Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 16
Hvítasunncr ð Skaga Framhald af bls. 15 fá þcssir gardyrkjumenn eigi að sfður frá þeim nafnlausa fjölda er þeir hafa komið til meiri þroska og manndóms. Fáar stundir hafa reynzt mér gleðilegri, lærdómsríkai i og mcira uppvekjandi af svefni vanahugsana en einræður við þennan mann cr virðist skiija flesta hluti til kjarnans beint og milliliðaiaust og án fyrirhafnar og umhugsunar. Innsæi er dýrmætasta náðargáfa mannsins. An þess verður skilningur okkar á lífinu kaldur, strangur og tilfinningalaus. Hann skortir hinn mjúka sveigjanleika, yl, birtu, heiðrfkju og samúð með lífinu er greinir manninn frá skynlausri skepnunni. Eg þekki engan mann en húsbóndann í Vallholti er skynjar af eins hárffnu næmi andardrátt allffsins, vatnaniðinn á bak við atburði hversdagsleikann, sorgina að baki gleðinnar, gleðina að baki sorgarinnar, smámennskuna í glæsileikanum og mikilleikann f sorpinu; hinar streymandi Djarfasta ferð Stanleys Framhald af bls.6 Dag og nótt voru bumbur barð- ar til að gefa til kynna, að hann væri að nálgast, og nú hafði hann engan túlk, sem gat beðið um friðsamlega yfirferð fyrir hans hönd. „Báðir bakkarnir eru jafn- ískyggilegir — að fara frá annarri hliðinni til hinnar er eins og að stökkva af steikarpönnu í eld- inn.“ Stanley taldi saman orrust- ur, sem leiðangurinn hefði orðið að heyja á fljótinu, og þær reynd- ust alls 26. Stórfenglegasta orrusta ferðar- innar átti sér stað á mótum Congo-fljóts og þverár, sem Aruwimi heitir. 54 flatbytnur með alls nær 2000 manns innanborðs steTndu að leiðangrin- um, eftir að hann hafði átt í tveggja daga linnulausum bardög- um. Ásýnd þessa flota var svo skelfileg, að tveir af bátum Stan- leys sneru á flótta. Þeim var þó snúið við í varnarlínuna. Stanley skipaði bátunum þétt saman, en fremst var Lady Alice. Þeir menn, sem ekki höfðu byssur, konur og börn höfðu skildi. Stanley hrópaði á swahili og gaf skyttun- um síðustu fyrirskipanir: „Bíðið, þangað til þið sjáið fyrsta spjótið og miðið þá vel.“ A fremstu flatbytnu óvinanna voru 80 ræðarar, 10 stríðsmenn í stafni og 10 aðrir, sem þutu fram og aftur. Átta menn i skutnum stýrðu bátnum með löngum árum. Stanley beið með byssuna um öxl, og þegar fremstí báturinn var í tæplega 50 metra fjarlægð frá Lady Alice, tóku spjótin að fljúga. Skjótið! Og í fimm mínútur var slátrunin miskunnarlaus. Spjótin dugðu skammt gegn rifflum Zanzibaranna. Árásarmennirnir sneru við og flýðu þrátt fyrir hinn gífurlega liðsmun. Leiðangurs- menn voru gripnir einhvers kon- ar æði. „Við erum í uppnámi núna. Þetta er blóðþyrstur heim- ur, og okkur finnst. .. að við höt- um þessi andstyggilegu, gráðugu villidýr, sem búa í honum.“ lindir lífsins sjálfs sem breyta eyðimerkum hins gráa veruleika í frjósaman aldingarð fegurðar, birtu og hreinleika. Við ræddum saman lengi f húmi vornæturinnar um bergmál aldanna, hvísl daganna og þyt eilífðarinnar. þá breyttist stofan í undraland þar sem lífið verður að ævintýri og ævintýrið að raunveruleika. Slíkar hljóðlátar stundir eru meira virði en stórviðburðir, hávaði ogskarkali mannlífsins sem oftast er hulið reyk og þoku blekkinganna. Á annan hvitasunnudag var enn sama biíðan og sólskinið. Eg hélt heim á leið um miðjan dag. Ég horfði til strandar, á þessa glötu strönd, þar sem ég hef lifað sumar dýrlegustu opinberanir sálar minnar en einnig myrkustu stundir ævi minnar. Þar hef ég fundið margt það fegursta er ég á í minningunni en jafnframt rekizt á dapurlegustu Iágkúru sem dregið hefur myrkt ský fyrir augu mér. Þessi strönd var land hins bjarta ljóss og dökkku skugga. Kigurður Guðjónsson. Hversdags- maöur Framhald af bls. 13 klukkur eða peninga eða eitthvað. eða reddum víxlum og sjáum um námslánin gegn borgun. eitthvað sem fólk getur ekki gert sjálft og treystir engum öðrum fyrir.