Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 2
* haldast. E>vt að um þessar mundir sátu þeir einmitt báðir í Skálholti biskuparnir, Hannes Jónsson og Finnur Jónsson faðir hans, höfundur hinnar mikiu kirkjusögu og vafalaust lœrðari um þau efni en nokkrir menn aðrir fyrr né síðar. Hér hefur þvi annað komið til. Það sem vafalaust hefur mestu ráðið um afstöðu biskup anna var hin mikla og stöðuga hningnun efnahags biskupsstól anna á 18. öldinni. En þó keyrði urn þverbak, er móðu- harðindin skullu yfir, og nokkru síðar landsk.jálftamir miklu 1784. I þeim féllu flest hús staðarins, svo að Hannes biskup varð að hafa sig á brott með fjölskyldu sína. Er ekki að furða þótt nokkurn skugga hafi borið á hinn sögulega Ijóma staðarins i augum Hann- esar, er hann varð að flýja rústir hans og leita húsaskjóls í fjarlægri sveit. Jafnframt verður vér að minnast þess, að ættiarðarást Hannesar Finns- sonar, eins og annarra upplýs ingarmanna var að nokkru levti af öðnim þáttum spunnin en síðar tíðkaðist, þar sem í hana vantað5 hið rómantíska í- vaf fornaWardýrkunar, sem Egf>ert Ólafsson og síðar Fjöln ismenn voru fulltrúar fyrir. Lönmn hans til að vera þjóð sinni til gagns var þó ekki minni þess vegna, enda iagði hann sig attan fram um að efla andteet og efnahagslegt við- nám fslendt"nía á þessu erfiða sketði í lífi bjóðarinnar. 1 þvi efn: er auetióst, að hann taldi það brýnasta verkefnið að hef’a alþýðu manna upp úr hinni sáru örbirgð harðind- anna og að svala þekkingar- þré bennar. í samanburði yið það hefur hann jafnvel talið sö'r"iega leifð Skálholts lítils virði. Og þótt oss sviði nú hin öm- ur'-wru eurlalnk Skálholtsstað- ar oe dvrer’na hans, er það á ennr»n hátt víst, að viðhald bisi-'ipsstétfnna í hinni fornu m'-n'i beirrn hefði að öllu sam- an’ð"ðu orð’ð b.ióðinni til bless unar. Því '">rður ekki neitað, að b'skupsctMarnir höfðu lengi verið ísl"n’íkri bændastétt þungur klafi, en fjárhagur þeirra hvildi á fomu kerfi leigi'ábúnaðT. leigukúgilda og marn-s konar kvaða annarra. Þetta var arfur frá fomu léns sk:n>'lgi b’-'nar kahólsku mið alr'-virkiu. sem varla gat sam- rýnr-t hugsi-'-num manna, eins og Hannesar Finnssonar. Er ek*_: ólíkle"t að honum hafi oft sviðið ? ðstæðumar i stöðu biskups, annars vegar sem sálu sor"ara, en hins vegar sem lénsherra yfir þrautpíndri al- þýðu. Sala ''tólseivnanna á til- tðlnleqa vem verði k’ppti að visu fótum undan efnahagsle"u siátfsbæð' '-’rkjun’-ar, en hún átti um leið meginþátt í þvi að TVENN TÍMA- MÓT Framhald af forsíðu breyta íslenzkri bændastétt úr ánauðugum leiguliðum í efnalega sjálfstæða bændur. Hafa þau umskipti og söguleg- ar afleiðingar þeirra ekki ver- ið metin sem skyldi. Þvi er oftast slegið föstu, að 18. öldin hafi verið hið mesta niðurlægingarskeið Islendinga, er hafi náð hámarki með móðu harðindunum og- hruni þeirra þriggja stofnana, sem elztar og göfugastar voru í landinu, bisk upsstólanna tveggja og alþing is á Þingvöllum. Með þessu er hins vegar ekki nema hálfsögð sagan. Þrátt fyrir örbirgð og hallæri var 18. öldin timabil vaxandi menningar og aukins jafnræðis. Undir forustu hinn- ar lúthersku kirkju og upplýs ingarmanna urðu Islendingar almennt læsir og skrifandi, en jafnframt dró úr leiguánauð með sölu stólsjarðanna og hnignun hinna gömlu höfð- ingjaætta. Þannig var lagður grundvöllur að þvi vel upp- lýsta og stéttlausa bændaþjóð- félagi, sem sjálfstæðisbarátta og nútímamenning Islendinga er sprottin af. Hannes Finnsson, hinn síð- asti biskup í Skálholti, er mér ætið hugstæður vegna þess, að hann má með réttu kalla fyrst- an mann, er ritaði fullkomlega visindalega um efnahagsþró un á Islandi. Er í þvi efni helzt að nefna ritgerð hans um Mannfækkun af hallærum, þar sem hann tekur sér fyrir hendur að kanna sögulega, hvernig fslendingum hafði farn azt i baráttu sinni