Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 4
Elfa Björk við bókabilinn, sem hún ók þar til hún varð borgarbókavörður. Myndin er tekin, þegar hún var að stafla bókakössum i bílinn, en hver lánþegi fær sinn kassa. Bókasafn — helgidómur sem Ivkfar af gulnuðum pappfr og gömlu bókfelli, staður þar sem maður dregur andann hægf og gætilega, staður þar sem grúskar- ar kúra vfir kirkjubókum eða öðr- um undarlegum doðröntum aftan úr grárri forneskju ... eða hvað? Fyrsta endurminning mfn um bókasafn er að vísu eitthvað á þessa lund. En það var fvrir löngu. Rvkið hefur verið hrist af bókasöfnunum eins og fleiru. Nú- tfma almenningsbókasöfn eru björt og vistleg og umfram allt freistandi. Mér er sagt, að i seinni tfð sé sú manngerð talsvert önn- ur, sem velur sér almennings- bókasafn að starfsvettvangi. Þjón- ustuviljinn er meiri en hann var og ekki er lengur litið á bókasafn sem kvrrlátan og einkar rólegan vinnustað, þar sem ekki þarf að hrevfa sig, og Iftié að sinna lán- þegunum. Bókasafnið hefur brevtzt úr bókagevmslu í lifandi stofnun, þar sem hægt er að fá aðstoð sérmenntaðs folks við val á lesefni. I vaxandi mæli eru gerð- ar kröfur til þess að bókasafns- fólk hafi staðgóða menntun á víðu sviði, en þekking á bókmennta- sögu og bókmenntum almennt er að sjálfsögðu undirstöðuatriði. Jafnframt öllu þessu hafa þau umskipti átt sér stað, að bókasafn- ið segir nú við borgarann: Ef þú ekki kemst til mín, þá kem ég til þín. Eins og lætur að líkum, eiga þeir sem beztan tíma hafa til bók- lesturs, ekki alltaf gott með ferða- lög. Það er til sægur af öldruðu fólki eða lasburða eða fötluðu, sem les mikið sér til ánægju, en kemst einfaldlega ekki af heilsu- farsástæðum á bókasafn. Þess vegna byrjaði Borgarbókasafn Reykjavíkur á nýrri þjónustu við þess konar bókalánþega á síðast- liðnu ári og sú sem átti af því veg og vanda og sá um starfið fram- undir þetta er Elfa Björk Gunn- arsdóttir, bókasafnsfræðingur, sem nú er raunar orðin borgar- bókavörður. A síðastliðnu sumri talaðist svo til, að sá er þgtta ritar færi i útlánaleiðangur einn dag með Elfu Björk. Það var í senn fróð- legt og eftirminnilegt, — eins og það ævinlega er að kynnast að- stæðum, 'sem maður hefur ekki fyrir augunum daglega og gleym- ir þá gjarnan að séu til. Eitt af því, sem maður kynnist f slikum leiðangri, er að margir eru þeir, sem vart komast út fyrir eigin þröskuld og eru samt við góða andlega heilsu. Það segir sig sjálft, aðdagarnirgetaorðið lang- ir, þegar litið er við að sýsla. Þessu fólki verður bókin enda- laus uppspretta tilbreytingar og ánægju. En ekki eru aliir svo vel settir að hafa sjónina í lagi og geta lesið hjálparlaust. Getur bókasafn nokkuð gert fyrir þá? í fljótu bragði mætti halda, að svo væri ekki, — en einnig þar er reynt að koma til móts við fólk. Kominn er á laggirnar vísir að talbókasafni, sem svo er nefnt. Þá hefur eitt- hvert gott fólk verið fengið til þess að lesa bækur inn á segul- bönd. Stundum hafa það verið leikarar, en stundum einhverjir aðrir, sem vilja hjálpa. Svo marg- ir eru sjóndaprir, að þörfin er geysileg og væri vel þegið, ef fólk gæfi sig fram við Borgarbókasafn- ið til að lesa sögur, eða jafnvel heilar bækur