Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Qupperneq 13
1 Teikning eftir hollenzka lista- manninn Gerald Ter Borch. helstu ritverk Jónasar og mikil- vægustu rit um hann: Ljóðabækur islenskar: VOR- BLÓM (1905), TVISTIRNIÐ (með Sigurði Sigurðssyni, 1906), DAGSBRÓN (1909); norsk: SANGE FRA NORDHAVET (1911); danskar: VEDDERNES POESI (1912), SANGE FRA DE BLAA BJÆRGE (1914). Skáld- sögur: SOLRUN OG HENDES BEJLERE (1913), MONIKA (1914). Guðmundur Hagalfn hef- ur þýtt skáldsögurnar á tslensku. Hannes Pétursson hefur annast úrval af Ijóðum eftir Jðnas og þrjá samtfmismenn, FJÖGUR LJÓÐSKÁLD. sigurður SIG- URÐSSON FRA ARNARHOLTI. JÓHANN SIGURJONSSON. JÓHANN GUNNAR SIGURÐS- SON. JÓNAS GUÐLAUGSSON (Reykjavfk 1957: Menningarsjóð- ur). Hannes fjallar þar ftarlega um Jónas Guðlaugsson og hin skáldin þrjú, svo sem um ný- rómantfkina yfirleitt. 1 fslenskri bókmenntasögu eftir Stefán Einarsson er einngi fjallað um sama efnið, og hlýtur Jónas Guð- laugsson mikið rými f kaflanum um nýrómantfsku stefnuna. Þegar-Jónas dó var Sturla að- eins þriggja ára. Ekkja Jónasar flutti tl Berlfnar ásamt barninu, og þvf ólst Sturia upp þýskumæl- andi. 1 skólafrfum dvaldi hann sem oftast hjá frændfólki sfnu f Niðurlöndum og hafði þegar á unga aldri vald á hollenskri tungu. A menntaskólaaldri fékk Sturla mikinn áhuga á leikhús- fræði, þ.e. þeirri hlið er Iftur að sögu leíktjalda og búninga. Einn- ig voru honum innanhúsaarki- tektúr og listasaga áhugamál, og eftr stúdentspróf lagði hann stund á listasögu. Sem tftt var þá f Þýskalandi nam hann við Ber- Ifnarháskóla árið 1939. Doktors- ritgerðin nefndist IKONOGRAP- HISCHE STUDIEN UBER DIE HOLLANDISCHE MALEREI UND DAS THEATER DES SIEB- ZEHNTEN J AHRHUNDERTS („Myndrænar rannsóknir á hol- lenskri málaralist og leiksviði 17. aldar“). Að háskólanámi loknu starfaði Sturla um hrfð við Schloss- museum f Berlfn, en eftir aðeins fáa mánuði yfirgaf hann Þýska- land og tók til starfa við National- historisk Museum Frederiks- borgslot f Hilleröd f Danmörku. Arið 1942 flutti hann til Niður- landa og starfaði við Gemeente- museum f Haag, en árið eftir fékk hann stöðu við Rijksbureau voor kunsthistorische Dokumentatie (Rfkisstofnun fyrir listasögu- heimildir), einnig f Haag. Hér hafði Sturla fundið sitt ævistarf. Hann gerðist forstöðumaður stofnunarinnar 1965, en þegar honum bauðst, fáum árum seinna, staða forstöðumanns við Mauritschuis, sem kórónu á starfsferli framússkarandi hol- lensks listfræðings, átti Sturla skammt ólifað. Aðeins f hálft ár var honum unnt að stjórna þessu heimfræga listasafni f Haag. Þann 3. marz 1971 dó Sturla Jónasson Guðlaugsson f Rotter- dam. Hið vfsindalega heildarverk sem Sturla lét fræðigrein sinni eftir sig er vfðtækt og framuf- skarandi. Fjöidi greina og rit- gerða eru árangur af rannsóknum hans á uppruna hinna ýmsu mál- verka, sem ekki er vitað, hver málaði. Sem kunnugt er eru til, svo þúsundum nemur, meira eða minna dýrmæt málverk liðinna tfma, sem óljóst er hver skapað hefur. Er hér