Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 7
Canessa lá vakandi um nóttina og hugíeiddi, hvort hann ætti að halda áfram með Parrado eða snúa við með Vizintin. En um morguninn hafði hann tekið ákvörðun. Áfram vildi hann halda. Þeir tóku því nesti Vizintins og allt, sem þeim gat komið að haldi, og undirbjuggu ferð hans til baka. „Segið mér,“ sagði Vizintin um leið og hann hvarf frá þeim, „er nokkur... ég á við... partur likamans, sem maður mundi ekki eta?“ „Enginn," sagði Canessa. „Allt hefur sitt næringar- gildi." „Jafnvel lungun?" „Já, jafnvel Iungun." Vizintin kinkaði kolli. „Heyrið mig, sagði hann, „þar sem þið ætlið að halda áfram, en ég til baka, er nokkuð, sem ég get gert fyrir ykkur?“ Canessa virti Vizintin fyrir sér frá hvirfli til ilja, „já, mundirðu vilja láta mig hafa balaklavahúfuna? Með nokkurri tegðu tók hann hana af sér og rétti Canessa. „Jæja, góða ferð,“ sagði hann og yfirgaf þá.------ Morguninn fimmtánda desember sáu piltarnir þrettán, sem héldu kyrru fyrir í flakinu, eitthvað geysast niður fjallið. Þegar það færðist nær, sáu þeir, að þetta var Vizintin. Hann sat á sessu og þegar hann var kominn á móts við flakið, spyrnti hann fótunum í snjóinn og snarstoppaði. Blandnar tilfinningar hrærðust í huga piltanna, þegar þeir sáu hann þramma til þeirra. Þeim datt f hug, að annar hvor eða báðir leiðangursmennirnir hefðu beðið bana, eða að allir þrír hefðu gefizt upp og Vizintin hefði orðið fyrstur að koma til baka. Jafnskjótt og Vizintin hafði kastað kveðju á piltana, sagði hann allt af létta um ferðina. „Parrado og Canessa komust alla leið upp. Þeir héldu áfram og sendu mig til baka, svo að maturinn entist lengur." „En hvað er hinum megin?" spurðu þeir einum rómi. „Fleiri fjöll — fjöll, svo langt sem augað eygir. Ég hef ekki mikla trú á þvi, að þeim heppnist ferðin. Gangan var alveg hræðileg. Við vorum þrjá daga að klifra upp. Ef þeir eiga aðra slíka fyrir höndum, lízt mér ekki á þá.“ Miðdegis varð ágreiningur um, hve stóran kjötskammt Vizintin ætti að fá. „Ég var að koma til baka úr leið- angri,“ sagði hann. „Ég þarf að byggja mig upp... og ég hef etið lítið. Ég gaf hinum matinn minn.“ I þetta sinn gáfu þeir honum dálítinn aukaskammt með því skilyrði, að framvegis fengi hann ekki meira en hinir. Um kvöldið gekk Vizintin því kringum flakið, týndi upp öll lungu, sem hann gat fundið og hrúgaði þeim á bakkann sinn. Hingað til hafði þeim verið fleygt, og þar eð enginn hafði hirt um að hylja þau í snjó, voru þau tekin að rotna. „Ætlarður virkilega að eta þetla?“ spurði einhver. „J á.“ „Þér verður illt af því.“ „Nei, langt í frá.“ Canessa sagði, að mér yrði gott af þeim.“ Þeir horfðu á hann skera væna bita af hálfrotnuðum lungunum og eta þá. Og þegar þeir sáu daginn eftir, að honum var ekki meint af, fóru hinir að dæmi hans. Það gerðu þeir, af því að þeir heimtuðu nýjan smekk, ekki af því að þeir hefðu ekki nægilegt sér til matar, þvf að snjórinn, sem var óðum að bráðna, skilaði þeim aftuf, sem höfðu dáið viö fyrsta slysið eða skömmu síðar. Þarna voru tíu lík. Fimm þeirra höfðu þeir heitið að eta ekki nema í ýtrustu neyð. Eitt hafði verið etið að mestu leyti, áður en snjóskriðan féll, en þau, sem ósnert voru, ásamt líkum flugstjóranna tveggja, sem voru í sætum sínum, gátu enzt þeim í fimm eða