Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1974, Blaðsíða 4
Haukur pressari með áhöldin sín. Bezt aS vera alveg hlutlaus. Teikningar: Halldór Pétursson. Fáir menn hafa skilgreint betur pólitískt hlutleysi á Islandi en Haukur vínur minn Guðmunds- son, er þekktastur var sem Haukur pressari. Hann kom oft á heimili mitt og ævinlega til mik- illar ánægju. Hið hýra bros hans og glettnislegt tillit, er hann hóf straubolta sinn og dampaði buxurnar mínar, um Ieið og hann miðlaði mér af lifsreynslu sinni, það gleymist ei. Haukur skynjaði af næmri tilfinningu hjartslátt samtíðarinnar, hann hafði það sem kallað er á fínu máli hinna langskólagengnu „instinkt" þessara, sem Sjónvarpið höfðar til í stöðuauglýsingum sínum með háskólamenntun og tungumála- kunnáttu. Eg man nú ekki í svip- inn hvaða hugsýkiskast hafði gripið um sig í litla samfélaginu okkar. „Plágan hafði gengið" segir í leikhússöng og dálkar blað- anna voru fullir af einhverri þrætubókarlist. Og brigslyrðin gengu á víxl, engu síður en klögu- málin á dögum Kaifasar og Pílatusar. Mannkynsfrelsarar voru margir og í öllum flokkum. Náttúrlega fyllti ég einn þeirra, og auðvitað hafði hann á réttu að standa. Haukur stóð við eldhúsborðið, sem nú var orðið að pressuborði hans. Hann lét vingjarnlega dælu sína ganga, meðan hann hóf boltann og þrýsti honum með krafti sannfæringar á hæfilega votar buxnaskálmar mínar. Hann ræddi um hlutleysið. Ræða hans var eitthvað á þessa leið: „Góði Pétur minn, ég ætla að biðja þig um að hætta að skipta þér af þessari pólitík. Þú átt að vera alveg hlutlaus. Það er lang- bezt fyrir þig að hætta þessu aiveg. Vertu bara hlutlaus. Þú skalt ganga í Varðarfélagið og kjósa Sjálfstæðisflokkinn og vera alveg hlutlaus. Það er ómögulegt fyrir þig að standa í þessu. Þú tapar bara á þessu. Þetta er alveg rétt hjá mér. Gerðu það fyrir mig. Þetta er tóm vitleysa hjá þér. Það er bezt að vera alveg hlutlaus. Þá verður enginn reiður við mann. Það er ómögulegt að láta alltaf vera að skamma sig.“ Svo greip Haukur buxurnar og sneri þeim í kleinu og dembdi þeim á borðið og nú sneri hin hliðin upp, það var hægri hliðin. Hann breiddi pressustykkið sitt varlega yfir. Nú sneri vinstri hliðin norður og niður og hann pressaði hægri hliðina af miklum kærleika og vandvirkni. Ég á enn þá buxurnar frá þessum góðu, gömlu dögum. Gljáinn á vinstri skálminni minnir mig alltaf á ræðu Hauks um hlutleysið. „Vertu hlutlaus, gakktu í Varðar- félagið og kjóstu Sjálfstæðisflokk- inn. Þá losnarðu alveg við þessar skammir" sagði Haukur. Svona var hann næmur á hlutleysið. Ég fæ stundum skammir enn í dag. Kannske er það af því að ég hefi ekki fylgt ráðleggingum Hauks. Aftur á móti vissi ég um ungan mann, sem var talinn rót- tækur í skoðunum. Hann varð fyrirvinna fjölmennrar fjöl- skyldu. Börnin konunnar voru fædd áður en hann kom til sögunnar, svo þetta var erfiður barningur. Hann tók þann kost að ganga í dugnaðarmannafélagið Sjóðinn. Nema hvað. Hann fékk mannaforráð og safnaði holdum. Svo mætti hann holdgrönnum hugsjónaglóp, er segir við hann: Hvaöa djöfull ertu orðinn feitur.