Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 19
c * en nú er. Var þar þá endastöð langferðabíla frá Reykjavík, og þar endaði þjóðvegurinn austur. Einnig var þar simastöð sveitarinnar og pósthús, og annaðist presturinn sfmavörslu og pósþjónustuna. Töluvert var um ferðafólk, innlent og erlent, sem gjarna vildi fá gistingu og leiðsögn og hestaleigu. Man ég að þetta sumar, sem mér er sérstak- lega minnisstætt, komu merkir menn, t.d. prófessor Sigurður Nordal, Ölafur Lárusson laga- prófessor og Ásgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseti íslands, sem þá var fræðslustjóri. Var ég reyndar fylgdarsveinn hans á yf- irreið um sveitina. Þetta sumar var aðalstarf mitt að fylgja ferðamönnum á hestum frá Torfastöðum um uppsveitir Biskupstungna, aðallega að Gull- fossi og Geysí. Fyrir kom, að fylgja þurfti ferðamannahópi alla leið inn i Hvítárnes að Hvitár vatni, og síðan út Laugardal til Þingvalla. Tók ferðin venjulega 3—4 daga. Voru slík ferðalög oft erfið fyrir óharðnaðan ungling, sérstaklega þegar verið var með marga hesta og útlendinga sem margir hverjir höfðu aldrei á hestbak komió. Varð þá að lyfta þeim á bak hestunum og taka þá af baki. Þegar ferðafólkinu hafði verið skilað til Þingvalla, var ekki til þess ætlast að fylgdarsveinn inn tæki sér næturgistingu þar, heldur var strax lagt af stað heim á leið, eftir að bundið hafði verið upp á hestana, oft undir nóttina. Voru hestarnir þá reknir i lest eins hratt og við varð komið yfir Lyngdalsheiði í átt að Laugar- vatni og áð þar, siðan næsta morgun rekið yfir Brúará hjá Böðmóðsstöðum og sundriðið yfir ána. Var fylgdarsveinninn ferjaður þar yfir, en hestarnir allir nema hestur hans, tóku á rás eftir að uppúr ánni kom og runnu sjálfir heim til Torfastaða, hvernig sem veður var. Eitt sinn er ég kom heim úr einu sliku ferðalagi, sem nú hefur verið lýst lítillega, og var orðinn hvíldarþurfi, hafði sofið um nóttina, er ég kom heim, á bekk í borðstofunni, en herbergi það er ég svaf í venjulega ásamt einum vinnumannanna hafði verið leigt út fyrir ferðafólk, tilkynnti prestur mér, að merkan gest hefði borið að garði daginn áður og ætti ég að vera fylgdarmaöur hans næstu daga. Var hér kominn herra biskupinn i Landakoti, Mullenberg, og ætlaði hann m.a. að heimsækja og skoða sögustaði í sveitinni og þá alveg sérstaklega minnisvarða Jóns Arasonar í Skálholti. Næsta morgun mjög árla söng Mullenberg biskup messu í tröð- unum fyrir vestan Torfastaða- bæinn, þar sem heimkeyrslan var þá. Eftir að árbítur hafði verið snæddur, var lagt á hestana og lagt af stað i átt til Skálholts. Við riðum hægt niður traðirnar, síðan utan við þjóðveginn niður að Brúará. Mullenberg biskup, sem þekktur var fyrir alþýðlegt við- mót og prúðmannlega framkomu við alla, spurði mig um það helsta sem fyrir augun bar, og reyndi ég að leysa úr spurningum hans eftir bestu getu. Eftir nokkurn tíma var riðið um hlaðið á Spóastöðum, og man ég vel eftirvæntingu biskups, þegar við nálguðumst Skálholt. Eins og að likum lætur, var aðalmarkmið ferðar biskups- ins eins konar pílagrímsferð að minnisvarða Jóns Arasonar, siðasta kaþölska biskupsins á ís- Iandi, sem hálshöggvinn var í Skálholti ásamt sonum sinum árið 1550. Við nálguðumst nú óðum ForgarSurinn framan viS Péturskirkjuna I Róm er svo stór, aS þar geta hundruS þúsunda manna hlýtt á páfann hinn helga stað, minnisvarðann, og er við komum að honum var stigið af baki. Mér hafði verið starsýnt á hring einn mikinn er | biskupinn bar á vísifingri hægri handar, utanyfir hanskanum. Biskupshringur þessi, en ég taldi víst að þetta væri eitt af embættistáknum biskups, var geysilega stór með stórum fjólubláum steini. Hefi ég aldrei á minni æfi fyrr eða sfðar