Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 3
Ber margt til þess og þetta helzt: 1) Á þeim bæ mun vera einna mest mannfjölgun og örust uppbygging í sveit hér á landi, svo að senn mun það komast í hóp „þéttbýliskjarn- anna" jafnvægi í byggð landsins á máli sérfræðinnar. 2) Klaustur er í nánd við hin miklu samgöngumann- virki á Skeiðarársandi, sem allir iandsmenn hafa þurft að skoða. 3) Það er einn fegursti og vinsælasti viðkomustaður á hringveginum. 4) Á Klaustri var í sumar vígð kirkja helguð minningu eins af íslands mætustu son- um — Jóns kirkja Stein- grímssonar. Þetta síðastnefnda rifjar það upp fyrir oss, að á Klaustri var e.t.v. reist kirkja fyrst á íslandi og þar hefur aldrei heiðinn maður búið. í Landnámu segir svo frá landnámi á Miðsíðunni: „Maður hét Ketill hinn fíflski, sonur Jórunnar mann- vitsbrekku dóttur Ketils flat- nefs. Hann fór af Suðureyjum til íslands. Hann var kristinn. Hann nam land milli Geirlandsár og Fjarðarár fyrir ofan Nýkoma, Ketill bjó í Kirkjubæ. Þar höfðu áður set- ið Papar og eigi máttu þar heiðnir menn búa." Síðar segir sagan frá því, að heiðinn Meðallendingur, Hildir Eysteinsson frá Skarði, vildi færa bú sitt i Kirkjubæ. „En er hann kom nær tún- garði, varð hann bráðdauður. Þar liggur hann í Hildis- haugi." — Það örnefni er enn til á Klaustri. Enda þótt Papar hafi hing- að til lands komið til að leita hinnar órjúfanlegu einveru og þeir hafi búið einir sér hver út af fyrir sig í hlöðnum kofum eða hreiðrað um sig í hellum eða jarðhýsum, er ekki ótrúlegt, að þeir hafi einnig hópað sig saman og komið sér upp kirkju til sam- eiginlegs bænahalds eða þög- ulla samverustunda. Slíkt guðshús gæti hafa verið á Klaustri eins og upphaflegt nafn staðarins bendir til. Svo mikið er víst, að ekki vantaði gólfið í hið helga hús — KIRKJUGÓLFIÐ. Og þá er komið að tilefni þessa greinarkorns, sem aðeins er skrifað til uppfyllingar með þeim frábæru myndum, sem hér birtast. Kirkjugólfið er skammt frá rótum austurenda Klausturs- fjalls þar sem það beygir til norðurs upp að Stjórn. Áður var þarna örfínn, öskugrár foksandur, sem herjaði á gróðurlendið, svo að flytja varð bæinn árið 1821 og síðan kirkjuna 1859. Nú er kominn mikill og vaxandi gróður, enda innan sand- græðsluvarna og byggðin teygir sig austur eftir i kjölfar hans. Hér var lika ömurlegt um að litast fyrir 100 árum þegar danski sagnfræðingur- inn Kálund var hér á ferð „hvor mörkt, með markhalm sparsomt bevokset flyvesand breder sig." Síðan lýsir Kálund kirkju- gólfinu. Hann segir það sé búið til úr fimmhyrndum steinum, sem augsýni- lega hafi verið sóttir aust- Framhald á bls. 23 Á<ym/ «/ cAorzrzc*J c/tr/é/ dZnxs&of' ^JccrzJ Áscxsno c/tzst, JuxæJJcJo t/rp. cu /90 S/CfO ) />OAj <rrLo-/tp<«?-v trzappayrtJ Jéo/c/) corrv//txx//^o xusöJ. (jýáorzru ccrrZ/ cmÁLoc/ //ecrtATOCsprcou <frJp ?AccJ//ezj //rm/ rtrq, fots/jLu /ds/uözcO C/ occcpccrrz/ ÁócrZO. /fr^ j!tp£p<Ji J&efrcrrV /occtZ? r?u crcopc) . íoocc&rz&Jtj Ájocvrzo ÁcJj rfr-ÁÁ Á&wrz/ Jt&jdc/, / t? V • y - /' ^ ' 4- /mczrmjxrzo <Jct//-c/<x./urzoc€/y /mp'/ÁcoZt, Árc-Á tfrp Aru/rrZCOTjcoccrctJ/'' rco j!cp-/trc/C Ct CXCJ. /LcO lcA&rzcx/otpjoJ &W /mcxrmc-crz<j CLcmj xJj. Cai'syccvrz/ /oc/ Oyrcrz. /Lcmrz ÁcjxzccjV c/tOrz/ScÁforrccO éCj&^cr&rZJ, jctf cfc/rrzcv, JJ/cc/cu joó/c/jLaJ yd-jLcjcj.oc'Ác.j'' g//zr/u/frö rjoc/cc/, Áctcfrjcc /£coct///'0<uj/ A-tcrzsrZj Á/zý-cictJLcrSic/rzj Áemrz> ÆcÁ/cfr J/e-fr tfrr arzje./

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.