Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 4
Sigrurður Kristjánsson alþing- ismaður. „Hjá honum spiluðum við lengi lomber." Sigurður Grimsson. „Ég hafði heyrt að glæsilegar giftar kon- ur hefðu á honum mestu dá- leika.“ Siffiirður Nordal. „Ég mundi ekki mótmæla því að hann væri Snorri endurborinn." SÍÐUSTU ORÐ SYNDUGS MANNS Framhald af bls. 3 verið vegna þessarar kynning- ar, að kunnur maður kom til mín og sagði mér, að sér hefði verið falið það af Magnúsi og nokkrum öðrum að spyrja mig um, hvort ég vildi verða rit- stjóri að blaði, sem andstæðing ar sáttmálans ætluðu sér að stofna. Ég sagðist ekki geta þetta því að ég væri fylgjandi sáttmálanum, og féll þetta svo niður. Ekkert lét Magnús mig gjalda þessarar neitunar og var jafn vingjarnlegur við mig sem áður. Jæja, þá kemur loks að fyrir bærinu og má vel segja, að þetta hafi að miklu leyti verið óþarfur inngangur. Kemur þá frásögnin: Eina nótt um vorið 1918, að mig minnir, dreymir mig, að ég sitji í sæti Magnús- ar við suðausturgluggann, og verður mér litið norður eftir Aðalstræti. Sé ég þá að maður kemur norðan götuna, en nokk uð var hann ólikur öðrum mönnum, því að hann hélt á höfðinu með báðum höndum framréttum. Andlitið vissi að mér og sá ég svo skýrlega alla andlitsdrætti og forni höfuðs- ins, það var höfuðfatslaust, að enn gæti ég teiknað það, svo glöggt stendur það enn fyrir hugarsjónum minum. Ég kenndi nokkurs ótta, hrökk upp og leið mér hálfilla, en hræddur var ég þó ekki, enda logaði ljós í herberginu. Ekki sofnaði ég fyrr en að noklcrum tíma liðnum. Ekkert kamaðist ég við andlitið og var b.*ss fullviss, að manninum nr,riif hg aldrei kynnzt. Daginn eftir var ég með seinna móti í matinn á Uppsöl- um og þegar ég kom inn var Magnús Arnbjarnarson að ganga út og settist ég þá í sæti hans, þvi að það var eftirsótt af öllum vegna útsýnisins. Ég hafði skamma stund setið, þeg- ar mér varð litið út um glugg- ann og sá ég þá mann koma gangandi norðan Aðalstræti. Þegar hann kom að hornglugg anum leit hann upp og kenndi ég þá samstundis að þar var kominn draummaður minn, en var nú með eðlilegum hætti. Hann hélt svo áfram og stefndi upp á Túngötu, en þar kom maður á móti honum. Námu þeir staðar og tóku tal saman. Ég kallaði þá á Sigurð Lýðs- son lögfræðing, sem snæddi að jafnaði á Uppsölum, og bað hann að líta út og vita hvort hann þekkti manninn, sem nær okkur var. Hann hélt það nú. Þetta væri Sigurður Ólafsson sýslumaður í Kaldaðamesi. Ekki varð þetta svo lengra. Ég fór dult með þessa sýn og liðu svo tugir ára að ég sagði hana engum nema mínum nánustu. Hélt ég, að Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi mundi máske sárna ef sagan bærist út eða halda að hún boðaði föður sin- um feigð. Löngu seinna sagði ég Jóni söguna og þótti honum hún allfurðuleg. — Aldrei hef- ur neitt komið fyrir, sem ég hef getað sett i samband við þessa sýn. — Sigurður Ólafs- son andaðist ekki fyrr en 9 ár- um siðar, 12. des. 1927. Og þá kem ég að síðustu sög- unni. Síðustu tvö árin sem Sigurður Kristjánsson alþm. lifði spiluð- um við að jafnaði lomber hjá honum einu sinni í viku. Var þá heilsu hans tekið mjög að hnigna, einkum