Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 7
Galtafell I Hrunamannahreppi eins og bœrinn leit út á síðustu Jónssonar. Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli ð yngri árum. 6UBNÍ FRÍ GALTA- FGLLI LÍTIIR 11 ÖXL Guöný Jönsdöttir var hölftírœö, þegar bök hennar kom út í fyrra. Þaö út af fyrir sig er sérstœtt. En reyndir bök- menntamenn töldu þar aö auki aö bókin vœri merkilegt afrek. Það mun hafa verið f sfðasta skiptið sem ég heimsótti og ræddi við Sigurð Nordal, að hann minnt- ist að fyrra bragði á handrit, sem hann hafði fengið til yfiriesturs. Mér er minnisstætt að Sigurður ljómaði af ánægju, þegar hann minntist á þetta og gat þess um leið, að hér væri á ferðinni verk hálftfræðrar konu, Guðnýjar Jónsdóttur frá Galtafelli, systur Einars myndhöggvara. Sigurður vissi ekki þá, að ég þekkti Guð- nýju frænku mfna allvel, en mér þótti hann segja tfðindi, sem komu þó ekki að öllu leyti á óvart, þvf ég vissi að Guðný var óvenju- lega skörp og minnug, jafnvel þótt ekkert tillit væri tekið til aldursins. Eg spurði Sigurð, hvort ætlunin væri að gefa bókina út. Hann kvað svo vera og bætti við: „Eg álft, að þessi bók sé afrek.“ Bernskudagar Guðnýjar komu svo út hjá Ilelgafelli f ágúst 1973, sama dag og höfundurinn varð 95 ára. Það var þó ekki fyrsta bók Guðnýjar; hún hafði áður skrifað skáldsöguna Brynhildi, sem einn- ig kom út hjá Helgafelli. Guðný bregður upp mynd af Iffinu f Galtafelli f Hrunamanna- hreppi, eins og það var á bernsku dögum hennar. Það var annálað myndar- og menningarheimili þar sem fornar dyggðir blómstr- uðu og fóikið Iifði samkvæmt rót- grónum hefðum bændaþjóðfé- lagsins. Kannski finnst sumum erfitt að fmynda sér fagurt mann- lff f óupphituðum húsum úr torfi og grjóti. Að öllum Ifkindum hef- ur þó nútíma umkvörtunarefni eins og einmanaleiki vart verió til f þessu litla, en nána samfélagi, sem heimilisfólkið á fjölmennu sveitaheimili myndaði. Þar var til dæmis ckkert kynslóðabil; það var fundið upp sfðar með tilkomu kjarnafjölskvIdunnar og verka- skiptingarinnar á mölinni. Barn f sveit ólst þá upp — lfkt og það gerir enn — í samfélagi við afa og ömmu jafnt sem foreidra sina; og í þá daga var að auki fjölmennt vinnuhjúalið. Þrátt fyrir ytri að- stæður, sem að okkar inati eru ærið frumstæðar, má nokkurn veginn slá þvf föstu, að fagurt og auðugt mannlff gat blómstrað samhliða stritinu. Frá þessu segir Guðný í endur- minningabók sinni. En hvað ger- öld. Eftir ist þegar slfk bók kemur fyrir augu gagnrýnenda biaðanna, sem yfirleitt eru ungir menn og næst- um þvf jafn ókunnugir bænda- samfélaginu fyrir sfðustu alda- mót sem Sturlungaöldinni. Þeim finnst óðar, að þarna blasi við rómantfsk, mjög svo fegruð mynd, sem ekki fái staðist. Ugg- laust ætlast enginn til þess að gagnrýnendur séu alvitrir og óskeikulir. En það var greinilegt, að þcir höfðu litla möguleika til þess að leggjarétt mat áBernsku- daga Guðnýjar á sama háit og Sigurður Nordal gerði. I Vfsi taldi Ólafur Jónsson, að bókin væri glansmynd, þar sem alla skugga vantaði; hann getur ekki skilað að það hafi verið til, sem séra Árni Þórarinsson kail- aði „fagurt mannlff í Arnes- sýslu“. 1 grein sem Rósa B. Blöndals skrifaði f Morgunblaðið 24. októ- ber 1974 og ber yfirskriftina: „Ljós á silfurlampa", minnist hún einmitt á ritdóm Ólafs: „1 vetur las ég um hana (bók- ina) ritdóm eftir Ólaf Jónsson. Eg hafði ekki séð bókina, en ég reiddist óvenju hastarlegayfir öf- ugmæli ritdómssins. Það er að vfsu ekki nýtt að Iesa megi öfug- mæli úr úr ritdómum. Það er oft augljóst af tilvitnununum t.d. f ljóð. — Ólafur gladdist ekki yfir þvf afreki 95 ára gamallar konu að skrifa bók. Það var ekkert f þessum ritdómi, sem gaf höfundi til kynna að vel hefði tekizt. En það var einhver ýrður tónn I rit- dómi Ólafs Jónssonar, sem bar mér áskyn af þvf, að hann væri að breiða yfir verðmæti bókarinn- ar.