“ ólafur starði f forundran á son sinn... að vfsu sá hann ýmsa galla á þessari fyrirætlan og framtíðar- áformum en hann kom engum mótmælum að fyrir mælsku sigurbergs. nú ætlaði hann á loðnu sagði hann þeir urðu að „meika pen- ing“ áður en kæmi tii fram- kvæmda. og ólafur átti að slá víxla og kaupa bila og gera þá upp. svo þegar þeir loks gætu hafist handa byrjuðu þeir auðvitað með að auglýsa og hlaupa um bæinn inn og út úr bíium og húsum og vera áber- andi. og alitaf önnum kafnir. því máttu þeir ekki gleyma. því ef fólk hélt að aðrir notuðu þjónustu þeirra gerði það það Ifka og allt yrði í lagi. þá myndu þeir fara að græða og yrðu flugríkir og ólafur gæti sest í helgan stein og rakað saman peningum samt þegar þeir væru komnir með menn i vinnu. og þar snerti sigurbergur á við- kvæman streng i brjósti föður sfns. rólegt lif nægur tími til að sinna götusöfnuninni! þetta var hans draumur og hann var fús til að taka áhættu til að gcta hrint honum í framkvæmd. og þvf kingdi hann andmælum sínum og gagnrýni og hófst handa með töluverðri svartsýni þó. en hann hélt áfram að stara á sigurberg og undrun hans óx meir og mcir eftir því sem fleiri áætlanir urðu að veruleika. hann starði á son sinn á meðan fyrirtækið óx og dafnaði starði á meðan peningarnir streymdu inn starði þegar þeir gátu ráðið fleiri menn f vinnu og hann gat farið að hvíla sig og safna götum. og stundum hvarflaði það að honum að þetta gæti ekki verið sonur hans — ekki þessi glæsilegi ungi maður geislandi af innri orku og krafti. og ef sigurbergur hefði ekki haft svip á ólafi og föður hans hefði hann sjálfsagt álitið að guðríður hefði tekið framhjá. en kraftur sigurbergs smitaði föður hans og hann tók að horfa hátt og guðríður smitaðist og missti nokkuð af gráma sínum og gekk I kvenfélög og lærði ensku og spönsku og ítölsku af liðgva- fón og varð afskiptasöm og þegar börnin loksins voru vaxin úr grasi. þau voru ekki lengur hluti hins andlitslausa fjölda. og þau fengu bæði minningar- greinar þegar þar að kom. Guöný lítur um öxl Framhald af bls.7 fannst brekkurnar fölnaðar og blómin byrjuð að blikna, enda voru komnir síðsumardagar. Sjálft sólarlagið og ómar kvelds- ins voru blandnir trega. Um haustið síðast í september fór Einar til Reykjavíkur og bjó hjá Þorsteini Guðmundssyni, er seinna varð fiskmatsmaður. Kona Þorsteins var náskyld pabba og hét Kristín. Hjá þessu fólki leið Einari ágætlega. Um veturinn var hann í skóla, þar til hann fór út i marzmánuði. Um jólin kom Einar heim, og hlökkuðum við mjög til þess að sjá hann aftur. Nokkurt snjókaf- ald hafði verið um kvöldið. Þessi dagur var næstur fyrir Þorláks- messu. Pabbi var að setja til voð í vefstólnum, ég rétti honum í höf- öldin. Voðin átti að vera með vaðmálsvend og ég varð alltaf að hafa yfir inndráttinn svo pabbi yrði fljótari. Hann var þannig: „Aftasta, fremramið, aftramið og fremsta". Á sama hátt voru sköft- in stigin, þegar farið var að vefa. Þessi tilsetning myndaði vaðmáls- vend. Það var komið rökkur og hverja stund væntum við