Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Síða 4
Heima- sætaá Filips- eyjum Við snúum nú umræðum að persónulegum æviatriðum Emelítu, uppvexti hennar á heimaslóðum og því ævintýri að vera orðin húsmóðir hér norður á Islandi. Emelíta er fædd í Cavite en ólst upp í Laguna og háskólanám stundaði hún í Quezon-borg* allir þessir staðir eru á svipuðu svæði, í Luzon. 1 háskóla lagði hún stund á iðjuþjálfun. — Faðir minn var bankastarfs- maður, segir hún. En móðir min hafði barnafatasaumastofu og síð- ar gjafavöruverzlun. Ég á tvo bræður og eina systur. Hún er meinatæknir að atvinnu. Eru heimilishættir mjög ólíkir því, sem hér gerist? — Mismunur á staðháttum og veðurfari hefur óhjálcvæmilega einhver áhrif á daglegt lif á heim- ili en að öðru leyti held ég að heimilishaldið sé svipað og hér tiðkast, segir Emelita. Að minnsta kosti minnist ég þess, að mamma sá um eldhússtörfin á meðan pabbi sat inni í stofu, þegar hann kom heim frá vinnu. Heldur þú sjálf þeirri venju nú, þegar þú ert orðin húsmóðir á íslandi? — Ég sá mest um eldhússtörfin fyrst, og afþakkaði jafnvel aðstoð, segir Emelíta, en það hefui breyst. Sú breyting gerðist með þeim hætti, að Ölafur segist hafa séð að hún var þreytt þegar hún kom heim frá vinnu, þótt hún hefði aldrei orð á því. Það er nefnilega ekki siður að kvarta í hennar heimalandi, sist að konum komi það til hugar. Hún heyrði móður sina aldrei láta sér æðruorð um munn fara og áleit það sama við- eigandi, hvað henni sjálfri við- kom. Það var því að frumkvæði húsbóndans að samvinnumál heimilisins voru tekin til um- ræðu, er leiddi til þess að nú er heimilisverkunum eins sann- gjarnlega deilt og tök eru á. En áður var hann bara stöku sinnum svo tillitssamur að hjálpa henni við eldhúsverkin. Ölafur segir að Filippseyjabú- um sé ekki tamt að tjá hug sinn um neikvæð efni. Til þess þurfa þeir hvatningu frá öðrum. Þeim er að upplagi miklu eiginlegra að gefa en þiggja sjálfir. Af þeim eiginleika er sprottin þeirra fram- úrskarandi gestrisni. Verði þeir fyrir misgerðum, láta þeir við- brögð sín ekki í ljós, en hafa eftir það eins litil afskipti af viðkom- andi manneskju eða aðila, og mögulegt er. Þannig er þeirra lífs- still. Gestrisni er Islendingum einnig í blóð borin og þess verður greini- lega vart á heimili þeirra Ölafs og Emelítu, að sá siður er í heiðri hafður. En hvaða atvik leiddu til kynn- ingar þeirra, sem upprunnin eru í svo fjarlægum heimshlutum? — Það atvikaðist þannig, segir Ólafur, að ég tók fyrir að læra karate. Kennarinn var frá Fil- ippseyjuin. Hann bauð mér eitt sinn í afmælisveislu. Þar hittumst við Emelíta í fyrsta skipti; það var í febrúar 1974. Eru margir af hennar þjóðerni hér á landi. — Nei, við vitum ekki um fleiri en fimm landa hennar hér og Emelíta er eina konan, eftir þvi sem við best vitum. (Að undan- skildum þeim, er kunna að dvelja á Keflavíkurflugveili) Ef þetta eru ekki forlög, þá hvað? segja vafalaust þeir, sem forlagatrúar eru. Kynnisferð til Filippseyja Nú á Ólafur eftir að fara til Filippseyja og sjá með eigin aug- um land og þjóð og tengdafólk sitt. Hann hefur mikinn hug á þeirri kynnisferð og gæti hugsað sér að dvelja þar um tima. Til undirbúnings því, hefur hann afl- að sér kennslubóka og orðabóka í þjóðmálinu tagalog. Ekki er þó ákveðið hvenær af þessari ferð getur orðið. Ólafur er að ljúka cand. mag. prófi í ís- lensku og hefur kennslu að at- vinnu. Ekki er liklegt að hann eigi auðvelt með