Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 8
Lindner býr og starfar I New York. Líf stórborgarinnar er myndefni hans. Þegar þýzki málarinn Kichard Lindner kemur út úr íbúö sinni við Central Park í New York stekkur dyravörðurinn i blokk- inni þjónustureiðubúinn út ágötu og flautar á leigubil. Riehard Lindner er kominn á græna grein; hann hefur „komizt áfram í heiminum“, eins og sagt er. Söfn og safnarar kaupa myndir hans af ferlegum smámeyjum, bústnum hlébarðakvendum og leðurklædd- um valkyrjum á allt að því 15—16 millj. króna. Þó heyrir Lindner ekki til hinni dekruðu og heppnu kynslóð bandariskra popplista- manna. Hann hefur ekki haft að segja af áhyggjuleysi þessara ungstirna, sem settu listheiminn á annan endann fyrir nokkrum árum með skræpulegum auglýs- ingamyndum sinum. Richard Lindner er einfari, og hann er orðinn 73 ára gamall. Nú orðið eiga flest helztu söfn einhverjar myndir eftir hann. Og þau sem engar eiga munu verða að bíða enn um sinn. Hin stóru listasöfn hafa þó ekki ætið keppt eftir myndum Lindn- ers. Ekki eru nema tíu ár frá því, að þeim voru valin lýsingarorð á borð við „afbrigðilegar", „úrkynj- aðar“ og „öfugsnúnar". Og það eru aðeins fáein ár frá þvi að áhorfendur tóku að flykkjast um myndir hans á sýningum, myndir, þar sem málarinn „sýnir með list- rænum hætti e.k. ofbeldisfullt framtiðarskáldsagna-kynlíf", eins og þýzka vikuritið „Spiegel" orð- aði það. 1 sumar eð leið var yfir- gripsmesta sýning verka hans til þessa send til Evrópu og sýnd í helztu listaborgum álfunnar. Lindner átti fyrst fylgi að fagna í New York. Hann er Gyðingur og flúði þaðan undan nazistum árið 1941. 1 tuttugu ár eftir komuna til New York hrelldi hann Banda- ríkjamenn með áleitnum mynd- um af hrukkulausum gúmmikerl- ingum, vélménnum að hálfu en dúkkulísum að hálfu, er vitnuðu um yfirburði konunnar, og hé- gómlegum spjátrungum með tóm- leg rjómasmetti er lýstu veikleika karlmannsins. Á þessum árum hrelldi Iist Lindners góða og gegna Bandaríkjamenn ákaflega. Þeir hefðu þó ef til vill getað sparað sér þær hrellingar, ef þeir hefðu látið svo litið að opna augun og veita athygli hinum sjónrænu freistingum, ljósaskilt- um og auglýsingum á strætum höfuðborgarinnar allt í kring um þá. Listamaðurinn hafði nefni- lega mikið af myndefni sínu beint úr daglegu lífi milljónaborgarinn- ar. En Lindner veitti þessum hlut- um fljótlega eftirtekt. Og hann vissi hvar hann átti að bera niður. Á daginn ranglaði hann iðjulaus um hina risastóru verzlun „Macys", en á kvöldin hélt hann út á Times Square, litaðist um og fletti klámritum og teiknimynda- © B— XV ICHARD Hann er þýzkur að uppruna en býr í New York og hefur öðlast heimsfrægð sem sérstæður málari. Hann túlkar frumskóg stórborgarinnar á persónulegan hátt. Eftir Axel Hacht blöðum í sjoppum hverfisins, eða hann stóð á götuhornum og fylgd- ist með því, hvernig skækjur af báðum kynjum mældu gangstétt- irnar og skimuðu eftir sveita- mönnum. Lindner hefur alltaf verið haldinn mikilli forvitni. Sjálfur hefur hann sagt: „Ég er enginn venjulegur maður. Ég lifi hér lífi gluggagægis." Manhattan, hinn ólgandi mið- depill New York, er hverfi, sem iðar af lífi jafnt nætur sem daga. Það varð nú