sex vikur enn. Þeir hefðu getað komizt hjá því að eta rotnuðu lungu og innýfli, en þeir héldu þessu áti áfram, af því að þeir heimtuðu eitthvað bragðsterkara en kjöt. Eftir að Vizintin hafði yfirgefið þá Canessa og Parrado, ákváðu þeir að hvíla sig allan daginn nálægt fjallstindin- um. Þriggja daga uppganga hafði eytt kröftum þeirra og þeir vissu, að þeir yrðu á öllu sfnu að halda til að ná næsta tindi. og þá tók gangan niður við. Laugardagsmorg- uninn 16. desember, klukkan nfu, lögðu þeir enn upp. Þeir voru þrjá tima á leiðinni upp á tindinn og þar hvfldu þeir sig vel og huguðu að beztu leiðinni niður'. Parrado tók forystuna f niðurgöngunni. Það var mjög erfið ganga. Snjórinn var að miklum mun minni, en fjallshlfðin var snarbrött. Nælonflétta tengdi þá félaga saman. Þeir renndu sér niður hlíðina og smáskriður féllu undan þeim. Canessa talaði óslitið við Guð. „Láttu það verða okkur torvelt," bað hann, „en ekki ómögulegt.“ Eftir að hafa farið þannig niður nokkur hundruð fet, komu þeir til staðar, þar sem fjallshlíðin hvíldi í skugga og snjórinn var enn djúpur. Hallinn var mikill, en yfirborðið traust og slétt, svo að Parrado ákvað að renna sér niður á sessunni. Hann losaði sig við nælonfléttuna, settist á aðra sessuna, sem hann haföi notað sem snjóskó, hafði álstafinn milli fótanna sem einkonar hemil og renndi sér niður f jallið. Óðara var hann kominn á fleygiferð, og þegar hann stakk stafnum í snjóinn kom það að engu haldi. Hann þaut hraðar og hraðar. Hann spyrnti hælunum i snjóinn, en það hjálpaði ekki hið minnsta. Allt í einu sá hann snjóvegg fyrir framan sig. Ef þarna eru hnullungar, er var ekki síður fyrir hann en sjálfan sig, að hann hélt áfarm þessari þrautagöngu. Hugsandi um föður sinn herti Parrado gönguna. En þá mundi hann aftur eftir félaga sfnum. Hann horfði til baka og sá, að hann var orðinn langt á eftir. Hann beið, og þegar Canessa loksins kom, leyfði hann honum að kasta mæðinni í nokkrar mfnútur. Þetta endurtók sig. Og í eitt sinn, er þeir hvfldu sig, komu þeir auga á læk í f jallshlíð, og á bökkum hans mosa og annan gróður. Þetta voru fyrstu merki jurtalífs, er þeir höfðu séð í 65 daga, og Canessa, þótt þreyttur væri, klifraði upp að læknumpg týndi nokkur grös og stakk þeim upp í sig... Morguninn eftir héldu þeir niður eftir dalnum, fullir bjartsýni. Parrrado á undan, en Canessa dróst aftur úr. Þegar Parrado kallaði til hans og bað hann að herða sig, hrópaði hanp til baka, að hann væri þreyttur og gæti ekki gengið hraðar. „Hugsaðu um eitthvað annað," sagði Parrado, „leiddu athyglina að einhverju öðru en göng- unni.“ Canessa fór að ímynda sér, að hann væri að ganga eftir strætunum í Montevideo og líta í búðargluggana. Þegar Parrado bað hann enn einu sinni að hraða sér, svaraði Canessa: „Ég get það ekki. Ég missi þá af búðarglugg- unum.“ Sfðar fór hann að tauta nafn stúlku, sem Parrado hafði verið hrifinn af: „Makechn . . . Makechn .. .