Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 8
. ,, -;í ,, :v . Ljósm. teikningar og texti: 1. Colgate MFP Fluor herðir tennurnar og ver þær skemmdum. (þess vegna er það kallað »tannherðirinn«.) Colgale MFP Fluor-tannkrem hefur verið prófað meira en nokkurt annað tannkrem og er til dæmis það cina, sem prófað hefur verið undir opinberu hcilbrigðiseftirliti í Danntörku. Vísíndamenn í mörgum löndum hafa framkvæmt tilraunir á þúsundum bama og sannað, að Colgate MFP Fluor herðir tennumar og gerir þær sterkari. þess vegna vclja milljónir mæðra um heim allan Colgate MFP Fluor - og sífellt fleiri böm eru því með færri tannskemmdir. 1. Colgate MFP Fluor gengur inn í tanngleranginn og herðir hann. 2. Við þetta verður tannglerungurinn sterkari — og skemmdum fækkar um leið. . Tann- \ herðirinn/ ■ og börnum þykír bragðið svo gott. Mistrið yfir Síðunni minnti á þann dag fyrir næstum tvö hundr- uð árum, þegar menn urðu vitni þeirra óskapa, að Skaftá þornaði allt í einu og breyttist í farveg eimyrjunnar, sem flæddi yfir byggðina. En þetta mistur ntina var góðkynjað I samanburði við eldmistrið. Það stafaði sumpart af sandfoki og uppblæstri; afleiðing- ar langvarandi þurrka. Rykmökkurinn stóð líka uppaf veginum; sumstaðar var allt það fínasta fokið burtu, grófur undir- burðurinn einn eftir. En nú hefur nýr vegur verið lagður yfir Skaftáreldahraunið og hann Iigg- ur eins og strik yfir þetta úfna haf hrauns og mosa, þar sem hver hóllinn er nálega eins og sá næsti likt og aldan á úthafinu. Gamli vegurinn lá uppá hólana og niður i lautirnar i óendanlegum öldu- gangi, sem keyrði bílveikina um þverbak hjá þeim, sem á annað borð voru næmir fyrir henni. Klaustur er áningarstaður áður en lagt er á sandhafið mikla, þar sem Skeiðará, Núpsvötn og Gigju- kvísl ráða rikjum. tJt um allt hraun voru tjöldin í notalegum lautum með vallendisgróðri og sumir setja allt sitt stolt í viðlegu- útbúnaðinn; þar má ekkert vanta uppá. Tjaldið verður að vera með gluggum og himni og að sjálf- sögðu með viðeigandi tjaldmubl- um. Þetta var eins og dálítið sýnishorn af allsnægtunum og minnti á muninn á gömlu húsun- um, sem standa enn á Grímstaða- holtinu, og nýju villunum, sem byggðar hafa verið í Skerjafirði, Laugarási og víðar. Hér og þar mátti sjá, að einn vesalings þumlaputtaferðalangur hafði lagzt útaf og reist utanum sig einskonar poka. Það er sú sort af ferðalöngum, sem stundum er nefndur bakpokalýður og þykir gefa lítið af sér. Þarnæst getur að líta eldri hjón á Skódanum sín- um; þau eru einsömul á ferð, börnin líklega farin að heiman og ferðast á eigin snærum. Þeirra tjald er af gamla skólanum, dálítið upplitað með tveimur súl- um og mænás. Sé gengið nær má ef til vill heyra suð í prímus; viðkunnanlegt hljóð I tjaldbú- skap. önnur hljóð heyrast ekki þaðan þar til Skódinn verður sett- ur í gang að morgni. í næstu laut er ef til vill „ungur maður á uppleið“, hann er að vísu „bara á Volvó", en tjaldið virðist eins og heil íbúð, þar sem maður gengur uppréttur, jafnvel tein- réttur. Svo er anriað tjald fyrir farangurinn og- sólskýli handa konunni. Hún verður umfram allt að verða svolitið brún og ekki bara af rykinu. Þannig gengur það í hraun- hollunum við Kirkjubæjarklaust- ur á því herrans þjóðhátíðarsumri 1974: Sífellt eitthvað meira og betra til þess að tjalda til einnar nætur eða í mesta lagi einnar viku og síðan er öllu pakkað saman þar til í júlí næsta sumar. Og hvað er tjald svo sem annað en skýli til að skjálfa í fyrir þá, sem vanir eru hitaveitu. Það ku heldur ekki vera svo fint tjald til með útigrilli og sólskýli, að það sé hið endanlega markmið. Nei og aftur nei. Ekkert gagnar til fulls á ferð um hringveginn annað en fullkomið hjólhýsi með rúmum, klósetti og eldhúsi. Mér skilst, að sum séu með betristofu og stærri að flatarmáli en venjuleg ibúðar- hús voru á kreppuárunum. En til þess að allt sé með æski- legum glæsibrag þarf helzt einn af þessum þyrstu lúxusjeppum til að draga herlegheitin og Nirvana Hjá Hrífunesi f Skaftártúngum. Brúin á Leirá, sem fellur f KúSa- fljótið litlu neðar. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.