Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 7
ís- og vindsorfin fjöll Gra nhtnds. I«la gefur hundnnum út um eidhúsgluggann. FJÁBBÝLIN FK.U'I ERU KEIST hjá norrænum bæjarrústum frá miðöldum. Féð bitur haga hinna gömlu norrænu bænda. Jörðin gefur aftur mönnum og skepnum af sér arð eftir hálfrcir aldar hlé. Túnih gömlu eru ræktuð á ný. Sáð er rúgi eða höfrum, upp- skeran slegin og hey þurrkað úr henni. Grænlenzka sumarið er of stutt til að hún nái að þroskast. Þegar beta-i rækt er komin í jörðina, hyggst Karl sá gras- fræi, eins og nágranni hans, Egon Jensen, hefur gert. Við ibúðarhúsið hefur Karl stóran matjurta- garð, sem nær yfir hluta túnsins og fjóshaug norræna bóndans. Þarna er góð, svört mold, frjó af áburði hins forna ábúanda. 1 garðinum ræktar Ida kynstur af rófum, sem eru sætar og bragðast prýðilega. Þær eru seldar í Tasiussaq og Nanortaiik og gefa nokkuð í aðra hönd. Auk þess vaxa þar rauðrófur, hreðkur, gulrætur, hraukkál, grænkál og aðrar matjurtir til heimaneyzlu og dafna yfirleitt mjög vel, gerist nætur- feostið ekki of hart. Lömbin — mikilvægasta tekjulindin — eru seld í sláturhús hinnar konunglegú Grænlandsverzlunar í Nanortalik, en nokkuð er þó selt einstökum viðskipta- vinum í bænum Nanortalik. Heimaslátrun er mikið starf og auk þess er takmarkað hve mörg lömb er hægt að selja í bænum. Karl segir það skilyrði fyrir efnahagslegri afkomu byi-jandans að hann hafi ákveð- inn einkamarkað. Þar rennur í h'ans eigin vasa frá- dráttur Grænlandsverzlunarinnar fyrir slátrunar- og flutningskostnaði. Því miður er einkamarkaðurinn mjög þröngur eins og áður er sagt. Þangað verða að- eins seld fyrsta flokks lömb. Sé verzlað eingöngu við sláturhúsið, þar sem verðlagið er fremur lágt, verða menn að eiga a.m.k. 500 fjár til að hafa af því nauð- synlegar tekjur. Byrjandi á ekki svo mikið fé. í lok árs 1970 átti Karl um það bil 300 kindur. Fjárbændurnir þrír við Tasermiut hafa skipt með sér iandsvæðinu við fjörðínn, en hafa þó komið sér þannig fyrir, að rúm er fyrir nýja nágranna. Fjársmölunin er mjög erfið. Hlaupa verður yfir marga ferkílómetra lands frá því snemma á morgn- ana þar til seínt á kvöldin. Upp 5—600 metra háar íjallshliðar, náður í dali og upp eítir aftur. Hundarnir eru til mikillar hjálpar og spara smölunum margt sporið. Féð er þekkt í sundur á eymamörkum. Marka verður iömbin á vorin; þau íylgja ávallt móðui'inni og þannig er eignarrétturinn ákvarðaður. Fénu er haldið sem næst bæjunum á vetrum svo hægt sé að taka það fljótt í hús ef þörí krefur. Sé snjóþungt, er þvi gefið daglega. Þegar Karl kaliar á það, kemur það í sprettinum heim, oft lengst ofan úr hlíðum. Það hlýðir eins og hundar, sem kallað er á. BtJRBKSTURINN BYGGIST Á ÞYÍ að féð bjargi sér á að bíta gras, mosa og teinungá á fjallinu að minnsta kosti hálían veturinn. Vetrarfóðri er safnað til þriggja mánaða eða því sem næst, en stundum geta komið langir og harðir vetur eins og 1966—’67. Það er þ\d áhættusamt að heyja of lítið. Og áhættu ber að varast. Karl ætlar þess vegna að rækta 8—10 hektara graslendis utan við tún norræna bóndans, en við það fæst miklu meiri heyjaforði. Þegar allt þetta iand hefur verið ræktað, er hægt að hafa allt fé á gjöf langan isavetur. Þetta nýja svæði er þó of stórt ti! að það verði ræktað á sama hátt og bæjartúnið, og í þvi er auk þess mikið gr jót, sem bera þarf burt eða sprengja ef það er óf stórt að aka þvi saman í hauga. Landbúnaðarstöðin Upemaviarssuk getur hreinsað jörðina og búið undir ræktun fyrir upphæð er nemur 350—450 þúsundum króna. En Karl ætlar að kaupa vélar fyrir sömu upphæð og vinna jörðina sjálfur. Auk þess að gefa fénu þurrkað kom og gras fóðr- ar Karl það á fiski. Lítil vík við bæinn þornar alveg um fjöru. Oft villast torfur af þorski og sild þangað inn. Með netum er þeim varnað útgöngu og þegar fjarar liggja fiskarnir spriklandi á sandinum. Þá er hægt að tína þá upp og gefa þá fénu eða nota þá í áburð. Af húsdýrum á Karl tvo f járhunda og hryssu, sem eígnaðist foiald í fyrra. KARL HEFUR SAMBAND M» UMHEIMINN gegnum loftskeytastöð. Hann getur talað við ritsima- stöðina í Nanortalik og nágranna sinn Egon Jensen, sem hann á löng samtöl við einkum að vetrinum þeg- ar ísinn lokar vikinni