augum Iitið annan eins hring. Eftir að biskup hafði stigið af baki tók hann hringinn af sér og stakk i| vasann. Tók sfðan upp bók úr mussu sinni og upphóf messu- söng, en áður hafði hann sagt mér að krjúpa til hliðar við steininn. Biskup hóf nú langa messu á latínu eða máli sem ég skildi ekki og stóð sfðan snögglega upp og hóf hendur sínar í átt til mín og endurtók i sifellu: Blessaður Óskar, Blessaður Óskar, þuldi síðan bænir á latínu um stund og gerði bæn sina við steininn. Þessi látlausi atburður hafði mikil áhrif á mig og tel ég að þessi stund sé að ýmsu leyti einstæð. Einn unglingur og kaþólskur biskup undir íslenzkum sumar- himni minnast tveir einir stórvið- burðar í sögu Islands. Eitt er víst að blessunarorð biskupsins hljómuðu mér i eyrum löngu eftir að ferð okkar lauk. Biskup kraup aftur langa stund en að lokum var aftur stigið á hestana, rölt í hægð- um sínum frá Skálholti, í þetta sinn var farið aðra leið til baka. Næsta dag var haldið upp með hliðum, efst i Tungum, og skoð- aðir þar merkisstaðir og undrað- ist biskup mjög, að ekki skyldi allur sá jarðvarmi sem víða er að finna þarna, vera notaður, en sið- ar varð þessi spá biskupsins að veruleika, þar sem nú eru risin stór gróðurhús til ylræktar á þess- um stöðum. Arin iiðu og löngu seinna átti fyr ir unga manninum sem forðum hafði fylgt Mullenberg biskupi að minnisvarða Jóns Arasonar í Skálholti, að liggja, að vera við- staddur aðra messu, þar sem á einum helgum stað var saman- komið álika mikið fjölmenni og öll íslenska þjóðin væri þar saman komin. Frá þessari messu, sem var að vissu leyti heimssögu- legur viðburður, verður nú leitast við að segja í síðari hluta þessarar frásagnar. Það var haustið 1950. Eg, kona mín og 12 ára dóttir okkar höfðum verió á ferðalagi á Norður-ltalfu. Við höfðum skoðað ýmsa þá staði, sem þetta dásam- lega land hefur uppá að bjóða. Þetta ár var það sem kallað er i Iandi páfa, Anno Santo, eða hið helga ár. Slík helg ár heldur kaþólska kirkjan öðru hvoru og hafði siðasta helga ár á undan verið árið 1933. A siðasta degi þess árs hafði hinum helgu dyrum Péturskirkjunnar verið lokað með innsigli páfa og á jóla- dag 1949 rauf Pius 12. páfi inn- sigli hinnar helgu hurðar i tilefni þess, að árið 1950 skyldi verða Anno Santo, heilagt ár. Á slfku ári flykkjast pílagrfmar frá öllum löndum heims til Rómar, og talið var að árið 1950 hafi 5 milljónir pilagríma komið þangað. Við urðum þess fljótlega vör, þegar farið var að ferðast um á ítalíu þetta haust, að allir bæir og borgir voru yfirfull af erlendum ferða- mönnum og pílagrimum. Voru þeir komnir sumir mjög langt að, t.d. frá Suður-Amerfku, þar sem kaþólska kirkjan er geysi voldug. Allir voru þessir ferðalangar komnir til þess að freista þess að fá að sjá páfa bregða fyrir eða heyra hann ávarpa fjöldann af svölum Vatikansins. Kunningi minn i Genova hafði hvatt mig eindregið til þess að fara til Rómar á þessu sögufræga ári, en í fljótu bragði virtist ekki árennilegt að fara til borgarinnar eilifu, scm var yíiríull af ferða- mönnum og öll gistihús upp- pöntuð löngu fyrirfram. Við létum samt bjartsýnina ráða og héldum áleiðis til Rómar. Farið var suður eftir hinni dásam- lega fögru strönd og aðeins höfð smáviðdvöl á einstaka stað. Þannig var hinn frægi skakki turn f Písa skoðaður úr fjarlægð út um járnbrautargluggann. Við komuna til Rómar var, eins og við var að búast, allt yfirfullt af fólki hvar sem komið var. Fyrir sér- staka hjálpsemi kunningja tókst okkur að fá inni á stað sem margir Norðurlandabúar kannast við og heitir Penzione Nordena. Réð þar húsum kona ein, sem búsett hafði verið i Rómaborg i áratugi. Gisti- Framhald á bls. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.