Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 2
I > j- Smásaga eftir Agnar Mykle kuiðdómurinn dregur sig í hlé Já, herra dómari. Ég viður- kenni mig sekan samkvæmt kærunni. Það eru staðreyndir málsins, að ég barði þessa þrjá drengi. Ég 'barði tvo þeirra svo að þeir hrufluðust, þegar ég varpaði þeim til jarðar, og þar sem sagt er i læknisskýrsl- unni, að sá þriðji yrði að fara á sjúkrahús og hefði misst heyrn fytrir lífstíð á öðru eyr- anu vegna minna barsmiða, hljótið þér að skilja, að ég ef- ast ekki um réttmæti skýrsl- unnar. Og mér þykir mjög fyr- ir því, að ég skuli hafa barið tíu ára dreng til örkumla. Ef það væri á minu valdi, mundi ég fúsiega kosta hann til sór- fræðings, ef það gæti orðið tií þess að hann fengi aftur heyrn, en eins og þér vitið, er ég maður með bitandi tekjur svo að það er vafasamt, að ég geti orðið honum að liði á þann hátt. — En ef ég þrátt fyrir allt viðurkenni ekki sekt mína, henra dómari, þá er það byggt á ákveðnum forsendum. Ég hef áður kunngjört þessar ástæð- ur bæði yður og verjanda min- um, en ég vil gjama að þær komi fram aftur, svo að kvið- dómendur geti hlýtt á þær. Það eru víst kviðdómendurnir, sem eiga að taka ákvörðun um, hvort ég á að dæmast til refsingar eða ekki. — Og svo ætla ég ekki að- eins að segja, að ég sé ekki refsingarverður; ég neyðist til að segja, að iendi ég síðar á æv- inni i sarhs konar aðstöðu, er ég hræddur um, að ég brygð- ist við nákvæmlega á sama hátt! — Ég veit að þetta hljómar furðulega hjá manni, sem stendur fyrir réttinum, og sem nýlega hefur fengið vitneskju um, að hann hafi eyðilagt heilsu lítils drengs. Þess vegna iangar mig til að segja sögu mína eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Því að þetta, herra dómari, er saga um tilfinning- ar, og ég er ekki alveg viss um, að þeir sem samið hafa hegning arlögin hérna í Noregi, hafi alltaf gert sér ljóst, hversu erf itt, já, raunar ómögulegt það er að láta skynsemi ráða, þeg- ar tilfinningairnar bera mann ofurliði. Ég hef velt þessu mik ið fyrir mér undanfarinn mán uð, eítir að þetta kom fyrir, og ég hef aldrei lent í neinu þessu líku. Og ég trúi ekki öðru en að i einhverjum lögum sé grein sem geri fólk ósakhæft vegna óyfirvegaðra athafna, þegar til finningamar komast í suðy- mark. Og ég álít einnig, að það ætti að vera 'lagagrein um, að það væri samfélagsins alls, sikattgreiðenda ef þér viljið, að bæta hugsanleg óhöpp, sem hent geta, þegar enginn aðil- inn að yfirlögðu ráði hafði valdið þeim, heldur runnu af stað eins pg skriða, sem eng- inn fær stöðvað. — Það var hinn 6. maí þessa árs. Ég man mánaðardaginn vel, því að það er afmælisdag- ur elztu dóttur minnar. Ég ætl aði heim tii að sækja rafleiðsl- ur, sem ég hafði gleymt þar. Eins og þér vitið, er ég bif- reiðastjóri hjá kvikmyndamið- stöð borgarinnair, og þennan dag átti starfsfólkið að fara upp á Bisletstöðina og kvik- mynda ameriska iþróttamenn, sem voru i borginni. Á leið- inni heim keypti ég öskju af rjómaís, svona eins og fást í bakaríunum, þér vitið, til veizluhalda og þess háttar, og ég ætlaði að Játa hana niður í kjallara. f svona öskjum geym- ist ísinn i marga klukkutima, þótt maður eigi ekki neinn ís- skáp. — Þetta var á fögrum degi, ég man það, í glampandi sól- skini og ég var í góðu skapi af því að mér hafði dottið þetta í hug með ísinn. Nú, auðvitað, en í tilfelli sem þessu er ekki svo auðvelt að gera sig skiljan legan í stuttu máli, herra dóm- ari. Ef við höldirm okkur ein- göngu við það sem kallað er staðreyndir, þá hef ég barið þennan dreng skammarlega og það er ekki leyfilegt í Noregi og þá er ég sakhæfur. Látum það vera. Meiningin með þess- um smámunum i frásögn minni er einmitt, að ég er að gera grein fyrir tilfinningum mín um, og tilfinningar eru méir jafn mikilsverðar og það sem þér kallið staðreyndir. — Nú, ég var sem sagt í góðu skapi og sat víst og raul- aði við stýrið. Það er nú svona skritið, (herra dómari, að þegair maður er bílstjóri að atvinnu, þá gleðst maður yfir hverri sól skinsglætu í þessu landi, því að þá þarf maður ekki sífellt að vera með hugann við hálk- una á malbikinu eða að verða að faæa út og fást við það sem verra er, nefnilega snjókeðj- urnar. Og þegar sólskin er, hugsa ég líka um kvikmynda- tökufólkið okkar. Það er nefni lega ekki heldur alltaf eintóm- ur leikur hjá því, skal ég segja yður. Þegar ég kom heim og beygði inn í Stenstrupgötuna var kiukkan eitthvað náilægt því að vera hálf tvö, held ég. — Ég veit ekki hvort þér þekkið Stenstrupgötuna, herra dómari? Hún er ákaflega iöng og meðfram henni eru (háir múr ar alia leið og hún er líka ákaf lega mjó. f húsinu, sem ég bý í er nýlenduvöruverzlun. Þeg- ar ég kom þangað, var vöru- bíH fyrir utan búðina, svo að ég varð að aka fram fyrir ihann tiii að leiggja bíinum. Ég þurfti að bakka næstum tvo metra til þess að komast al- mennilega upp að gangstéttar- brúninni. — Nú verð ég að geta tveggja atriða. f fyrsta lagi er allt fullt af krökkum í Sten- strupgötunni. Þeir leika sér þar sýknt og heilagt bæði á gangstéttunum og úti á ak- brautinni. Það er ekki hægt að segja, að þeim sé það mjög hættulegt, því að gatan er mjó eins og ég hef áður sagt og flestir bíiiar aka hægt. Það er í rauninni langverst fyriir bíl- stjórana, þeir neyðast eiliflega til að þeyta flautuna til að reka krakkana frá þegar þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.