Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 9
meiri en nokkurs siaðar ger- ist í Evrópu nú, eða 3.2%, en þó hafa lífskjör manna batn- að mjög. Kauphækkanir og metingur um stöðuveitingar setur Iítinn svip á líf manna í Albaníu, því þar eru aðeins þrír kaupflokkar við lýði, og landsmenn allir fá greitt samkvæmt fyrsta, öðrum og þriðja flokki. Kommúnistaflokkur Alb- aníu var stofnaður í liöfuð- borg landsins, Tirana, 8. nóvember 1941, þegar landið var hernumið. „Lýðræðis“- stjórnin hélt þó ekki form- lega innreið sína í borgina fyrr en 29. nóvember 1944, að loknum þriggja vikna hörðum bardögum við þýzka herinn. í Tirana bi'ia nú 170 þús- und manns. Þar eru tvö mikil raforkuver, sem skírð hafa verið „Stalin“ og „Len- in“, 40 verksmiðjur og verk- stæði ýmiss konar, sem framleiða allt frá varahlut- um í dráttarvélar og fata- efnum, en borgin er einnig miðstöð Iista- og menning- arlífs í landinu. Tirana var stofnuð árið 1614 þegar Tyrkir réðu fyrir Albaníu, en það gerðu þeir í fimm aldir. Stofnandinn, Suliman Muleti, fursti eða pasja, lét gera þar almenn- ingsböð, brauð- og kökugerð og mosku, sem engihn sæk- ir nú lengur. Fyrir stríð voru í Albaníu 800 þúsund múhameðstrú- armenn, 300 þúsund grísk- kaþólskir og 200 þúsund róm-versk-kaþólskir en nú hefur öllum trúarlegum til- beiðslu- og samkomustöðum verið Iokað þar í landi og er trúlega einsdæmi. Engir betlarar sjást á götum Tir- ana og tötrum klæddir fá- tæklingar ekki heldur. Þar er enga eymd að sjá, aðeins fábreytileika hins daglega strits. Allt er hvert öðru líkt, menn búa eins og ná- granninn og klæða sig eins. Umferð í borginni er lield- ur ekki umtalsverð, einu samgöngutækin eru stöku strætisvagn og reiðhjól, sem flutt eru inn frá Kína. Einka bifreiðar eru bannaðar í Albaníu, þar sem þær eru taldar tákn þjóðfélagslegs misréttis. Vesturlandamaður verður dálítið ruglaður í ríminu þegar hann kemur til Alb- aníu. Auglýsingarnar, sem eru svo snar þáttur í dag- legu lífi hans lieima fyrir, eru hér víðs fjarri. En í þeirra stað eru komin víg- orðin, sem lirópa á liaiui •• ■ . ' Msg | Markaðsdagrur 1 Skoder, norður í landi. Fyrir miðju má sjá sölubúð bakarans, sem selur allavega austurlenzkar kökur. Dagur er kominn að kvöldi og fólkið á samyrkjubúinu hvílir sig i kerru á leiðinni iieim. 8. október 1972 ,ESBÓK MORGUNBLAÐSINS S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.