og illviðri eru. Karl á vélbát með utanborðsmótor, sem hann notar þegar hann og eiginkonan þurfa að fara í búðina í byggðinni Tasius- saq eða til Nanortalik að selja lömb. Mikil bræla er á firðinum allt sumarið á meðan sólin skin, svo hann verður að sigla eldsnemma á morgnana eða seint á kvöldin. Um miðjan daginn er sjóferðin oft alltof hættuleg. Víkin er lokuð af ísi frá þvi í október fram i mai. Um mánaðartíma fyrst og siðast á þessu tímabili er ísinn of þunnur tii að unnt sé að fara ferða sinna á honum. Ná verður heim öllum vetxarforða áður en ísinn kemur, en það krefst mikiliar skipulagningar og stórútgjalda í einu lagi. Á veturna eru yfirleitt mikil snjóþyngsli i landi. Karl og kona hans og börnin verða að nota skiði til að komast fram og aftur um jörðina. Verði skyndilega mikil snjókoma að vetrinum og féð er of langt frá húsunum, verður að hjálpa því heim. Karl og börnin verða þá að ganga á undan og troða gangstíg i snjóinn. Féð eltir síðan í halaröfu. Fyrir kemur, að stórt lamb gerist svo þreytt, að Karl verður að bera það heistn á herðum sér. Sé það óró- legt, velta þau oft um i snjónum, bæði hann og lamb- ið. Eftir slíka útreið eru sokkar hans stundum frosnir við stígvélin. Á IIVEKJUM VETRI SJÁST ÍSBIRNIR við fjár- býiin. Þeir eru á vakki kringum húsin og hundarnir hafa veður af þeim. Siðastliðinn vetur fundust leif- arnar af kind, sem gestkomandi bjöm hafði étið. I víkinni eru selir og Karl hremmir stundum einhvern þeirra. Haust og vetur er mikið af rjúpu í fjallinu, sömuleiðis nokkuð af hérum og refum. Úr einni veiði- ferð kemur Karl stundum með allt að 60—70 rjúpur og þær eru heimilinu kostafæða um langan tima. Hann skýtur með 6 mm riffli og notar frakkann sinn fyrir veiðisekk. Þau Ida eru bæði góðir veiðimenn. I stofu sinni hafa þau stórt safn skotvopna af ýmsu tagi. Hluti landsvæðisins kringum Nalagssut eru grasi grónar hlíðar eða langti dalir. Ofar gnæfa hrött f jöll allt að 2000 metra há, en efstu tindar þeirra hafa staðið upp úr jafnvel á verstu ísöldum. Landslag er mjög fagurt. Frá húsi Karls sjást þverhníptir hamrar og tindar, sem á kvöldin ber eins og ógnvekjandi skugga við bjartan himininn. Á siðsumrum og á haustin flögra norðurijósin'um himinhvolfið og opin- bera þöglum áhorfandanum þá veröld fegurðar, sem ekki verður með orðum lýst. Landið er stórbrotið og mjög fagurt. Karl Kristensen er eftirmaður hins norræna bónda, Hann hefur byggt hús sín nærri hiinum gömlu tóft- um. Garður og tún eru á jörð sem ræktuð var á mið- öldum. Karl hefur fundið merki um brynnihgargryfj- ur og troðninga. I gömlu sorphaugunum hefur við uppgröft fundizt ýmis úrgangur, sem fleygt hefur verið á dögum íyrirrennaranná: tálgusteinsbrot með gatí í, mikið af ryðguðum nöglum með breiðum haus, reizlur o.s.frv., en af þeim á hann mikið safn. Sumur- in 1969 og 1970 hafa Svend Albrethsen safnvörður og Joel Berglund stud. mag. frá Þjóðminjasafninu graf- ið upp sum af útihúsum hins forna bæjarstæðis. Frið- un þeii-ra verður nú aflétt og Karl ætlar að reisa ýms- ar nýbyggingar á grunni þeirm. EINS OG FYRIRRENNARAR HANS á miðöidum kann Karl að nýta landið og möguleika þess. Hann er arftaki miðaldabóndans að þessu grænlenzka land- svæði. Eins og fvrirrennari hans er hann f jölhæfur, en það verður hann að vera til að halda velli við hinar ströngu aðstæður — til áð lifa af þá þrekraun, sem það er í raun o-g vcru að reka landbúnað á heim- skautacynni Grænlandi með hið óstöðuga veðurfar. Það er aðeins fólk með vissa skapgerð, sem þolað getur þær margháttuðu raunir, sém grænlenzkur íjárbóndi á við að stríða. Iíarl og kona hans eiga þá skapgerð: Þau eru starfssöm og iðin. Þeim þykir vænt um landið og finna til samkenndar með hinum fornu bændum, sem leituðu lífsbjargar á þessum sama stað og við sömu eða enn erfiðari aðstæður. Það er ekkert sællífi að vera fjárbóndi við rústir nr. N137 í Eystribyggð. Karl og íjölskylda hans hafa með góðum árangri gengið á hólm við hina græn- lenzku náttúru og skapað sér heimili og vinnustað. En við það hefur aftur færzt líf til eins hinna yftr- gefnu bólstaða fortíðarinnar — nýbyggjar hafa setzt að á jörð hins foma norræna bónda. 9. aprffl 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.