Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 3
 >•» .-* * « * « » » » » t Vi t k k t> k * » \ V» » \ » k t * *< » t I » M « « » V» í « t » V * V* Hrafn Gunnlaugsson Blóm í fjöreggi við hæSadrögin slitnar vegurinn eins og deig loðin hveralykt í Ijósinu i kirkjugarSinum bylta líkin sér viðþolslaus af ást Hverja nótt klóra kjúkurnar bak mitt ástin mín Engill af holdi og blóSi þú sem grefur angist mína í mýkt þinni slekkur ótta minn meS atlotum ég leita athvarfs í örmum þínum mosadyngja Blómbali ég hef sofiS í faSmi þínum og skoSaS hendur mínar í draumi horft á neglurnar vaxa inn í veggi og loft Engillinn minn deySu ekki í miðjum ástarleik mig dreymdi aS ég festist í stirnuSum örmum þínum og þú rotnaSir inn í mig tölum um eitthvaS skemmtilegt eSa skellum okkur í göngutúr ég skal ieiSa þig um fjöruna og gæta þín eins og blóms í fjöreggi sjáðu, hvernig trén flykkjast út á veginn og veifa gulum vasaklútum í kveSjuskini nei, hlæSu ekki mér er fúlasta alvara ef þú kemur ekki fljótt aftur tæta þau af sér börkinn, æSa inn í húsin og setjast í helgan stein í betristofunni Engillinn minn sjáSu, IjósiS í ijósinu IjósiS í Ijósinu lýsir í Ijósinu IjósiS lýsandi Ijós Lýsandi í Ijósinu lýsir í Ljósinu lýsandi lýsir IjósiS LjósiS lýsandi í Ijósinu IjósiS lýsir Ijós í Ijósinu lllllllllllllllll uuuuuuuu xxxxxxxxxx lux est umbra dei snjóbráSin teygir bláar æSar um malbikiS brúnir líkamar á sundi í sjóSandi tólginni gegnum meltingarfæri guSanna ösla hestar meS storkin ský í eftirdragi og soðna himneski engill mosadyngja af holdi og blóSi ég leiði þig blinda um fjöruna inn í tröllaukið rör, tala um blóm og fugla sem tísta fáránlega hjáróma og ríða hreiSur úr símastaurum ó hlæðu aftur ástin mín hér þar sem risavaxnar hvítar rottur snuðra blindar í skolpinu hér, skil ég þig eftir hjá hárlausum þykkildum sundurgröfnum af exemi og sárasótt hér Ástin mín segi ég, að ég elski þig kyssi þig og segi: Ég elska þig engill af holdi og blóði sleptu hönd minni ég ætla að sækja þér liljur og smárablóm blessaðu ást mína því þegar langdregið óp þitt nær mér er ég annars hugar og held aS útvarpið sé í gangi út úr húsinu f slæmu skapi og gekk hægt í átt til skólans. Veðrið var nfstandi hráslagalegt og von- lítill hugsaði ég til kvöldsins. Þegar ég kom heim í kvöldmat, var frændi minn ekki enn kominn heim. Enn var ekki framorðið. Ég sat og starði á klukkuna dálitla stund, en þegar tifið í henni fór að fara í taugarnar á mér, fór ég út úr herberginu. Ég fór upp stig- ann og upp á efri hæð hússins. Hálofta, köld, tóm og dapurleg herbergin veittu mér frjálsræðis- tilfinningu og ég gekk herbergi úr herbergi, syngjandi. Úr glugganum, sem vissi að götunni, sá ég félaga mfna að leik á göt- unni. Köll þeirra náðu til mín, deyfð og ógreinileg og ég þrýsti enninu að kaldri rúðunni og horfði yfir að dimmu húsinu, þar sem hún átti heima. Það má vera, að ég hafi staðið þarna heila klukkustund og ég sá ekkert annað, en brúnkæddu stúlkuna, sem ímyndun mín dró upp mynd af og hvernig dauft Ijósið féll á boglfnu hálsins, á höndina á hand- riðinu og röndina, sem gægðist niður undan kjólnum. Þegar ég kom niður aftur, sá ég að frú Mercer sat við.eldinn. Hún var gömul málgefin kona, ekkja eftir veðlánara og safnaði frí- merkjum í einhverjum guð- ræknislegum tilgangi. Ég varð að sitja undir þvaðrinu við teborðið. Kvöldmatnum hafði verið frestað um klukkutíma og enn frændi minn ekki kominn. Frú Mercer stóð á fætur til að fara, henni þótti leitt að geta ekki beðið leng- ur, en klukkan var orðin meira en átta og hún vildi ekki vera seint á ferð, þar sem næturloftið var óhollt fyrir hana. Þegar hún var farin, byrjaði ég að ganga um gólf með kreppta hnefa. Frænka min sagði: „Ég er hrædd um, að þú verðir að fresta basarferðinni á þessu drottins kvöldi." Klukkan níu heyrði ég í klinku- lykli frænda míns í forstofudyr- unum. Ég heyrði hann tala við sjálfan sig og heyrði hann tala við sjálfan sig og heyrði fatahengið rugga, þegar þunga yfirhöfnin hans hafði verið hengd á það. Ég kunni að þýða þessi merki. Þegar hann var hálfnaður með matinn, bað ég hann að gefa mér peninga til að fara á basarinn. Því hafði hann gleymt. „Fólkið er komið í rúmið og búið að fá sér fyrsta blundinn núna,“ sagði hann. Ég brosti ekki. Frænka mín sagði áköf við hann: „Geturðu ekki gefið honum peningana og leyft honum að fara? Þú ert þegar búinn að tefja hann nógu lengi.“ Frændi minn sagði, að sér þætti mjög leiðinlegt að hafa gleymt þessu. Hann sagðist muna eftir gamla málshættinum: „Lítið er ungs manns gaman." Hann spurði mig, hvert ég ætlaði að fara og þegar ég hafði sagt honum það í annað sinn, spurði hann, hvort ég kynni „Kveðjuljóð Arabans til fáks sfns“. Þegar ég fór út úr eldhús- inu, var hann byrjaður að þylja upphafsorð kvæðisins fyrir frænku mína. Ég hélt einni flórínu fast í lófanum, þegar ég stikaði niður Buckinghamstræti i átt að stöð- inni. Fólksmergðin á götunum og glampinn af gasljósunum minntu mig á erindi mitt. Ég tók mér sæti Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.