Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 11
HAGKEÐJAN Við ísland er framleiðnin um 200 grömm af kolefni á fermetra, sem er um helmingi meira en gerist á strandsvæðum yfirleitt. Á þörungunum, sem ég nefndi, lifir dýra-svif, sem myndar þann úthaga hafs- ins, sem sú hjörð okkar iifir á, sem við nefnum þorskfiska. Og auðvitað aðrir fiskar. ^ Ög nú eigum við að hætta að hugsa um þorskfiskinn, sem veiðidýr, en hugsa um hann sem hjörð, sem gengur I þeim högum, sem eru sameign allrar þjóðarinnar jafnt. Hjarðbúskapur tekinn upp á hafinu Við það að við ráðum nú brátt einir yfir hafsvæðun- um umhverfis landið, verður þessi breyting sjálfsögð, Þjóðin brevtist úr veiðiþjóð f hjarðbúskaparþjóð að þvi er snertir nýtingu fiskstofnanna. Hér eftir væri því eðlilegra að tala um að skip færi að sækja fisk, en ekki að veiða fisk, sbr, að ekki er talað um að veiða fé, þegar því er smalað til slátrunar. ^ Þetta verður ennþá skýrara en annars við það, að nú er orðin alveg ljós sú mikilvæga staðreynd, að enginn fiskur fer frá íslandi, þ.e.a.s., þegar um er að ræða þorsk og ýsu og allt meginmagn annarra botnlægra tegunda, (eða sama sem aldrei). Aftur á móti kemur fiskur til íslands, og hafið nú bak við eyrað, það sem ég áðan minntist á Vestur-kvíslina, en geymum enn að ræða um það nánar í bili. Líffræðileg saga — „sem gengur í hring“ Nú skal segja sögu, sem er gamalkunn, en ný vitneskja hefur bæst í á sfðustu misserum — og meðal annars á þessari nýju vitneskju f tengslum við miklu eldri rannsóknir, byggi ég cfnahagsmálatillögur mín- ar. Þetta er saga, sem gengur i hring, ef svo má segja. .(Þessum hring má þó ekki blanda saman við hag- keðjuhringinn.“) Við byrjum söguna á þeim stað í hringnum, þegar svo sem 60 milljón hængar og 60 milljón hrygnur af þorskfiski koma til að hrygna á svæðið við suður- og vesturlandið, og markast svæðið af Hornafirði að austan og Patreksfirði að vestan. Þessi fiskur kemur úr uppvaxtarhögunum, sem aðallega eru fyrir norðan og austan land. Þetta gerist í febrúar, marz og april ár hvert. Þessar 60 milljón hrygnur gjóta svo sem 180 þúsund milljörðum hrogna. Þessi hrogn frjóvgast svo til öll, því hængurinn hefur nokkurskonar samfarir við hrygnuna. Hrygnan syndir með kviðinn upp í loft og hængurinn ofan á henni og frjóvgar hrognin jafn óðum. Nú orðið er álitið að langt yfir 90% hrognanna frjóvgist. Villandi mun að tala um misgóð klakár, því hrognin klekjast vafalitið, svo til öll — þvi fiskurinn leitar að kjörhita á hrygningarsvæðinu. Þessi vitneskja hefur meðal annars komið fram við kvikmyndanir neðansjávar og í fiskabúrum, m.a. í Vestinannaeyjum. Þessi vitneskja hefur áhrif á skoðanamyndun um friðunaraðferðir hrygningar- fisksins, sbr. síðar. Horgnin klekjast á 6 til 10 dögum. Þá hefst kviðpokastigið, þ.e. sá lími, þegar seiðið verður að lifa á sínum eigin kviðpoka. Seiðið er mjög óburðugt fyrsl í stað, og eins og „hangir" i vatnsskorp- unni með kviðpokann upp. Ýmis helstu liffæri þess eru þá svo illa þroskuö, svo sem augu og munnur, að seiðið er þá ekki fært um fæðutekju. Fáeinir dagar ráða úrslitum Vafasamt er, hvort kviðpokaseiðið er fært um að taka til sin fæðu fyrr en á 3ja til 5ta degi. Gera má ráð fyrir að seiðiö lifi í svo sem 10 daga eftir að það kemur úr hrogni, án næringar, en ef það er ekki fært um fæðutekju fyr^tu 3 til 5 dagana og of máttfarið af hungri, þ.e. komið aö dauða á 10. degi eflir að það klekst, þá má ljóst vera, að aðeins um fjórir dagar ráða úrslitum í lífi seiðisins. Fái það ekki næringu, sem hentar á þessum 4 dögum, þá deyr það úr hungri. Nýjar upplýsingar um þessi síðast greindu atriði hef ég* m.a. fengiö frá hinum efnilega vísindamanni Eyjólfi Friðgeirssyni, sem nú sinnir sjálfstæðum