Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 18
Þá gerði svo mikinn byl, að leitarmenn urðu að liggja um kyrrt i Þeystarreykjakofa. 1918 Framhald af bls. 17 sjálfum sér eða öðrum. Bensi sveik engan, hvorki sig né aðra. Á málum reið hann milli engis og bæjar eftir tröðum er einkum voru notaðar sem gönguvegir fyrir menn, því þær voru heldur meyrar undir fyrir hestaum- ferð, sérstaklega ef hart var farið. Einu sinni sagði bóndi því við hann: Þó mér þyki gaman að sjá vinnubrögðin þín, Benedikt minn, og hvernig þú brytjar niður Keldu- grasið og dregur upp, þá máttu ekki gera mér þann skratta að eyðileggja fyrir mér traðirnar með þessu reiðlagi. Undarlegt mætti það vera ef snertingin við neyðina og alla heyskaparmennina, sem flúnir voru af sínum eigin túnum og engjareytum og komnir voru til að bjarga sér í votenginu á öðrum bæ úti í Keldu, Fifu, Streitu, Kríhólmavatni eða Mýri, hefði ekki komið inn hjá ein- hverjum unglingi skilningi á gildi heys í landi, iiafi hann ekki átt hann áður annarstaðar frá. Sem nú þegar má sjá, var þarna margt um engjamann- inn með orfið og ljáinn sinn, með grind á bakkanum, „kaupakonuna" sem kölluð var um þessar mundir, eða grindarlausan, hrífur og tog, dræsuhesta eða langgrindur á hólum við að draga gras á þurkvöll. Tjöld risu og í heimahlöðum sváfu karlar, en konur eitthvað í rúmum inni. Aðrir riðu á málum milli engis og heimila, stundum 20 kflómetra kvölds og morgna. Það var líf í tuskunum og ekki svo lítið litrikt. Hey risu upp og voru tyrfð og utan um þau nlaðið. Svo biðu þau vetrar og sleðanna, sem undir þau voru settir. Mér telst til að 17 eða 18 heimili úr fjórum hreppum hafi sótt einhvern heyskap inn í þessa einu landareign 1918. Og aldrei mun annað eins hafa verið heyjað þar. Flestir vildu borga eitthvað fyrir að fá að taka þetta grás, hvort sem það var nú störin eða bleikjan ellegar óæðri grös. En aldrei sá ég engjataksreikning skrifaðan eða sendan. Til var þó regla um engjatak á bestu bæjum: Karlmannsvinna f viku fyrir 30 hesta engi. Minnstakosti einum umráðamanni afgangsengja mun hafa þótt þetta dýrara en nokkru tali tæki, og litið á engjalán allt öðrum augum en sem tekjugrein. Samt komu flestir þakklátir í þögn sinni og unnu á búi bóndans dag og dag við slátt eða binding, einstaka heila viku eða jafnvel tvær, eða þá að þeir sendu sonu sina. Þesskonar greiðasemi var fundið vinnuafl og framboðið sem greiði en ekki gjald, greiði á móti greiða. Svo var þetta elskulega sumar, sumar allra sumra, allt í einu á enda kljáð, eða það hélt ég eins og um öll önnur sem koma og hverfa. Rétt álfka fyrirvaralaust var það horfið og kuldaveturinn á undan því, sem endaði við upphafsstaf vorgolunnar er vaggað hafði ísnum frá ströndinni út fyrir hafsauga og reyndi heilt sumar að því búnu að þíða allan frostaveturinn úr Norðurlandi án þess að geta það til fulls. Samt er eins og það hafi aldrei horfið með öllu eins og hvert annað venjulegt sumar, en skorið sig úr öllum hinum. Sjálfsagt verður það ekki talið til mjög stórmannlegra hugrenninga að hafa bundist engjaverkum þess sterkari böndum en stórviðburðum ársins eða nöfnum eins og frostavetrinum, Kötlugosinu, spönsku veikinni og sjálfu fullveldinu 1918. Þó er það svo ef satt skal segja. Aftur og aftur og enn í dag er hugurinn horfinn til baka og farinn að brytja niður stör