Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 17
áreynsla við skákiðkun valdi alvarlegum geðrænum truflun- um. Paul Morphy, fyrsti ameríski skákmeistarinn, sem bar sigurorð af öllum evrópskum skákmeistur- um, lauk ævi sinni geðbilaður. Söm urðu einnig örlög skák- snillinganna Wilhelms Steinitz (fyrsta heimsmeistarans) og Carlos Torres. Aljeehin, sem varð heimsmeistari fjórum sinnum og er ásamt Lasker og Capablanca talinn mesti skákmaður I sögu skáklislarinnar, hegðaði sér að minnsta kosti stundum þannig, að hann virtist hafa alvarlega misst andlegt jafnvægi. Hefðu frétta- miðlar á þeim tíma (1927—37) verið haldnir þeim sótthita sem á vorum dögum, væri orðspor hans varla miklu skárra en Fischers. Þegar á allt er litið, er það ekki af óttablandinni eftirlátssemi einungis, sem Alþjóðaskáksam- bandið og hinn virðulegi forseti þess, Euwe, hafa Iátið margt óátalið hjá Fiseher. Enginn getur neilað því, að þessi Amerfkumaður hafi með baráttu sinni skapað hinni konunglegu fþrótt fyrri tíma al- mennari vinsældir en nokkru sinni hafa þekkzt utan Sovét- rfkjanna. Skákmunaiðnaðurinn hundraðfaldaði veltu sína á ári heimsmeistarakeppninnar 1972. Skákbækur voru gefnar út f hrönnum. Blöð, sem áður höfðu klám og glaípi sem sérgreinar, leyfðu sér að ætla að lesendurnir kvnnu undirstöðuatriðin í skák. Sjónvarpsstöðvar sýndu skák eft- ir skák með útskýringum — að vísu ekki þýzkar sjónvarps- stöðvar, þvf að þær voru þegar of uppteknar af eigin patt-stöðu. Allur hcimurinn fylgdist með hinum sorglegu örlögum Rússans „Fischer ! orrustu. Fyrir stórmeistara er skák gífurleg áreynsla andlega sem likamlega. Meðan á einni skák stendur, geta þeir létzt um nær tvö kiló. Samanburðurinn við afburða- menn i iþróttum, knattspyrnumenn eða hnefaleikakappa, er alls ekki skáldleg samlíking, heldur túlkun á veruleikanum, sem er miklu nær sanni en hið algenga tal nú á timum um „tölvu". Enginn skákmeistari getur geymt upplýsingar eins og tölva, og engin tölva getur sigrað sæmilega frumlegan skákmeistara." Boris Spasskij, sem hinn ameríski áskorandi „jafnaði tið jiirðu". Slfkar strfðs-Iíkingar not- ar Fischer gjarna. Það er auðvelt að grfpa til þeirra, og þær túlka sennilega að nokkru levti hugar- ástand hans, nieðan á glímunni stendur. En Robert Jamcs Fiseher væri ekki það, sem hann er, ef hann léti sér nægja að leggja einn ein- stakling að velli og í reyndinni cinn' af sfnum eigin mönnum, sem lifir fvrir skákina eins og hann. Að mfnum dómi finnst mér lítið athugavert við meginrök- semdir Fischers. Af hverju, spyr hann sjálfan sig og okkur, er hægt að vinna sér inn meiri peninga í heimi hér nteð hnefun- urn og raddböndunum en með heilanum? Af hverju uppskera dægurlagasöngvarar, kvikmynda- leikarar og boxarar í þungavigt milljónir, á meðan stórmeistarar í skák, sem hýstir eru í ódýrum annars flokks hótclum, keppa um sigurlaun, sem miðlungs knapar á kappreiðum myndu afþakka? „Sá dagur mun knnia, að ég þéni eins mikið og Cassius Clav“ — þetta hefur hann oft sagt með nákvæmlcga þessurn orðum. Meö fimm milljóna tilboðinu frá Manila var hann allnærri marki sfnu. En fyrir keppnina milli Clay og Foreman í Zaire voru lagðar fram tíu