Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 11
ViS sporð Svinafellsjökuls: Eitt áhnf’amestíi fýrirb’aérl * *i náttur- unnar riki á þessum slóðum. ingar voru sjaldséðir eins og hvít- ir hrafnar, enda þykir þeim flest- um fátt fúlara en langvarandi bíl- akstur með karli og kerlingu. Svo virðist einnig sem ákveðinn þroska þurfi til að öðlast gleði af þeirri fegurð, sem I landslagi felst. Margsinnis hef ég orðið þess var, að unglingar eru dálítið eins og blindir kettlingar frammi fyrir magnþrunginni fegurð; þau koma einfaldlega ekki auga á neitt sér- stakt. Kannski er það að ein- hverju leyti vegna þess, að hrif- næmi unglinga er um þessar mundir dálftið einskorðað við músík, allrahelzt poppmúsik, og ofur hversdagslegur dósarhljóm- ur úr transistortæki megnar í miklu rikari mæli að tendra hjá þeim einhverjar kenndir i ætt við hrifningu en fegurð náttúrunnar. Að lokum þetta um tjaldstæðin: Þéttbýlisfólk, sem tekur sig upp einu sinni á ári til þess að komast í snertingu við grænt gras og lækjarnið nýtur þess ekki að tjalda I seilingu frá næsta tjaldi. A melnum austan við Skaftafell, verður fólk þéttbýlisins að halda þéttbýlinu áfram — og búa þéttar en nokkru sinni áður. Skvaldur og útvarpshávaði berst greiðlega á milli, stundum langt fram eftir nóttu. Litið sem ekki neitt ber á ölvun, þar sem fjölskyldur eru saman í smábílum. Annað getur orðið uppi á teningnum í hóp- feðum, sem ýmsir aðilar, hópar og fyrirtæki hafa efnt til austur þangað. Dæmi er til þess, að reka varð heilan hóp í burtu af tjald- stæðinu; starfsfólk úr fyrirtæki einu efndi til ferðar í Skaftafells- þjóðgarð, en mátti ekki óstutt ganga fyrir ölæði, þegar þangað var komið. Frá eystra tjaldstæðinu er aðeins spölkorn upp að sporði Svínafellsjökuls, sem hrapar niður úr snarbröttu Hrútfjallinu og fyllir víðan hamradal. Ég held, að fátt eða ekki neitt í rfki náttúr- unnar á þessum slóðum hafi hrif- ið mig til jafns við jökulsporðinn; mér finnst hann sambærilegur við brimið á Stokkseyri eða renn- andi hraun. Þó er allt hljótt við jökulsporð- inn, allt að þvi dauðakyrrð utan brestir, sem öðru hvoru kveða við innar i skriðjöklinum. Jakarnir, framverðir jökulsins, rísa í hljóðri tign, stórir á borð við heil hús; þeir fremstu ataðir auri. Hér seitlar vatn undir aurnum, það er allt og sumt. Engin umbrot, en því líkast sem ekkert hafi gerzt og muni ekki gerast. Samt er sjálf sköpunin í fullum gangi einmitt hér: Jökullinn er rétt að ljúka við að móta háar melöldur. Við sporðinn leggur á móti manni óhugnanlegan kulda. Það er eins og gægjast niður i frysti- kistu. En nú voru hlýindi; golan barst í hlýum gusum vestan yfir Skeiðarársand. Stundum helltust þessar gusur yfir jökulinn. En fáeinum andartökum síðar geisl- aði kuldinn frá honum að nýju. Af einni melöldunni var auðvelt að ganga uppá fláa jaka, sem ataðir voru auri. En þegar minnst varði byrjaði aurinn að skriða; maður varð eins og belja á svelli. Þá fyrst varð skiljanlegt, hversu varasamt ferðalag þetta var. En það leit sakleysislega út. Sumir skokkuðu fimlega uppeftir Isnum. Tröllauknir jakar stóðu þar og sumir á svo mjóum fæti. að maður þorði varla að stjaka við þeim eða tala hátt. En aC komast niður, það var nú verri sagan. Helzt vildi maður kom ast hjá því að setjast á rassinn og láta sig buna í eðjunni. Þarna sá ég til dæmis fullorðna frú á ljósu sum arkápunni sinni. Hún ætlaði að spásséra um skriðjökulinn eins og skemmtigarð. Svo fór henni að skiljast, að hún var stijdd á hálum Is. Og sumarkápan, guð minn góður. Einhvernveginn tókst að bjarga henni niður án þess að hún missti fótanna. Og trúlega fer hún Var það þetta, sem þjóögarðsgesti dreymdi um? Tjaldað á berangri. innan girðingar. Hnappavellir ( Öraafum. Athyglisvert sambland af byggingum úr torfi og grjóti, bðrujðmi og steinsteypu. Snyrtimennska og fjöldi útihúsa einkennir flesta bæi I Örafum. ekki í annan jöklalciðangur i ljósu kápunni. Fagurhólsmýri. kaupfélagið er opið til klukkan tíu. Mér fannst ég kominn til Spánar, i súper- markaðinn i Torremolinos. Hér var fullt út úr dyrum, margir létt- klæddir I hitanum og franska, þýzka og enska hljómuðu jöfnum höndum. En þetta var Island, meira að segja öræfin, þessi mikla afskekkt. Oddur útibús- stjóri var varla viðmælandi fyrir annríki. Viðskiptin höfðu aukizt einhver ósköp. En þeir höfðu ekki einu sinni haft tíma til að gera sér grein fyrir, hversu miklu það nam. En litlu austar er þetta mikla ævintýri, hringvegurinn, að mestu úr sögunni. Að visu fara þar allir og slíta hljóðkútana und- an bilnum og losa demparana. Frá Hnappavöllum og langt austur á Breiðamerkursand er ekið eftir einskonar stórgrýttum farvegi. Að kalla það veg er vitaskuld mik- il ofrausn. 1 raun réttri höfum við ekki eignazt veg kringum landið fyrr en þar hefur verið lagður vegur eftir þeim skilningi, sem flestir leggja i það orð. En jökullónið var jafn dular- fullt og hrifandi og það hefur löngum verið. Að vísu ekki mjög lengi. Mig minnir að nálægt alda- mótunum síðustu hafi Breiða- merkurjökullinn verið á góðri leið með að ná allar götur til sjávar. Þá hafði aðeins verið mjó spilda, þar sem komizt varð eftir sandindm. En nú hefur jökullinn hopað inn í lónið. Þar sigla jakar eins og skip úr ævintýrum, unz áin nær tökum á þeim og fleytir þeim þennan stutta spöl til sjávar. Mörgum skriðjöklum og -óteljandi ám vestar liggur leiðin heim að Skógum. Dagur er lang- drægt kominn að kvöldi og margir kilómetrar að baki. 1 Edduhótel- inu er von á hópi, en það er samt Franthaid á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.