Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 14
Sigurður Guðjónsson HVÍTA- SUNNA A SKAGA ÉG VAR kátur f spori og léttur í skapi er ég skokkaði f bæinn laugardaginn 17. maf. Það var stillt veður, blankalogn og ekki skýdrag áhimni. Vaknandi vor yfir veröidinni. Ferð minni var heitið uppá Akranes með hinni nýju Akraborg. En mér brá illilega f brún þegar ég kom á hafnarhakkann. Þar var ekkert skip og varla mannrola á ferli. Eg hafði sannarlega búizt við múg og margmenni er hlakkaði til að lyfta anda sínum til himins í glæsilcgum fermingarvei/.lum áSkaga. Ég tvísté dálitla stund ráðalaus og ruglaður á bryggjunni. Þegar ég áttaði mig vék ég mér að nokkrum hafnarverkamönnum er þarna stóðu og spurði nervus og hikandi: „Er Akraborgin farin?“ „Já, karlinn. Það er búið að umturna allri áætluninni í dag. Framkvæmdastjóranum dettur oft ýmislegt skemmtilegt í hug til hagræðis farþegum. En það vcrður ferð klukkan fimm.“ Eg leit við hjá kunningjum mfnum á Norðurstíg og ræddi hverfulleik allrar tilveru þar til klukkan varð fimm. Þá var ég kominn um borð en varð nú að borga tvö hundruð krónum meira f fargjald en þegar ég fór sfðast á Akranes. Það er verðbólgan. Eg hafði merkilegan sessunaut í farþegasalnum. Það var ungur myndlistarmaður úr Reykjavík sem byrjaður er að prfla upp á tind veraldar- frægðarinnar. Hann sagði mér margar og spcnnandi sögur af ferðum sfnum um fallegar borgir og glæsileg listasöfn, stóra sýningarsali og mikla andansmenn er hann hafði drukkið með í heimsreisum sínum. Allt þetta ræddi hann með svo skfnandi ásjónu og listrænum tilþrifum I fasi og látbragði að hinir farþegarnir urðu hátfðlegir f framan og þegar þeir gengu framhjá okkur hneigðu þeir höfuðið í þögulli lotningu. En listamaðurinn heilsaði með uppréttri hendi. Ég var talsvert upp með mér að vera í fylgd svona forframaðs snillings. Listamaðurinn dró upp hvftvínsflösku úr pússi sínu og hugðist gæða sér á þvf. En þá rak hann sig á óvænta hindrun. Ilann hafði gleymt að taka tappatogara með í förina og vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð í vonlausri viðureign sinni við bannsettan tappann. En þá kom ég honum til hjálpar og dró hróðugur úr hrjóstvasa mfnum voldugaog forkunnarvandaða lyklakippu með mörgum og allavega löguðum lyklum. Fyrir þessu galdraverkfæri varð þrjózkan og hofmóðska tappans að láta f minni pokann. Við gæddum okkur síðan á veigunum það sem eftir var ferðarinnar og ræddum um kúnstarinnar krókóttu stigu, ég sem auðmjúkur og fákunnandi lærisveinn en listamaðurinn sem einn rammaukinn fræðari og meistari. A Skaga var sól og hægur blær er við stigum þar á land. Kúnstlerinn hafði með sér stól einn merkilegan er taka mátti saman í Iftinn stranga með einu handtaki en breyta f dýrlegt hásæti með öðru. A leið okkar uppí bæinn gerði hann öðruhverju stuttan stranz, scttist á sinn trón, staupaði sig á hvítvíni og tók f nefið. Varð vegfarendum starsýnt á þcssa óvæntu glæsimcnnsku og var snillingurinn umkringdur börnum og gamalmennum er góndu f skilningsvana andakt á listæna atburði þessa furðulega heimshornamanns og undran stórri á hans haglega samansetta og skrautlega hásæti. Eg drakk hinsvcgar standandi uppá endann og vakti þarafleiðandi enga athygli. Við héldum að húsi einu afgömlu í miðbænum. Þar bjuggu systur tvær og mátti ekki á milli sjá hvor betur fagnaði töframanni þessum en fólk þusti útí allar gáttir og glugga á nærliggjandi húsum. Mér var og sæmilega tekið og naut ég þar návistar og samferðar hins tigna manns. Ég dvaldist þarna stutta stund en hélt svo til Hjálmars og Sig- rúnar. Þar var fullt hús af gestum. Hjá þeim eru alitaf gestir. Hversvegna? Af því fólki þykir einfaldlega meira gaman að sækja þau heim en eyða tíma sfnum annars- staðar. Og í þessu húsi eru allir ávallt boðnir og velkomnir. Og sá scm kemur þar einu sinni mun koma þar aftur og enn afiur. Þar ér alltaf á borðum eitthvað ljúffengt og gómsætt og fær hver maður eins mikið og hann getur í sig látið mcðan tii er. t þetta sinn var t.d. á