Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 23
Á Péturstorginu skein síðdegis- sólin glatt og varð manni dimmt fyrir augum er út kom, eftir hálf- rökkrið inni í hinni risavöxnu kirkju. Þessi viðburðaríki dagur var nú brátt að kveldi kominn, en minn- ingar hans lifa í hugum þeirra islendinga, sem áttu þess kost að vera viðstaddir þessa stórkostlegu athöfn. Til tönlist- arinnar Framhald af bls. 4 „Vondlega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt, og deyja svo fyrir kóngsins mekt.“ og nístandi fjarlægð sálar við sálu leita menn í ör- væntingu að sjálfum sér er þeir hafa týnt í þessu ólma róti. Þessari firrtu veröld ómennskunnar hefur Mahler gefið næstum því skelfilegt líf i hinum átak- anlegu stórverkum sínum er hljóma eins og skerandi neyðaróp vitstola hugar. Hann var hálfri öld á undan samtíð sinni enda hló hún að honum. En við sem nú lifurn þökkum þessum spá- manni fyrir að tulka okkar tíma. Ævi allra þessara meist- ara hefur á einn eða annan hátt verið óslitin píslar- ganga. Samt brást þeim aldrei þrek til að berjast á móti fárviðrum lífsins. Og afl sálar þeirra var svo mik- ið að þeim hefur auðnast að veita mannkyninu neista af glóð sinni. Þessir hrópend- ur í eyðimörkinni hafa ef til aldrei átt brýnna erindi til mannkynsins en einmitt nú þegar það stendur á kross- götum vályndustu tíma er yfir það hafa gengið. Kirkjugölfiö ö Klaustri Framhald af bls. 3 ur í Dverghamra. séu langar basaltsúli sem standi upp á end- ann. Auðvelt hafi verið að brjóta þær í hæfilega þykkar flögur flytja þær út að Klaustri til að flfsaleggja með þeim gólfið f helgidómi nunn- BÆN TIL SÓLARINNAR JÓL Myndin er af málverki, sem Steinþór Eirlks- son, listmálari á Egilsstöðum, hefur málað fyrir Búnaðarbankaútibúið þar á staðnum. Verkið er unnið i anda symbolismans, eða táknstefnunnar, og minnir að ýmsu leyti á málverk Einars Jónssonar, myndhöggvara. Anna María Þórisdóttir ÞRJU JOLALJOÐ Hverju skiptir það, hvort jólin eru hvlt eða rauð, hvort við borðum hamborgarhrygg eða hangikjöt, hvort jólaljósin loga á tólgarkertum undir dimmri súð ellegar blika á grænum greinum? Ef við aðeins gerum hjörtu okkar að jötu jólabarnsins. Skammdegi Svart og kalt f læðir myrkrið að okkur, svart og kalt, og ekkert fær stöðvað straum þess. Stillt og rótt Itða stjörnur upp á dimman himin, stillt og rótt, og ekkert fær stöðvað gullna göngu þeirra. Mynd Steinþórs heitir „Bæn til sólarinnar" og hugsar hann sér tréð sem þroskameið héraðsins. Þarna sést landslag af Austur- landi, Lögurinn, Snæfell og Dyrfjöll. Og þegar betur er að gáð, er einnig að finna þjóðsagnamyndir af Héraði, sem felldar eru I myndina. AFI MINN Afi minn reykti bogna plpu og tók hana varla nokkurn tlma út úr sér. Oft var hann þungur á brúnina, þegarhann bætti kolanetin uppi við Gamla Bauk eða þurrkaði svitann af enni sér á þessum ótrúlega heitu, liðnu dögum, þegar verið var að hirða á Túnsbergstúninu. En á jólunum reykti afi vindla. Alltaf kom hann á aðfangadagskvöld með Amerlkutöskuna hennar frænku, fulla af jólabögglum, barði að dyrum og sagði: „Hérer kominn jólasveinn." Svo sat hann úti I horni I stólnum, sem pabbi smlðaði með rauða áklæðinu, sem mamma óf, brosti og púaði vindilinn sinn á meðan við opnuðum bögglana. Hann var með harðan flibba og fallegu gullnæluna með bláa skipinu hafði hann I bindinu og mátti ekki á milli sjá, hvort var blárra, skipið eða augun hans. anna. En þetta er eins og viS vitum mikill misskilningur hjá þeim mæta lærdóms- manni. Kirkjugólfið er ekki gert af mannahöndum heldur er það skaparans verk eins og stuðlabergið í Dverghömrum og víðar á Slðunni. í Gólfinu er það bara svo rétt og reglu- legt að undran vekur eins og gleggst má sjá af með- fylgjandi myndum. Hvort það hefur nokkru sinni verið notað fyrir kirkju- gólf, t.d. f Papanna tíð verður vitanlega aldrei sagt. En sú mynd félli fallega inn í alda- langa kristnisögu þessa forn- helga staðar. Og hún spillir sannarlega ekki þeirri stemn- ingu, sem hver íslendingur ætti að komast I, þegar hann gengur um þetta kirkjugólf náttúrunnar og krýpur þar niður til aS fara höndum um þessa fíngerðu fleti, sem sandurinn hefur runnið yfir og fægt og fínpússað I aldaraSir. Það eykur á sviðshelgi þessarar fágætu náttúru- smlðar að hugsa sér aS ein- hvern tíma fyrir löngu — löngu fyrir vora landnámstíð hafi staðið hér ofureinfalt og fáskrúðugt musteri heims- flóttamanna, sem fyrstir leiddu augum þetta blessaða land, á hvers brjóstum vér „þiggjum þrótt og líf þægindi, skjól og hlíf." Papakirkjan á Kirkjubæ, hafi hún verið til — hefur ekki verið háreist hús. Allar heimildir um þá bera þess órækan vott, að þeir hafi lifað því fábrotnasta lífi sem hugsazt getur, — að vera einn — aleinn með Guði, það var innihald lífs þeirra, til- gangur þess og takmark. Og hvernig sem kirkjan þeirra á Klaustri hefur litið út, getur hún sjálfsagt vakið hjá oss líkar hugsanir og koma fram f þessum kunnu Ijóðlfn- um: Marmarans höll ersem moldarhrúga. Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa þó hafi þau yfir höfði þak. Gfsli Brynjólfsson. -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.