Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1972, Blaðsíða 4
Happdrættið Smásaga eftir V. S. Naipaul Vlð vlssum Blca að nerra Hinds átti jarðarskika i Morvant þar sem hann var með nokkra alifugla og skepniu-. Hinir strákarnir vor- kenndu okkur — að óþörfu. Herra Hinds barði okkur, en ég held að við höfiun allir verið dálitið montnir vegua lians. Ég sagði að hann hefði barið okkur, en það er nú samt ekki það sem ég á við. Því af einhverri ástæðu sem ég aldrei skildi og skil ekki enn, þá barði herra Hinds mig aldrei. Hann lét mig aldrei hreinsa töfhuia. Hann lét mig aldrei bursta skóna sína með töflupúðanum. Hann kallaði mig meira að segja alltaf skirnarnafni, Vidiadhar. Þctta kom sér ekki vel fyrir mig í sambandi mínu við liina strákana. Þegar við spiluðum krikket, þá fékk ég aldrei að kasta eða ver ja og ég var alltaf hafður síðastur i Ieikröð- inni. En ég huggaði mig við að ég þurfti ekki að vera nema helming skóla- ársins í þessum skóla og siðan ætlaði ég að sækja Oueens Royal gagnfræða- skólann. Mig langaði ekki svo mjög að fara í gagn- fræðaskólann, miðað við hvað mig langaði að sleppa úr Endeavour skól- anum (það var skólinn sem ég var í). Að ég skyldi vera í uppáhaldi hjá herra Hinds olli þvi að ég þjáðist af öryggisleysi. 1 einum einkatímanum lýsti herra Hinds þvi yfir að hann ætlaði að hafa happdrætti, miðinn kost- aði skilding — og vinn- ingrurinn var geit. Hann var grafalvarlegrur i framan og enginn hló. Hann lét mig skrifa nöfn allra strákanna i bekkn- um á tvær síórar arkir. Þeir sem þyrðu að leggja skilding að veði áttu að merkja við nöfn sín. Áður en einkatiminn var á enda, var búið að merkja við hvert nafn. Bamaskólakennurum er illa borgað í Trinidad, en í staðinn fá þeir að berja nemendur sína að vild. Herra Hinds, sem var kennarinn minn, var ógurlegur berjari. Á hillu, undir kennslu- > bókum, geymdi hann f jóra eða fimm tamarind- trjávendi. Með þeim er gott að berja. I»eir eru f jaðurmagnaðir, þeir meiða og endast heila eilífð. f skólaportinu var tamarind-tré. f skáp geymdi herra Hinds einnig leðuról í fullri vatnsfötu, en þær voru í hverri skólastofu ef til eldsvoða kæmi. Þetta mundi ekki hafa verið svo slæmt ef herra Hinds hefði ekki verið svona ungur og íþrótta- mannslegur. Á eina íþróttamótinu sem ég fór á, sá ég hann fara úr gljáskóm og bretta buxnaskálmarnar upp á miðja leggi og vinna hundrað metra kennara- hlaupið auðveldlega, með sígarettu milli varanna, og með hálsbindi flaks- andi yf ir aðra öxlina. I*etta var vinrautt bindi því að herra Hinds var mikill klæðamaður. Það var nokkuð sem einhvern veginn jók á hræðsluna. Hann klæddist brúnum jakkafötum, kremgulri skyrtu og vínrauða bindinu. I»að var sagt, að hann drykki mikið um helgar. En herra Hinds var að einu Ieyti illa staddur. Hann var nefnilega fá- tækur. Við vissum að henn kenndi þessa „einka- tíma“ vegna þess að hann þarfnaðist aukapeninga. Hann tók okkur í einka- ííma í tíu mínútna morgun- frímínútiinuni. Kver nem- andi borgaði fimmtíu sent fyrir þetta. Ef einhver ekki borgaði, var honum haldið eftir samt sem áður og hann síðan barinn þangað til hann borgaði. Ég varð mjög óvinsæll. Sumir strákarnir trúðu ekki að um neina geit væri að ræða. Þeir sögðu allir að ef geit væri í boði, þá vissu þeir aliir fyrir vist liver mundi fá hana. Ég óskaði þess að þeir hefðu á réttu að standa. Mig hafði lengi langað í mitt eigið húsdýr, og ég hiakkaði til að fá mjólk úr minni eigin geit. Ég hafði einhvern tímann heyrt að Mannie Ramjolin, frægasti hlauparií Trinidad, borðaði aðeins hnetur og drykki geitar- mjólk. Næsta morgun skrifaði ég nafn allra strákanna á pappirsmiða. Herra Hinds fékk húfuna mina lánaða, setti alla miðana í liana, tók einn þeirra upp úr, sagði síðan: „Vidiadhar, þú átt geitina“ og fleygði síðan öllum miðunum í ruslafötuna. £ hádeginu sagði ég við mömmu: „Ég vann geit í dag.“ „Hvers konar geit?“ „Ég veit ekki. Hef ekki séð hana.“ Hún hló. Hún trúði ekki heldur þossari geitarsögu. En þegar hún hafði hlegið sagði hún: „I>að væri samt hentugt." Ég var sjálfur hættur að trúa á geitina. Ég var hræddur við að spyrja herra Hinds, en tveim dögum seinna sagði hann: „Vidiadliar. ætlarðu eða ætlarðu ekki að koma og sækja geitina þína?“ Hann átti heima í gömlu tréhúsi í Woodbrook og þegar ég kom þangað sá ég hann í stuttbuxum, peysu og bláum striga- skóm. Hann var að lireinsa h jólið sitt með gulum klút. I»að þyrmdi yfir mig. Ég hafði aldrei hugsað mér hann i svona klæðnaði og við svona skitavinnu. En hann var hæðnari og nieira frá- hrindandi en hann var í kennslustundiim. Hann fór með mig bak við luis. I»ar var vissulega geit. Hún var hvít með stór liorn, bundin við plómutré. Jörðin kringum tréð var útskitin. Geitin var önug á svipinn og syfjuleg, eins og hún væri yfir sig undrandi á lykt- inni sem liún liafði fram- leitt. Herra Hinds sagði mér að klappa geitinni. Ég klappaði henni. Hún lokaði augunum og hélt áfram að jórtra. Þegar ég hætti að klappa henni, opnaði hún augun. Á hverjum degi um fimm- leytið kom gamall maður á vagni sem dreginn var af asna, eftir Miguel- stræti, þar sem við bjugg- um. Á vagninum var hrúga af nýrri töðu, sem bundin var i litla og snotra vöndla, svo snotra að manni fannst að gras væri ekki hlutur sem yxi, heldur væri búið til einhvers staðar í verk- smiðju. Þessi vagn gegndi þýðingarmiklu hlutverki, að þvi er okkur niömmu snerti. Við keyptum fimm, stundum sex vöndla á dag, og hver vöndull kostaði sex sent. En geitin var alltaf söm við sig. Hún var alltaf önug og leið á svipinn. Öðru hvoru spurði herra Hinds mig brosandi, hvernig gengi með geitina, og ég sagði að það gengi vel. En þegar ég spurði mömmu hvenær við mund- um fá mjólk úr geitinni þá sagði hún mér að hætta að angra sig. Svo, dag einn, setti liún upp spjald sem á stóð: 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.