“ Og Rósa B. Blöndals bætir við: „Ég áift að bókin sé bókmenntaaf- rek, skrifuð af konu á þessuni aldri. Þessi bók þarf engrar afsök- unar við. Það eru engin ellimörk á bókinni. Birta þess fagra vors sem höfundurinn hefur Iengi f minnum haft, skfn frá lfnum bók- arinnar og milli lfnanna." Rósa minnist á annan ritdóm, sem Ifklega hefur verið f Morgun- biaðinu, skrifaður af Erlendi Jónssyni. Að minnsta kosti geta ummæli Rósu átt við hann: „Annan ritdóm sá ég um bók- ina. Hann var vingjarnlcgur og máttlaus. Vinsamlegur og mátt- málverki Einars laus ritdómur er verri en skamm- ir ef um góða bók er að ræða. Af þessum tvcimur ritdómum hefði mátt ætla, að Bernskudagar væri ein af þeim vaðalsbókum, þar sem höfundurinn nær aldrei tök- um á efninu ... ... Eg sá loksins bókina, þar sem ég gisti f Reykjavfk, — las fram á nótt. Vaknaði snemma næsta morgun til þess að ljúka bókinni. Það hefði ég ekki gert, ef þetta hefði verið gisin fslenzka og vaðall. Eg las bókina aftur mér til inikillar ánægju.“ Sigurður Nordal viðhafði svip- uð ummæli og fyrr eru greind f samtali við Ármann Snævarr prófcssor. Segir Armann, að Sig- urður hafi talið bókina „mcrki- legan skerf“ og að hún veitti „lff- ræna innsýn í Iff kynslóðarinnar, sem þar er um fjallað“. Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistari á Akureyri, skrif- aði um Bernskudaga Guðnýjar f tfmaritið Heima er bezt og komst þar meðal annars svo að orði: „Þetta er ljúf bók og hugþekk, minnir á lindahjal og blóma- brekkur, bjartar nætur og mjúk- an vorþey. Hálftfræð kona, Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli, rifjar þar upp bernskuminningar sfnar og segir frá þeim af hinni alda- gömlu frásagnarlist fslenkra kvenna, sem borgið hefir ótal gullkornum um sögu og minn- ingu liðinna alda, og látið hugar- far og Iffsviðhorf horfinna kyn- slóða speglast f sögnum og sögu. Slík er bcrnskudagabók Guðnýjar frá Galtafelli. Þar eru engin um- brot, ekkert Ijótt eða ógeðfellt. Þar eru raktar minningar um Ijúfa æsku á menningarheimili f hópi gáfaðra og elskulegra bræðra. Hin ótalmörgu smáatvik glitra þar sem perlur f fagurri voð. Hiifundur hefir með bók þessari auðgað fslenzkar bók- menntir að dýrum grip, sem lengi mun verða yndi ungra og gam- alla, sem kunna að meta góða frásögn á hreinu máli.“ Að lokuin er hér stuttur kafli úr bókinni; þar segir Guðný frá þvf, þegar Einar bróðir hennar fór að heiman til þess að nema höggmyndalist: „Nú leið að burtför Einars. Ekki kæri hann sig um að fara í Latínuskólann, fannst það of langur tími til undirbúnings sinu námi að verða myndhöggvari, eins og hann hugsaði sér. Ekki er hægt að neita því, að faðir okkar var á móti því, að hann iegði út á þessa braut. Eg veit ekki, hvort hægt er að lá honum það, því þá var lítið um, að menn legðu út á listabrautina, enda tvísýnt um afkomu á því sviði. Eins gat slíkt nám mistekizt og hann e.t.v. ekki haft þá hæfi- leika, sem dygðu, já, margt gat komið til greina. Svo voru það og peningamálin. A þessum árum voru peningar ekki til, þótt bú pabba væri kallað stórt, átti hann ekki lausafé. Verzlun var mest vöruskipti. Bús- afurðir voru ekki seldar úr land- inu nema ull. Reykt ket og smér var selt til Reykjavíkur, en jafn- vel eins mikið gefið eins og selt. Smér var selt á 50 aura pundið. Pabbi var mikill fyrirhyggju- maður og hugsaði málin frá öllum hliðum áður en hann fram- kvæmdi. Það var þvi ekki að hans skapi að láta barnið sitt, óráðinn ungling, fara út í óvissuna, félaus- an til framandi lands. Einar var ákveðinn að leggja á þessa braut að fengnu leyfi pabba, og mamma stóð við hlið Einars með sinni föstu ró og bjartsýni. Frú Ölöf á Stóra-Núpi studdi þetta einnig, en hún var góð vinkona mömmu. Þegar faðir okkar hafði veitt samþykki sitt, gerði hann allt, sem honum var kleift til þess að hjálpa Einari. Pabbi átti aðrajörð en Galtafellið, en aðeins hálfa það var Dalbær, sem var næsti bær við Galtafell. Þessa jörð eða hálf- lendu seldi hann, en auðvitað hrökk það skammt. Nú var afráðið, að Einar færi. Fyrst eftir að ég vissi það var eins og ég gæti ekkert hugsað ég varð dofin. Eg mátti þó ekki láta Einar verða varan við, hvernig mér leið. Ég þekkti hann það vel, að ég vissi að þótt hann fengi óskir sín- ar uppfylltar aö þessu leyti, þá væri honum ekki sársaukalaust að yfirgefa foreldra, systkini og æskustöðvar, sem hann unni svo heitt. Svo vel þekkti ég tilfinning- ar hans, festu og tryggð. Ég gekk því upp í Gyltubrekku, og var eitthvað svo óróleg og hrædd um, að ég sæi hann ekki aftur. Mér Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.