við himgur og haliæri allt frá upphafi Is- landsbyggðar. Tilgangur hans með riti þessu var í raun og veru sá að stappa stáli í landa sina eftir móðuharðindin miklu og sýna þeim með rökum fram á, að Island sé, þrátt fyrir hall ærin, fullkomlega byggilegt, enda hefði þjóðin ætíð reynzt furðu fljót að ná sér eftir áföll in. Sýnir hann fram á þetta með ljósum rökum og notkun allra þeirra heimilda um ár- ferði og fólksfjölda á fslandi, sem tiltækar voru. Kemur skýrt í Ijós af þeim, að fólks- fjöldi á íslandi á 18. öldinni hefur verið nærri þeim mörk- um, sem atvinnuvegir þjóðar- innar gátu borið við þáver- andi búskaparhætti og ytri að stæður. Hvenær sem íslending um fjölgaði upp yfir 50 þús- und kvaddi hungurvofan dyra. Þótt hagur þjóðarinnar sveifl- aðist milli hallæris og góðæra, var augljóslega um stöðnun, ef ekki hægfara hnignun að ræða, þegar yfir lengra tímabil var litið. Hannes var alltof raunsær til að boða mikla bjart sýni við þessar aðstæður. Af- staða hans var þvert á móti sú, að bezta leiðin til að sigrast á hverri raun væri að horfast í augu við hana af fullri einurð og raunsæi. Jafnframt skín úr verkum hans bjargföst trú á það, að með þekkingu og um- bótum megi rétta hag þjóðar- innar og bægja hörmungum ör- birgðar og hungurdauða frá dyrum. Síðan Hannes Finnsson lézt 4. ágúst 1796 og biskupssetrið fluttist endanlega frá Skál- holti eru um þessar mundir liðnir réttir sjö aldarfjórðung- ar. íslendinga biðu enn mörg hörð ár, en upp frá þessu virtist þó alltaf miða heldur i áttina, þó að hægt færi framan af. Móðu harðindin reyndust þvi ekki aðeins eitthvert mesta reiðar- slag, sem yfir íslendinga hefur gengið, heldur marka þau ótví ræð vatnaskil í sögu vorri. Eftir aldalangt tímabil efna- hagslegrar hnignunar, tekur þróunin nú loks aðra stefnu, hægum skrefum í fyrstu, en síðan með vaxandi þrótti, unz hún hefur náð því stigi vel- sældar, sem sjá má á fslandi í dag. Hér er hvorki staður né stund til þess að rekja þessa sögu, svo glæsilegt vitni sem hún þö ber menningarlegum þrótti fslendinga og atorku, þegar þeir loks fengu svigrúm til að rétta úr kútnum. Allt fram á síðustu ár hafa virzt fara saman bæði hér á landi og i öðrum hlutum hins mennt aða heims, örar framfarir í framleið9lu og visindum og vax andi trú á það, að þær stefndu til betra mannlífs. Þessi framfaratrú var á fyrra hluta aldarinnar orðin svo sniar þáttur i lífsviðhorfi alls þorra manna, að lítt var hlustað á vamaðarorð þeirra, sem sáu þróunina öðrum aug- um. Á þessu hefur orðið furðu lega snögg breyting á allra síð ustu árum og þá ekki sízt með- al þeirra þjóða, sem lengst ei-u komnar á braut efnahagslegr- ar framþróunar, eins og til að mynda Bandaríkin. Enn sem komið er hefur þessi hugarfars breyting þó ekki fundið sér neinn ákveðinn farveg,og hún lýsir sér með ýmsum hætti, allt frá vonbrigðum með ávexti velferðarrikisins og til algerr- ar höfnunar á öllum gæðum nú tímamenningar. Á því leikur ekki vafi, að breytingar af þessu tagi eiga sér djúpar orsakir í þeiiri þjóðfélagsþróun, sem átt hefur sér stað í hinum iðnvædda heimi, enda hafa menn ekki enn gert sér grein fyrir afleið ingum iðnbyltingarinnar, nema að litlu Ieyti. Þegar fleiri og fleiri hættumerki hafa farið að koma í Ijós um afleiðingar tækniþróunarinnar, hefur sá ótti breiðzt út, að mann- kynið sé nú statt á þróunar- braut, er leiða muni til hörm- unga og jafnvel tortimingar eftir fáa mannsaldra, ef svo fer fram sem horfir. Og sannleikurinn er sá, að fyrir þessum ótta eru sterkari rök en flestir gera sér grein fyrir. Ég á þar ekki við hætt- ur kjarnorkustyrjaldar, held- ur hina miklu einfaldari, en um leið viðsjárverðari ógnun, sem felst í framförunum sjálf- um. Og svo mótsagnarkennt, sem þetta kann að virðast, er það jafn augljóst, þegar nánar er að gáð. Með nútíma tækni og vísindum