Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 9
 Emil Nolde: Spámaðurinn, trérista. urlönd og hvað eftir annað til Frakklands. Það var einmitt úr einni slíkri för, sem hann kom með verk neoimpressjónistanna, en í verkum þeirra sá hann mik- inn lærdóm i meðferð hinna hreinu lita. Hugur Kandinskys var ekki einungis opinn fyrir mál- urum likt og Seurat, van Goglt og Gauguin, hann hreifst einnig af Matisse og hópnum i kringum hann, er neíndist Les Fauves (villidýrin), en í þeim hópi voru menn eins og Derain, Vlaminck, Dufy, Mai'quet, Rouault, Dongen, Friez, — og þá á sér stað fauves- tímabilið i þróun Kandinskys. Hve mikið sem hann notfærði sér jugend- eða fauvesstil i myndir sínar, var sem hann meðtæki stil- brögðin gegnum gler hinnar rúss- nesku þjóðsögu, þar er jafnan eitthvað rússneskt.sem einkennir mvndir hans þann tíma, hvað svo sem htrnn málar. Samlandi Kandinskys, Alexej von Jawlensky, fyrrverandi liðsfor- ingi, var einnig hreinræktaður Rússi, með mikla tilfinningadýpt, en fremur dulmagnaða en and- legs eðlis, og horfði mjög ui i> til hins andrika og hrifnæma vinar síns og kenningasmiðs. Ti 1 í'ra mú rs te f n ul i st a man n a Munchen-borgar bárust fleiri straumar franskrar hámenningar, en til villtu félaganna i Dresden. Arið 1909 var stofnaður félags- skapur í Múnchen, er nefndi sig Nýja myndlistarsambandið (Neue Kúnstlervereinigung) og var Kandinsky þar í forsæti. Fé- lagsskapur þessi gekkst f.vrir nokkrum stórmerkum sýningum framúrstefnulistamanna með þátttöku manna svo sem Picassos, Braque og ýmissa félaga fauves- hópsins auk heimamanna. Það var eðlilegt, að slikt framtak skildi eftir sig spor, og hér var Kandinsky móttækilegastur, en félagar hans fyigdu i kjölfarið. Þessi félagshópur varð þó ekki langlifui'í því að í árslok 1911 splundrast sambandið, og nýr listahöpur er stofnaður undir for- ustu Kandinskys og Frans Marc, og hlaut sá nafnið ,,Der Blaue Reiter" (Blái riddarinn) eftir samnefndu málverki Kandinskys. Aðrir félagar voru hinn vestfalski August Macke, sem margir telja mesta hæfileikamann í þýzkri myndlist, sem uppi var á þessum árum (féll á fyrsta mánuði striðs- ins), Rússinn Jawlensky, Klee, Kubin, og Gabriele Múnter. Franz Marc, sem nijög varð fyrir barði gagnrýnenda, féll við Verdun 1916. Seinna bættust við málarinn Campendonk og tónskáldið Arn- old Schönberg. A sýningum þeirra áttu einnig verk málarar eins og Henry Rousseu og Delaun- ay, svo og myndhöggvarinn Ep- stein. Macke og Marc fléttuðu kúbísk áhrif inn i expressjóníska lita- sjón, þeir vildu sjá hlutina í stór- um flötum, en einfalda þá með nokkurs konar rúnaskrift kúb- fskra forma, líkt og Paula Modersohn, einn merkilegasti kvenmálari aldarinnar, orðaði það- Hún var mikill vinur skálds- ins Rilke og lézt aðeins 31 árs að aldri. Hún telst, ásamt Emil Nolde og Christian Rohlfs, til norður-þýzku expressjónistanna. Kandinsky þróaði aftur á móti list sina út i hreina expressíva abstraksjön, en Klee fór sinar eig- in leiðir inn í riki barnssálarinnar og hins dularfulla, hugmyndarika myndheims, en báðum var tónlist- in af Igjafi, og því var það ekki út i bláinn, að Arnold Schönberg skyldi vera einn af félögum lista- hópsins. Inn i þessa rnynd keðjuverkana fellur einnig listhópurinn Les Nabis, sem grundvallaðist á kenn- ingu Gauguins: „Framar öðru er listin miðlun tjáningar." — Það var nemandi við Akademi Julien i Pai'ís, Paul Sérusier að nafni, sem hreifst svo af kenningum Gaug- uins, að hann tök að breiða þær út árið 1888 og prédikaði þær líkt og spámaður fyrir félögum sinum og skólabræðrum, sem þá dýrkuðu realista eins og Bastien-Lepage og aðra slíka. Nokkrir félagar tóku við kenningunni, aðallega vegna löngunar til að rísa upp gegn bin- um viðurkennda skóla og hefð- bundna listformi, en það voru málarar svo sem Maurice Denis, Bonnard, Vuillard, Vallotton, Ibels, Ranson og K.G. Roussel, svo og myndhöggvarinn Malliol. Hóp- urinn kom saman til íökræðna á vinnustofu Ransons og þar rök- ræddi Sérusier um dulræna og hugsæja heimspeki og bókmennt- ir, — um Plotin og Pýþagóras, um hlutföll og gullinsnið. jafnan með hliðsjón af list Gauguins. Orðin „syntetískur ", „s.vmbolisk- ur'' og „dekorativur ", skiptu hér rniklu máli og voru vegin og met- in i sambandi við japönsk lit- þrykk. glerrúður miðalda. frum- stæða. ilalska list. svo og list þeirra Cézanne. Redon og Puvis de Cavannes. Til að undirstrika hið dulræna Sérusier hreyfingu sinni nafnið „Nabis" (spámaður- inn). sem er komið úr hebresku. Nabis hreyfingin leysist upp árið 1897, er þeir Vuillard og Bonnard yfirgáfu hópinn. Fauveshreyfing- in, sem kom fram í byrjun aldar- innar og fékk nafngift sína 1906, tók að leysast upp árið 1907. en höfuð hennar, Matisse. reyndist þó áfrarn stefnunni trúr. Við getum þvi auðveldlega rak- ið slóð frá blæbrigða-litai ikidómi ásamt flatameðferð Gauguins. skapgerðarblossanum i hams- lausri lifstjáningu van Gogh. sem öðrum framar mætti nefna upp- hafsmann þeirrar hreyfingar. er kom skriðunni af stað. — svo og hinu hreina iitdeplakerfi neoim- pressjónismanna. Hin fræðilega. verklega og huglæga undirb.vgg- ing kristallast svo i verkum nabistanna og fauvistanna, stefnu þeirra inn f sjálft málverkið. hrifningu þeirra á hinu dulræna og upiirunalega og tilhneig- ingu til aó nota störa. deko|'ativa ileti. ilnngn iiin mætti svo loKa með ri' miklum einstaklingum ug álirifa- völdum t.d. Norðmanninum Ed- vard Munch, Belgíumanninum ’aines Ensor og kennisetninga- Franihald á bls. 14. Karl Schmidt Rottluff: Konuhöfuð, trérista. Ernst Ludwig Kirchner: Drykkjumaðurinn — sjálfsmynd — 1913.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.