Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 10
Eftir Gísla Jónsson, menntaskól akennara 7. hluti að túlka píslarsöguna átakan- lega á þann hátt, að æska nú- tímans finnur sig þátttakandi í þessari sögu. Tjáningarform þeirra félaga er afsprengi bítla-áranna. Það þýðir, að textinn sækir efni sitt í hugmyndaheim hins unga manns á 7. tug 20. aldar, og tónlistin hagnýtir sér tjáningar form 19. og 20. aldar á svo áhrifamikinn hátt, að engu virðist ofaukið í leikmannseyr- um mínum. En einmitt vegna heiðarleika þeirra höfundanna, þá er þessi söngleikur gæddur einhverju dularfullu seiðmagni, sem taiar aiit til okkar tíma. Og margt í leiknum mun eflaust eiga iangt iif fyrir höndum. Á sýningunni tók ég skýrt eftir því, hve kvöldmáltíðaratr- iðið er vel byggt upp af sterk- um andstæðum. Postularnir syngja þar gamansama drykkjuvísu um það, hversu gaman það er að vera postuli. Það var alltaf þeirra æðsti draumur. En á milli erindanna gerast alvarlegir atburðir: stofnun kvöldmáltíðarinnar, spá Jesú fyrir þeim, sem munu svíkja hann á þessari nóttu. Átakanlegast er þó uppgjör Jesú og Júdasar, sem gerir al- varlegustu leikkröfur til flytj- endanna. Þessi hárfína sveifla milli hins skoplega og átakan- iega ér svo vel gerð frá höf- undanna hendi að hún leitar seint ur huga ntanns. Þes'ái söngleikur er mikiivæg ur fyí ir alla þá, sem reyha að brjöta til mergjar, hvernig túlka ‘á fagnaðarérindið fyrir ungu fólki nú á dögum. Þýí að hérna íieyrum við, kvaða hug- sjónir eru efst á baugi í huga nútímabarnsins. En þessi ópera gefur ekkert svar við spurn- ingunni, hver Jesús var, annað en það, að hann var mannsson ur og kveikti kærleika í hjört um mannanna. Og það liggur í loftinu, að þetta sé kærleikur, sem laut öðrum lögmálum en al mennar leikreglur mannlegra samskipta. Þess vegna reyndu aiiir full- trúar mannlegrar skynsemi að losa sig við Jesúm Krist úr ná- iægð sinni. Er það þetta, sem höfundarn ir vilja láta tala til okkar tíma? Hvort held ég með Júdasi eða Maríu Magdalenu? 6. Siðan ég kom frá sýningunni, hefir eitt iag ómað fyrir eyr- um mér dag og nótt. Það er þessi dásamiegi dýrðarsöngur lýðsins — Jesú Kristur — súp- erstjama. „Hósanna, hey- sanna, sanna, sanna hó.“ Það er eins og dýrðarsöngurinn öðl ist nýtt líf við þessa ungæðis- legu breytingu, sem gerð er á hinum sigilda texta. Það er eins og að aka nýjan og óþekkt an veg, sjá nýtt og fagurt iands lag, dást að því um stund, en sjá svo sér til undrunar og gleði, að þetta er mín eigin sveit, þar sem ég þóttist þekkja hverja þúfu. Margir hneyksiast á þessari meðferð ungra manna á heil- ögu efni. En ekki ég. Ég þakka fyrir að sjá gamia texta verða nýja í þessari athygiisverðu endur- túlkun. 1 Skrífað í Kaupiíiánnahöfn, 3. jan. 1972. 1 stjórnarfrumvarpi til breyt inga á stjórnarskránni 1909 var ekki beint tekið upp ákvæði um kosningarétt og kjörgengi kvenna, en hins veg- ar var svo mælt sem stundum fyrr, að hvort tveggja mætti veita þeim með einföldum lög- um, og skyldi þetta ná bæði til giftra kvenna og ógiftra, svo og hjúa, með þeim takmörkun- um, sem vant var að setja fyr- ir kosningarétti. Þetta var mið að við 25 ára aldur til neðri deildar og 40 ára til efri deild- ar, og gilti hið sama aldurs- mark um nýja kjósendur í hópi karla þ.e. vinnumennina. Þegar þetta frumvarp var flutt, voru örlög sambandslaga frumvarpsins (Uppkastsins fræga) enn óráðin, og ekki bú- ið að samþykkja vantraustið á Hannes Hafstein. Hann hafði því framsögu um frumvarpið og sagði m.a.: „Það þótti rétt að opna greiðan veg til þess að fullnægja þeirri réttlætis- kröfu að veita konum full póli- tisk réttindi jafnt karlmönnum svo fljótt sem unnt er.“ Hins vegar taldi ráðherra undirbún ingi kvenna undir slíkt starf þannig farið, að varhugavert væri að gera svo bráða breyt-. ingu, að kasta öljum þeim hóp ailt í einu inn á iandsmálavig- völlinn, og því hefði þótt rétt- ara, að alþingi ætti kost á því að setja reglur um, að réttur- inn veittist smám saman, t.d. eftir aldursflokkum eða eftir öðrum skilyrðum. Björn Jónsson ritstjórí (þm. Barð.) gagnrýndi þetta og sagði það sannfæringu sína, að mesti hégómi væri að láta kyn- ferði valda stjórnmálaréttinda- mun. Vitanlegt væri, að marg- ir karlar væru ekki annarrar handar menn á við sumar kon- ur, hvorki að andiegu né líkam- legu atgervi, nema síður væri. En þetta væri eins og margt annað apað eftir löggjöf ann- arra þjóða. Hann dró mjög í efá, að konur hefðu yfir- leitt minni