milljónir. Var það þess vegna sem Fischer dró sig til baka? Eða var hann hræddur um aö bíða ósigur fyrir Karpov? Eg hef eins lilla trú á því öllu eins og hinu, að hægt sé að segja, að Fischer sé geðveikur í la-knis- fræðilegum skilningi. Ilann veit harla vel, hvað liann vill. IIin fáránlega og fíflslega framkoma. sem leyfir litla kurteisi, er annars vegar sérvizka hins sjúk- lega einræna manns og liins vegar markviss aðferð: Hann veit það nefnilega mætavel, að jafnvel hinn snjallasti leikur á skák- borðinu er miklu síður þess Framhald á l»Is. 22 þjðösagan Myndskreyting: Elías Sigurðsson Syndapokarnir Einu sinni var prestur mjög vandlætingasamur. Hann kenndi mönnum hart og sagði tilheyrendum sínum hræsnislaust til syndanna. í sókninni bjó kona ein gömul. Hún kom sjaldan sem aldrei til kirkju og átaldi prestur hana oft fyrir þa8 og kvað hún mundi naumast fá inn- göngu í himnaríki ef hún van- rækti svo mjög kirkjuna. Kerling hirti ei um þaS. LeiS svo nokkur timi. Einu sinni sýktist kerling. Lætur hún þá sækja prest og biður hann aS þjónusta sig því hún segist vera mjög angruS orSin af illgjörSum mannanna. Prestur bregSur viS skjótt og finnur sjúkling- inn. Ætlar hann nú aS fara aS telja um fyrir kerlingu því hann sá aS hún var mjög angruð. Kerling segir að hann skuli fyrst heyra hvað sig angri mest. Prestur játti því og hlustar nú vandlega á sögu syndarans. Kerling segir þá: „Mig dreymdi fyrir skömmu að ég þóttist koma til himnaríkis. Þar barði ég aS dyrum því mér var kalt og vildi ég komast í húsaskjólið. Þar kom maður til dyra og hafði stóra lyklakippu í hend- inni. Ég spurði hann að heiti. Hann sagðist heita Pétur. Kannaðist ég þá við manninn og baS hann að lofa mér inn. Pétur segir: „Nei, hér áttu ekki að vera". „Æ, lof mér inn", sagði ég, „mér er svo ógnarlega kalt; lof mér rétt inn fyrir hurðina." „Nei, það er af og frá," segir Pétur. Ég sá að þar var ógnar stór skemma á hlaðinu og bað ég þá Pétur að lofa mér þar inn. ÞaS sagði hann ég skyldi fá og lauk nú upp skemmunni. Þá varð ég fegin og hljóp inn, en Pétur stóð í dyrunum. En þegar ég kom inn sá ég þar ógnarlega stóra hlaða af pok- um, stórum og smáum. Þeir voru allir fullir af einhverju og bundið fyrir opin. Þar voru líka sjóvettiingar og þeir voru líka fullir sumir, en ekki nema í þumlunum á sumum. Ég spurði Pétur hvað í þess- um pokum væri. Hann segir það sé syndir mannanna. „Má ég ekki fá að sjá pokann prestsins míns," segi ég, „hann er vist ekki stór." „Nokkuð svona," segir Pétur, „skoðaðu, hann er þarna," og um leið benti hann mér á ógnarlega stóran sekk. Þá gekk öldungis yfir mig því það var langstærsti sekkurinn. „Hvaða ósköp," segi ég, „en hvar er pokinn minn þá? Hann held ég sé ekkert smásmíði." „Ég læt það vera," segir Pétur og bendir mér á einn sjóvettling- inn sem ofurlitið var i þumlin- um. Nú gekk hreint yfir mig, og fór út. Skellti þá Pétur aftur skemmuhurðinni og hrökk ég upp við það. Þetta er nú það sem angrar mig," segir kerling, „og þvi lét ég sækja yður að ég vildi segja yður frá þessu." Prestur fór nú ekki að finn- ast til og hafði sig á burt hið skjótasta. (J.Á.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.