síðara árið. Við vorum nokkuð margir sem spii uðum hjá honum og eru sumir látnir, en eftirtaldir þrír menn spiluðu oftast og eru þeir allir enn lifandi eins og vottorð það sem þeir hafa gefið mér sýnir. Þessir menn eru: Jón Guð- mundsson, fyrrv. kaupmaður frá Ingólfsfirði, Jón Kristjáns- son, forstjóri í Reykjavik og Unndór Jónsson, endurskoð- andi í Reykjavík. Snemma á árinu 1966 (Sig- urður dó 1968) urðum við þess varir, að spatitían (spaðaás- inn) var óvenjulega oft á pass- anum. Taldist okkur svo til, að þegar hún var ekki á hendi, þá myndi hún vera 4—6 sinnum oftar en hún ætti að vera þar. Voru sumir svo vissir um þetta, að þeir köstuðu kóngum og trompum til þess að geta keypt upp og varð þeim furðu oft að trú sinni. Hélt þessu svo áíram þau tvö ár, sem Sigurður átti ólifað. Þegar Sigurður dó færðist spilamennskan til mín og hélt þessu enn áfram og vorum við allir mjög undrandi. — Loks kom svo, að ég hringdi til séra Sveins Víkings, sem þá var rit- stjóri Morguns og ég held líka formaður SálarrannsöKnarre- lags Islands. Sagði ég honum frá þessu. Þótti honum þetta mjög furðulegt og varð að sam- komulagi, að hann kæmi og at- hugaði þetta og hefði helzt með sér miðil eða skyggnan mann ef þess væri kostur. — En skömmu eftir þetta hnignaði svo heilsu séra Sveins, að af þessu varð aldrei. Þessu hélt svo áfram hjá mér á annað ár, en þá hættum við að athuga þetta. Vottorðið, sem spilamenn- irnir gáfu mér, er svohljóð- andi: „Við undirritaðir vottum það að framanskráð frásögn Magnúsar Magnússonar er í öllu sannleikanum samkvaam. Reykjavík, í ágúst 1972. Jón Guðmundsson, Jón Kristjánsson, Unndór Jónsson." Alveg var sama, hvort spil- að var á gömul spil eða ný og engu skipti það heldur, þótt ekki spiluðu alltaf sömu menn- imir. Sennilega verður þetta aldrei skýrt, en við höfum stundum spjallað um það í gamni, að gamall látinn spila- félagi væri hér að verki. Hans mesta yndi í lífinu var að spila lomber og hann hafði mikið dá læti á spatitíunni. En honum hætti stundum til þess að rjála við stokkinn og var furðu fim- ur að koma spatitíunni þar fyr- ir í stokknum, sem honum var mestur hagur að. Hef ég sagt nánar frá þessu i „Syndugur maður segir frá.“ Skal nú þessum sögum lokið, sem margir munu telja bábilj- ur einar, en þeir sömu skulu minnast þess, að það er harla margt á himni og jörðu, sem heimspekina dreymir ei um. Og benda má á, að sum fyrirbrigð in, sem rannsökuð hafa verið um langt skeið í Rhineháskól- anum í Bandaríkjunum, eru ekki mjög ólík þessu. Af því ég minnist á Upp- sali, þennan gamla og góða veit ingastað, ætla ég að minnast með örfáum orðum nokkurra manna, sem þar komu að stað- aldri. Páll Eggert snæddi þar all- lengi. Enginn mátti sitja við sama borð og hann nema ég og veit ég ekki hvað þvi olli, en nokkuð vorum við þá orðnir kunnugir og farið hafði vel á með okkur. Hann setti alls stað ar svip á umhverfið, svo sér- kennilegur og mikilúðlegur var hann. Hann át helmingi hraðar en ég og þó snöggtum meira, sagði fátt og stóð þegar upp, er hann hafði snætt, kvaddi mig og fór. Varla kom það fyrir að hann ræddi við nokkurn mann. Ég hefi getið hans nokkuð í