stjórnmálaþroska en karlmenn. Ráðherra kvað sér ekki kappsmál að halda óbreyttum ákvæðum frumvarpsins um kosningarétt kvenna og kjör- gengi. Ef þingið treysti sér til að stíga sporið allt í einu, skyldi hann ekki beitast á móti þvi. Hins vegái’ benti hann á, að karlmenn byggjust Við því frá unga alöri, að þeim bæri réttur og' ‘ ‘skylda til að taka þátí í stjórnmálum og gætu því búið sig undir það á ýmsan hátt. Þarna gegndi öðru máli um kvenfólkið, og þvi taldi hann heppilegt, að það fengi þennan rétt smátt og smátt, eftir aldursflokkum, til þess að geta búið sig undir störfin, og fyrir þetta hefði hann ekki viljað girða í stjórn arskrárfrumvarpi. Skúli Thoroddsen taldi hér allt of skammt gengið og and- mælti því, að konur væru marg ar hverjar lítt búnar undir hluttöku í landsmálum, svo að æskilegt væri, að réttur- inn yrði veittur smám saman. Jón Ólafsson sagði: „Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðun- ar, að hver vera í mannsmynd ætti heimtingu á þessum mann- lega rétti, og tel sjálfsagt, að þessu verði breytt innan fárra ára.“ Sjö manna nefnd, sem málið fékk til meðferðar, taldi ekki fært að ganga frá frumvarpi um stjórnarskrárbreytingu, meðan frumvarpið til sam- bandslaga hefði ekki verið af- greitt. Yrði þetta því að biða. Nefndin flutti svo í samræmi við það tillögu til þingsálykt- unar, þar sém skorað var á stjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frum- varp til nýrrar stjórnarskrár. Taldi nefndin upp ýmislegt, sem þar þyrfti að vera, og með- al þess var að veita konum kosningarétt og kjörgengi til alþingis og rýmka um kosn- ingaréttinn að öðru leyti. Bjarni Jónsson frá Vogi (þm. Dal.) tók sérstaklega fram, að hann vildi, að kosningaréttur og kjörgengi væri engum skil- yrðum háð nema lögaldri og andlegri heilbrigði. Þessi þings ályktunartillaga var samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum og stjórnarskrárfrumvarpið þar með úr sögunni. Eftir alþingi 1909 boðaði stjórn Hins íslenzka kvenfé- iags alla utanbæjarþingmenn tii fundar við sig í því skyni að heyra álit þeirra á kvenrétt indamálinu. Á fundinn komu 14 þingmenn, en sumir voru farnir úr bænum. Þeir, sem á íundinn komu, hétu allir mál- inu eindregnu fylgi á næsta þingi, og sumir lofuðu jafnvel að hreyía því heima i héráði og afia því fyigis. Fyrsti regluiegi sambands fundur Kvenréttindafélags ls- lands eftir að sambandið var stofnað, var haldinn í Reykja-1- vik 19.—30. júní 1910. Fundiníl sóttu fulltrúar frá Reykjavik, ísafirði, Blönduósi, og Sauðár- króki. Félögin á Akureyri og Seyðisfirði höfðu enn ekki gengið í sambandið. Lög sam- bandsins gerðu það að skil- yrði, að sambandsfélögin hefðu engin önnur mál á dag- skrá en pólitískan kosningarétt og kjörgengi kvenna ásamt öðrum slíkum kvenréttindamál um, enda ströng skilyrði um slikt í lögum alþjóðasambands ins, I.W.S.A., sem íslenzka sam bandið gekk nú í. Þá var sam- þykkt að reyna að fá konur í sem flestum sýslum landsins til að bera fram á þingmálafund- um og fá þingmenn til að fylgja þvi fram, að stjórnarskrár- breyting yrði gerð á næsta al- þingi og konum þá veitt kjör- gengi og kosningaréttur með sömu skiJyrðum og karlmönn- um, ásamt fullu jafnrétti við þá um gang að öllum æðri skól- um og embættum. Ennfremur var samþykkt að sækja til al- þingis um ferðastyrk handa einni konu á ársþing alþjóða- sambandsins i Stokkhólmi 1911. Kvennablaðið veit 1910 af þremur konum í hreppsnefnd- um og fjórum í sóknarnefnd- um, og auk þess höfðu allmarg- ar verið kosnar í fræðslu- nefndir. Þá gerðist það á alþingi 1909, að samþykkt voru iög um háskóla á Islandi. Er þar berum orðum fram tekið, að hver sá, kona sem karl, er lok- ið hefur stúdentsprófi við hinn almenna menntaskóla, eða annan lærðan skóla, hon- um jafngildan, skuli eiga, rétt á að gerast háskólaborgari; Og svo hefst hið mikla kven- réttindaár 1911. 1 upphafi 1. tbl. Kvennablaðsins er hvatn- ingarkvæði eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld, sem óþreytandi var að leggja blað- inu lið. Kvæðið var tileinkað Kvenréttindafélagi Islands, hét Kvennaslagur og hófst á þessu þysmikia erindi: íslands konur, hef jist handa heimtið yðar rétt! Efst til f jalla, fremst til stranda fylkið ykkur saman þétt. Fram í trú að fulium sigri, ■ fegri, betri tíð. Sigurstál í viljans vigri virtna látið frelsis-strið! >■’. ! Þegar stjórnarskrármálið kom til kastá alþingis þetta ár, 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.