Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 11
Anna María Þórisdóttir. Flokkurinn lætur set.ja upp spjöld hingað og þangað og þar geta nienn að kínverskum sið sett upp fordæmingarbréf, þar sein þeir segja liver öðrum til syndanna. — Menn geta t.d. átt á hættu að fá fordæniing- arbréf, séu þeir áhuga- litlir um marx-lenínisk fræði. Albanir kalla land sitt Squiperise, sem þýöir ,,Land arnanna" og skjaldarmerki landsins er hvíthöföa svartur örn á rauðum feldi. Alhanskar sveitakoniir koma á markað í Tirana og eru dálítið meimnar. Um ferðasögur Eitt sinn lieyrði ég tvo Dani segja ferðasögu frá Noregi. Frásögnin var einungis fólgin í því, að lýsa því, sem þeir fengu að borða á hverjum stað. Stundum bar þeim ekki saman um, livað borðað hafði verið á liinunt eða þessum staðnum og kryddaðist frásagan nokkuð af karpi um það. Þessir sömu menn ferðuðust hér um ísland og hápunktur þeirrar ferðar var, þegar þeim var boðið upp á danskan bjór hæst uppi á reginöræfum. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var að blaða í Ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar og rakst á ljóðið um Arnarfellsjökul í ljóðaflokknum Annes og eyjar. Ég get ekki stillt mig um að skrifa liér upp allt ljóðið: Já, löngum liefur Mörlandinn gert grín að Baiinanum. En ætli við Mörlandarnir séum ekki litlu nær um landa- fræðina þrátt fyrir allar Mallorcaferðirnar, þó að sumir niuni kannski, hvað rommið kostaði á liinum og þessum staðnum? „En sá hlær bezt, sem síðast hla>r,“ datt mér í hug, þegar ég áttaði mig á þvi hér um daginn, að við systurnar vor- um næstum farnar að inetast á um gæði brauðsneiðarinn- ar, sem ég fékk í Brúarskála og hamborgarans, sem hún fékk í Staðarskála á leiðinni norður í sumar. En kannski var það húnvetnska þokan og tilbreytingar- laust kargaþýfið við veginn, sem olli því að ferðasagan frá þessum hluta leiðarinnar var sögð á danska vísu? Richard Beck í ÁLÖGUM Byljurn lirakin, í frostsins fjötrum, foldin stynur unt langa nótt. Ekki er hennar hjarta rótt. En leggir þú næma hlust við hjarnið, þá heyrir þú léttan andardrátt blóma, sem dreymin blunda í moldu og bíða hins þráða dags, er vorið úr álögum vetrar þau leysir, og vekur hinn bundna þroskamátt. Eppi undir Arnarfelli, allri mannabyggð f jær, — það er eins satt og ég sit liéi— þar sváfu Danir í gær. Og er þeir fóru á fætur, fengu þeir eld sér kveikt, og nú var setið og soðið og sopið og borðað og steikt. Ókunnugt allt er flestum inni um þann f jallageim. I>eir ættu að segja oss eitthvað af Arnarfellsjökli þeim. 8. október 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.