Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 5
Stanley lagði upp í leiðangurinn með 156 menn 17. nóv. 1874. Fyrir réttum 100 árum var hann kominn að Viktoríuvatni. En það var ekki fyrr en 9. ágúst 1877 að hann náði með 115 menn, sem eftir lifðu til vesturstrandarinnar. neinum fleiri aðstoöarmönnum og hafnaði með öllu ábendingum um, að hann ætti að taka með sér grasafræðinga, jarðfræðinga eða liðsforingja, sem hefði reynslu af að stjórna. Hann vildi engan, sem kynni að keppa við hann um for- ustuna. Stanley gekk á land í Zanzibar 21. september 1874, fyrir réttum hundrað árum, aðeins tveimur ár- um eftir að hann hafði síðast kom- ið þangað að loknum Livingstone- leiðangrinum. Stanley hraðaði undirbúningn- um undir það að halda yfir til meginlandsins. Hann hældi sér af því að vera búinn undir hvað, sem væri. Þegar hann fór að leita að Livingstone, hafði hann jafnvel munað eftir að taka með sér kampavínsflösku, svo að þeir gætu skálað fyrir því að hittast. Það hafði enn aukið við hátind sögunnar. Nú hófst hið tafsama samnings- þras við indverska kaupmenn á staðnum um nauðsynjar fyrir ferðina — rúm, víra, fatnað, rúm- föt, reipi, tjöld, lyf, skotfæri og óteljandi aðrir hlutir, sem búið var um í pinkla, sem voru 60 pund að þyngd hver. Þyngd alls farangursins var rúmlega átta tonn. Útbúnaður Stanleys sjálfs var geysimikill, þar á meðal tvær tágakörfur með ljósmyndatækj- um, sextöntum, krónómetrum, kompásum, kikjum, vatnsflösk- um, flautum, Knífum, byssum, meitlum, óbrjótanlegum blekbytt- um... Siðan komu hinir persónu- legri hlutir hahs: fimm rakhnifar, rakspeglar, hárburstar, kölnar- vatn og nokkrar merskúmspípur — þar á meðal ein, sem merkt var „HMS“ á hausinn. Þegar slík ferð væri hafin, sem ætti að taka mun lengri tíma heldur en Living- stone-leiðangurinn, yrði til lítils að harma eitthvað, sem gleymzt hefði. Hann hraðaði því einnig, sem mest hann mátti að ráða menn til ferðarinnar, þótt það virtist aldrei ætla að takast. Hann varð að finna menn, sem væru bæði traustir og hraustir, en varast að ráða hjörð samvizkulausra heigla, sem gætu strokið, hvenær sem væri. Hann gat ráðið til sín sem „flokksstjóra" suma þeirra, sem höfðu fylgt honum i leitinni að Livingstone eða höfðu getið sér gott orð sem fylgdarmenn Liv- ingstones á síðustu ferðum hans. Þessum kjarna 23ja manna voru gefnar gjafir til að sýna þeim fram á góðan hug Stanleys og beðnir að aðstpða við að velja úr hinum mikla hópi hugsanlegra fylgdarmanna með því fyrst og fremst að ryðja burt „ruddum, ræningjum og óþokkum". En þó kom þetta ekki í veg fyrir það, að Stanley réði mann, sem hafði framið sjö morð, og marga aðra, sem aðeins vildu ná í svolitla fyrirfram borgun. Fimm seglskip voru leigð til að flytja menn og farangur yfir hið mjóa sund til hafnarinnar Baga- moyo á meginlandinu. Um kvöldið 16. nóvember 1874 skrif- aði Stanley bréf um erfðaskrá sina og önnur einkamál til útgef- anda síns í London, Edward Marston. Morguninn eftir blés Edward Pocock i lúður sinn í dögun, og hin mikla lest lagði af stað — 356 manns, um 800 metra löng. Fremst fóru 12 leiðsögumenn í fagurrauðum klæðum, síðan burðarkarlarnir með pinklana á höfði, þá þeir, sem báru bátinn Lady Alice, nokkrar tylftir eigin- kvenna flokksstjóranna og börn þeirra og loks Evrópumennirnir, sem riðu ösnum. Fremst og aftast voru vopnaðir, innfæddir verðir til að hafa gætur á ræningjum eða strokumönnum. Meðfram lestinni skokkuðu hinir 5 hundar Stan- leys, en þrjá þeirra hafði hann sjálfur valið í Battersea hunda- heimilinu í London. Fyrsti áfangi Stanleys var Viktoríuvatn. Hann náði þangað á 103 dögum, furðuhröð ferð um lönd fjandsamlegra ættflokka. En hún kostaði mörg mannslif. Af hinum upprunalegu 356 voru að- eins 173 eftir — 77 dóu í bardög- um eða af sjúkdómum, en hinir höfðu flúið. Einn hvítuf maður, Edward Pocock, lézt úr tauga- veiki. Stanley lýsti hinu óskemmti- lega lífi landkönnuðar í Afriku fyrir Alice Pike: „Tjaldbúðirnar eru ömurleikinn sjálfur og það er eins og fólkið sé að reyna að taka ákvörðun um það, hvort þaó eigi að fremja sjálfsmorð eða sitja aðgerðalaust, unz dauðinn komi sem lausnari ... það er hungur- sneyð í landinu.... Sjálfur hef ég ekki etið kjötbita í 10 daga, ég hef lifað á soðnum hrisgrjónum, te og kaffi... Það eru aðeins þrír dagar, síðan ég var búinn að ná mér eftir hitasótt... Þrír af hundunum mín- um eru dauóir... Hýéna drap einn af ösnunum mínum í gærkvöldi.