Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 10
f húsnæðismálum er ýmislegt ógert, en milt og- hlýtt veðuríar hjálpar upp á sakirnar. Ný yíirstétt í Alhaníu: Kin- verskir ráðgjafar, en þeir eru taldir tíu þúsund. hvaðanæva, svo að eftir nokkra daga setur að honum flökurleika. Hvert sem litið er, hvort sem augað dvelur við akur, fjall, vegarspotta eða húsgafl, alls staðar rek- ur hann augun í horða eða hlaðsnifsi eða spjald, sem vegsamar flokksleiðtogann, Enhver Hodsja, eða „flokk albönsku þjóðarinnar“ eða fyrirskipar: „Aldrei of seint til vinnu án afsökunar“ eða hvetur til: „Vinnu, aga og skipulags“. En í öllum þorpum, í verk- smiðjum, á bændabýlum, í skrifstofum, Ieikhúsum og á götunni, sér ferðamaðurinn jafnframt rauðu töflurnar, sem á eru fest „eldingar- blöðin“ sem Albanir kalla „fllete rrufe“. Þarna er kom- inn sá kínverski siður að skrifa fordæmingarbréf og festa upp opinberlega. Börn geta til dæmis hengt upp á útidyrnar heima hjá sér yf- irlýsingu sem segir: „Pabbi minn hugsar ekki í sönnum marx-leníniskum anda“. Því í Albaníu er hver sá, sem ekki er sannur marx-lenín- isti annað hvort kapítalisti eða fasisti, eða það sem er öllu öðru verra, endurskoð- unarsinni. Allt frá því í smábarna- skóla læra börnin helztu stjórnmálakenningar ríkis- ins, fara með spakmæli og syngja lof Enver frænda og vinunum frá Kína. Flestar upplýsingar almennings um ástand mála í öðrum lönd- um koma reyndar einnig krókaleið austan frá Kína. Helzti stjórnarandstöðu- flokkurinn í Frakklandi var til dæmis talinn flokkur marx-leninista. Verkamaður í Albaníu getur fengið tveggja vikna leyfi frá störfum ár hvert, en það fer eftir ýmsu, svo sem vinnuafköstum hans, mikilvægi starfsins og því, hvort fullskipað er í sumar- búðir þær, sem ríkið rekur í þessu skyni. Sá sem skarar fram úr við vinnu og fær festa upp mynd af sér við hlið talna- skýrslna um framleiðslu- aukninguna í verksmiðju sinni á meiri rétt til þess en aðrir að fá árlega hvíld frá störfum. Sé vissum skil- yrðum ekki fullnægt þurfa menn stundum að bíða tvö til þrjú ár eftir því að geta farið í sumarfrí. Ein vinsælasta baðströnd- in í Albaníu heitir Durr- es. Þar hefur ríkið reist tjaldborgir fyrir sumargesti og eins herbergis smáhýsi fyrir fjölskyldur þeirra, sem efnaðri eru. Það eru ekki mikil umskipti frá því, sem fólk á við að búa venjulega, því allajafna hefur fimm manna fjölskylda yfir að ráða tveggja herbergja íbúð án baðherbergis. Enn efnaðri menn, sem fá greitt talsvert yfir meðal- kaup geta leyft sér að dvelj- ast á gistihúsi því, er Sovét- menn reistu þarna, meðan vinfengi var með þeim og Alhönum. Meðal sumax-gestanna á baðströndinni við Durres eru ýmis andlit, sem koma kunnuglega fyrir sjónir, þótt nokkuð séu þau fram- andleg hér. Það eru Kín- verjar. Sagt er, að í Albaníu séu nú um tíu þúsund tækni legir ráðunautar frá Kína. Þeir eiga að flytja Albön- um fagnaðarboðskap Mao Tse-tungs, hins mikla marx- leninista, sem Enver Hodsja kallar „hinn volduga felli- byl byltingarinnar“. Og kín- versku ráðunautarnir leyfa sér líka öðru hvoru að njóta lífsins með albönskum bylt- ingarfélögum, sem þeir eru að hjálpa til að komast yfir verstu torfærurnar á braut til dýrðarljómandi framtíð- ar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.