Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 13
Landar þeirra kalla leigubíl- stjórana gjarnan Kamikaze. Þeim þóttu aðfarir þeirra minna á sjálfsmorðsflugmennina í síðari heimstyrjöldinni, sem gengu undir sama nafni. Kamikaze þýðir annars „guðdómlegur vindur“ og var haft um sterka typhoon vinda, sem færðu Japönum sigur gegn óvinaherjum fyrr á tímum. í heimsstyrjöldinni síðari áttu sjálfsmorðsflugmennirnir hins vegar aðgegna þessu hlutverki. Mosi Japínurnar, þetta skáeygða, svarthærða dúkkuafbrigði, sem vart stendur út úr hnefa, á heiðurinn af vel helmingi allrar fólksmergðarinnar í Japan. Japönsku stúlkurnar væru dágóð ur efniviður í langar og margflétt- aðar lýsingar. Ég verð eiginlega að fara nokkrum orðum um þær, af því ég veit, að þið hafið svo gaman að öllu slíku, þó að sjálfur hafi ég ekki minnstá áhuga eða skilning á svona hlutum. Mosi er sennilega það fyrsta, sem þú heyrir Japínurnar tala um. Þú hringir í einhverja stofn- unina og skræk tístandi rödd hin- um megin svarar: „Mosi.Mosi", sem þýðir sennilega halló eða eitt- hvað í þá áttina. Þetta eilífa tíst í japönsku kvenfólki, þó sérstak- lega, þegar hitt kynið er nærri, mun eiga að láta i ljós undirgefni þeirra við karlmennina. Það er því af ærnum ástæðum, að Japan hefur verið kallað „Paradfs-karl- mannsins". Þarlendum karlmönn- um líst vel á þessa skipan mála, ei) erlendir kynbræður þeirra fá sig fljótlega fullsadda á þessum dúkkuleik. En Japfnurnar halda sinni undirgefni áfram og hlæja bara að öllu saman með tísti, sem mirinir á ókynþroska mýs, bera höndina upp að munninum og lita feimnislega undan. Maður áttar sig kannski ekki alveg strax á, hvers vegna þær bera höndina fyrir munn sér. En svo sérðu tennurnar og þá verður allt degin- um ljósara. Japanskar tennur virðast nefnilega í óvenju ríku mæli gæddar þeirri ónáttúru að eyðileggjast eða vaxa út og suður. Og þegar litið sætt andlit brosir, á það til að breytást í bros uppgjafa atvinnuboxara með járnbentar tennur. Falskur fölvi Enginn er ánægður með sitt og þegar við dreifum okkur undir hverja sólarglætu til að koma okkur upp hraustlegu útliti, hætta Japínurnar sér vart út fyrir hús, án þess að hylja andlitið með fegurðarmykju eða öðru tiltæku, svo andlitið haldist bleikt sem barnsrass og fari betur við Kimonoinn, sígilda japanska bún- inginn, sem hver kona klæðist minnst einu sinni á ári. Það er föla yfirlitið, Ijósa hárið og stóru augun, sem Japanir öfunda okkur mest af. Og söguhetjur í japönsk- um myndablöðum ýta dyggilega undir þessa aðdáun með sinu mjallhvíta hári og súpuskála- augum. Jafnvel amma Franken- steins mynda sigra fegurðarsam- keppni, ef væri hún Ijóshærð og stóreygð. Það þarf vart að geta þess, að veikleiki þessi kemur sér einkar vel fyrir unga ljóshærða menn, en þeir ættu þó að láta vera að fara höndum um japanskt kvenfólk nema setja upp vinnuvettlinga og samfesting, þvi fölvinn á andliti þeirra og jarpa hárið er sjaldnast ekta. Og mundu. að þegar japanska stúlkan segir „Dame!“ finnst henni nógu langt gengið ......(eða svo segja þeir). Geishurnar Öfugt við það, sem margir halda, eru hin frægu „Geishu"- samkvæmi með þvi leiðinlegasta, sem japanskt samkvæmislíf býður upp á, og það er betra að láta þau alveg eiga sig nema þú sért hreint og beint þvingaður til aðfara. Eftir að hafa í korter hlustað á brandara og tíst Geishunnar, sem þú skilur ekkert í og þér myndi finnast jafnleiðinlegt þótt þú skildir, langar þig að komast i burtu. En þaðværi ákaflega móðg- andi og lítillækkandi gagnvart gestgjafanum, sem er með þessu samkvæmi að veita þér mikinn heiður, þvi Geishu-samkvæmi er ein dýrasta „skemmtun", sem fyrirfinnst. Ein ástæðan er sú, að Geishurnar ná ekki hátindi leikni sinnar í að hella sakevíni í bolla, halda uppi leiðinlegum samræð- um og jafnvel að dansa og syngja, fyrr en þær eru komnar á sextugs- aidurinn og taka þá góðan skild- ing fyrir. Því lengur, sem sam- kvæmið endist, því dýrara verður það og því meiri heiður telur gest- gjafinn sig vera að gera þér. Því verður að reyna að taka þessu með þolinmæði, í von um, að Geishan fari ekki líka að syngja. í'haritv Beth Coman BÆKll 06 HOFUNDAR Þessum fáu orðum er ætlað að standa hér í tilefni þess að Ragnar Jónsson verður sjötugur nú I vikunni. Ugg- laust verður llfsferill Ragn- ars rakinn á öðrum vett- vangi á afmælinu. Ef ein- hver verðskuidar heitið menn- ingarviti i beztu merkingu þess orðs, þá er það Ragnar. Ein- staklingsf ramtak hans hefur verið með þeim hætti, að það mun