Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 7
Sextánda september síðast- liðinn g'iftu þau sig hjónin FRIÐRIK STEFÁNSSON, við- skiptafræðinemi, og SIGRÍÐUR HJÁLMARSDÓTTIR, kenn- ari. Um leið stofnsettu þau heimili sitt að Keldulandi 15 í Fossvogi. Byggingafélag verkamanna byggði margar blokkir í Fossvogi og er þetta ein þeirra. íbúð þeirra Frið- riks og Sigríðar, sem er 50 fer- metrar að stærð, er á jarðhæð blokkarinnar og snýr frá göt- unni, en þetta eru þriggja hæða hús og sex íbúðir í hverj um inngangi. Fossvogshverfið er ekki alveg nýtt af nálinni, en samt er frágangi á lóðum og götum enn mjög ábótavant. — 1 hvaða ástandi tókuð þið EINFALT AÐ SMÉÐA SÓFASETT OG BORÐ Sigríður Hjálmajrsdóttir og Friðrik Stefánsson heima hjá sér. við húsnæðinu og hverju þurft uð þið að kosta -til, áð- ur en flutt var inn? — Við þurftum ekkert að gera. Þettsi byggingafélag afhendir íbúðirnar fullfrá- gengnar. En við höfum keypt húsgögn fyrir allt að þvi 150,000 kr. Sófasett og sjón- varp fengum við reyndar í brúðargjöf, en allt annað höf- um við keypt, utan örfáa muni, sem við áttum frá okkar ungl- ingsárum. Hjónarúmið smíðaði ég sjálfur, segir húsbóndinn. Gerði ég það til að nýta bet- ur rýmið í svefnherberginu, auk þess sem þetta margborg- ar sig. Ég veit til að fleiri hafa gert þetta. — Það færist kannski í vöxt, að fólk bjargi sér sjálft í stað- inn fyrir að hlaupa i næstu verzlun og kaupa allt sem á þarf að halda? — Já, alveg áreiðanlega. Til dæmis er mjög einfalt að smíða sófasett, borð og fleira. Hægt er að fá tilsniðinn efnivið og sjálfur getur maður mál- að, lakkað og bæsað. Ég held að fólk hafi almennt ekki átt- að sig á því, hve einfalt þetta getur verið. — Hvernig var með ýmis heimilistæki og leirtau i eld- hús, borguðuð þið mikið fyrir það? — Ég vinn sem flugfreyja á sumrin, segir Sigriður, og keypti nokkuð af nauðsynleg- ustu búsáhöldum og líni erlend is. 1 eldhúsið hef ég keypt fyr- ir að minnsta kosti 20,000 kr. en handklæði, sængurföt Sigríður og Friðrik á brúðkaupsdaginn. og annað tau fyrir 10,000 kr. Það er ótrúlega dýrt að kaupa ýmislegt smávegis til heimilis- ins. Svo keyptum við ísskáp á 20,000 kr., þvottavél á 30,000 kr. og ryksugu á 10,000 kr., önnur smærri heimilistæki fengum við í brúðargjöf. — Eigið þið nokkurn bíl, og finnst ykkur það vera nauð- synlegt að eiga bíl? — Já, við keyptum bíl um svipað leyti og við giftum okk- ur. Það er kannski ekki nauð- synlegt að eiga bíl, en óneit- anlega mjög þægilegt, sérstak- lega þegar Sigríður fer v Framh. á bls. 15 betra að henda peningunum í rándýrt leiguhúsnæði, en jafn framt höfum við augun opin, ef fréttist af góðu húsnæði, sem leigt er fyrir viðráðanlegt verð. Það fólk, sem kaupir sér með þeim kjörum sem nú er boðið upp á, þarf að vinna myrkranna á milli og verður svo taugaveiklað af öllu sam- an. Þar sem við þekkjum til þá byrjar hjónabandið i streitu. Fóik þarf að spara fram úr hófi og neitar sér jafnvel um barneignir og er svo kannski orðið útslitið eftir tíu ár. Þessi ár, sem ættu að vera einhver hamingjurikustu ár ævinn- ar, verða að einhverjum þeim erfiðustu sem fólkið lifir. — 'Þó að þið hafið ekki lagt i íbúðankaup, þurfið þið þá ekki að horfa í aurana? — Jú, Hörður getur ekki unnið með náminu og ég vinn aðeins hálfan daginn, seg- ir Helga. Þá þurftum við að kaupa okkur allt innbú, þeg- ar við stofnuðum heimili. Ég hef hér afnot af ýmsum heim- ilistækjum, en ísskáp keyptum við á 35.000 krónur. Af hús- gögnum má nefna sófasett á 30.000 krónur, hjónarúm á 15.000 krónur, sjónvarp á 45.000 kr. og stereo-hljómflutn ingstæki á 90.000 kr. Eldhús- borð, stóla og ýmislegt fleira keyptum við á fornsölu og mál- uðum og bólstruðum. Flest ljós gerðum við líka sjálf, en gluggatjöld borguðum við 4.000 kr. fyrir og 12.000 fyrir sængurföt og annað tau. All- ar skemmtanir höfum við minnkað mikið við okkur. Við höfum satt að segja ekki ráð á því, að fara út að skemmta okkur, en dálítið kaupum við af bókum, plötum og blöðum. Ekki má gleyma teppum á íbúð ina, sem kostuðu 35.000 kr. — Mig