rann- sóknum á þessu sviði. Seiðið er mjög vandfætt. A tveim stöðum í heimin- um hefur verið reynt í 60 til 90 ár. bað ég til veit, að Á efri teikningunni sýnir Kristján það sem kalla mætti þungamiðju kenn- ingarinnar. Svæðið fyrir Norður- og Austurlandi, sem merkt er með A-1, vill hann láta friða fyrir vörpu- og dragnóta- veiðum. Á neðri teikn- ingunni er sýnt, hvernig hafstraumar falla með- fram ströndum landsins. halda lífi í þorskseiðunum í tilraunastöðvum. Sifelld- ar tilraunir hafa verið i gangi. Siðast fannst fæða, sem lirfan tók, „artimia salina," sem er örsmá krabbafló. Þessi krabbafló er ekki til í Alantshafinu, en ég vona að Eyjólfi, eða einhverjum öðrum, takist að finna út á hverju þorskseiði hér í Atlantshafi lifa — og þá væri brautin rudd til þess að við gætum lekið nýtt stökk i þróuninni. Það mundi þýða, að við flyttum þá yfir á nýtt stig þróunar. Gerðumst þorskfiska- ræktunarmenn. Það spor yrði ekki siður merkilegt en það spor, sem ég vil að við stígurn nú, það er úr fiskveiðimennsku yfir i hjarðfiskimennsku. Það spor yrði ekki siður merkilegt en það spor, scm ég vil að viö stigum nú, það er úr fiskveiðimcnnsku yfir i itjarð- fiskimennsku. Ég er þeirrar trúar, að þorsklirfan lifi e.t.v. á aðeins einni tegund fæðu fyrstu lífdaga sina. Þessa öfundnu fa'ðutegund hcf ég að gamni mínu nefnt „Artimiu Atalntieu." Þetta er sagt hér m.a. vegna fiskveiöi- stefnu, sem siðar getur i þessum lestri, þ.e. tillögugerö um friðunaraðferðir á hrygningarfiski, en friðunarað- gerðir á honuni tel ég að nú séu á villugötum. (Fremur til ills en góðs — ef þar hafa þá nokkur áhrif). Seiðin berast tneð sjávarstraumi, sjá straumkorts- m.vnd nr. 3, vestur og norður með landi og svo austur með landinu og suður með Austfjörðum. Seiðin hljóta að synda í straumáttina, því f ágúst og september eru þau koniin talsvert lengri vegalengd frá gotstöðvun- um, heldur en sem nemur straumhraða Golfstraums- ins. Hluti seidanna fer í Vestur Kvíslina En þau fara ekki öll með straumnum umhverfis landið heldur fer áreiðanlega einhver hluti þeirra i Vestur frá landinu — í Vestur-kvislina, og kem ég þá að þvi, sem ég impraði á áðan: Þessi Vestur- kvislar-seiði ná botni og alast upp einhversstaðar vestur við Grænland. Yfirleitt munu þorskseiði alasl upp í nánd við svæðið, þar sem þau ná botni. Þessi fiskur kemur svo aftur tii Islands til að hrygna, þegar hann kemst á hrygningaraldur — þvi það er eðli þorskfiska að þeir konta á þær stöðvar til að gjóta, þar sem þeir koniu sjálfir úr hrogni. Þessi Grænlandsfisk- ur, sem vafalaust er allur islenskur að uppruna er oft nokkuð gamall, þegar hann kemur frá Grænlandi, vegna þess að hann elst þar upp i frentur köldum sjó og er þvi seinvaxta. Sennilega stundum varinn fyrir veiðiágangi af is og ísreki. Hugsanlega fer eitthvert örlitið brot af þessum fiski aftur til Grænlands, ef hann sleppur lifandi eftir fyrstu för sina hingað til hrygningar, en megin hluti hans fer ekki, vegna betri fiskihaga hér en hann átti að venjast við Grænland. Þetta um Grænlandsfiskinn var hliðarspor. Nú held ög áfram meö aðalsöguna, þ.e. þá hina náttúrufræði- legu siigu, sem gengur í hring umhverfis Island. Eins og einn íslendingur mundi lifa af! Ef gert er ráð fyrir að svo sem 100—200 þúsund milljarðar frjóvgaðra hrogna komi i sjöinn á Suður- og vestur-lslandssvæðinu eitthvert áriö, þá má gera ráö fyrir að minna en einn milljarður af þessum 100—200 þús. milljörðum lifi af hið hættulega kviðpokastig og nái að verða að þvík sem fiskifræðingar eru nú farnir að nefna ágústseiði. Þetta samsvarar að 1 milljarður seiða er fyrir hvern íslending en þar af lifi aöeins einn. Framhald á bls. 22 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.