Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 8
Kristján Friðriksson iðnrekanda, sem löngum er kenndur við fyrirtæki sitt, Últimu. þarf varla að kynna fyrir lesendum Lesbókar. Hann er einn þeirra manna, sem hafizt hafa af sjálfum sér og komið sér upp blómlegu iðnfyrirtæki. En það er Kristjáni ekki nóg; hann er sjálfstæður hugsuður með brennandi áhuga á farsælli lausn efnahagsmála okkar. Hefur hann sett fram kenningar um að komast úr vitahring i einskonar hagsældarhring og vill byggja það á „hjarðmennsku" og „ræktunarbúskap" á fiskimið- unum i stað þeirrar stefnu, sem rekin hefur verið. Hefur Kristján flutt fyrirlestra um kenningu sína og hefur Lesbók fengið þá til birtingar ásamt þeim skýringarteikningum. sem Kristján hefur sjálfur gert með efninu. Pað er sannfærinf! mín, að ef fyl>!l veröur þeirri stefrfu í efnahafísmálum, sem nú er i tizku, ok hefur verið framfylKt í þjóðarbúskap okkar íslendinga sið- asla hálfa áratuffinn eða svo, þá hljóti sú stefna að leiða til fáta'ktar. Svo mikillar fátæktar, að dciiitekj- ur þjóðarinnar riuni falla úr 110 milljörðum, sem má áætla að þær séu nú, niður i 85 til 90 milljarða á næstu 6 til 8 árum — eða jafnKildi þess. Þessi stefna verður því f þessum lestri ýmis nefnd nú-stefna eða fátæktar- stefna. Aftur á móti tel óíí alveu auf’ljóst, að tilsvarandi tekjur, þ.e. deilitekjur, fíætu hækkað um 30—40%, ef tekin væri upp sú stefna, sem hér verður ýmist nefnd ný-stefna eða farsældarstefna. Skal nú Kerð tilraun til að skilfíreina, hvað éfí á við, þef>ar éfí tala um deilitekj- ur. Þar á éf! við þann hluta þjóðarteknanna, sem menn Beta skipt á milli sín, með einum eða öðrum hadti. Ef! forðast hér að nota orðið skiptitekjur, þvi það orð hefur verið notað í annarri merkinf!u. Éf! tala að sjálfsöf;ðu heldur ekki um þjóðartekjur, því það er miklu viðtækara huf!tak. Má i þessu sambandi nefna, að árið 1975 voru svonefndar þjóðartekjur áætlaðar 173 milljarðar, en af þvi voru áætlaðar um 107 milljarðar, sá hluti sem éf! tala um sem deilitekjur. Rauntekjur manna eru of lágar, Deilitekjur samanstanda m.a. af eftirf!reindum lið- um: 1. Kaupi, sem fólk fer útborgaö fyrir vinnu sína, að fráteknum beinum sköttum. 2. Eftirlaunuin, örorku- og ellilaunum. 3. Tekjum, sem til dæmis atvinnurekendur, þ.á m. bændur ojí iðnrekendur og útvef!sbændur hafa af starfsemi sinni. Það er að sef!ja sá hluti tekna þeirra, sem þeim nýtist á tilsvarandi hátt of! hrein- um launamanni nýtast laun sín. 4. Tekjur af ibúðarhúsnæði (ekki atvinnuhúsnæði) 5. Vaxtatekjur af innstæðum of! hlutafjái eif!n, o.s.frv. Það, sem i þessu sambandi skiptir einkum máli, er að hafa deilitekjustærðina nóf!U Ijóst skilfjreinda til þess, að auðvelt verði að átta sifi á þeim kjaramun, sem verður hjá þjóðinni, eftir því hvora stefnuna hún velur, nú-stefnuna, þ.e. fátæktarstefnuna, eða ný- stefnuna, þ.e. farsældarstefnuna eða „hagkeðjustefn- una." Hér er þvi fremur um að rteða stærðarmun, sem menn þurfa að sjá fyrir sér, heldur en nákvæmni i afmörkun ákveðinnar þjóðhagssta'rðar. I rauninni er hér verið að ræða um hagsmunaharáttu þjóðarinnar í heild — hreina kjarabaráttu, þó hún hirtist hér sem efnahafí.smálastefna. Éf! tel mig ekki vera aö blanda mér í vinnudeilur i þessari grein, þó ég láti i ljós þá ákveðnu skoðun mína, að rauntekjur fólks í landi hér séu of lágar. Þegar ég segi of lágar, þá á ég við að þær séu of lágar miðað við manndóms, eða manngildisstig þjóðarinnar. Ég á ekki endilega við, aö þa>r séu of lágar miðað við mennt- unarstig, því þjóðarmenntunin er ekki nema að sumu leyti góð. Við erum vanþróaðir i menntun okkar að ýmsu leyti. Og kaupið er meira að segja of hátt, miðað við getu atvinnuvega eins og getan er nú — og eins og færnisstig vinnuaflsins er nú. En ég tcl að við gætum auðveldlega búið við betri kjör en við gerum, og tel nauðsynlegt — ja'nvel þjóðarnauðsyn, að fólk hafi betri kjör en þaé >efur nú, þó ég hinsvegar telji mig vita vel að ekki er allt fengið með miklu rikidæmi. Ég álit að miklu máli skipti af mörgum ástæðum, að þjóðin búið við svipuð kjör efnahagslega, eins og nærliggjandi þjóðir, t.d. nágrannar okkar á Norður- löndum og viða annarsstaðar i Vestur-Evrópu, meðal Með nýstefnu í stað nústefnu, getum við náð 60 milljarða árlegum efnahagsbata. Fyrri grein Linuritið til hægri sýnir mis- munandi þróunarlíkur á tekjum einstaklings og þjóðar. Neðsta tínan tðknar nú-stefnu, en efsta linan ný-stefnu, þar sem gert er ráð fyrir þróun og vexti efnahagsbata, sem nemi 50—70 miltjörðum árlega — eftir 8 ára þróun. 100 mijjarba.r de.ilitckjur ar ms isis Á teikningunni hér að ofan sjást dæmi um rannsóknarleiðir, sem fiskirann- sóknaskip fara árlega i ágúst og september til að áætla magn ðgústseiða. Sjá nánar á bls. 10 um minnkandi magn ágústseiða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.