komu Einars. Allt í einu heyrði ég að bæjar- dyrnar yztu opnuðust og stappað var af sér snjó í ytri dyrunum. Ég varð öll að eyrum og þóttist vita, að þetta væri Einar. Svo heyrði ég hinn glaða málróm hans, er hann bauð gott kvöld. Ég heflti fetan- um, er ég hélt um, og hljóp upp úr vefstólnum og fram í dyr til þess að taka á móti bróður mínum, og það sama gerði öll fjölskyldan. Við þurftum margs að spyrja og hann mörgu að svara og segja okkur. Jólaundirbúningurinn hélt samt ótruflaður áfram. Næsta dag var Þorláksmessa. Veðrið hafði breytzt, nú var kom- in þíða og ofsarok. Einar hafði orðið samferða þremur öðrum piltum frá Reykjavík, er vitjuðu heimila sinna um jólin. Það voru þeir Ölafur Briem á Stóra-Núpi, Bjarni í Unnarholti og Jón Stef- ánsson frá Ásólfsstöðum, er síðar varð prestur að Halldórsstöðum í Bárðardal. Leiðir þeirra skildu fyrir sunnan Laxá. Bjarni í Unnarholti bað Einar fyrir bréf til Helga Magnússonar í Miðfelli, er þar var þá ungur pilt- ur, en Bjarni bjó hjá systur hans (seinna H.M. & Co.), Einar spurði pabba, hvort ekki mundi hægt að koma þessu bréfi helzt strax út- eftir. „Jú,“ sagði pabbi, „Bjarni minn, skrepptu með þetta bréf, en gættu þess að láta það strax í vasann." Bjarni gerði það og hljóp af stað í þessum mikla stormi. Þegar hann kom út í Dalbæjar- móa, fór hann að gæta að bréfinu I vasa sínum, en þá var það horfið, og hafði hann misst það úr vasa sínum. Litla drengnum varð svo hverft við, að hann fleygði sér á grúfu þarna við túngarðinn i Dal- bæ og grét og bað guð um, að bréfið mætti finnast. Þegar heim kom, var hann mjög miður sín og sagði pabba, hvernig komið var. „Um orðinn hlut dugar ekki að tala,“ sagði pabbi, „en af.svona atvikum getur maður lært.“ „Ég skal tala við Helga.“ Seinna um daginn kom maður til föður okk- ar frændihanserBjarnihét. Þeir töluðu um ýmislegt eins og geng- ur þar ámeðal veðrið.þetta ofsa rok. Þá segir Bjarni: „Það kom dálítið skrftið fyrir mig í morgun. Ég var að svipast eftir kindum niður í Hólamýri.“ Mýri þessi.er stór fláki er liggur frá Laxá og upp að þeim fjallahring, sem kall- ast Hreppafjöll og ég hef fyrr getið. „Stormurinn var svo sterk- ur að varla var stætt. Ég sneri mér snögglega uþp i vindinn og lenti þá fjúkandi blaðsnepill á brjósti mér. Ósjálfrátt smellti ég hendinni á þetta blað, er þetta þá ekki óopnað sendibréf til Helga Magnússonar í Miðfelli." Eins og hægt er að skilja vakti þetta mikla gleði allra. Er þetta tilviljun eða var það svar við brennandi bæn barns, sem ekki þekkir efa í trú sinni á guð og trausti til hans? Næsta kveld var aðfangadags- kveld, jólanóttin, dýrlegasta s'und jólanna að okkar fannst. Jólin voru alltaf í sama formi: Þegar búið var að kveikja á jólatrénu og Jakob ætlaði að fara að spila, kom Einar með smávegis jólagjafir til okkar, mín og Bjarna (litlu systkinanna). Þetta voru nokkrar glansmyndir 6 handa hvoru, og svo nokkur vaxkerti. Ennfremur fékk ég of- urlitla bók, Litla-Þumal (Tomm- elise). Bókin var 2—3 sentim. á hvorn kant. Stafirnir voru sem örsmáir punktar og bókin á dönsku. Það kom ekki að sök, þótt letrið væri smátt, því að á þeim árum var sjónin skörp. Við nutum þessara jóla með sannri gleði, þrátt fyrir það að sá ótti hafði gert vart við sig, að við ættum ekki eftir að vera öll sam- an fleiri jól. I saklausri gleði nut- um við þessarar líðandi stundar eins og mér finnst svo sjálfsagt, því að augnablikið, sem varir, er þó það