segja þér, að ég er svolftið innundir hjá yfirflug- stjóranum og ég held ég geti kom- ið þér að. £g er búinn að vera flugstjóri hjá þessu félagi í fimm ár. Ég skrifa þér og gef þér nauð- synlegustu upplýsingar, en nú verð ég að hætta. Blessaður." Gamlar vonir Eds vöknuðu nú á nýjan leik og hann hresstist allur við. Hann leit í spegil og fannst scm þar væri kominn annar mað- ur, en sá, sem hann átti að vcnj- ast. Sá nýi var hinn brattasti, ein- beittur og hvergi hræddur hjörs í þrá. Áður en vikan var liðin var Ed boðaður til viðtals við yfir- flugstjóra félagsins. Flugfélögin vildu helzt af öll- um gamla herflugmenn, ef þeirra var kostur. En æ færri gamlir herflugmenn sóttu um störf hjá flugfélögum og hinir 1000 flug- tímar Eds í einhreyfilsvélum virt- ust ekki jafnhlálegir á umsóknar- eyðublöðunum og forðum daga, þegar allt moraði af reyndum orrustuflugmönnum. Hin gamla regla um framhoð og eftirspurn gildir um flugfélög engu síður en önnur fyrirtæki. Það mætti e.t.v. bæta við öðru margtuggðu orða- sambandi, sem þarna átti við, en það er að vera á réttum stað á réttum tíma. Ed kom á réttum tfma. Honum var sagt, að hann gæti byrjað í forskóla eftir mánuð. Hann stóðst allar tilskildar prófraunir og varð auk þess svo stálheppinn, að Barker flugstjóri, vinur hans, fór reynsluflugið með honum. Vélin var Douglasvél, DC-3. Þær voru taldar einfaldari f meðförum en Martinvélar Eastern Airlines. Ed var ekki ýkja góður flug- maður, eins og lesendum mun orðið Ijóst. En hann bætti fyrir það með öðrum hætti. öllum starfsmönnum flugfélagsins, há- um og lágum, féll vel við Ed. Hann gerði sér enda far um það að ná vináttu þeirra. Það leið ekki á löngu þar til allir f flugturnin- um nefndu hann skirnarnafni. Þegar hann mátti vera að leit hann inn til flugumferðarstjór- anna og bauð þeim í molakaffi. Hann vissi, að hann var klénn flugmaður, en það bagaði ekki sjálfstraust hans. Hann trúði þvi, að í fyllingu tímans mundi hann uppskera svo sem hann sáði; kaffibolli og vinsamlegt, stutt rabb við áhrifamann gat orðið til þess, að sá hinn sami tæki vægt á yfirsjónum, sem annars kynnu að vcrða flugmanni dýrar. Honum veittist ennþá erfitt að stjórna DC-3 vélunum. Vélar af þessari gerð eru stundum duttlungafullar. Þótt vel gangi í fyrstu, getur allt farið úr skorð- um, þegar sfzt varir. Vélin rennur kannski mjúklega beint eftir brautinni langan spöl, en f þann mund, sem flugmanninum finnst hann hafa algera stjórn á henni þýtur hún allt í einu út undan sér og tekur strikið eitthvað út í móa. Flcstir flugmenn geta slakað á eftir lendingu meðan vélin renn- ur eftir flugbrautinni, en það á ekki við um þá, sem fljúga I)C-3. Þá fyrst er árvekni þörf, þegar stélhljóðið snertir brautina. Telja má þrjú stig í starfsævi flugmanns. Fyrst er að fá vinnu, svo er að standa í stykkinu þar til rcynslutíma lýkur og loks að kom- ast í flugstjórnatölu. Ed Quinn hafði þegar tekizt tvennt hið fyrr nefnda. Síðasta raunin var eftir, og hún var mest. Ed bætti fyrir slaka flug- mennsku sfna með frábærri holl- ustu við flugfélagið. Nú eru allir flugmenn af vilja gcrðir til þess að vinna flugfélögum sínum vcl — svo fremi, sem engin hætta er á ferðum eða þeir þurfa ekki að brjóta rcglur stéttarfélaga elleg- ar flugyfirvalda. Ed Quinn vann félagi sínu hins vegar skilyrðis- laust. Hann varð brátt þckktur að því að gera allt sem yfirmenn hans fóru fram á. Hann gilti einu hvernig á stóð; hann flug ef fljúga þurfti. Þetta er hættulegt viðhorf. En það hafði löngum reynzt mönnum drjúgt til fram- dráttar hjá flugfélaginu, sem hér um ræðir. Flugfélaginu var úthlutað nýj- um flugleiðum og Ed varð Ijóst, að nú var komið að því, að hann yrði flugstjóri. Og honum varð að von sinni. 