Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 12
SÍÐUSTU ORÐ SYNDUGS MANNS Framh. af bls. 4 Læt ég þá þessum skyndi- myndum lokið. Ég gat nokkurra samtíðar- manna minna í endurminninga- bókum mínum, „Ég minnist þeirra" og „Syndugur maður segir frá“, en úr báðum féllu fyrir gáleysi nokkrar frásagn- ir, sem ég hafði ætlað þeim að fiytja. Ég ætla nú aðeins að segja þrjár þeirra, því að mér finnst að þær lýsi mönnunum nokkuð. Ég var eins og ég hef sagt frá í minningum mínum ráðinn til þess að hafa með höndum rannsókn á lögreglu- og saka- málum hjá Jóhannesi bæjarfó- geta. Starfi minu var þannig háttað, að ég átti ekki að vinna á skrifstofunni hjá honum, heldur hafa yfirheyrslurnar í hegningarhúsinu, en semja dóm ana heima hjá mér. Dómabók- inni átti ég svo að skila á skrif- stofu bæjarfógeta á laugardög- um, svo að hann gæti fylgzt með málunum og starfi minu. Laugardag einn er ég hafði lokið yfirheyrslu í máli einu fór ég svo heim, samdi dóminn og sendi svo bókina til bæjar- fógeta. Þetta kveld var ég boðinn í spil til Guðmundar bankagjald kera Guðmundssonar frá Reyk holti. Ég var orðinn nokkuð tæpur fyrir og hraðaði mér því óvenju mikið við að færa inn dóminn. Fór ég svo til Guð- mundar. Leið svo fram á mánu dagsmorgun. Þá var hringt til mín frá bæjarfógeta og ég beð inn að koma niður á skrifstofu hans kl. 11. Mér brá nokkuð, því að þetta hafði ekki borið við fyrr. Ég fór til bæjarfógeta og var visað inn til hans. Jóhannes sat í stól við skrifborðið og bauð mér að setjast við hlið sér. Mér sýndist hann nokkuð alvörugef inn. Fyrir framan hann á borð- inu lá dómabókin mín og sá ég að dómurinn sem ég hafði kveð ið upp á laugardaginn var efst ur á blaði. Bæjarfógeti hóf fyr irvaralaust að lesa hann, las mjög hægt, því að hann átti erfitt með að komast fram úr skriftinni, og þrisvar bað hann mig að lesa orð, sem hann sagð- ist ekki komast fram úr. Enn meira tafði það þó lesturinn, að hann setti kommur og punkta yfir næstum því hvert orð og eins á milli lína. ITann skrifaði feita hönd og mjög skýra og fal lega, en mín var grönn og ólæsileg. Var líkast þegar horft var yfir opnuna eins og skyr með krækiberjum í. Þegar hann hafði loks lokið lestrinum, stóð hann upp og sagði: „Það var ekkert annað, Magnús.“ Ég kvaddi þegjandi og gekk út, en það var ekki hnakka- kerrtur fulltrúi sem í það sinnið gekk heim til sín. Og aldrei held ég að ég hafi skammast mín eins á ævi minni. Svo liðu margar vikur. Þá lágu einu sinni boð fyrir mér, að ég ætti að koma á skrifstofu bæjarfógeta og bókin var nið- ur frá. Mér brá enn, en þó ekki sem í fyrra sinnið, því að ég vissi ekki til að ég hefði neitt af mér brotið og fráganginn hafði ég vandað. Ég fór samstundis. Jóhannes sat enn við sama borðið og fyr ir framan hann dómabókin með dómi, sem ég hafði fyrir skömmu kveðið upp í nokkuð flóknu máli. Jóhannes bauð mér sem fyrr sæti við hlið sér og hóf um- búðalaust að lesa dóminn og las nú viðstöðulaust. þegar hann hafði lokið því stóð hann upp og sagði: „Þetta er prýði- lega saminn dómur hjá yður, Magnús minn. Erindið var nú ekki annað.