langar til að skjóta hér inn í, segir Hörður, að hjónarúmið sem við keyptum reyndist vera handónýtt og hef ég heyrt svipað .víðar að. Það reyndist vera fest saman með 5 mm skrúfum, sem fljótlega gáfu sig og auk þess var það illa undið. Seljendur lofuðu sí- fellt bót og betrun og komu loks eitt sinn og boltuðu allt rúmið saman inni í svefnher- berginu. Líklega hafa þeir ekki gert ráð fyrir því, að það yrði nokkurn tíma hreyft það- an. Loks tóku þeir aftur við þessu skrifli, en ég smíðaði sjálfur annað rúm og náttborð. — Það er kannski einfaldara en margur heldur, að útbúa sér sjálfur húsgögn? — Já, alveg áreiðanlega. Núna er ég að smiða hillur i stof- una, og léttir það mjög verkið, að hægt er að kaupa allan við tilsagaðan. Þá ætti að vera á hvers manns færi, að dútla við áframhaldið. — Það er ýmislegt hægt að gera, segir Helga, bara ef fólk hugsar út í það. Það er óþarfi að kaupa alla skapaða hluti og oft vekur það meiri ánægju að útbúa sjálfur, að ég tali nú ekki um sparnaðinn af því. Betra að gæta sín á of mikilli vinnu Framh. af bls. 5 hæð krónur 350.000, en það sem þá er eftir greiðum við upp á fimm árum. Það verða 90.000 kr., sem ég þairf að borga af íbúðinni á ’ári. — Óttizt þið ekki að standa undir svo miklum afborgunum? — Nei, það verður ekki erf- itt, þegar maður hugsar um hvað kemur í staðinn. Að vísu getur verið slæmt að spara, en það er hægt, ef mað- ur lætur sig hafa það. Verst er að eiga við skattana. Þeir eru þyngsta byrðin. — Hvermig tókst ykkur að ná saman einni milljón króna i útborgun ? — Við áttum auðvitað spari- merki og svo var ég svo hepp- inn, segir Jón, að eiga stóra ibúð tilbúna undir tréverk uppi í Breiðholti. Ég keypti hana reyndar ekki, heldur fékk ég hana í vinnulaun. Ég og bróðir minn lögðum allt rafmagn í eitt sambýlis- hús þarna og allt efni, sem til þess þurfti og fengum í stað- inn sinn hvora íbúðina. Þessa íbúð seldi ég svo, þegar við keyptum hérna. Við vildum síð- ur búa uppi í Breiðholti. — Varstu þá kauplaus á meðan þú vanmst við þetta sambýlishús? — Nei, ég vann mína vinnu á daginn, en þetta var allt gert í aukavinnu. Hingað til hef ég unnið aukavinnu bæði á kvöld in og um helgar, en í ár hætti ég því alveg. Aukatekjumar fóru allar toeint i skatta. Mér finnst anzi hart, að geta ekki unnið fyrir sköttunum og öðr- um álögum, án þess að vera hálfpartinn sektaður fyrir það. Eftir að ég hætti allri auka vinnu réð ég mig sem rafvirkja hjá Jóni Loftssyni h.f. og afgreiði nú þar í raf- tækjadeildinni. — Hefur þú unnið ut- an heimilis, Sigrún? — Ég hef unnið úti hálfan daginn fram að þessu sem fóstra á vöggustofu Thorvald- sensfélagsins. Yfiirleitt er úti- lokað fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum, án þess að konan vinni úti jafnframt heimilishaldinu. En fólk má jafnframt gæta sin á of mikilli vinnu. Mér finnst heimilislífið tiil dæmis allt annað eftir að Jón hætti allri aukavinnu. — Keyptuð þið allt til heimil- isins, þegar þið fluttuzt hing- að, eða voruð þið búin að safna einhverju að ykkur áð- ur? — Við þurftum að kaupa svo til öll húsgögn, en búSáhöld- unum var ég búin að viða að mér, segir Sigrún. Hjónarúmið kostaði 33.000 kr., sófasett fengum við á fornsölu á 10.000 kr. og sófaborð á aðrar 10.000. Sjálfur hefur Jón svo smíðað húsgögn i eldhús og barnaher- bergi og snyrtiborð í svefnher- bergi. Góð teppi fylgdu íbúð- inni og isskáp, ryksugu og þvottavél fengum við i brúðar gjöf. Annars er hægt að kom- ast af með ósköp lítið af öllu í fyrstu. — Rétt er að nefna það, seg- ir Jón, að við lögðum 70.000 krónur í ýmsar breytingar og lagfæringar á íbúðinni, áður en við fluttumst inn. Ég þurfti meðal annars að höggva upp vegg og einangra rör í bað- herbergi og setja niður ný bað tækl. — Eruð þið annars sátt við líf- ið og dýrtiðina? — Maður verður áþreifan- lega var við það, að alltaf er að verða dýrara að Jifa, en það venst að vera án ýmissa hluta, sem einhvem tima hefðu verið taldir sjálfsagðir. Fyrst og fremst sparar maður þó við sjálfan sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.