að fá starf í sinni grein á Filippseyjum, þótt hann kysi að setjast þar að um sinn. Hvort tveggja er að trúlega yrði þar lítill áhugi fyrir islensku námi og erfitt er fyrir útlendinga að fá viðunanlega vinnu þar i landi, þar eð nóg er af fagmennt- uðum starfskröftum í hverri grein. — Hann gæti helst fengið vinnu sem sölumaður, með þvi að ganga í hús og selja ryksugur eða aðrar slikar vörutegundir. En það er ekki efnilegt til frambúðar miðað við möguleika hans hér á sinu sviði, segir Emelíta. Þess vegna er ekki útlit fyrir að þau setjist að til frambúðar í hennar heimalandi. Nánari kynni Emelítu af ísiandi Hvernig kann hún við sig á Is- landi? Hvað kom mest á óvart þegar hingað kom? — Eftir fyrstu kynnin af land- inu á leiðinni frá Keflavik til Reykjavíkur hefur mér fundist landið sérstakt, stórbrotið; jökl- arnir og hverirnir eru stórfengleg fyrirbæri, segir Emelíta. Eldfjöllinkoma henni hinsveg- ar kunnuglega fyrir sjónir en eins og vitað er, eru eldfjöll og jarð- skjálftar ekki minni ögnvaldar á Filippseyjum en hér á lslandi. — Við fórum hringveginn í fyrrasumar, heldur Emelita áfram. Við sáum Gullfoss, Akur- eyri, Mývatn, Hallormsstað meðal annars. Mér fannst svo hrifandi að sjá á íslandi stór tré eins og eru í Hallormsstaðaskógi. Það var næstum eins og að vera komin heim. — En það var lika ævintýri likast að búa í tjaldi. Mig langaði mikið til þess þegar ég var skáti á mínum unglingsárum en ég fékk aldrei að fara i útilegu, þótt bræð- ur mínir fengju að fara, segir Emelíta. Var það vegna þess að þú varst stúlka og þfn varð að gæta betur en drengjanna? — Það hefur sjálfsagt verið ein ástæðan til þess. Mamma var lika hrædd um að ég gætti ekki nógu vel að mér og höggormar yrðu mér að tjóni; þegar ég fór svo að ferðast hér á landi, var ég á verði fyrir þeim. Ólafur varð alltaf að vera að minna mig á að hér væru engir höggormar. Hvernig gengur Emelítu að venjast islenskunni? Hún talar með skýrum framburði þau orð, sem hún hefur tekið i notkun og skilur töluvert i mæltu máli, en Ólafur verður að aðstoða hana við lestur dagblaðanna, segir hún. I fyrravetur var hún í íslensku- námi við Háskólann. En Emelíta talar ensku og reyndar einnig nokkuð i spönsku, sem hvort tveggja eru kennslu- greinar i hennar heimalandi. Enska er þar opinbert mál og á þvi máli fer kennsla fram í skól- um, nema i tveim fyrstu bekkjum barnaskóla, þótt þjóðmálið, Taga- log sé einnig kennt og almennt talað en það er Emelítu einnig tamt. En þegar hún skrifar heim til sín skrifar hún þó á ensku. Það finnst Ólafi mjög undarlegt; — Það er eins og ég færi að skrifa móður minni á dönsku, seg- ir hann. Sinn er siður í landi hverju Hvert þjóðland hefur sína siði og ýmsir íslenskir siðir komu Emelitu undarlega fyrir sjónir. T.d. þótti henni skritið að flest öll kvennöfn enduðu á sama orðinu, dóttir; henni fannst það líkast því að allar konur væru systur á ís- landi. — Þegar ég var kynnt fyrir væntanlegri tengdamóður minni, Framhald á bls. 14. Filippseyjar eru land gffur- legra andstæðna. Þar eru mik- il auðæfi og hinsvegar frum- stæð vinnubrögð og fátækt. Ennþá má sjá jörðina erjaða á þann frumstæða hátt, sem sést á myndinni að ofan. Svonefndir „jeepneys" eru vinsæl farartæki á Filippseyjum, Til hægri: 1 regnskðgunum lifa frumstæðir veiðimenneins og sá sem myndin er af og nýlega fannst þar Tasaday-þjóðflokkurinn, sem var á steinaldarstigi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.