inn á segulbönd. Ýmist er þarna um að ræða breið segulbönd og viðkomandi lánþegi á þá tæki sjálfur og getur hlustað á upptökuna að vild. Hitt er þó enn þægilegra og færist í vöxt, að notaður séu kasettur og kasettu- tæki í þessu skyni. Þriðji þáttur þessarar þjónustu snertir þá, sem misst hafa sjónina að fullu og lært að lesa blindralet- ur. Þeirnotasérlíka talbókaþjón ustuna, sem Eiríkur Hreinn Finn- bogason, fyrrum borgarbókavörð- ur byrjaði með innan Borgarbóka- safnsins. Til að bæta úr brýnni þörf, hefur ríkisútvarpið látið safninu eftir mikið af spólum með upplestri'; þar er sffelít verið að taka upp efni um sundurleitustu efni og heilar bækur teknar upp sem framhaldssögur. Og i hinu nýja húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, er upptökuher- bergi til reiðu, þegar næst i fólk, sem vill lesa inná band. Kasettutækin hafa augljósa yf- irburði vegna þess hve einföld þau eru i meðhöndlun. Enda þótt menn sjái illa og séu skjálfhentir, tekst oftast bærilega að stinga kasettunni í tækið, enda er það einfalt. Aftur á móti á margt eldra fólk í nokkrum erfiðleikum með segulbandstækin. Þess vegna er nú unnið að þvi að flytja sem mest af lesu efni yfir á kasettur og reglan verður sú, að eitt eintak er gert að geymslueintaki, sem hægt er að gera nýtt eintak eftir, verði skemmdir eða þá að bandið týnist. Á öllu þessu fræddi Elfa Björk mig um leið og hún tók saman bækurnar, sem þennan dag þurftu að komast til lánþega út um allan bæ; sumt venjulegar bækur, sumt á segulböndum. Elfa Björk þekkir óskir og smekk fjölda manns, sem hún hefur haft persónulegt samband við; fólks, sem lítur á hana sem mikinnn aufúsugest, þegar hún ber að dyr- um með bókakassann, sem er þægilegt ílát, til þessara þarfa, sérhannað í Sviþjóð. Einhvern tíma hefði kannski verið talið, að þessi mikli burður væri ekki kvenmannsverk, en Elfa Björk kvartar ekki yfir því. Hún hefur til að bera þann dugn- að og þá seiglu, sem konur hafa svo oft umfram karla. Og það er líka auðséð, hvað hún nýtur þessa starfs. Hún hafði til þessara nota „Fólksvagenrúgbrauð", og ók eins og herforingi milli þess sem hún snaraðist inn með kassana. Það var engu líkara en blessaðar gömlu konurnar væru að fá dótt- ur sína i heimsókn; svo blfðlega var bókasendlinum tekið. Þegar farið var að ræða við þetta fólk, sem að staðaldri nýtur heimsend- ingarþjónustu Borgarbókasafns- ins, kom í ljós, að það hafði lesið reiðinnar býsn og fjölda marga höfunda hafði það lesið upp til agna. Margt af þessu fólki býr einsamalt í litlum íbúðum, en við heimsóttum líka í þessum erinda- gjörðum fólk i íbúðum aldraðra við Norðurbrún og á Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna. Það var Hringið, og þér fáið bækurnar sendar heim. Síminn er 36814 og símatíminn kl. 10-12 alla virka daga nema laugardaga. Farið í bóka- leiðangur með Elfu Björk Gunnars- dóttur, sem síðan er orðin borgarbóka- vörður í Reykjavík. Sagt er frá námi hennar og fyrri störfum. Eftir Gisla Sigurðsson bókin heim er ókeypis þjónusta Borgarbókasafns Reykjavíkur við þá, sem vegna vanheilsu eða fötlunar geta ekki komið sjálfir í bókasöfnin. KEMUR HEIM TIL ÞIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.