Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1972, Blaðsíða 2
Magnús Magnússon SÍÐUSTU ORÐ SYNDUGS MANNS Móðir mín vandi mig af brjósti eins árs gamlan. Fékk ég þá pela og tók svo miklu ástfóstri við hann, að ég skildi hann nær aldrei við mig. Er ég var orðinn rúmra tveggja ára, átti að taka hann af mér, en þá ætlaði ég vitlaus að verða og var loks látið undan varga skapnum í mér. Hélt ég svo pel anum þar til ég var kominn á fjórða ár, en þá heimtaði faðir minn, að þessum ómanneskju- hætti létti, og að pelinn væri tekinn. Var svo gert, en þá varð ég svo óður, að ég fékk hann aftur eftir tvo daga. Varð út af þessu sífellt rifrildi þvi að faðir rninn var skapstór maður. En svo bar það við, er ég var langt kominn á fjórða árið, að ég lá aftur á bak í rúmi mínu og hélt á pelanum. Stóð ég þá allt i einu upp með pelann, gekk út úr bænum og fram á öskuhaug mikinn, henti pelanum út á hann og gekk Magnús Magnússon ritstjóra ætti ekki aö þurfa aö kynna fyrir iesendum. Hitt kyniii þó að kaía farið fram hjá einhverj- um, aö Magnús varð áttræður í maí sl. Það iiggur því í hiutarins eðli, að hann hefur mörgum manninum kynnzt um dagana, eins og til dæmis kemur fram í endurminiaingum hans, „Syndugur maður segir frá“. Hér hefur Magnús enn á takteinum nokkrar minningar, sem útundan urðu, þegar hann skrifaði bókina og hefur hann góðfúslega leyft Lesbók birtingu. Fyrri greinin, sem hér birtist, segir frá mönnum og málefn- um, en síðari hlutinn fjallar um nokkur hugstæð áhugamál. svo inn og lagðist fyrir og hafðist ekki orð upp úr mér um kveldið. — Fórst mér því sýnu verr við ástvin minn en Þorgeiri Ljósvetningagoða fórst við sína ástvini, því göf- ugri grafreitur er Goðafoss en öskuhaugur. — Mega nú sál- fræðingar okkar, sem munu orðnir jafnmargir listamönnun um, ráða af atviki þessu hvert innræti mitt muni vera. En eftir þetta hermdarverk mitt breyttist allt skapferli mitt til hins verri vegar. Varð ég nú svo óþekkur og ofsa- fenginn að enginn réð við mig og varð ég hinn mesti bölvald- ur á heimilinu. Yfirgaf þessi illi andi mig ekki allt fimmta árið. En þá var það einhverju sinni, að einhver stakk upp á því, að reynandi væri að kenna mér að lesa, þótt ungur væri, þvi vera mætti, að ég hemdist eitthvað við bækur. Var nú gripið til þessa ráðs og varð ég furðufljótt læs. Eftir það sinnti ég engu öðru og las allt sem ég náði í. Hef ég sagt frá þessari óseðjandi lestrar- fýsn minni í minningum min- uim, og hún hefur fylgt mér til þessarar stundar. Þó hef ég aldrei fróður orðið, minnið ekki verið nógu trútt. Af öllum þeim bókum, sem ég las í æsku, held ég að Tíma- tal í tslendingasögum eftir dr. Guðbrand Vigfússon hafi orð- ið mér einna harðast undir tönn, en þá var ég tíu ára er ég las hana spjaldanna á milli. Þó mýkti það nokkuð hamleðr- ið, að þá var ég orðinn ná- kunnugur íslendingasögum. En það er lítill ávinningur að því að lesa mikið, betra að lesa fátt en vel. Það má vera að mesti unaðurinn sé af fyrsta lestri góðrar bókar, en við ann an og þriðja lestur finnst margt, sem manni hefur yfir- sézt. Naumast veit ég nokkurn mann, sem hefur lesið sér til meira gamans en Sigurð Krist- jánsson fyrrv. alþm. Hann las með svo lifandi athygli og rýni að allt sem hann las þroskaði hann. Ég treysti mér ekki til þess að nefna skilyrðislaust þá höf unda eða bækur, sem mér hafa veitt mesta ánægju, en jafn- mikinn unað hafa engir hlutir í þessum heirni veitt mér sem góð bók, nema ef vera skyldi fagurt landslag, en það er að jafnaði fjarri manni en bókin. Ég get þó getið þess, að fáir eða engir höfundar hafa nært sálu mína eins og þeir Henrik Ibsen, Dostojevski og Stefán Zweig, og engin islenzk bók, ef til vill að tveim eða þrem ljóðabókum undanskildum, hafa veitt mér slikan munað sem Ólafs saga helga Haralds- sonar í Heimskringlu. Og nú leiða hugrenninga tergslin mig að dr. Sigurði Nordal enda hefur hann manna mest og bezt um þessa bók fjallað. En Nordal tel ég einn af beztu rithöfundum okk ar að fornu og nýju, og ef ein- hver dulhyggjumaðurinn segði mér, að Sigurður Nordal væri Snorri endurborinn, þá mundi ég ekki mótmæla því, en það skal ég taka fram, að ég tel Snorra miklu betri mann, en Sigurður telur hann i hinu snilldarlega riti sinu um Snorra. Órækja var vandræða maður, og því var engin von til þess að Snorri væri leiði- tamur við hann eða ysi í hann fé. Læt ég svo útrætt um þetta bókarspjall að sinni. Þegar ég var á tólfta ári tók faðir minn mig heim frá fóstur foreldrum mínum til þess að ég gæti notið kennslu með Sig þóri bróður mínuim. Við Sigþór tókum þá upp á þvi að gefa út tvö heimilis- blöð. Hét blað Sigþórs Hregg- viður, en mitt Göngu-Hrólfur. Sigþór var snemma listfengast ur okkar bræðra og mjög drátt hagur, auk þess sem hann var bæði skáldmæltur og „músik- alskur". Hreggviður hans (í fjögra blaða broti) var hið prýðileg asta að útliti, heiti blaðsins og upphafsstafir greina skrautrit- að og skriftin góð. Efnið var líka furðu fjölbreytt (Hann var aðeins á 10. ári). Mínu blaði var allt öðruvísi háttað. Frágangurinn var frem ur slæmur og útlitið ljótt og ekki var innihaldið betra. I því voru aðeins þrjár bardaga sögur í stíl Fornaldarsagna Norðurlanda, en þá hafði ég nýlega lesið þær og fannst 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '> wmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 8. október 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.