minningum mín- um og læt því þetta nægja. Þeir Þorkell Clemenz, vél- fræðingur, Halldór Jónasson, sem kallaður var af sumum „Eiðaskalli" og Felix Guð- mundsson, síðar kirkjugarðs- vörður, komu oft á Uppsali og sátu alltaf við sama borð. Þeir voru allir málglaðir menn og skorti aldrei umræðuefni. Einu sinni heyrði ég Þorkel segja þeim, að hann hefði lesið það í þýzku tímariti, að heitt vatn væri ákaflega hollur drykkur, meðal annars af þvl, að það leysti upp bundinn spiritus í KRamanum. Eftlr þessa frá- sögn tóku þremenningarnir upp mikla drykkju í heitu vatni og sá ég þá iðulega drekka 3—4 glös af því. Ég sagði einu sinni við Brynleif Tobíasson, sem var heitur góð- templari, eins og hinir voru líka, hvort það væri ekki brot á stúkuheitinu að drekka svona mikið af heitu vatni fyrst það leysti bundinn spiri- tus úr viðjum. Brynleifur svar- aði: „Þú veizt það, Magnús minn, að ég er aristokrat og drekk aldrei heitt vatn, ég drekk súkkulaði." Annað svar fékk ég ekki. Jens Waage og kona hans, Efemía Indriðadóttir Waage, drukku oft síðdegiskaffi á Uppsölum. Efemía var ein af glæsilegustu konum bæjarins, eins og þær voru fleiri Indriða dætumar. Úr hverjum drætti í svip og andliti Jens Waage skein göfugmennskan. Aldrei heyrði ég nokkum mann álasa Jens Waage, en marga lofa hann. Af ungum mönnum, sem þama komu stundum, held ég að Sigurður Grímsson, sem þá var í Menntaskólanum, hafi vakið mesta eftirtekt. Hann var fríður sýnum, glæsilegur gog gáfulegur, betur búinn en skólapiltar voru almennt og alltaf var kátt á hjalla í kring- um hann. Mér fannst mikið til um Sigurð, ekki þó einkum af þvi sem hér er talið, heldur því að hann var handgenginn Ein ari Benediktssyni, en þá dáði ég hann mest allra skálda. Og svo var annað. Ég hafði heyrt að glæsilegar giftar konur hefðu á Sigurði hina mestu dá leika, og það gæti jafnvel kom- ið fyrir, að þær gleymdu því í návist hans, að þær væru gift- ar. Ásgrímur málari snæddi á Uppsölum að jafnaði. Hann sat alltaf einn við borð. Aldrei heyrði ég hann yrða á nokk- urn mann og engan á hann, og veit ég því ekki hvernig mál- rómur hans var, þótt við snæddum á sama stað í tvo vet ur. Hann stóð að jafnaði þegar • upp er hann hafði matazt og gekk út. Aldrei sá ég nokkur svipbrigði á andliti hans, allt- af sama kyrrðin og hæversk- an. Ölafur Friðriksson kom oft og jafnan I fylgd með einhverj- um. Hann talaði manna mest og stundum með miklum handa slætti og svipbrigðum, enda var maðurinn flaummælskur. Stundum lenti þeim saman Elí- asi Stefánssyni útgerðarmanni, sem var fastur vistmaður á Uppsölum, og Ólafi. Hrutu þá stundum allöhefluð orð út úr báðum og þó einkum Eliasi. Hann hrökk ekkert við Ólafi, enda gersamlega ómenntaður og af sumum jafnvel ekki tal- inn greindur, enda þótt hann yrði á fyrri styrjaldarárunum einn af auðugustu mönnum Is- lands. Ólafur var hins vegar fjölmenntaður og skarpgreind- ur og geysilega harður kapp- ræðumaður. Ólafur var á sínu bezta skeiði líklega mesti áróð- ursmaður sem Island hefur átt. Hann var hjartáhlýr maður, mátti ekkert aumt sjá og allra manna örlátastur á fé. Framh. á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.