eina er við höfum yfir að ráða. Framtíðin er hulin, sem bet- ur fer. En mörg jól áttum við eftir að lifa saman siðar á ævinni. Tíminn leið hratt, jólin og ný- árshátíðin, og burtfarardagur Einars nálgaðist. Það var myrkur skammdegisdagur fyrst í janúar og kl. 8 að morgni var lagt af stað. Þeir félagar áttu að mætast við Laxá. Faðir okkar fylgdi Einari af stað niður að Laxá. Veit ég að margar hlýjar óskir hafa fylgt bróður rnínum úr hlaði, þótt fátt væri sagt. Þegar bróðir minn hafði kvatt mig, kúrði ég mig nið- ur í svæfilinn. A öllum dimmum dögum eigum við ljós, sem lýsir, því hvernig væri mannlífið án vonar? Völt reynist hún æði oft. Lífið gekk sinn vana gang þrátt fyrir breytingar þær, sem urðu. Ekki þarf að lýsa því, hve mjög við söknuðum Einars, hann hafði verið bjartur geisli á heimilinu. Hann var glaðlyndur, fyndinn og skemmtilegur, en hægur og fyrir- ferðarlítilll og alltaf á verði fyrir þá sem honum fannst minni mátt- ar, þar var hann öruggur vörður. Við fengum oft bréf frá honum og alltaf góðar fréttir að hans sögn. Og tíminn rann hratt að vanda og flest i sama farveg. Spunnið var, og ofið, saumað og prjónað. I rökkrinu var sungið og lesnar sög- ur á kvöldvökum. Við Bjarni vor- um komin á 14. og 12. ár og voru þvi störf okkar að undirbúa okkur undir fermingu. Eins og ég hef vist áður minnzt á, var Einar búinn að kenna mér talsvert i sögu og landafræði vegna þess að mig langaði að læra það, en ekki var það skylda. Mig langaði því að kenna Bjarna þetta einnig. Bjarni hafði ágætar námsgáfur og gekk vel að læra en hann var hneigður fyrir smíðar og tafðist oft þess vegna. Skrift og reikning lærðum við hjá Jakobi. Eftir jól, þegar Einar var far- inn, tók Bjarni upp á því að smíða litla rokka. Þeir voru snilldar vel gerðir, tálgaðir með hnif. Ekki vissi ég um mál á þeim, en þeir voru likir að stærð og þeir sem nú fást hér i búðum. Hann gaf mér einn þeirra og hann ætlaði ég að eiga til æviloka. Þegar til Reykjavíkur kom en þangað fór ég til náms, hitti ég fyrir tvær finar frúr. Þær lögðu hart að mér að láta af hendi rokk- inn og ég var sá óviti að Iáta til leiðast. Þær lofuðu að borga hann vel. Ég fékk hjá þeim eina krónu. Þegar vorið kom endurreisti Bjarni Bungubreið Einars. Ekki þo á sama stað heldur flutti hann austur yfir lækinn og byggði þar á fallegum bala eins hús en talsvert miklu stærri. Þessi hús hans þóttu mjög falleg, sérstaklega kirkjan. 1 henni var altari og org- el, auðvitað úr viðarklump, en fallega málað. Gólfin í húsunum voru föst. Fyrir Bjarna átti og eftir að liggja að verða kirkjusmiður. Hann lærði trésmíði og vann við Hrepphólakirkju, þegar hún var byggð og skar út i í hana altari og prédikunarstól ásamt Stefáni Ei ríkssyni, en hjá honum hafði Bjarni lært útskurð áður. Hólakirkja hin nýja fauk af grunni 30. des. 1907, hana tók upp af grunninum og kom nú næstum í heilu lagi niður á háan hól fyrir ofan bæinn. Þá sömu nótt fauk einnig Stóranúpskirkja. Þegar hún var endurbyggð, var Bjarni þar yfirsmiður en teiknuð var hún af Rögnvaldi Ölafssyni arki- tekt frá Dýrafirði." l'tuc íandl: H.f. Arvakur. Rctkjaifk Framkt.slj.: Ilaraldur Svoinsson Rilsljórar: Mallh(as Johanncsscn Slyrmir (iunnarsson Rilstj.fllr.: (iisli Sij'urðsson \u»'l,vsin»'ar: Arni Narðar Krislinsson Rilsljórn: Aðalslræli 6. Slmi 10100 V_______________________________________________________________</

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.