1 næstu skrá, sem út kom um starfslið flugfélagsins var hann titlaður flugstjóri á DC- 3 vél. Til þess að verða viðurkenndir flugstjórar þurftu menn að sæta átta stunda strangri þjálfun. Stæðust þeir hana viðurkenndi Flugöryggiseftirlitið þá. Ed Quinn hlaut tvöfalt lengri þjálf- un en þurfti til þess. Nú var hún nefnilega farin að borga sig, holl- usta hans og þjónustusemi við flugfélagið. Að 19 stunda þjálfun lokinni gekk hann undir prófið og stóðst það. Hefði Ed alltaf hugsað fyrst og fremst um öryggi farþega sinna hefði flugfélagið löngu verið búið að segja honum upp starfi. En Ed hafði látið metnaðinn ganga fyrir örygginu. Og nú var hann kominn i hóp f lugst jóranna, hinna útvöldu, sem báru fjóra borða á ermum einkennisjakkans og merki, lík- ast þeyttum eggjum, á húfunni. Quinn flugstjóri var seztur við stjórnvölinn. Aðeins var eftir að vita, hvort hann hlyti tilhlýðilega virðingu manna í starfi. Aður hafði hann eiginlega Iftið getað gert af sér, nema fljúga þegar hann átti að réttu lagi að hvílast. En f flugstjórastarfinu kæmu afleiðingarnar af þjónustu- semi hans f Ijós, svo, að ekki yrði um þær að villzt. Það var flug- félaginu að þakka, að Quinn flug- stjóri þurfti ekki lengur að fljúga um með auglýsingaborða. Þetta var Ed fullljóst, hann gleymdi því aldrei og hann hugðist launa þennan greiða. Glæframennska Eds varð fljót- lega lýðum Ijós. Skýrtlur urðu til um hann. Það varð alkunna, að Ed hætti ekki við flugtak, nema vængur vélar væri boginn eða hjólbarði sprunginn að minnsta kosti. Oft lá við borð að dóm- greindarskortur hans og þjónustusemi við flugfélagið yllu stórslysum. Eitt sinn hafði Clevelandflug- völlur verið undi snjó í tvo daga. Loks dró úr snjókomu, en þá f tvo daga. Loks dro úr snjókomu, en þá tok að blása úr norðvestri, gekk svo á með vindhviðum, og varð vindhraðinn jafnvel 35 hnútar. Nú varð stóra norðaustur- brautin rudd, en samt varð nokk- urt ís- og snjólag eftir á henni. Völlurinn var opinn, en vegna vindhviðanna þvert á hann var engin umferð um hann. Ed Quinn var á leið fra Chicago til Cleve- land. Honum var tilkynnt um veðrið og lendingarskilyrði. Hann hlýddi á upplýsingarnar og skipti svo yfir til Clevelandflugturns. „Cleveland, þetta er X23, viltu gcfa mér upplýsingar um vind.“ Roger, X23, vindur við jörð 300- 320 gráður um 25 hnúta, hviður allt að 35 hnútum, hemlunar- skilyrði slæm á fimmtu braut. Láttu vita um fyrirætlun þína“. „Allt f Iagi“, svaraði Ed, „verið viðbúnir". Eins og fyrr sagði var vind- hraðinn f hviðunum allt að 35 hnútum og er það langt ofan við leyfileg lendingarskilyrði. Auk þess var flugbrautin hál. Enginn nema fffl reynir að lenda flugvél þar, sem svo stendur á. Ed sneri sér að aðstoðarflug- manni sínum, sem sat yfir plögg- um sínum og rcyndi að grafa upp eitthvað,, sem gæti forðað við stórslysi. „Hvernig lizt þér á þetta, Tom?