Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 15
UNDARLEGT er, hve oft eru mikil illindi í kringum listamenn — minnsta kosti ís- lenzka listamenn. Sumum finnst þetta að vísu ekkert skrítið og segja, að listamenn hljóti alltaf að vera með öðrum hætti en aðrir menn. Þetta er soldið rétt, þvi að einstaka listamenn sjá alla hluti á ská og eru aldeilis hlessa á, að þeir skuli ekki vera einhvern veginn öðruvísi en þeir gerast. Við þessu er ekkert að segja. Hitt er verra, þegar alls konar gosar útnefna sig listamenn á unga aldri og halda þeirri útnefningu til streitu. hvað sem á dynur. Ollum er Ijóst, og þó kannski einkum þeim sjálfum, að þeir eru ekki fremur listamenn, heldur en þeir Napóleónar, sem fram hafa komið á síðustu öld og eru á stofnunum, eru Napóleón. — En listamenn skulu þeir vera og því er nauðsynlegt að berjast um með enn meiri listamannafyrirgangi en alvöru listamenn. Stundum flýgur að manni, að þessir napóleónar séu í verulegum meirihluta í félagssamkundum listamanna og þess vegna sé svo óveðrasamt í kringum þær. Rithöfundar eru í tveimur félögum. Þau saka hvort annað um brigsl og svikráð og hvers konar launungarmakk með almannafé. Nokkrir ungir rithöfundar stofna svo enn annað félag, sem telur að hin félögin tvö séu vond og þangað eigi ungir menn ekkert að sækja. Ekki vilja þó allir rithöfundar ganga í þetta ungra manna félag. Nýverið vildi Morgunblaðið ekki lengur vera með í silfurhrossinu og þegar skáld fékk það engu að síður fyrir nokkru, þá kvaðst það hafa verið á báðum áttum um hvort það vildi þiggja hrossið. Skáldið ákvað þó að hýsa hrossið, en taldi ástæðuna til þeirrar niðurstöðu eiqa að vera leyndarmál. I fyrra útbýttu leiklistargagnrýnendur silfurlampanum og örá þá svo við að honum var hafnað með enn meiri viðhöfn heldur en hann hafði nokkurn tíma verið þeginn. Allt var það með hefndarbrag, en ekki var þó Ijóst hver hlaut mestan sómann af verð- launaveitingunni það sinnið. — Þessi tvö dæmi sýna glöggt, að listamenn og gagnrýn- endur elda mjög grátt silfur sin á milli. Allir kannast við viðbótarritlaunin og um- ræður og viðbótarumræður um þau og allir muna eftir sjónvarpsþættinum góða, þar sem listamenn veittu aðdáendum sínum við- bótarskemmtan eftir öll afrek sin það árið. Hér hafa einungis verið tilfærð örfá dæmi um vargöld listamanna og hjaðningarvig þeirra og gagnrýnenda. Ég sagði í upphafi, að þessi illindi væru undarleg, en ég hef ekki sett fram neina skýringu á þeim. Þó hallast ég að þvi, að napóleónarnir meðal lista- mannanna séu mestu friðarspillarnir. Þeir virðast halda að nafn þeirra og Ijómi af því og verkum þeirra verði meiri en ella, ef þeir standi hærra i dægurlífinu og hvers konar skætingur og illindi út í allt og alla sé til þess fallið. Og kannski verður fyrirgangurinn til þess, að samtímamenn þeirra efist ekki um að þar fari sannir menn og miklir i list sinni. En við verðum að vera þess minnug að allir sjálfskipaðir Napóleónar hafa staðið stutt við í sögunni og þegar til lengdar lætur minnast menn einungis þess eina og hálfa, sem uppi hafa verið. Davíð Oddsson kemst þýðandinn á einum stað svo aðorði: „ — Haiku-formið (austur- lenskt form) hefur áður verið minnst á,ogí stuttumspekiljóðum sínum með hinni hrífandi mynd- notkun má finna skyldleika með Jóni tir Vör og nokkrum norskum ljóðskáldum, sem frá upphafi skáldferils síns hafa lagt rækt við þetta ljóðform, til dæmis Olav H. Hauge og Jul Haganæs — “ Hér er ekki um að ræða gagnkvæm áhrif, heldur hafa lindir einnar og sömu uppsprettunnar kvíslast til þessara manna, einnig kann eðlisskyldleiki skáldanna að koma hér við sögu. Ég ætla að tilfæra hér fáein dæmi, sem mér virðast einkenn- andi fyrir ljóðstíl Haganæs, en því miður i lauslegri og mjög ó- fullkominni endursögn. Fyrstu bók Haganæs „Aprílnætur" get ég ekki rætt um, þar sem ég hef ekki séð hana. En 1967 kom út næsta bók hans: „og dagane draup“. Þar tekst honum í 6 lín- um að halda þessa eftirminnilegu ræðu: Andlits þíns gætir þú vei. En hjarta þínu hjarta