“ „Já,“ svarar fyrirvinnan, „svona gætir þú líka verið orðinn". Hvað er annars hlutleysi og á hverju byggist viðhorf okkar til manna og málefna? Að hvað miklu leyti er afstaða okkar bundin til- finningum, eigin hagsmunum, eða fordómum, sem við eigum bágt með að gera okkur grein fyrir í fljótu bragði? Við hvað '1!i igurður Berndsen við Útvegs- ankann. Krónan hafði verið að Pétur Pétursson útvarpsþulur Aö sjööa úr köldu Um hlutleysi, östöðugleika krönunnar og verðgildi smömyntar miðum við í dómum okkar? Tökum t.d. Esjuna, þó að hún sé hvorki maður né málefni. Við lýsum henni héðan úr Reykjavík eins og hún birtist okkur með fönnum og giljum, séð frá höfuð- borginni. „Esjan er yndisfögur utan úr Reykjavík" sagði skáldið i ljóði sínu. Kerhólakambur, Kistu- fell, Moskarðshnúkur. En Esjan sést einnig úr Kjósinni. Þaðan er svipmót hennar annað, en á þó jafnmikinn rétt á sér. Esjan ætti að vera falleg úr Kjósinni. Þar er Laxá og það er „fallegt, þegar vel veiðist" eins og bóndinn á lax- veiðijörðinni góðu í Borgarfirði sagði, er rætt var við hann um náttúrufegurð f sveit hans. „Ég er úr Kjósinni“ sagði Valdemar Helgason f „Islandsklukkunni" fyrir munn sögupersónunnar. Þetta tilsvar gleymist seint þeim, er sáu sýninguna. Leikaranum tókst vel að koma til skila hreppa- krit Mosfellsingsins HKL, sem þrátt fyrir víðsýni heimsborgar- ans gat ekki á sér setið að hnippa í gamla granna og gefa í skyn með því ósagða. Esjan hefir annan svip, ef horft er úr Kjósinni, engu síður en Mosfellssveitinni. Svo ekki sé talað um, ef maður klífur Esjuna og stendur á tindi hennar. Þangað hljóp Helgi frá Brennu á undan ferðahóp frá F.í. árla morguns með súkkulaðipakka og stakk í vörðuna. Pakkinn var kveðja til ungrar danskrar stúlku, er hafði hlýtt þolinmóð á frá- sagnir hans f bílnum og skotið inn einsatkvæðisorðum á réttum stöðum og var þessvegna mjög gáfuð og vel að sér. “Hvað er Esjan þung“ sagði séra Matthías, höfundur þjöðsöngsins, sem heyrist sjaldan nú orðið, við séra Pál í Gaulverjabæ, föður Arna Pálssonar. Matthfas bjó á Móum á Kjalarnesi. „Þú ættir að vita það: Þú býrð undir henni“ svaraði séra Páll. „Komirðu karl minn nærri, kynleg er men jagná. Hún lyktar af ljótum svita og lús skríður aftaná“ sagði Þórbergur í ijóði sínu, sem fyrr var vitnað til. Svona eru hlutirnir afstæðir. Jafnvel fjall, sem við höfum fyrir augunum daglega, kallar fram ótrúlegustu fjölbreytni viðhorfa og athugasemda. Enginn einn hefir sömu afstöðu. „Hvaða f jall er þetta?“ var sagt við Lása kokk og maðurinn benti á Esjuna. „Ég veit það ekki. Það er bara búið að vera iengi þarna“, sagði Lási. Auk þess að vera sérfræðingur minn í hlutleysi var Haukur líka efnahagssérfræðingur minn á dögum hinnar óstöð- ugu gengisskráningar. Hann hafði að vísu ekki hið djúpa innsæi Sigurðar Berndsen, sem»tjáði mér eitt sinn, er hann opnaði hjarta sitt, að það væru bannsett fífl, sem ekki skildu, að krónan hefði alltaf verið að falla sfðan á dögum Krists. Einhver vel valin orð lét Sigurður fylgja og trúlega hefir ræða hans endað á tilvitnun í Einar Benediktsson, sem hann dáði hvað mest. Ekki man ég, hvort það var „Gnótt í hans hönd, en aska í minni“, eins og gjarnan mætti standa á 5000 króna seðlinum, sem mynd Einars prýðir. Gnótt f hönd fjármálaráð- herrans. Aska f hendi launþeg- ans. Mig minnir, að Sigurður stæði og hallaðist upp að hinu stílhreina peningamusteri Ot- vegsbankans, þegar ég hlýddi á ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.