um að ræða mjög flókið viðfangsefni listfræðinnar, en einmitt á þessu erfiða sviði rataði Sturla ágætlega vegna mik- illar kunnáttu sinnar og frábærr- ar snilldar. Hérumbil 40 greinar um ein- staka máiara f KINDLERS MALEREI LEXICON eru eftir Sturlu, þar á meðal greinin Um Gerard ter Borch. En um þann meistara f jalla fleiri rit eftir höf- und vorn, sem frá 1947 rannsak- aði ftarlega persónuleika og verk hins mikla málara og skrifaði um hann. Þessi rannsóknarstarfsemi Sturlu Guðlaugssonar um Gerard ter Borch náði hámarki við uf- gáfu tveggja binda verks, GER- ARD TER BORCH (’s- Gravenhage 1959—60), sem færði höfundinum verðlaun Carel van Manders fyrir framúrskarandi vfsindalegt afrek á sviði listasög- unnar. Bókin olli einhverskonar ter Borch-viðreisn, þar sem list- fræðingar og listavinir á sviði hol- lenskrar málaralistar barokk- tfmabilsins höfðu á sfðustu ára- tugunum aðallega beint athygli sinni að Jan Vermeer van Delft, og Pieter de Hoogh, með þeim afleiðingum, að frægð og vinsæld- ir Gerards ter Borch voru f rén- um. Þegar Sturla hóf rannsóknar- starfsemi sfna á Gerard ter Borch vantaði vfðtækt og nútfmalegt vfs- indaverk um málarann, og þannig gat Sturla, með þvf að notfæra sér nýjustu aðferðir og kenningar listfræðinnar, kynnt hinn mikla listamann f nýju Ijósi. Höfundur- inn gat til dæmis túlkað margar nafntogaðar og vinsælar myndir ter Borchs nokkuð öðruvfsi en áhorfendur og aðdáendur fyrrum höfðu gert, þeirra á meðal Goethe, sem virðist hafa verið hrifinn af málverki eftir ter Borch sem naut mikilla vinsælda undir nafninu „Föðurleg við- vörun“. A þessari mynd sést ung stúlka, hávaxin og afar frfð sýn- um, klædd afskaplega ffnum kjól, — auðvitað. Hún snýr fögru bak- inu að áhorfandanum, — vita- skuld, en hneigir, dálftið feimnis- lega, ffnlegt höfuðið til að hlusta á ffnklæddan auðugan herra- mann úr borgarastétt, sem áræðanlega er faðir hennar. Af látbragði og útliti hans að dæma er hann að gefa henni förðurlega viðvörun, sem aumingja stúlkan verður að sætta sig við, en sem móðirin, roskin hefðarkona, sem situr á bak við föðurinn og hlust- ar, áreiðanlega fellst á. Þessi skilningur á verkinu virð- ist liggja f augum uppi, en þó er hin fræga „föðurlega viðvörun" vændishússatvik, stúlkukindin mella, móðirin vændismangari, en faðirinn viðskiptavinur. Svo er nefnilega mál með vexti, að hann hcldur mynt á milli fingranna, sem hann lyftir upp að þvf er virðist f viðvörunarskyni. I fyrstu þarf að gá nákvæmlega til þess að koma auga á myntina, en þá er eftir að túlka hana á réttan hátt. En hef er um að ræða eitt þeirra mörgu leynitákna (emblem), sem listamenn fyrrum notuðu til þess að láta f ljós hina sönnu merk- ingu myndarinnar fyrir þá, sem á þeim höfðu skil. 1 fræðigrein þeirri, sem fæst við leynitákn list- arinnar (emblematfk), var Sturla vel heima, eins og f fleiri grein- um listarinnar. Verðlaunarit Stulu um Gerard ter Borch er reyndar ekki einung- is listasögulegt fræðirit sem fjall- ar um ævi og verk eins málara, heldur