þinu gleymdirðu því? Spenntu ekki greipar án þess að biðja. Og i enn styttra máii tekst hon- um að lýsa þeim yfirþyrmandi vanda, sem skáldið hlýtur að horf- ast í augu við, þegar þaðyrkir: Pappírsörkin auða Draumurinn stríð þitt er háð milli stjörnu og snjófannar. Ég virði þig vanvirti svartfugl af því ég hef séð að þú hækkar flugið þegar á móti blæs. „Vindskag" heitir þriðja bók Haganæs. Hann heldur áfram á sömu braut — að kafa eftir perl- um og slípa þær, þangað til aðeins kjarninn er eftir. Hér hvislar hann aðskáldinu: Reyndu að gripa andartak sólglitsins á gneistandi skafli tindsins. Reyndu að handsama flaum alls hins svipula. Og hér er gamalkunn mynd í nýju persónulegu ljósi Valdres- skáldsins: Úr beisku beri sem þú fannst i snjónum hið súra saft þú saugst. En ljúfur var munnurinn sem þú kysstir aldrei og fegurstur fuglinn sem flaug. Fjórða bók Hagnæs: „Signal til vengene" kom út 1972. í greinum um þá bók láta sumir ritdómar í ljós efa um, að.skáldið komist öllu lengra í meitlun og samþjöppun. Ljóðin nálgast það æ meira, að verða eins og spakmæli höggin í bautasteina. Undir fyrirsögninni: „Kráka“ standa þessar línur: Haganæs finnur snjöllustu symbol sín úti i náttúrunni, en ekki inni á bókasafninu, segir einn gagnrýnandinn. Og enn leyfi ég mér að vitna í annarra orð. Einn frægasti bókmenntafræð- ingur Norðmanna, Olav Dalgard, skrifar í Arbeiderbladet um „Signal til vengene“: „Jul Haganæs er atvinnublaða- maður við blaðið „Valdres", en það er ekki að sjá, að þetta starf sé hemill á Pegasus hans, jafnvel þó að Hans E. Kink hafi kannski rétt fyrir sér i því, sem hann sagði einu sinni, að betra sé skáldi að vinna fyrir daglegu brauði sem skósmiður en blaðamaður. Einnig í ár er ástæða til að heiðra Haganæs með blómvendi fyrir heiðarlega og dygga þjónustu á vegum vængjahests- ins. Ljóðform hans verður knapp- ara og beinskeyttara með sér- hverri nýrri bók. Ljóðagerð Austurlanda hefur gefið honum ákjósanlega viðmiðun, þó að í ár kunni Olav H. Hauge að standa honum nær. Þetta er gott og blessað, en það fer að hvarfla að manni, hvort þetta stuttkvæða- form muni ekki í þann veginn vera að ná fullkomnun sinni, og að þar með hafi það lokið lilut- verki sínu. Iíaganæs fjallar í mörgum ljóð um sínum um þau öfl, sem á okk- ar dögum ógna allri skáldlegri hugsun og tilfinningu. I kvæðinu: „Gras milli malbiks og múrs“ teiknar hann fagra mynd af stráðinu, sem brýtur sér braut upp f gegnum sprungu á þrúgandi þungu malbikinu, — grasstráinu sem í „skjálfandi þrjósku hafði fest von sína og trú á örlítinn brest“. Það er vafalaust einmitt þessi þrjóska, sem heldur lífinu í hart leiknu skáldi nútímans, hvort sem það tjáir sig í orðum eða litum. 1 hávaða vélanna hlýtur ljóðskáldið að velja hina hljóðlátu fáorðu ræðu, í von um, að i það minnsta fáeinir viðstaddir vilji hlýða á það: Hinn gasprandi hátalara heyrir enginn lengur feita letrið sér enginn lengur tími er til kominn að skrifa öll orð með litlum bókstöfum. Svo satt sem það er sagt! Og það borgar sig að hlýða á það sem Jul Haganæs hefur að segja okkur um, hvernig sé að iifa andlegu Iffi umluktur hinni kæfandi plast- Öld“. Síðasta ljóðasafn Jul Haganæs: „Nyper í frost“, kom út núna í haust á vegum Noregs Boklag. Hér er allt með snillingsbragði. í hverju einasta ljóði tekst skáldinu að segja eitthvað mikil- vægt. Ekkert ljóðanna er svo dularfullt, að það sé manni óskiljanlegt, en þau eru margræð. Sérhver lesandi getur lagt í þau sinn persónulega skilning. Látum eftirfarandi ljóð sem er ein- kennandi fyrir skáldlist Jul Haganæs verða kveðjustef okkar að sinni — (í sorglega ófull- kominni þýðingu); Nógu snemma. Marr keipanna þagnar Nú drýpur hljóðlega af árablöðunum Mjúklát gjálpar bára við byrðing Hann dokar við þvf að allt í einu létu honum ljúflegast hin lágværu hljóð: frá innfjarðarbáru áttlausri golu meðfróandi angan af tjöru, fersku vatni og lauffalli Nógu snemma mun kjölur urga við fjörustein. Guðmundur Daníelsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.