Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 10
í síðustu Jóla-Lesbók birtist fyrri hluti greinar, þar sem rætt var um undirtektir prestanna í Skaftafellsþingi við boði prófasts, sr. Jóns Steingrímssonar um að ganga í Lærdómslistafélagið, er það hafði verið stofnað í Kaupmannahöfn 1779. Hafa þegar birzt svör prestanna, sem prófasti bárust austan yfir Skeiðar- ársand. í þessari grein segir frá því hverju þeir svöruðu, klerkarnir í Vestur- Skaftafellssýslu. Síðan eru þeir kynntir með fáum orðum. Þetta er þrem árum fyrir Skaftárelda - 1780. Eftir Gísla Brynjólfsson Æruverðugir og mjög vel iærðir prestar í vestara parti Skaftafellssýslu. Til að spara mér sem yður frekari fyrirhöfn, þá legg ég hér inn Circulair-bréf, er ég hefi látið ganga í austara parti þessarar sýslu með tveim- ur innlögðum documentum hver ásamt minu tilboði til þeirra eftir mér uppálagðri befaiing þér skoðið og yfirveg- ið. Því yður sem þeim og öðr- um vorum löndum stendur það fritt fyrir, sem þar fram býðst hvað ég og hér með gjöri eft- ir því sem hver yðar vitl og getur. Uppáskrifið svo þetta bréf hvað þér afráðið með degi og dato og látið það reglulega og skilvíslega berast yðar á milli og svo sýðast sendið mór það aftur alt snarlega sem verður. Prestsbakka 15. desember 1780. Jón iSteingrímsson. Lukku fái það nýja Lær- dómslistafélag. Félítill og fákunnandi getur ei notið þeirrar æru að verða þess limur. Oddur Jónsson Felli 6. jan. 1781. Þessu Loflega Lærdómslista- félagi kann aungan veginn sig að fá jungerað fátækur og fá- kunnandi í harðindatýð. Heiði d. 18. jan. 1781 Sigurður Jónsson. Þeim Islensku orðulegu Lær- dómslistafélagsherrum óska ég Lukku og eblingar með þeirra föðurlandsræktar hug og fyrir- tektir. En þeiira yfirorðulegur Limur get ég ekki orðið, ólýk- legur lýka í allan máta fyrir þeirra heiðurslim. Mýrum d/16. marz 1781 Jón Jónsson. Séð og rlesið Ásum d/30. martii 1781. Sigurður Högnason. Frá Innkaupi til boðinna bóka og Fjelags hefur sig af- sakaðan. Hólmaseli d. 3. apríl 1781. Björn Jónsson. Gjefi Guð, að hið nýja lær- dómslista Félag meigi verða hans dýrð til eblingar en vorri Fóstur jörð til farsældarauka. En sakir þess ég á næsta sumri hafði þá æru að correspondera með einum lim háttnefnds Fé- lags kann ég ei gefa mitt vist svar hér uppá fyrren frá hon um fæ nákvæma undirréttingu en smædd minna prests Inn- tekta hrindir mér frá kaupi til- boðinna bóka. Kálfafelli d/25ta april 1781. J. Hjailtalín. SR. ODDUR Á FELLI Eftirmaður sr. Jóns Stein- grímssonar í Sólheimaþing- um var sr. Oddur Jónsson frá 'Eyvindarhólum undir Eyja- fjöllum, sonur Jóns Oddssonar og seinni konu hans, Þórdísar Guðmundsdóttur. Hann missti föður sinn ungur, komst þó í Skálholtsskóla, varð af- burða góður skrifari. Eftir að hann útskrifaðist, var hann þénari og skrifari Eggerts Ólafssonar og með honum á ferðum hans 1752—57. Hann iauk guðfræðiprófi í Kaup- mannahöfn með 3. einkunn 1759. Síðan lagði hann stund á fomfræði og skrifaði upp fom rit. Eftir að hann kom út, var hann fyrst við búskap í Rang- árþingi við mikla fátækt. Þann 30. apríl 1778 voru honpm veitt Sólheimaþing og vígður 44 ára gamall af hr. Finni á 5. sunnu- dag eftir páska. Biskup telur sr. Odd lærðan mann og vand aðan, enda fékk hann gott orð. En ekki gekk honum vel að samræma sinn mikla iærdóm kunnáttu ungdómsins í Sól- heimaþingum. Sr. Jón Stein- grímsson segist hafa „hjartans kvöl að heyra hvöminn börn- in mín í Mýrdalnum umbreytt- ust þá sr. Oddur fór að spyrja þau, því að það var upp á all- an annan móð. Ei er um að tala hvað hann er veiUærður og fór því allt þyngra og dýpra . . .