boöstólum tólf ára gamalt íslenzkt brennivfn og tólf ára gamall hákarl norðan af Siglunesi. En það eru ekki þessar krásir, þó góðar séu, sem menn sækjast eftir í þessu merkiiega húsi. Það er fyrst og fremst viðmót húsráðenda er dregur fólk að hvaðanæva. Þarna merkir enginn að hann sé gestur. Öllum finnst sem þeir séu heima hjá sér. Og enginn er feiminn þó hann hitti fyrir f jölda ókunnugs fólks því andrúmsloftið er þrungið svo innilegum vinarhug og SigurSur Guðjónsson. höfðingsskap að hver maður gleymir þeirri blekkingu að óttast þá sem þeir ekki þekkja. Hér er fólk aðcins manneskjur sem er það eiginlegt að blanda geði saman og gleðjast hver með annarri. Nafn og heimilisfang skipta ekki máli. Og þarna er rætt af miklu fjöri og ólmum ákafa um flest á himni og jörð. Það er deilt hart um fslenzka hreppapólitfk, erlend stórveldaátök, spjallað um listarinnar krókóttu vegu, þjarkað um trúarinnar órannsakanlegu stign pælt í heimspekinnar óskiljanlegu brautum: hlustað á tónlist, sagðar hrollvckjandi draugasögur, skeflilegar Iffsháskasögur, fjörefnaríkar ástalífssögur, uppteiknaðar kostulegar mannlýsingar og spaugilegar fígúrur, sagðar skrýtlur, rissaðar sfgildar dæmisögur og mælt f fleygum spakmælum. Og þar hafa menn orðið lostnir heilögum anda og þar hefur djöfullinn sjálfur Ieikið lausum hala að sögn endurfædds hvftasunnutrúarmanns. Eg þekki ekkert hús sem er magnað jafn ólgnandi Iffi, skapandi krafti og hressandi gusti. Ég veit heldur ekki um neitt hús sem er gætt þvílíkri rómantískri dulúð, lýrfskri íhygli og innhverfri viðkvæmni. Þetta hús bæði andar, hugsar og finnur til. Það er mest lifandi hús sem ég hef í komið um dagana. Mér var tekið einsog erlendum þjöðhöfðingja, leiddur til stofu og setl á borð fyrir mig allskyns krásir og dýrar veigar. Sfðan var spjallað um heima og geima unz dagur var á lofti. Þá gengu menn til náða. Hér var tíminn ekki klukka. Næsta dag var sama blfðan og heiðrfkjan. Þaö var sannkallað hvftasunnuveður. Tvær messur voru f kirkjunni þar scm saklausir unglingar voru innvfgðir í kristinna manna samfélag. Flestir bæjarbúar flykktust f drottins hús til að höndla Jesú og baða sig f blóði hins blessaða lambs. En mig þyrsti í æsilcgri ævintýri. Prestinn þekkti ég frá fornu fari er hann reyndi með þrotlausri þolinmæði að innprcnta mér kristilegan þenkimáta og móralskan skikk. Hvern árangur erfiði hans bar á mitt seyrða innræti og kunningjar mínir og þcir sem þekkja til skrifa minna geta um vitnað. Organistinn var minn maostro í þrjú ár og ég hafði fylgzt með meðhöndlan hans og direktsjón á kórnum hvaraf ég fylltist stórri undran á hans táknum og stórmerkjum. Sálmalögin voru mér hins vegar of gamalkunn til að ég hefði lyst á að endurnýja þann kunningsskap. Og loks þekkti ég musterið sjálft eins og mína löngu fingur, jafnvel þess leyndustu afkimaog helgustu dóma. Mér lék því hugur á að Icita uppi nýstárlegri tfðindi er rifja upp rykfallnar minningar um guðsorð og sálmasöng. Ég skundaði beina leið í Akurgerði til að heilsa uppá listamanninn mikia. Dyrnar voru uppspenntar á gátt svo ég gekk beina Ieið innf eldliús og kastaði kveðju á kvinnu er þar sat á stól og leit á mig með fyrirlitningarblandinni meðaumkun þcgar ég spurði um ástand og horfur málarans. „Hann er f bælinu," hreytti konan út úr sér og bætti svo við í lakónskum tón: „Svona eru þeir miklir helvftis aumingjar þessir listamenn og rithöfundar.“ Ég mótmælti hástöfum og rauk upp í hæstu hæðir heilagrar vandlætingar yfir mannanna foragt og skilningslcysi á skáldum sfnum og snillingum. En þegar ég var kominn ásuðupunkt heyrðist kallaö vcikri cn örvæntingarfullri röddu ofan af loftinu: „Odda, Odda! Komdu með koppinn!" Mig setti samstundis hljóðan og sperti eyrun. Eftir dálitla stund gutlaði uppf eyrumér hljóð ér líktist hljóði því er vatn bunar f fötu en svo svifu niður um stigagatið sárar stunur og djúp andvörp. Þá flýtti ég mér að leiða athyglina frá listamönnum og spekingum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.