Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 8
Á STRÖNDUM - FRAMHALD Börnin á, Dröngum áttu tvær dagleiðir í skólann Samtal við Torfa Guðbrandsson skólastjóra og kennara í Trékyllisvík Við sátum í skólastofunni; taflan, stólarnir og borðin, allt á sínum stað. Torfi skólastjóri benti útum gluggann á hátt og snarbratt Finnbogastaðafjallið og sagði: „Það er ótrúlegt en satt, að fjallið sást ekki út um glugg- ann í fyrravetur. Svo mik- ið var fannfergið, að skaflarn- ir gnæfðu ofar fjallinu, þegar litið var út. En við erum vanir því að sjá snjó. Okkur finnst ekki veruleg harðindi fyrr en hafísinn lokar hverri vík. Þá fyrst veit maður, hvað harð- indi eru.“ ,,Þá lokast allar leiðir." „Næstum því. Að vísu má gera ráð fyrir, að hægt sé að lenda á flugvellinum á Gjögri ef veður leyfir og oft reyndar með þvi skilyrði, að brautin sé mokuð." „Þessi algera innilokun, sem verður, þegar ísinn leggst að landi og völlurinn ófær — að ekki sé nú talað um landleið- ina — það hlýtur að vera óþægileg tilfinning?" „Það getur verið hættulegt á stundum að hafa engar sam-, göngur, en einangrunin hvilir ekki þunglegá á okkur, held ég. Ég hef ekki orðið var við, að fólk hér sé einmana." „Það er alkunnugt, að fólk getur orðið , miklu meira ein- mana í stórborgum en á ein- hverjum útkjálka, þar sem all- ar samgöngur lokast." „Já, maður hefur lesið um það. Það má víst illu venjast svo gott þyki. Eiginlega er Torfi við Iiarnaskólahúsið. Ekkert sjónvarp, en 40—100 bækur lesnar á ári á hverju heimili. Flugsýn yfir hluta af Árneshreppi á Ströndum. Naest á mynd- inni er Keyltjarfjörðnr og Naustvík er á ströndinni nálægt miðri mynd. No. 1: Drangar, þar sem búið var þar tii fyrir 5 árum. No. 2: Ingólfsfjörður. No. 3: Norðurfjörður. No. 4: Trékyliisvík. læknisleysið bagalegast og í rauninni búum við að algeru öryggisleysi, ef eitthvað kemur fyrir þegar harðast er. Næsti læknir er á Hólmavík og þang að eru 100 km og veginn hefur þú nýlega farið og þarf ekki að lýsa honum. Enda lokast hann þegar í fyrstu snjóum, oftast í september. Við getum að vísu talað við lækninn á Hólmavik í síma, en það er vitaskuld ekki alltaf nóg. Ef hf liggur við, er reynt að koma sjúklingnum á flugvöllinn á Gjögri og freistað að fljúga með hann suður. Tvivegis hef- ur komið fyrir, að nemendur við skólann hafa fengið bráð botnlangaköst, svo ekki þótti fært annað en að koma þeim suður. í annað skiptið vildi svo til, að harðindi höfðu verið og mikið fannfergi. Símasamband hafði verið haft við Hólmavík- urlækni og hann ákvað eftir lýsingunni, að hér væri um botnlangakast að ræða og sjúklingurinn þyrfti sem bráð- ast að komast á spitala. Það var mikill snjór á flugbraut- inni og ýta fengin í kafaldsbyl til að ryðja brautina. Öðru hverju rofaði tii á milli. Nægi- lega erfitt var að flytja ýtuna út að Gjögri. Síðan var vélin látin koma uppá von og óvon, en það vildi svo vel til, að þá rofaði til um stund, þegar hún kom og allt fór vel. En það stóð vissulega tæpt og hefði getað mistekizt með öllu. Og ef til vill kostað mannslíf." „Isinn hefur verið áleitinn við ykkur síðasta áratuginn.“ „Já, og ögn lengur. Um all- langt skeið höfðum við ekkert af hafís að segja, en svo kom hann í fullu veldi 1965 og lok- aði sjóleiðinni. Það knúði að vísu á með vegarlagninguna og varð þó til þess að nú er hægt að aka hingað yfir sumarið. En mér er minnisstæð þessi mikla isbreiða veturinn 1965; þá sá ekki út yfir hana.“ „En hvernig gengur að koma börnunum í skólann, þegar fjöll in sjást ekki út um gluggann fyrir snjó?“ „Það er heimavist hérna og skipt um hálfsmánaðarlega. Liklega er lengst að fara hjá börnunum úr Djúpuvík og það hefur komið fyrir, að skásta lausnin var að komast með þau beint uppá fjallið og sem leið liggur yfir í Reykjarfjörð." „Einhversstaðar þætti það full mikið í ráðizt fyrir börn og það að vetrarlagi." „Kannski. En það hefur hafzt slysalaust og menn beygja sig undir aðstæðurnar. Erfiðara var hjá börnunum á Dröngum, meðan búið var þar norðurfrá. Þangað voru taldar tvær dagleiðir fyrir gangandi mann og fyrir marga firði að fara. Þá var fyrst farið yfir í Ingólfsfjörð, sem er hér næst fyrir vestan, þaðan í Ófeigsfjörð og sem leið liggúr útí Eyvindarfjörð, útfyrir Drangavikurfjall, inn Dranga- vík og siðan yfir fjallið ofan- vert við Dranga. Það er mikið álag að búa við þesskonar að- stæður.“ ----O----- Torfi er úr Steingrímsfirðin- um, fæddur á Heydalsá og Strandamaður í húð og hár. Vera hans i Trékyllisvikinni byrjaði með þeim hætti, að að hann ætlaði að kenna þar í einn vetur. En það togn- aði á verunni og kennslunni og nú er hann búinn að kenna í 16 vetur. Hann kveðst kunna vel við sig, en er þó ekki harð- ur á því, hvort hann verði áfram. Það er í rauninni merkileg Framh. á bls. 15 8 LESBÓK, MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.