Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 6
SIR Alec Guiness líkist flestum leikurum í því, að hann óttast slæma gagnrýni. Engan þarf því að undra þótt hann hafi borið nokkurn kvíða í brjósti fyrir apríl og maimánuðum þessa árs. Níu dögum eftir 59. afmælisdag Sir Alecs, þ. 11. apríl, var frumsýning á hinni nýju kvikmynd Zeffirellis Brother Son and Sister Moon og þamm 23. april s.l hóf hann í Ox-- fordleikferðalagsittmeð fyrstu sýningu á hinu nýja Ieikrili Alans Bennetts Habeas Corpus. Og ekki hefur það skotið honum minni skelk í bringu, að í nóvember var fyrsta sýning í heiminum á kvik- myndinni Hitler: The Last Ten Days; en hún fjallar um siðustu dagana á ævi Hitlers. Og þannig blasti við Sir Alec gagnrýnismat á meðferð hans á hlutverki for- ingjans. Það talar sínu máli, að nálega 40 árum eftir að Sir Alec steig sín fyrstu spor á leiksviðinu í statista hlutverki, skuli hann samtímis koma fram á þrennum vettvangi, í hlutverkum, sem ekki einungis sýna þrjár mismunandi hliðar á margbrotnum hæfileikum hans, heldur einnig hve hann hefur gaman að því að fást við ólík verkefni. Ef til vill er honum auðveldast að fást við hlutverk Innocentiusar páfa III. í Brother Son and Sister Moon; það hlutverk er ekki stórt en mjög virðulegt. Þess háttar verkefni freista margra feikara. Þarna er um hlutverk að ræða þar sem öll athyglin beinist að persónunni meðan hún kemur fram. Hér þarf leikarinn lítið annað að gera en að leggja til yfirbragð og fas aðsóps- mikillar valdspersónu. Hlutverk Hitlers í The Last Ten Days er algjör andstæða slíks hlutverks. Þetta hlutverk telur Sir Alec hafa verið þá mestu þrekraun, sem hann hafi tekist á við í leiklist. Þegar hann er spurður um það, þá horfir hann niður, hristir höfuðið, næstum eins og skelfingu lostinn, trg tautar: „O, það var . . . mér þætti annað en gaman að ganga i gegn um þá raun aftur.“ 1 níu mánuði sökkti hann sér niður i þetta hlutverk, og var engan veginn viss um að hann mundi ná réttum tökum á því: „Ég mun aldrei framar taka að mér svona stórt hlutverk," sagði hann. Sir Alec nýtur þess að leika í kvikmyndum. Hvort sem hlut- verkið er sniðið fyrir hann sér- staklega eða hann verður að sökkva sér niður í sálarlíf annarrar persónu. En engu að siður ann hann leikhúsinu mest. Hið nýja Ieikrit Alans Bennetts, Habeas Corpus, sem sýnt er um þessar mundir á Lyric-Ieikhúsinu, er þvi sérstaklega ánægjulegt viðfangsefni fyrir manninn, sem eitt sinn sagðist vera orðinn þreyttur á gömlu klassisku leik- ’ritunum og vildi leika í hinum nýju. í leikhúsinu, segir hann, vinnur maður með litlum, sam- stilltum hópi, og þar er eínmana- leikinn, sem grípur mann við V* ? * * i tsjmjf. Þar sem hann situr stífur á þröngum stól byrjar hann á þvi að segja, að honum sé meinilla við blaðaviðtöl. Hann viðurkennir að hann hafi verið ákaflega einmana í bernsku. Hann þekkti aldrei föður sinn. — „Þér vitið, það var eitt af þessum uppleystu heimilum, sem svo oft er talað 'im.“ Hann eyddi mestum tíma .