“ En þegar hann starði út á vatnið alsett eyjum, vissi hann, að hann var að því kominn að vinna sitt afrek frá sjónarmiði land- könnunar. Fyrir komu hans núna ásamt þeim Frank Pocock og Barker höfðu aðeins þrír hvítir menn nokkru sinni litið Viktoriu- vatn, og það voru mjög skiptar skoðanir um stærð þess. Sir Richard Burton og Livingstone töldu báðir, að það væri i raun- inni mörg vötn, en annar land- könnuður, John Speke, taldi, að það væri feikiviðáttumikið vatn. 1 Lady Alice kannaði Stanley ekki aðeins lögun og stærð næst- stærsta stöðuvatns heimsins, heldur stofnaði hann til sam- bands við voldugt, afriskt kon- ungsríki, Bugunda, vakti áhuga konungsins, Mtesa, á kristindómi og sendi áhrifamikla beiðni um trúboða til hins viktoríanska Eng- lands. Blaðamaðurinn Stanley kom fram sem erfingi Livingston- es á mjög sérkennilegan hátt:.sem guðspjallamaðurinn Stanley. En þaó var fagnaðarboðskapur undir blóðugum fána. Stanley lýs- ir því, hvernig hann hefndi sín á ættflokki, sem Bumbiri kallaðist, eftir að hann hafði ráðizt á hann á sviksamlegan hátt. Lið Stanleys lagði upp á 6 stórum flatbotna bátum með Lady Alice í farar- broddi. Þeir flögguðu bandariska Til hægri: Stanley með Kalulu, ung- þrælnum afríska, sem hann kom I skóla I London. Stanley gerði fjölmargar teikningar og litógraflur úr leiSangrinum og hann skrifaði dagbók og skreytti með teikningum. Hér eru tvær myndir frð leiðangrinum. Að ofan: Burðarmenn Stanleys bera farangur- inn yfir sýki. Að neðan: Tjaldstæði við vatn — en malarlan Ið I leyni. fánanum, þeim brezka og hinum rauða fána Zanzibars. Stanley hafði undirbúið hernaðaráætlun- ina i nokkra daga og hagaði því svo til, að fjandmennirnir myndu hafa kvöldsólina í augun. Við mynni allstórs flóa mynduðu bátar Stanleys eins konar viglínu og biðu, þangað til hinir innfæddu bardagamenn birtust óhjákvæmilega á ströndinni með spjót, boga og grjót. Þegar stund- in var komin, gaf hann skipun um að fara nær ströndinni og i 50 metra fjarlægð hófu þeir skot- hríð. Skytturnar í bátnum létu skothríðina dynja á striðs- mönnunum, sem féllu í hópum. Hánn skrifaði í dagbókina: „Villimennirnir misstu alls ekki kjarkinn. Hver liðsaukinn á fætur öórum brauzt hetjulega fram og stóð i skothriðinni. Nokkrir hinna djörfustu óðu jafnvel út i vatnið og virtust skjóta örvum i bræði sinni, en brátt tóku þeir andköf i vatninu og aðeins nokkrar loftböl- ur gáfu til kynna, hvar þeir hefði staðið." Skothríðin hélt áfram i hálfa aðra klukkustund, unz honum fannst hann hafa hefnt sin nóg. Túlkur hrópaði til þeirra, sem eftir lifðu á ströndinni, að „hviti maðurinn hefði refsað á þeim á þann hátt, sem þeir myndu muna, og í framtíðinni skyldu þeir láta útlendinga í friði". Frank Pocock blés i lúðurinn og leiðangurinn sigldi burt án þess að nokkur hefði særzt. Fréttasendingar Stanleys bárust ekki til London eða New York fyrr en ári siðar, en þá vöktu þær líka feikna athygli. Frjálslyndir menn létu í ljós hryggð sína og reiði og þeim blöskraði, að slík illvirki væru framin í nafni siðmenningar- innar. Stanley var sinn versti óvinur sjálfur. Hann hafði gengið i skóla hinnar „nýju blaða- mennsku" í Ameríku og hélt, að lesendur vildu fá sem mest af of- beldi og æsilegum viðburður. Svo að hvenær sem hann lenti í blóð- ugum átökum, skrifaði hann um þau blygðunarlaust. „1876 var aðeins ' einn hvitur aðstoðarmaður hans eftir. Frekerick Barker dó úr malariu. Stanley skrifaði móð- ur Barkers i Englandi og lofaði hann mjög fyrir dugnað og glaðværð og lofaði að koma með biblíu hans heim til hans. Siðan hélt hann landkönnunum sínum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.