“ spurði Ed. „Vindur- inn er anzi sterkur. Eg veit ekki til þess, að neinn hafi reynt að lenda við svona aðstæður", svar- aði hinn. Ed hugsaði sig um smá- stund. H: nn var svo sem búinn að ráða við sig hvað gera skyldi, en vildi bara la ta lfta svo út sem hann væri að hugleiða orð Toms. „Segðu þeim, að við ætlum að reyna þetta", sagði hann svo. Tom var nýorðinn aðstoðarflugmaður og hann vildi um fram allt kom- ast hjá þvf að lenda f stælum við flugstjórann, en honum voru Ijós- ar hætturnar á næsta leiti og hon- um leizt ekki á blikuna. H:nn kallaði samt f flugturninn. „Clevelandturn, X23 ætlar að lenda". „Roger, X23, þú mátt lend á fimmtu braut, vindur frá hægri enn samur og ég segi þér svo vindinn aftur, þegar þú kemur inn yfir.“ „Roger“,svaraði flug- maðurinn. Fjðrar aðrar vélar sveimuðu yfir vcllinum og biðu þess, að vindstaðan breyttist. Þegar flug- mennirnir heyrðu fyrrgreind orðaskipti gátu þeir ekki orða bundizt. „Eg óska ykkur góðs gengis", sagði einn, „ekki mun af veita!“ „Ekki vildi ég vera í ykkar sporum“, sagði annar. Quinn flugstjóri lét þessar glósur sem vind um eyru þjóta. Hann hélt áfram að hugsa sitt. Hann var að hugsa um það, að sér væri borgað fyrir það að flytja fólk á milli staða og það skyldi hann gcra hvað, semtautaði og raulaði. öryggi og aðgæzla voru leiðindaorð. Vélin átti nú hálfa milu ófarna og Ed var búinn að fara yfir listann sinn; allt virtist vera f lagi. Hann hafði reyndar ekki farið yfir allt á listanum. En hjólin voru komin niður og það skipti mestu máli. Afgangurinn mátti þá eiga sig. Nú bárust upplysingar úr flug- turninum. „Vindur er nú stöð- ugur, 30 hnútar, 300 gráður.“ Ed tók á þvf hann átti til, svo að þá bæri ekki burt frá fiugbraut- inni. Vélin snerti brautina þegar hún var komin tæp 500 fet inn á og Ed náði henni niður. Ferð vélarinnar eftir brautínni var að jafnast og svo virtist, að Ed hefði haft heppnina með sér enn einu sinni. En skyndilega greip hann mikil skelfing. Honum varð ljóst, að ekki var hann lentur enn. Vélin fór allt f einu þvert út af strikinu, þaut stjórnlaus yfir brautina upp f vindinn og inn í stóran snjó- skafl. Báðar skrúfurnar nötruðu við og stöðvuðust og lendingar- búnaðurinn hægra megin lagðist saman. Enginn eldur kviknaði og aðeins fáeinir farþegar hlutu lítils háttar meiðsli. Yfirheyrslur fóru á eftir lend- ingu þessari. Var Ed Quinn kyrr- settur á jörðu niðri í þrjá mánuði. Þótti hann hafa sýnt frábært kæruleysi og fífldirfsku. En flug- félagið sýndi nú í verki, að það kunni að meta hollustu Eds. Greiddi það honum í kyrrþey nokkra fjárupphæð, svo að dóm- urinn kom honum ekki að jafn- mikilli sök og ella hefði orðið. Síra Gunnar Björnsson VETURÍ B0LUNGARVIK Brött gnæfa fjöllin með trónandi tinda tiguleg, sveipuð óveðursskýjum. andsvalar hryðjur með ýlfrandi vinda endalaust ryðja fram hljómkviðum nýjum. Þó mæla sumir, að seyðurinn kaldur sé samur og jafn um gjörvallan aldur. Sviptast og æða harðskeyttar hríðar herðir svo vindinn að stríkkar á taugum. Moldina skefur um mjallhvitar hliðar mikið er þykknið svo sér vart úr augum. Samfella dimmhvit er himinn og hauður, helfrosin áin og fossbúinn dauður. Brimbrjótinn lemja öldurnar æfar, ofstopafyllri en nokkuð á jörðu. Stórhöggan hramminn þær hefja upp kræfar hriktir í mörgu við atlotin hörðu. Særokiðfýkur um stéttanna flúðir freyðandi malbik og tjargaðar búðir. Hér undir snarbröttum, fannhvitum fjöllum finnst mér sem staður sé búinn oss öllum, staður, sem börnin sin verndar og vefur vistir og amstur og takmark þeim gefur. Handan við veturinn langan, svo langan Ijúft brosir sumar með grósku og angan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.