“ Ekki er að efa, að sárt hef- ur þessum háskólakandidat og mikla lærdómsmanni, sr. Oddi, sviðið fátæktin að ,geta ekki lagt út eina 3 ríkisdali til að geta orðið meðiimur i félagi © Prestbakki á Síðu. Ljósm. PáH Jónsson. Tll LUKKU UG EBLINGAR hinna ungu og áhugasömu menntamanna í Kaupmanna- höfn, sem svo mjög báru fyrir brjósti hag og framför sinnar fósturjarðar og aukna mennt- un 'fól'ksins. — Kona sr. Odds var prestsekkja frá Kálfholti, Guðfinna Þorsteinsdóttir. Þau .voru barnlaus. Sr. Oddur and- aðist á Felli 8. jan. 1814. SR. SIGURÐUR Á HEIÐI Sr. Sigurður á Heiði var tengdasonur sr. Jóns Stein- grímssonar, fyrri maður Sig- ríðar elztu dóttur hans. Sr. Sigurður var Jónsson prests- sonur frá Þykkvabæjar- klaustri. Hann var föðurbróð- ir Steingirims biskups. Hann út skrifaðist úr Skálholtsskóia 1768, var síðan heima 5 næstu árin unz 'hann vígðist til aðstoð ar 'hinum blinda presti í Reyn- isþingum sr. Daða Guðmunds- syni. Var hann sá fjórði í þvl capellanii og má gera ráð fyr- ir, að ekki hafi þeir alliir verið of haldnir hjá sr. Daða, sem ekki þótti útlátasamur, enda af litlu að miðla. Sr. Sigurður varð ekki gamall. Hann and- aðist á Heiði 13. ágúst 1786 að- eins 38 ára að aldri. Meðal bama þeirra Sigríðar og sr. Sigurðar var sr. Sigurður í Guttormshaga, sem var fað- ir sr. Jóns á Prestsbákka á Síðu. Þess er fórst í Skaítá hjá Ásgarðshálsum viku fyrir jól 1883. SR. JÓN Á MÝRUM Sr. Jón á Mýrum ber engu sérstöku við þegar hann af- þakkar boðið og ósk- ar Lærdómslis;tafélags-herr- unum „lukku og eblingar". Ekki mun hann hafa skort fé í hið lága áirgjald, þvi að hann var 'hinn mesti dugnaðar- og framtaksmaður, framsýnn og drífandi í öliu, sem að bú- skapnum laut. Hann smíðaði báta til nota við selveiði, en það hafði ekki áður tíðkazt í Álftaveri. Hann rak mikið og gott bú á hinu hlunnindaríka prestssetri og þótt hann yrði aldrei auðmaður komst hann vel af, þrátt fyrir mikinn kostn að við menntun sona sinna. En sr. Jón var ekki aðeins forstands- og framfaramaður í verklegum efnum. Hann var mætur klerkur, góður raddmaður og fórust öll prests- verk vel úr hendi. Ágæt- ur bamafræðari, vel lærð- ur, góður skrifari og ættfróður, skáld gott einkum á latínu. Kona sr. Jóns var Helga Steingrímsdóttir, systir sr. Jóns á Prestsbakka. Hún var hið mesta valkvendi, „nafnfræg af flestum dyggðum, sem konu máttu prýða, sérdeilis hjarta- gæzku og góðgerðasemi og með liðun við alla aumingja." Þau hjón höfðu mikið bama- lán. Að Vísu misstu þau þrjá drengi unga, Jón og Halldór, sem dóu á sóttarsæng og Gísla, mikinn éfnisdreng, sem varð úti í fjúkbyl, innan við fermingu. Upp komust 'fjórir synir og dæt ur þrjár. Synimir lærðu allir og kenndi faðir þeirra þeim undir skóla. Elztur var Jón, prestur Með- allendinga í 15 ár, bjó lengst af á Hnausum og kenndur við þann bæ jafnan, varð úti fimm- tugur að aldri. Næstur var Steingrímur biskup, sem ekki þarf að kynna. Þriðji í iröðinni af börnum sr. Jóns á Mýrum var Halldór prestur á Mosfelli í Grímsnesi. Yngstuir var Stefán stúdent, sigldi til Kaupmannahafnar en dó 'þar við nám, 27 ára, efnis- maður. Þetta voru bræðumir, sem upp kornust. Systurnar þrjár voru: Ragnbildur kona sr. Jóns í Klausturhólum í Grímsnesi. Sigríður kona sr. Sigurðar í Guttormshaga í Holtum. Guðrún seinni kona Eiríks hreppstjóra í Ási í Holtum. Þeirra sonur var sr. Jón á Stóra-Núpi. Sira Jón andaðist að heimili sinu, Holti undir Eyjafjöllum daginn eftir 73. afmælis- dag sinn 20. april 1813, rúmu ári síðar en maddama Helga, hin ágæta kona hans. SR. BJÖRN Á HÓLMASELI Sjálfsagt hefur sr. Jóni Steingrímssyni ekki komið svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.