skapast aðstæður, sem eru frábrugnar þvi, sem mannkynið hefur nokkru sinni áður þekkt. Hinar efnahags- legu framfarir hafa ekki ein- göngu verið miklu örari en á nokkru fyrra blómaskeiði sög- unnar, heldur hafa tækifærin til enn frekari tæknilegra sigra ætíð virzt ótsémandi. Meira og meira af andlegri orku mannanna hefur þvi beinzt að vísindalegUTn og efna hagslegum frámförum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa í nýjum uppgötvun um og sívaxandi framleiðslu- aukningu. Það sem mannkyninu hefur gleymzt í þessari sæluvímu, er sá einfaldi sannleikur, að öllu eru takmörk sett. Allir sem lært hafa einföldustu reikn- ingsaðferðir ættu þó í raun- inni að vita, að efnalegar breyt ingar af þvi tagi, sem átt hafa sér stað undanfarna áratugi, geti ekki haldið áfram með svipuðum hraða um ófyrirsjá- anlega framtið. Hér nægir að minna á dæmi- söguna, sem allir þekkja, um indverska vitringinn, sem fann upp manntaflið. Þegar hann fór fram á það, að fá í laun fyrir snilli sína eitt hveitikom fyrir fyrsta reitinn á taflborð- inu og síðan tvöfaldan koma- fjölda með hverjum reit, fannst konunginum, að það hlyti að vera leikur einn að verða við ósk hans. En þegar ráðgjafar hans fóru að reikna, varð ann- að upp á teningnum. Jafnvel allt korn veraldarinnar hefði « ekki nægt til að fullnægja þess ari ósk. Mannkynið hefur í raunitmi verið álika einfalt í trú sinni og konungurinn í þessari sögu. Það hefur til skamms tíma hag að sér eins og endalaus vöxt- ur í fólksfjölda, framleiðslu og uppbyggingu væri hugsanteg- ur. En þegar við höfum í huga, að á fjölmörgum sviðum tve- faldast notkun hráefna og fram leiðsla úrgangsefna á hverjum tíu árum, þarf litla spádóms- gáfu til að sjá, að varla getur liðið mjög langur timi, áður en eitthvað verður undan að láta. Þetta eru vitaskuld ekki nein ný sannindi, enda hafa vitrir menn bent á hætturnar um margra átatuga skeið. Þó er það fyrst nú, sem skilning- ur er að vakna á þvi, að hér er um að ræða eitt djúpstæð- asta vandamál, sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. En þrátt fyrir áberandi hugarfars breytingu viða um lönd að und anförnu, eru enn engin merki þess, að raunveruleg stefnu- breyting sé framundan, og virð ist þvi ennþá langt í það, að við þessum margþætta vanda verði brugðizt með nokkrura þeim ráðum, er dugi. Að visu er verulegur skrið- ur að komast á aðgerðir til að vinna gegn þeim umhverfis spjöllum, sem tækniþróuninni fylgja, en þar er í raun og veru aðeins um að ræða eina hlið vandamálsins. Þótt betri umhverfisvemd geti vafalaust gert mannkyninu kleift að fresta ragnarökum menningar vorrar um alllangt skeið, mun hún að lokum koma að litlu haldi, ef vaxtarhraði tækniþjóð- félagsins helzt í svipuðu horfi og verið hefur. Séu skoðanir þær, sem ég hef nú, á rökum reistar, mun ekkert minna duga til lengdar til að forða ógæfu, en að mann kynið átti' sig á þvi í tima, að það verður að breyta í megin- atriðum þeim markmiðum, sem keppt er að í nútíma þjóðfé- lagi. Hín mikla áherzla, er all- ar iðnvæddar þjóðir leggja á hagvöxt sem efnahagsmarkmiS, hvaða stjórnskipulag, sem þaar að öðru Ieyti aðhyllast, verður i vaxandi mæli að vikja fyrir öðrum félagslegum og menning arlegum markmiðum. Hversu ört slík breyting þarf að eiga sér stað, mun fara mjög eftir aðstæðum í hverju landi. 1 hin um þéttbýlu iðnaðarrikj um er tíminn minnstur til stefnu, ag þaðan berast oss nú alvarieg- ustu varnaðarorðin í þessu efni. Ennþá erum vév Islendingar flesturn þjóðum betur settir í þessu efni vegna fámennis vors og landrýmis. Sem dæmi má nefna, að hér á landi eru enn ónýttar miklar orkulindLr i fallvötnum og japðhita, sem hvorki munu ganga til þurrð- Framhalá & bls. 14. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 9. ai>ríL 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.