lengi verða góð og gild fyrirmynd. En Ragnar hefur ekki aðeins hlúð að listinni al- mennt og gefið út verk ungra og ókunnra manna. Hann hef- ur til dæmis sjálfur skrifað hér i Lesbókina og telst svo prýði- lega ritfær, að þeir sem kalla sig rithöfunda mega hafa sig alla við að standa honum jafn- fætis i því tilliti. Meðfylgandi portret af Ragnari málaði Nina Tryggva- dóttir, sem var Árnesingur eins og Ragnar. Örfá portret. sem Nina málaði af framámönnum i menningarlifi þjóðarinnar, eru með þvi bezta sem gert hefur verið i islenzkri portretlist. Það var i rauninni skaði, að Nina skyldi ekki leggja meiri rækt við þá hlið myndlistarinnar, svo augljósa tilfinningu sem hún virðist hafa haft fyrir henni. HERMAl MELVILLE 1819-1891 Melville, höfundur „okkar einu, episku skáldsögu", eins og Banda- rikjamenn segja stundum lifði sina ævi þvínær óþekktur. Hann var utan- garðsmaður að eigin ósk og annarra, byltingarmaður þjóðfélagslega séð, flúði á náðir hafsins eða bókmennt- anna undan hinum siðmenntaða heimi. Verk hans lágu í þagnargildi, Moby Dick var aðeins gefinn út tvis- var á meðan hann lifði og það var ekki fyrr en þrjátiu árum eftir lát hans, að alvarleg tilraun var gerð til að skrifa ævisögu hans. Verk Melvilles eru byggð á fimm ára lifsrevnslu á sjónum — á hval- veiðiskipum, kaupskipum og herskip um. Hann lagði á hafið árið 1844, þá tuttugu og fimm ára gamall, og sjö ár liðu áður en Moby Dick eða „Hvalurinn" eins og fyrsta út- gáfan hét i London var fullgerð. Melville kvartaði yfir þvi við vin sinn, hversu erfitt væri að sjóða skáldskap úr hvalspiki, en gerði siðan einmitt það, svo úr varð eitt helsta sigilt skaldverk heimsbókmenntanna, að líkindum mest allrá I ameriskum bókmennt- um. Lifsmynstur Melvilles fylgdi persónuleika hans, óreglulegt, marg- slungið og uppreisnargjarnt. En af sundurlausri, jafnvel ruglingslegri reynslu. spratt hugarfar og persónu- legt lífsviðhorf, sem áttu eftir að lifa hann um langan aldur. j „Typee" kemur fram reynsla hans meðal mannæta á Marquesaeyjum, i „Omoo" dvöl hans á Tahiti. En af hinum fjölmörgu verkum hans i bundnu og óbundnu máli ris „Moby Dick" hæst og mun, eins og Samuel Butler segir um mikilleikann, „lifa i lifi þeirra, sem enn eru ófæddir". MOBY DICK Er ég var nýlega beðinn að nefna það skáldverk, er ég, sem Banda- ríkjamaður, væri hreyknust af, svar- aði ég hiklaust: „Moby Dick". Þetta er stór bók, ein þeirra allra stærstu og á ég þar síst við lengd hennar. Bókin er meitluð úr ævintýrum Melvilles á sjónum, vlðtækum lestri hans á hvalfangarasögum og sígild- um bókmenntum yfirleitt og upp af þessu reis „Moby Dick" sem eitt öflugasta einstaklingshyggjuverk, er nokkru sinni hefur verið skrifað. Ahab, ein áhrifarikasta and-hetja skáldsagnagerðar, bindur, hrifur og skelfir áhöfn sina og lesandann um leið, er hann stjórnar skipinu „Peaquod" til óumflýjanlegrar tor- tímingar í leit að örlagavaldi sínum, hvíta hvalnum. Svo margþætt sem bókin er, getur lesandinn glimt við táknmál hennar endalaust, en hversu djúpt sem sumir kunna að kafa, er yfirborðið nógu úfið og æsandi til að veita ánægju hinum óreyndustu unnendum ævintýra- sagna. í „Moby Dick" er viða minnst beinlinis á Ísland, en aðalefnisþráður bókaripnar myndi falla Islendingum I geð þó svo væri ekki. Allir eybúar vita af eðlisávisun, að „hugur og haf eru bundin ævarandi böndum", og þeim er eðlilegt að hneigjast til „hafdrauma". Stefið um manninn, etjandi kappi við umhverfið, hæfir þar beint i mark.Sérhverhvalfangari, fiskimaður, bóndi þekkir þá baráttu. Og íslendingar hafa öðrum fremur kynnst skelfinguin og grályndi höf uðskepnanna, sem geta gætt menn lotningu, virðingu, þolgæði og umbun erfiðis — eða einþykkni, hatri og tortlmingarhvöt. Þolgæði er Ahab fjarri: „Ég myndi berja sólina, ef hún móðgaði mig," hrópar hann. Þvi leitar hann í hefndarhug hvals- ins, sem limlesti hann, og þvi biður hann ósigur fyrir öflum, sem eru manninum máttugri. Sagan liður fram I bylgjuhreyfing- um hafsins. hefst upp á öldutoppa spennandi atburða, berst á lygnum sævi innskota Melvilles af hrífandi frásagnarefni um hvali, hvalfangara og hvalveiðar. Þetta er meistaraleg samsuða skáldskapar og raunveru leika, sem seður lesandann, en skilur hann samt eftir hungraðan í meira. „Ég er búinn að skrifa Ijóta bók^ og þó finnst mér ég flekklaus eins og lamb," skrifaði Melviile til Hawthorne. Hið sama finnst lesand- -num að loknum lestri bókarinnar. T.St.þýddi (>3;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.