heimkynni Lindners. Þar fann hann þau ljósbrigði og þá litadýrð, sem hann festi seinna á léreftið, þar rakst hann á kven- fólk girt í lífstykki rétt eins og rúllupylsur, með ofmáluð andlit Gluggi á bakhliðinni. Málverk frá 1971. er líktust helgrímum og hinar bústnu ungmeyjar, sem birtast í myndum hans; og þar stóð hann á gangstéttarbrúnunum á tyllidög- um og virti fyrir sér skrúðgöngur, dansflokka og trumbustúlkur. Lindner drakk öll þessi áhrif í sig eins og svampur. Enn situr hann jafnvel á kjaftastóli á gang- stéttinni og skoðar götulífið. Eins og áður sækir hann fyrirmyndir sinar i hringiðu bifreiða og gang- andi fólks, gulir leigubílar þjóta yfir malbikið, tveggja hæða strætisvagnar með auglýsingar fyrir poppkorn og gosdrykki á hliðunum, skjannabjört ljósa- skilti, sem lofa „Hamborgara Franks“ upp i hástert og saman- reknir lögregluþjónar, sem sveifla kylfum í leðurólum. Þetta var og er enn heimur Lindners. Þarna situr hann eða reikar um slagæðar hverfisins og hripar niður á blað það, sem vekur sérstaka eftirtekt hans. Sjálfur segir hann: „Ég er enginn málari i sigildum skilningi. Ég geri ekki frumdrætti." Samt sem áður skrifar hann hjá sér litasam- setningar og hugsanlegar fyrir- myndir, er hann umskapar síðar í vinnustofu sinni. Þegar hann var kennari við Pratt-stofnunina i New York þreyttist hann aldrei á því að leggja nemendum sínum þessa lífsreglu: „Teiknið ekki, lít- ið heldur í kringum ykkur.“ Þegar hann setti þeim fyrir að gera mynd af fyrirsætu, krafðist hann þess, að þeir skrifuðu fyrst hjá sér þau áhrif, sem þeir yrðu fyrir. Þá fyrst, er þvi var lokið máttu þeir taka til við myndina. Lindner fór ekki að mála fyrr en tiltölulega seint. 1 æsku hans ríkti stefnuleysi og pólitísk ringulreið og hvort tveggja mót- aði líf hans. Hann fæddist í Ham- borg árið 1901 og var sonur stór- kaupmanns þar í borg. „Á þeim tímum var ekki um annað að velja en verða annaðhvort listamaður eða glæpamaður," segir hann. Ari eftir að Lindner fæddist fluttist fjölskyldan búferlum til Niirn- berg. Snemma komu í ljós sá áhugi og þær hneigðir, sem síðar ein- kenndu verk hans. Þegar i barna- skóla komst hann yfir „Sögu kyn- lífsins" eftir Eward Fuchs. Og þótt hann væri naumast læs brauzt hann í gégnum heimspeki- ritið „Svo mælti Zaraþústra" eftir kvenhatarann Friedrich Nietzsche. Þegar Lindner hafði lokið menntaskólanámi sendu for- eldrar hans hann i tónlistarskól- ann í Núrnberg. Hann söðlaði þó bráðlega um og innritaði sig í listaskóla borg- arinnar en fór síðan í Iistaaka- demíuna í MUnchen. Þar i höfuð- borg Bayaralands lærði Lindner að drekka bjór og reykja pipu. Hann varð þó ávallt sveitamaður meðal borgarbúa og skildi fæst af þvi, sem fram fór i kringum hann. Jafnvel fall Wittelsbacherætt- arinnar virtist honum tiltölulega lítilvægt mál og konungur Bæjara kom honum fyrir sjónir, sem „maður er rak mjólkurbú og hafði yndi af því að koma i listaskól- ann“. Það var þarna i Miinchen á þriðja tug aldarinnar að Lindner uppgötvaði gluggagæginn í sér. Hann sótti fjölleikahús og kaba- retta, fór í sirkus og lék á píanó í kvikmyndahúsum. A tjaldinu fyrir ofan hann liðu hjá myndir á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.