Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 9
fallbyssupiíður eða svartpúð- ur. Grískur eldur var eldfim olía, sem ekki var hægt að slökkva með vatni, heldur að- eins með sandi eða ediki. ör eða steini var dyfið í þessa olíu og síðan skotáð með tooga eða slöngvu, og er þeim laust niður, kviknaði í þeim. Eitt af aðalefnunum í þessari blöndu var mjög þunnfljótandi olía, og þar sem hægt var að slökkva eildinn með sandi eða ediki, get ur hún ekki hafa innihaldið saltpétur, sem er eitt af aðal- efnunum í svartpúðri. HVER FANN EIGINLEGA UPP PtíÐREÐ? 1 nokkrar aldir og allt fram á síðustu öld, var almennt tal- ið, að höfundur púðursins væri munkur, Berthold Schwartz að nafni, sem sagður var.hafa ver ið uppi í lok 13. aldar og toyrj- un hinnar 14. Nokkur vafi virð ist hafa leikið á því, hvenær hann lifði og hverrar þjóðar hann hafi verið, þvi að í hin- um ýmsu ritum er hann ýmist talinn griskur, danskur eða þýzkur. Þegar honum Jöngu síðar var reist minnismerki i Freiburg, var uppfinningarárið sagt 1353, en það er alla vega rangt, þar sem Játvarður þriðji notaði sannamlega bæði púður og fallbyssur i orrustunni við Crécy. Þegar nefndinni, sem hafði annazt uppsetningu minn ismerkisdns, var bent á þetta, hélt hún engu að síður fast við ártalið, en sagði, að það ætti við uppfinningu fallbyssunnar, sem er enn verri skekkja en hin. Á miðöldum komu fram tveir mjög merkir vísindamenn. Annar þeirra er þekktur undir nafninu St. Albert mikli, eða Albert Magnus, og fæddist í Bayern um árið 1200. Hann gekk í reglu Dominikana 1230 og náði þeim frama þar að verða biskup, en árið 1262, ár- tai, sem Islendingar kannast við, sagði hann embætti sínu iausu til þess að helga sig kennslu og visindastörfum. Varðveitzt hefur handrit, sem nefnist „De Mirabilis" (Um furðuverk), hefur verið eignað honum, og þar er gefin ná- kvæm lýsing á „töfraeldi". Þar eru einnig nokkrar uppskriftir af þessu efni, og í einni þeirra er minnzt á saltpétur sem eitt af efnunum. „MAÐUR TEKUR SALTPÉTUR OG BRENNISTEIN. . .“ Hinn vísindamaðurinn merki frá miðöldum var líka munk- ur. Hann var Englendingur, fæddur í Somerset 1241 og hét Roger Bacon. Á unglingsárum var hann tekin-n í Fransiskus- regluna og bjó í móðurklaustri reglunnar í Oxford. Hinar vísindalegu tilraunir sínaæ og rannsóknir gerði hann í Oxford og skrifaði niðurstöð- ur sínar í fjölda minnisbóka. Þá gat ekki meðlimur rómversk katólsku kirkjunnar fremur en nú gefið út rit án samþykk- is páfans, og þá höfðu ekki, eins og nú er, biskupar eða aðr ir háttsettir kirkjunnar menn heimild til að veita slíkt leyfi fyrir páfans hönd. Árið 1268 sótti hann um leyfi til páfans til að gefa út bók, sem byggð var á hinum vísindalegu minnisbókum hans. Afrit af bók þessari, sem bar heitið Opus majus, var sent áleiðis til Rómar. Hún var skrifuð á árunum milli 1257 og 1265 og þvi nokkrum árum fyrr en bók Alberts Magnus, De Mirabilis. Þótt páfinn neitaði að veita samþykki sitt til út- gáfu bókarinnar, gaf hann sem betur fer ekki skipun um eyði leggingu hennar, og í þessu riti er að finna sönnun þess, að Bacon þekkti samsetningu púðursins og áhrif þess. Ástæðan til þess, að uppfinn ing púðursins var eignuð Schwartz al'lt fram á siðustu öJd, er ekki sú, að bók Bac- ons hafi legið rykfallin í bóka- safni Vatikansins fram að þess um tima. Það var Bacon sjálf- um að kenna, þvi að enda þótt hann hafi augljóslega selt upp skrift sína nokkrum enskum púðurframleiðendum, skrifaði hann blöndunarhlutföll hinna þriggja efna með dulmálsletri i bók sina. Að sjálfsögðu skrifaði Bacon uppskrift sína á Jatinu, og i þýðingu er hún þannig: „Mað- ur tekur .... saltpétur . . . og . . . brennistein, og með því að blanda þessum efnum sam an, getur maður kallað fram bæði þrumur og eldingar." í millibilunum, sem hér eru ein- kennd með punktum, standa eftirfarandi orð: „Luro vopo vir can vtri“, sem er óskiJjan- leg-t. Það var ekki fyrr en á síðustu öld, að það rann upp fyrir mönnum, að þessi setning væri stafavíxl eða öfuglestur, og þegar Oausnin var fundin, kom í ljós, hvert væri þriðja efnið og hver hin réttu blönd- unarhlutföJJ. Það voru sjö hlut ar af saltpétri .móti fimm hiut- um af koli og fimm hiutum af brennisteini. Uppfinning fallbyssunnar var óhjákvæmileg afleiðing af uppfinningu púðursins. Eftir að púðrið 'hafði verið innleitt af Játvarði þriðja við Crécy, varð það mjög eftirsótt vara af öllum herforingjum. Það þótti micg notaJeg tilhugsun að eiga mikið af því meðal vopnabirgð- anna. En þó var það ekki fyrr en á 17. öld, að fallbyssur