“ Nafn hennar hvarf f snjóinn, en Parrado hafði heyrt orð og brosti við. Afram sigu þeir og smám saman urðu þeir þess varir, á fótatak þeirrahvarffyrir miklum hávaða, sem jókst, þegar þeir nálguðust dalbotninn. Þeir urðu óttaslegnir. Hvað var til bragðs að taka, ef ófær á lokaði leið þeirra? Spennan að sjá það, sem framundan var, lagði hald á Parrado. Hanngreikkaðisporið og skrefhnsurðu lengri. Hann var kominn dalinn á enda. Utsýnið sem við blasti úti um mig, hugsaði hann. Rétt í því skall hann á vegginn og stöðvaðist. Hann hélt meðvitund. Veggurinn var af einum saman snjó. Augnabliki síðar náði Canessa í hann. „Nando, Nando! Ertu ómeiddur?" hrópaði hann ákafur. Parradó skreið seint upp úr snjónum. „Þetta er f lagi,“ sagði hann. „Við skulum halda áfram ...“ Þeir héldu varlegar áfram niður hlíðina. Klukkan fjögur síðdegis komu þeir að stórum, flötum kletti og ákváðu að nema staðar og þurrka föt sin fyrir dimmuna. Þeir töldu, að þeir væru komnir tvo þriðju leiðar niður hliðina. Eftir sólarlag skriðu þeir inn f svefnpokann og sváfu á klettinum. Þeir biðu í pokanum eftir fyrstu morgungeislunum, átu morgunverðinn, hrátt kjöt, fengu sér vínsopa og héldu enn af stað. Þetta var sjötti dagur ferðalagsins, og um miðdegið voru þeir við rætur fjallsins. Þeir höfðu komizt á staðinn, sem þeir höfðu hugsað sér, f mynni dalsins, sem lá til nakinna fjallanna. Skömmu eftir að þeir hófu ferðina niður dalinn bilaði burðarólin f bakpoka Canessa og hann varð að nema staðar og gera við hana. Hann var þakklátur fyrir að fá tækifæri til að tylla sér niður, því að kraftar hans voru ekki í bezta lagi. I hvert skipti, sem Parrado leit til baka, sá hann Canessa sitja í snjónum. Hann hrópaðatil hans að halda áfram, og Canessa skreiddist seint á fætur. Hann bað á göngu sinni. Við hvert skref eitt orð úr Faðirvorinu. Hugur Parrados beindist minna að föðurnum himneska en hinum jarðneska. Hann vissi, hversu sárt faðir hans þjáðist, og hve mikla þörf hann hafði fyrir son sinn. Það var dásamlegt. Það var enginn snjór. Undan hvftri skel- inni rann skollitaður árstraumur, sem féll ofan í djúpa kvos og veltist yfir hnullunga í vesturátt. Og þarna var töluverður gróður, meira að segja gul og purpuralit blóm. Sem Parrado stóð nú þarna, með gleðitár í augum, kom Canessa og hrópaði af fögnuði yfir því sem hann sá. Báðir skjögruðu þeir áfram eftir snjónum og hnigu niður á klettana á árbakkanum. Og þar, á meðal fugla og eðla, gerðu þeir bæn sfna til Guðs og þökkuðu honum fyrir að hafa leitt þá út úr Andesfjöllunum. Þeir voru sannfærðir um, að þeim yrði bjargað, en enn þá beið þeirra mikið erfiði. Þó að snjó væri ekki til að dreifa, var gangan þung. Þeir urðu að ganga eftir klettum og klöngrast yfir stóreflis grjóthnullunga og loksins komu þeir að snarbrattri brekku, sem lá niður í ána til vinstri handar við þá. Þeim kom saman um, að leggja frekar f ána en klífa brattann. Hún var á að gizka 25 feta breið, en straumþunginn var firnamikill, svo að hann flutti með sér stóra steina. Upp úr miðri ánni stóð klettur, er staðizt hafði strauminn og reis allhátt upp úr vatninu. Þeim leizt svo á, að þeir mundu komast yfir með því að stökkva fyrst út á klettinn og af honum á bakkann hinum megin. Cannessa stökk fyrst. Hann fór úr föturtum og batt saman þrjú nælonbönd og festi síðan um sig miðjan. Parrado hélt í annan endann, ef svo illa færi að hann dytti í ána. Stökkið tókst. Þegar Parrado sá, að félagi hans var heill á húfi, tók hann svefnpokann og batt við endann á spottanum og kastaði honum af öllum kröftum á bakkann hinum megin. Þar losaði Canessa hann og Framhald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.