“ Ég kvaddi hann innilega og það var ekki laust við, að mér vöknaði um augu. — Jóhannes bæjarfógeti Jóhannesson kunni að stjórna. Og hann var maður sem fyrir flestra eða allra hluta sakir var hæfur til þess að sitja í æðstu virðingar stöðum þjóðar sinnar. Við Gunnar Viðar, sonur Indriða Einarssonar, vorum bekkjarbræður og talsvert sam an í Menntaskólanum. Kom ég oft heim til hans og átti þar hinni mestu alúð og ljúf- mennsku að mæta. Indriði var þá orðinn nokkuð hniginn að aldri en var léttur og kvikur á fæti eins og tvítugur ungling ur og alltaf glaður og ljúfur og sagði okkur margar gamansög- ur frá skólaárum sínum. Svo skildu leiðir okkar Gunnars. Hann fór til Kaup- mannahafnar og lauk þar hag fræðiprófi 1924. — Nokkru eft ir að hann var heim kominn fór ég eitt sinn heim til hans. Var ég nokkuð ölvaður, átti ekki nema 3 krónur og 50 aura í buddunni, en flaskan kostaði 7 krónur og ætlaði ég að slá Gunnar eða fá hann í félag með mér. Gunnar var ekki heima, en ég hitti Indriða. Ég sagði honum erindið. „Ég skal vita, hvort ég á ekki það sem vantar i buddunni minni,“ sagði Indriði, en þá átti hann ekki nema 2 krónur og vant- aði þá 1 krónu og fimmtíu aura. „Ég ætla að kalla á hana Eme- líu og vita hvort hún á þetta ekki,“ sagði Indriði. Svo kall- aði hann „Emelía, Emelía, áttu ekki eina krónu og fimmtíu aura. Hann Magnús ritstjóra vantar það fyrir Madeira flösku.“ — Bmelía átti aurana og vandinn var leystur. — Ind riði var vísí mjög hátt settur í stúkunni, þegar þetta bar vIB, en hjartagæði þessa ljúfmennis máttu sín meira, en stúkukredd ur. Ég kom oft heim til Bjöms Kristjánssonar, einkum eftir að hann fluttist í litla steinhúsið við Vesturgötu 9, og sat hjá honum oft lengi, stundum full- ur. Eitt sinn kom ég til Bjöms um miðjan dag nokkuð kennd- ur og var með hálfa flösku af léttu víni. Hjá honum sat þá Sigurbjörn Þorkelsson, kaup- maður í Vísi, en þeir Björn voru vlnlr gomr. Ba*r voru bindindismenn og Sigurbjörn var víst háttsettur í stúkunni Dröfn, sem mig minnir að hann stofnaði. Ekki var langur tími liðinn, þegar ég var búinn úr flösk- unni. Ætlaði ég þá að fara og ná mér i aðra, en þá sagði Björn Kristjánsson: „Ég held að hann Magnús okkar sé nú orðinn of kenndur til þess að ná í flöskuna. Viltu nú skreppa Bjössi minn, og ná í hana?“ Sigurbjöim reis þegar upp, og stutt stunð var ÍHMn, þegar hann var kominn með flösk- una. Hann var aldrei lengi að neinu. — Sigurbjörn var ein- hver vinsælasti kaupmaðurinn í Reykjavík vegna hjálpsemi sinnar og drenglyndis. Þá held ég að ég láti nú loks þessum minningum fortíðarinn- ar lokið og snúi mér að nútím- anum. Síðari hhiti greinar Magnús- ar Magnússonar birtist á næstunni. m Auðvitað geturðu gengið út í birtuna, við hvert fótmál stöndum við, rauðeygð, smávaxin börn, við höfum öll skorið okkur í fingurna. Þú getur yppt öxlum og gengið ótrauður út í birtuna, sagt sem svo: þetta grær, áður en þau gifta sig, gengið svo áfram, íþróttamannslegur og beinn í baki og við stöndum og sjúgum blóðuga puttana, hugsum milli ekkasoganna: ekki er hann með hryggskekkju þessi. Svo þerrum við tárin með blóði drifnum fingrum og fylgjum þér út í birtuna. 1? 'JBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1972 Hanna Krist j ónsdóttir A5 ganga út í birtuna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.