liggur hér fyrir bók, sem að mörgu leyti er menningarsaga Hollands á seinni helmingi 17. aldar. Ennframur fjallar bókin Framhald á bls. 15 Reikningsskil Konan mín sendi mig I bæinn til þess aS kaupa álegg. ÞaS kostaði kr. 5,44 og ég greiddi með tfkalli. Afgeiðslu- stúlkan gaf mér fimmkall til baka og spurði hvort ég ætti ekki 44 aura. Þá átti ég ekki en ég átti fimmttu aura.sem ég afhenti henni, svo að hún gæti látið mig fá 6 aura til baka. Þvf miður hafði hún ekki 6 aura og lét mig því fá tfeyring og spurði hvort ég ætti 4 aura. Ég átti bara fimmeyring sem ég lét hana fá og hun kom með tveggeyring og spurði hvort ég ætti einseyring. Hann átti ég ekki svo að ég lét hana fá tíeyringinn, sem ég hafði fengið áður og þá gæti hún látið mig hafa nfu aura til baka. Greinilega hafði hún ekki 9 aura, heldur lét mig hafa eitthvað annað og hvernig sem það æxlaðist þá skuldaði ég henni eftir smástund 3,67kr. Á meðan þessu fór fram hafði búðin fyllst af fólki, sem tók að ókyrrast. — Heyrið mig sagði maður einn, ef þér haldið svona áfram, endar það með þvf að við verðum að bíða hér I allan dag. — Væri til gagns, að ég skipti tuttuguogfimmeyringi? spurði roskin kona. — Það væri reynandi, sagði ég og rétti henni tuttugu- ogfimmeyring. Hún rótaði í buddunni sinni, en gat þá ekki, þegar til kom, reytt saman nema 22 aura. Ég tók við þeim og sagði að ég gæti átt hjá henni þessa 3 aura, en það var ekki við það komandi, og svo fékk hún skipt tíeyring hjá manni, sem gat þá ekki fundið nema 8 aura sem leiddi til þess, að hann fór f peningaskipti við annan mann, svo að hann gæti borgað henni tveggeyringinn. Þetta er mesta hringavitleysa sem ég hef lent f. Við afgreiðslustúlkan reyndum aftur. Peningarnir rúlluðu aftur og fram yfir borðið jöfnuðirinn rokkaði milli debet og kredit, en okkur heppnaðist aldrei að hitta einmitt á þennan einseyring, sem okkur hafði í fyrstu borið á milli. Aðrir viðskiptamenn hjálpuðu til með því að leggja fram peninga og fá þá til baka afturen það varð til einskis, þetta var orðin svikamylla. Aðra stundina skuldaði ég afgreiðslustúlkunni yfir 200 krónur en andartaki sfðar átti ég hjá henni 52 aura um leið og ég skuldaði frú einni 17 aura en átti inni hjá manni nokkrum 1.58. kr. Það var orðið vandkvæðum bundið að henda reiðurá þessu. Ástandið í búðinni var að nálgast suðumark. Fólk var orðið þreytt á að bfða en þar eð allir áttu eitthvað hjá öllum, gátu þeir ekki yfirgefið búðina. Upphófust nú hróp og læti og kröfur um greiðslur hver á annan, en enginn hafði möguleika á að borga nema að fá fyrst skipt hjá öðrum og það leit helzt út fyrir að til handalögmáls kæmi. Þar sem ég var orðinn hræddur um að reiðin myndi að lokum beinast að mér notaði ég tækifærið, þegar ringulreiðin var sem mest, og laumaðist út. Pakkanum mínum náði ég ekki svo að ég varð að fara i aðra verzlun og kaupa annað álegg. Mikið vildi ég vita hvað það hefur eiginlega kostað mig. Halldór Stefánsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.