tó'ku að hafa stærra hlutverki að gegna en að vera til aðstoð- ar fótgöngu- og riddaraliði, og þegar fallbyssuir og önnur skot vopn fóru þaðan í frá að hafa úrslitaáhrif í stríði á sjó og landi, var það fyrir þá sök eina, að menn fundu upp að- ferð til að hreinsa púðrið. ÁHÆTTAN MEIRI FYRIR VEIBIMANNINN EN ERÁÐINA Fram að þeim tíma hafði púðrið verið notað í duft- formi. Púður er reyndar nán- ast af franska orðinu poudre, sem dregið er af Jatneska orð- inu pulver, sem þýðir duft. Púðrið var blandað í réttum hlutföllum í púðurverksmiðj- um og afgreitt þaðan í tunnum, en þegar þurfti að flytja það þannig langar leiðir, var hætta á, að hinir einstöku efnishlut- ar aðgreindust aftur. Þegar það var komið á áfangastað, UTðu fallbyssuliðarnir að blanda það að nýju, áður en hægt væri að nota það. Oft kom það þá fyrir, að það var ekki nægilega vel gert, og þá gat afleiðingin orðið sú, að ann aðhvort yrði sprengingin of veik til að koma skeytinu af stað, eða of sterk, svo að fall- byssan spyngi sjálf í Joft upp. Hættan á hinu siðarnefnda var svo mikil, að oft var hið nýja vopn hættulegra skyttun- um en óvinunum, og þeir voru ekki margir, sem vildu hætta lífi og limum með þvi að annast fallbyssurnar. Og ástandið var þannig um skeið, að svo mik- il'l hörgull var á fallbyssulið- um, að það varð að leita til refsifanga í fangelsunum til að fá þá til að taka starfið að sér. En málið var ekki leyst, þótt fangarnir vildu taka áhættuna gegn loforðum um frelsi eða aðra þóknun, því að það þurfti að binda svo mikið lið einungis við að gæta þeirra, svo að þeir strykju ekki. Með tilkomu hinnar nýju hreinsunaraðferðar var hinum þremur efnishlutum blandað saman í réttum hlutfölium og síðan bætt við fljótandi bindi- efni. Þegar það síðan var storknað, mátti hrista það að vild. Það var haft í blokkum, og af þeim brutu menn einfald Jega stykki og stungu í fall- byssuna, sem uppfrá þessu tók heldur betur að komast i gagn ið fyrir mannkynið. Ekki liðu mörg ár eftir orr- ustuna við Crécy, þar til fyrsta handskotvopnið var reynt á vigvöllunum. Það var í rauninni ekki annað en lítil eft irmynd af fallbyssu, sem var fest á tré og var ekki þyngri en svo, að einn maður gæti bor ið það. En hin eiginlegu áhrif þess voru nær einvörðungu þau, að hve miklu ley.ti tækist að skjóta óvinunum sikelk í bringu. Byssan dró ekki nema um 10 metra og var svo óþægi- leg í meðförum, að oft gerðist það, að skyttan var lögð spjóti, löngu áður en hún hafði náð að skjóta. Handskotvopn, fyrirrennarar riffilsins, sem að verulegu gagni gætu komið, tóku fyrst að þróast eftir að hreinsunarað ferð hafði varið fundin fyrir púðrið, og menn fundu upp ým is kveikitæki. Fyrst kom vönd uilbyssan, um 1475, síðan tinnu- byssan um 1700, og loks fundu hugvitsmenn upp slaglásinn um aldamótin 1800, og það þótti byssuglöðum mönnum stórkost ieg uppgötvun. Svartpúðrið var notað allt fram tiJ 1880. Það átti fyrir efnafræðingnum og iðnrekand- anum Alfred Nobel að Jiggja að móta þróun sprengiefnanna. Árið 1867 fann hann upp dyna- mítið, 1869 sprengi'hlaupið og 1888 reyklaust púður, nitro- glycerin. Fyrsta sprengiefna- verksmiðja hans sprakk í loft upp 1864, en aðrar risu af grunni í staðinn um heim all- an. Þegar Alfred Nobel lézt ár- ið 1893, 63ja ára að aldri, var hann einn af ríkustu mönnum heimsins, og engan furðaði á því. Enn hefur sprengitæknin tek- ið stórstigum framförum á vonri öld með atómsprengjun- u;m. Eigi vitum vér, hvað vor bíður, en gjarnan megum við minnast þess, að púðrið var fundið upp í vorum kristilega heimi, og að helzti frumkvöðull inn á sviði sprengitækninnar var munkurinn Roger Bacon í Oxford. Engipn getur þó sak- að hann um neitt, sem af notk- un púðursins hefur hlotizt. Hvernig er hægt að ætlast til þess, að menn viti, hvað þeir eru að gjöra? Og þá kemur mér í hug skrítla, sem ég Jas einhvers staðar endur fyrir löngu: „Ef allir væru eins og þú, Laban, þá væri heimurinn ekki eins skelfilegur og hann er.“ „Nú hvað áttu við?“ „Jú, þá hefði púðrið aldrei verið fundið upp.“ Duni gefur borðinu nýtt líf, með litumogljósum „Duni för gladare bord", segir Svíinn og býöur okkur að lífga upp á boröprýöina meö fjölmörgum nýjum, innbyröis samvöldum litum í pappírsvörum og kertum. Þrjár stœröir af veizluservíettum auk hversdagsservíetta. Veizludúkar úr Dunicelpappír, einlitir og mynstraÖir, vaxbornir eldhúsdúkar, glasamottur og kerti. Duni vörustandar eru í mörgum verzlunum. Þeir sýna vel þaÖ úrval sem yöur býöst. FA KRISTINAR 12.1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.