úti í engi 1918 með kutanum góða eða binda hey. Við getum kallað það tilhugalíf. öllu tilhuga- lífi fylgir nautn. En sú nautn er ekki á eina lund. Og aldrei get ég glatt neinn með því að lýsa tilhugalífi þessa löngu horfna sumars í þeirri merkingu orðsins, sem vanalegust er. Sá munaður var þá enn víðsfjarri. Þetta var bara á enginu við hlið annarra, er þar stóðu daginn út og daginn inn með orfið og ýtuhrífuna, með dræsuhestinn og uppdráttartogið, kerruhestinn með langgrindina, er dregið gat svo sem hálfan annan bagga þurkaðan á land í einni ferð utan úr djúpenginu. Því fylgdi alltaf eitthvað svo notalega gott að sjá stararstráin vera búin að skipta um verustað og komin í flekk upp á þurkvelli. Sjálfsagt skilja fáir að engjaferðir séu um Ieið skemmtiferðir, þegar sá sem ferðast finnur sig kominn það á legg að hann geti gert ofurlítið til gagns á engi. En þannig er það eða var að minnsta kosti. Samt fékk sláttumaðurinn slyngi, eins og til dæmis Benedikt Kristjánsson, því aldrei áorkað að slá á einni dagstund fimm til tíu hektara á töðuvelli. Sá sem það gerir nú með vélina undir sér veit ofurvel að hanu er hinum heldur en ekki fremri að afköstum. Finnur hann ekki til þess að geta lagt að velli á þeirri einu dagstund álíka mikið gras og hinn á heilu sumri? Jú, vafalaust finnur hann muninn á sjálfum sér og hinum. Og ekki nóg með það. Sá sem var 18 ára 1918 átti þar að auki eftir að verja álíka tfma til að koma sumarfengnum á þurt land og í það fór að slá hann niður. Svona hafa afköstin færst í aukana. Og mikil væri hamingjan í veröldinni ef hún hefði náð að færast annað eins í aukana með allri hjálpinni, sem tæknin og tóiin láta okkur í té. Eyjamen, Illakelda, Streita. Blessuð veri þessi nöfn. Hægt væri að nefna 100 eða 200 önnur örnefni í þessari einu landareign, sem tala á svipaðan hátt út úr nærri horfnum tíma. Segist ekki Menið hafa alla daga verið besti bletturinn í enginu? Djásnið sjálft? Keldan illa segir aðra sögu. Streitan getur líka talað fyrir sig: Hér fékk erfiðið sín manndómslaun og gaf mér svo nafn, er engjamaðurinn gekk heim að kvöldi. En tölum ekki meira um sigurlaun af þessu tagi. Sleppum líka öllum samanburði á stóru og smáu dags- verki. Það sem mestu varðar er að það skilji eitthvað eftir. Sleppum lika öllum spurningum um það hvers vegna ein stund er alltaf að koma til baka en ekki önnur, heil árin eða sumrin. Heilabrot stýra sjaidnast mikilli lukku. En það er lán að fá góðar stundir til baka I heimsókn frá horfnum tíma. Þær geta verið svo elskulegar og klappað notalega á vangann eins og blessuð börn, sem koma að finna afa sinn. Fyrir 300 árum sagði séra Einar Sigurðsson i Eydölum um þesskonar heimsóknir: Allt það gott sem ég hef misst afturtil mín kallar. Öskar Gíslason TVÆR MESSUR Sumarið 1928 var ég vika- drengur á hinu kunna prestssetri Torfastöðum í Biskupstungum. Voru húsbændur þá þar hin kunnu sæmdarhjón séra Eiríkur Stefánsson frá Auðkúlu, bróðir Hilmars Stefánssonar banka- stjóra og þeirra systkina, og frú Sigurlaug Erlendsdóttir, sem þekkt var um alla sveitina fyrir margskonar myndarskap. A þessum árum voru Torfastaðir á margan hátt öðruvísi í sveit settir Dyrnar helgu á Péturskirkjunni, sem aðeins eru opnaS- ar á aldarfjóröungs frasti. Yfir þeim hangir fáni Piusar páfa 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.