ínum í heimavistarskólum, þar sem hann iðulega hélt einnig kyrru fyrir í fríum sínum. Hann segist ekki muna eftir sér öðru Vísi en hann langaði til að verða leikari. En fyrsta dásemdartæki- færið til þess að losna frá sjálfum sér bauðst, þegar hann var 14 ára. Einhvern veginn hafði ég krækt mér í hárkollu með löngu, sléttu hári. Eitt kvöldið áður en ég fór að hátta setti ég hana upp. Svo dró ég dálítið af ull út úr dýnunni minni og límdi á mig yfirskegg og dálitinn hökutopp, og ég hugsaði: „Ég er eins og karl I. Og ég fór að fá tilfinningu þess að ég væri.Karl I. Það var njiklu betra heldur en að finnast ég vera ég sjálfur. Og ég varð ósköp konunglegur . . . Vitanlega gleymdi ég þvi, að höfuðið var höggvið af honum." Þrátt fyrir það, að Sir Alec hafði frá upphafi þessa sterku löngun til leiklistar, þá vann hann almenn skrifstofustörf í 18 mánuði, áður en hann hætti því til þess að fá tilsögn í leiklist. Fyrsti kennari hans sagði honum, að hann hefði enga hæfileika. En Guinness gafst ekki upp. Hann bjó einn og var studdur fjárhags- lega og með öðrum hætti af vinum sfnum við Fay Comptonleiklistar- skólann. Um þetta segir hann: „Fólk var mjög gott við míg. Ég veit ekki hvers vegna. Ef til vill héldu menn að ég kynni að verðá leikari eirihvern tima.“ Þegar giskað er á það, að þessu ágæta fólki kynni blátt áfram að hafa geðjast vel að honum, verður hann undrandi á svipinn: „Já, það er vitanlega ekki óhugsandi." Svo fór hann að fá smáhlutverk. Tveimur árum siðar lék hann svo kvikmyndastarfið útilokaður. Þar við bætist unaður þess, að skapa gervið, bíða eftir að tjaldið lyftist, og að halda áfram áð .orskast i hlutverkinu frá kvöldi til kvölds. Hvorki Alan Bennett né Sir Alec eiga létt með að Iýsa þessum nýja gamanleik og höfuðpersónu hans. Sir Alec byrjar: „Þetta er kvensamur læknir, sem kemst í bobba, vegna þess að hann fær ekki staðist sjúklinga sína. Hann hefur tilhneigingu til þess að fara á f jörurnar við þá ...“ Og Sir Alec lýkur aldrei við setninguna. Hann •litur niður og yppti öxlum: „Hvern er maður að leika? Ég veit það satt að segja ekki. Það er sagt, að hann sé læknir, en sú staða hans kemur reyndar málinu harla litið við. Ég veit ekki . . . hvað þetta snýst um allt saman." Maður veit satt að segja ekki hvaða ályktanir maður á að draga af orðum leikarans. I þau 40 ár, sem Sir Alec hefur fengist við leiklist hefur hann viljandi komið því orði á sig, að hann sé ófram- færinn, feiminn og vilji fá að vera i friði. Þetta verkar eins og sjálf- virkur hemill á blaðamann, sem vill ná tali af honum, þannig, að spurningar verða að ágiskunum og niðurstöður að efa. Einhver sagði einhvern tíma, að það væri líkt því aðeiga blaðaviðtal við Sir Alec og fétta í símaskránum i Moskvu, sem ekki eru í réttri staf- rófsröð. En það er líkara því að ná taki á rennsléttu, skínandi plasti. Það var táknrænt, að þegar við ætluðum að takast i hendur, þá fóru þær einhvern veginn á mis við hvor aðra . . . svo varð andar- taks vandræða-þögn og síðan náðum við sambandi, en ekki þó lengur en ýtrastakurteisikrafðist. í íbúðinni í London, þar sem hann tekur á móti slíkum næstum óvelkomnum gestum, er andrúms- loftið svalt — litir bláir, Ijósir og Ijósgulir. Ibúðin erríkmannlegog dálítið tómleg. Þau Sir Alec og •kona hans eyða öllum stundum á heimili sínu í Hampshire, svo þessi glæsilega íbúð er lítið notuð. ALEC GUINNESS Eftir Ben Mooney Ævar R. Kvaran þýddi Þannig kýs Sir Alec Guinness að ræða við gesti. Hann vill fremur liggja hálfpartinn útaf en sitja í venjulegum stól. Abel Drugger In The Alchemist The Admiral in Kind Hearts and Coronets A bank derk in The Lavender Hill Mob The Cardinal in The Prisoner Adolf Hitier in Hitler. The Last Ten Days Jock Sindair in Ttmes of Glory Sir Alec Guinness hefur andlit, sem auðvelt er að breyta. Hér sést hann í ýmsum hlut- verkum, lengst til hægri í hlutverki Adolfs Hitlers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.